Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 27 Sigldu skútu 521 sjómílu á sólarhriiig’ London. Reuter. BROTIÐ var blað í siglingasög- unni í síðustu viku er skútan ENZA lagði að baki 520,9 sjómílur eða 962,6 kílómetra, á einum sól- arhring eða 40,1 kílómetra á klukkustund. Eftir aðeins 10 daga siglingu er skútan fjórum dögum á undan áætlun í kapphlaupi tveggja skúta um að sigla um- hverfis jörðina án viðkomu á leið- inni á innan við 79 dögum. ENZA sló aðeins rúmlega mánað- argamalt hraðamet nýsjálenskrar skútu, Intrurh Justitia, sem sigldi 425 mílur á 24 tímum á öðrum legg Whitbread-siglingakeppninnar, á leiðinni frá Uruguay til Ástralíu. ENZA er 92ja feta tvíbytna undir stjórn tveggja skútustjóra, Bretans Robin Knox-Johnston og Nýsjálend- ingsins Peter Blake. Hún lagði af stað í hnattsiglinguna fyrir 10 dögum ásamt frönsku skútunni Lyonnaise des Eaux-Dumez. Hófst keppnin við rás- og endamarkslínu í Ermarsundi sem markast af beinni línu frá frönsku eynni Ouessant og Lizard- tanga, syðsta odda Bretlands. A fimmtudag var ENZA 980 mílur á undan áætlun og komin í gegnum lognbeltið nærri miðbaug. Var Ly- onnaise, sem lýtur stjórn franska skútustjórans Oliviers de Kersauson, 120 mílum á eftir ENZA. Hafa skút- urnar lagt meira en 400 mílur að baki á hveijum degi nema tvo. Sk-út- urnar reyna að bæta met franska skútustjórans Bruno Peyron sem sigldi sömu leið umhverfis jörðina á 79 dögum og 6 klukkustundum. Reuter Skyndiverkföll í Þýskalandi ÞÁTTTAKENDUR í skyndiverkfalli málmiðnaðarmanna í Þýskalandi með borða þar sem gefið er til kynna að verið sé að vara atvinnurek- endur við. Verkamenn krefjast hærri launa auk fleiri kjarabóta og var vinna lögð niður í mörgum sambandsríkjum. Hægrimenn í Dialds- flokknum styðja við bakið á Major London. Reuter. MIKLAR umræður hafa verið í Bretlandi undanfarnar vikum um fram- tíðarmöguleika Johns Majors forsætisráðherra og hafa margir stjórn- málaskýrendur spáð því að hann muni ekki endast árið í embæfti. Margt bendir hins vegar til að hægrimenn í flokknum, sem gagnrýnt hafa Major harðlega, ætli að styðja við bakið á honum. Óttast þeir að ef Major hrökklist frá muni Kenneth Clarke fjármálaráðherra, sem er úr vinstriarmi Hokksins, taka við forsætisráðherraembættinu. George Gardiner, einn af áhrifa- mestu þingmönnunum í hægri armi íhaldsflokksins, sagði í gær að hann og nokkrir skoðanabræður hans hefðu sett saman eins konar „stefnuskrá", sem þeir teldu að Major ætti að fylgja. Ætla þeir að kynna stefnuskrána á fundi með forsætisráðherranum í dag. Þj óðaratkvæðagreiðsla í Mið-Asíuríkinu Kírgístan Umbótasinnaður forseti vinnur yfirburðasigur Bíshck í Kírgístan. Reuter. FORSETI Kírgístans, Askar Akajev, vann yfirburðasigur um helgina er kjósendur voru spurðir hvort hann ætti að fá að ljúka kjörtímabili sínu og sitja fram á árið 1996. Bráðabirgðatölur benda til þess að hann hafi fengið rúmlega 96% atkvæða. Akajev hefur beitt sér fyrir róttækum umbótum I átt til markaðsbúskapar en þingið sein skipað er fulltrúum er kjörnir voru á sovétskeiðinu, hefur þybbast við og knúði m.a. fram afsögn ríkisstjórnarinnar í fyrra í óþökk forsetans. Kírgístan er ijöllótt land í Mið- efnahagsins. Talsmaður forsetans, Asíu, fátækt að náttúruauðæfum. Þjóðarframleiðsla minnkaði um 34% í fyrra og þrátt fyrir viðleitni Akajevs er aðeins búið að einkavæða um 15% Imankadí Rísalíev, sagði í gær að stefnt væri að því að hlutfallið yrði komið í helming árið 1996. „Markmið Kírgísa ætti að vera að líkjast sem mest hinum siðuðu þjóðum Evrópu," sagði hann. Akajev, sem er fyrrver- andi stærðfræðiprófessor, hefur fylgt ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í efnahagsmálum og hlotið lof fyrir á Vesturlöndum. Rísalíev taldi kosningaúrslitin sanna að almenning- ur vildi frekari umbætur en Akajev vill gera Kírgístan að „Sviss Asíu“. Kosningaþátttaka var um 95% og fer tvennum sögum af því hvort hlut- leysis var gætt. Hefur þetta verið túlkað af sumum dagblöðum í Bretlandi sem tilraun hægrimanna til að rétta Major björg- unarhring gegn því að hann taki í auknum mæli undir sjónarmið þeirra. Annar þekktur hægrimaður, Teb- bit lávarður, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að hann kysi fremur Major sem forsætisráðherra en tnann af vinstri væng flokksins. „Ég er mjög fylgjandi því að Major verði áfram í embætti, fram að næstu kosningum og lengur," sagði Tebbit. Hann sagði þó skilyrði þessa stuðn- ings vera að Major sýndi meiri hörku í Evrópumálunum. Tebbit sagði Major hafa fengið slæma pólitíska ráðgjöf að undan- förnu og væri það hluti skýringarinn- ar á því að hann hefur aldrei verið óvinsælli en nú samkvæmt skoðana- könnunum. í viðtali við The Times um helgina sagði Norman Lamont, fyrrum fjármálaráðherra, að Major væri „linur og vonlaus". Hann lét önnur þung ummæli falla í garð for- ystumanna íhaldsflokksins en sagði síðar að ranglega hefði verið háft eftir honum og að viðtalið endurspe- glaði ekki raunverulegar skoðanir hans. íhaldsmenn hafa samt sem áður brugðist hart við ummælum Lamonts og kallaði einn þingmanna flokksins ráðherrann fyrrverandi „fyrirlitlega litla rottu“. mmm mmm mwwmm, / _ T Fö5TUDAG^KVÖIP: Ný HqóMSVErr NýrMai;si;dii.i. Þér veljið forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr eftirtöldum réttum: „GGI |SlÆ OG e EÖ^fUDAGSKVÖþp OG EaUGADAGSKVÖÚD: Ornárnaeon .vd gleður matargesti og aðra sem í íýrra fallinu með song og frábærum= gamanmálum föstudags og laugardagskvöld. -C/í Skemmtun, Dans og Fjölbreyit vae AF ÞRIGGJA RÉTTA MATSEÐfl, kr19 94 Forréttir: ítölsk fiskisúpa með hvítlauksolíu-sósu og ristuðum brauðsneiðum. Humar og silungsfrauð með vanillu-saffransósu. Risarækjur með kínversku sinnepi og fylltri hrísgrjónarúllu. Pastarúllur fylltar með kjúkling og spínati. Adalréttir: Nautahiyggur með grænpiparsósu og fylltri bakaðri kartöflu. Ofnbökuð grísasneið með hvítlauks-sinnepssósu, englahárpasta og spergilkáli. I Kalkúnabringa með spínatjafningi, brauðbúðing og trönuberjasultu. Lambahiyggur með rósmarin-smjörsósu, polenta og eggaldinturni. Glóðasteikt lúða með pasta og tómatbasilsósu. Eftirréttir: Grand Mamier ísterta með vanillusósu. Smjördeigshálfmáni fylltur með eplum, hnetum og rúsínum, borinn fram með kanilís. Hvítsúkkulaði og jarðaberja lagterta. Súkkulaði pralín ís með súkkulaðisósu. Matrei&diuncuitari: Haukur VídÚMon Upplýsingar og borðapantamr í síma: 689 686 mmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.