Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNPLÍF ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Fyrirtæki IBM farið að skila hagnaði Árangur hagræðingar og endurskipulagningar að koma í ljós IBM, International Business Machines, skilaði hagnaði á síð- asta fjórðungi liðins árs og eru það fyrstu hagnaðartölurnar í rekstri fyrirtækisins í næstum tvö ár. Afram er þó haldið af fullum krafti við hagræðingu og endurskipulagningu inn- an þess og ráðgert er að fækka störfunum um 30.000 á þessu ári. Á síðustu árum hefur IBM, stærsti tölvuframleiðandi í heimi, tapað milljörðum dollara vegna minni sölu í meginframleiðslunni, móðurtölvunum, en á síðasta árs- fjórðungi 1993 var hagnaðurinn 382 milljónir dollara. Á sama tíma árið áður var tapið 45 milljónir dollara. Tekjurnar þá voru þó að- eins meiri eða 19,6 milljarðar doll- ara á móti 19,4 milljörðum dollara nú. Ef litið er á allt síðasta ár er útkoman sú, að reksturinn stóð þá í járnum. Það, sem gerði gæfumuninn nú, er minni kostnaður en mörgum verksmiðjum hefur verið lokað og starfsmönnum fækkað. Er stefnt VW!át Verslunar lageriiillur Þungavöni„rekkar" Greina„rekkar" 'r/\ Milligólf Stálhillur Iðnaðarvinnuborð Þéttihjólaskápar Starfsmannaskápar Plastskóffur lyftitæki REGfíUfí 5W5 Protema TiTMIlIfLfíellRO Fagleg ráðgjöf. Hagstæð verð. Leitið tilboða. Isoldhf. Umboðs-& hei/dverslun Faxafen 10,108 Reykjavík Sím i: 811091, Fax: 30170 að því, að starfsmenn IBM verði 225.000 talsins við næstu áramót. í yfirlýsingu, sem Louis Gerstn- er, forstjóri IBM, lét frá sér fara, segir hann, að á síðasta ári hafi fyrirtækið hafist handa við tví- þætta áætlun, sem eigi leiða til hagnaðar og nýrrar stefnumörk- unar í viðskipta- og tæknimálum þess. „Okkur hefur miðað vel á báð- um vígstöðvum. Það var hagnaður á rekstrinum á síðasta ársfjórð- ungi þrátt fyrir erfitt viðskiptaum- hverfi J Evrópu og Japan og sú mikla vinna, sem við höfum innt af hendi, mun skila sér enn betur á þessu ári.“ Morgunblaðið/Kristinn RAFHLÖÐUR — míi- lennium rafhlöðurnar er hægt að endurhlaða a.m.k. eitt þús- und sinnum. Á myndinni ér Örn Johnson, framkvæmdastjóri Skorra hf., umboðsaðila Millen- nium. INlýjung Skorrí hf. með „eilífðarrafhlöður“ SKORRI hf. hefur hafið sölu á Millennium endurhlaðanlegum rafhlöðum með lífstíðarábyrgð. Rafhlöður þessar eru af öllum veiyulegum stærðum og er hægt að hlaða þær allt að eitt þúsund sinnum. Fyrirtækið afhendir ókeypis nýjar rafhlöður fyrir þær sem af einhverjum ástæðum hafa misst þann eiginleika að taka hleðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Skorra hf. eru Millenium rafhlöð- urnar með um 50% meiri orku en algengast hefur verið í endurhlað- anlegum rafhlöðum og henta í öll rafdrifin tæki eins og útvarps- tæki, segulbandstæki, öll leikföng o.fl. Hleðslutækin sem eru sjálfvirk og sérstaklega gerð fyrir Millen- nium rafhlöðurnar eru talin sér- staklega hraðvirk og ná þau að endurhlaða þær að fullu á allt að einni klukkustund. Verð á endurhlaðanlegri raf- hlöðu er um fjórum sinnum hærra en á venjulegri einnota rafhlöðu. Þá er verð hleðslutækja frá 1.490 kr. en innifaldar í því verði eru tvær rafhlöður. Rekstrartækrci Námið er œtlað þeim sem stunda sjálfstœðan rekstur, eru stjórnendur ífyrirtœkjum eða hafa hug á stofna og reka eigið fyrirtceki. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði .. 35 stundir Fjármagnsmarkaðurinn .. 5 ii Markaðs- og sölumál . 25 ii Stefnumörkun . 10 ii Gæðastjómun .. 10 ii ' Vörustjómun .. 10 • 1 Stjómun og sjálfstyrking... .. 10 n Skattalegt uppgjör .. 25 II Námið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu. Kennd verður notkun töflureiknisins Excel við lausn ýmissa verkefna. Námið er alls 130 stundir að lengd og kennt verður þrjú kvöld í viku frá kl. 1815 til 2200. / Stjórntækniskóli Islands • Höföabakka 9 • Sími 67 14 66 • • Opið til kl. 22 •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.