Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 20

Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Um þyrlukaup íslendinga eftir Halldór Jónsson og Gunnar Helgason Undirritaðir hafa kynnt sér þyrlu- rekstur varnarliðsins um nokkurt skeið. Höfum við heimsótt þyrlu- sveit Varnarliðsins og kynnt okkur starfsemi hennar. Þessi þyrlusveit hefur bjargað meira en hálfu öðru hundraði ís- lenzkra mannslífa frá því að rekstur hennar hófst fyrir aldarfjórðungi. Vélakostur Varnarliðið hefur til umráða 4-5 þyriur af gerðinni Sikorsky MH-60 G Pave Hawk. Um 1.800 svona vélar eru í rekstri um allan heim. Afísingarbúnaður er á öllum þess- um vélum. Slíkur búnaður á þyrlum er þó meira til öryggis ef skilyrði versna skyndilega en blindflugs í ísingarskilyrðum. Pave Hawk-vélarnar eru búnar tveimur GE-þotuhreyflum, um 1940 hestöfl. Fullhlaðnar vega þær um 10 tonn. Hönnun þeirra er með þeim hætti, að eldsneytisgeymar eru ekki undir botni heldur fyrir aftan arð- rými. Gefur þetta öryggi í mögu- legri brotlendingu. Þyrlan verður við þetta fremur lág og löng sem gefur henni góða flugeiginleika í hliðar- vindi en breiddin verður meiri, sem gefur stöðugleika. Flotholt að fram- an eru staðalútbúnaður til þess að áhöfn komist út af ef ient er í sjó. Fleiri flotholt er hægt að setja á þær, en þyrlur henta illa til siglinga á sjó eins og dæmin sanna, þar sem þyngdarpunktur þeirra er mjög of- arlega. . Venjulegt flugdrægi Pave Hawk- þyrla varnarliðsins er 504 sjómílur, eða rúmar 4 klst. á lofti með venju- lega eldsneytisgeyma. Þær lyfta meira en einu og hálfu tonni með þessa geyma fulla. Nýlega flaug svona þyrla frá New Jersey í Banda- ríkjunum langt á haf út, tók upp 6 menn í sjávarháska og flaug síðan styztu leið til Bermuda, yfir 600 mílna leið alls. Þessar þyrlur geta tekið allt að 20 manns í öryggissæti þó það skipti ekki máii í björgunarstörfum. Um hæfi þessara véla til að athafna sig í svo sem 11 vindstigum, í mjög slæmu skyggni og við ísingarskil- yrði og í myrkri til viðbótar, þarf ekki lengur að fjölyrða við íslend- inga. Flugmenn varnarliðsins hafa til Halldór Jónsson Gunnar Helgason J augnablikinu getur verið slökktá farsímanum, hann utan þjónustusvæðis eða... „Við teljum það augljósa kosti að reka sams kon- ar þyrlu og varnarliðið notar hveiju sinni. Nægir að nefna samþjálfun flugmanna, varahlutahald og möguleika á eldsneytistöku í lofti.“ umráða nætursjónbúnað, sem gerir þeim kleift að fljúga björgunarflug í niðamyrkri. Tölur um flugdrægi segja ekki alla söguna. Það er hægt að setja auka eldsneytisgeyma í flestar flug- vélar. Þá minnkar burðargetan sem þyngdinni nemur. Varnarliðið í Keflavík hefur hins vegar tiltæka Herkúles-eldsneytis- flugvél, sem getur gert þyrlunum kleift að komast ótrúlegar vega- lengdir yfír cpið haf. Eldsneytisflug- vélin er því forsenda fyrir öruggri starfrækslu þyrlusveitarinnar, sem getur þurft að sinna útköllum langt úti í höfum. Eins og flestum er kunnugt, þá eru þyrlur mjög flókin tæki og þurfa miklar skoðanir og viðhald. Því þarf varnarliðið að hafa 4-5 þyrlur jafnan staðsettar í Keflavík til þess að 2-3 séu ávallt flughæfar á nóttu sem degi, virka daga og helgidaga. En Pave Hawk-þyrlur Bandaríkjahers þurfa 3,2 klukkustunda viðhalds- vinnu fyrir hveija flogna klukku- stund. Til samanburðar þurftu Jolly Green Giant-vélamar, sem sveitin notaði áður, yfir 20 klukkustunda TALHÓLF PÓSTS 06 SÍMA Talhólf ný og fullkomin símsvaraþjónusta Pósts og síma. Það er sérstaklega sniðið að þörfum farsímanotenda, en hentar einnig öðrum sím- notendum. Talhóffið er geymsla fyrir töluð skilaboð til þín. Pjónuslan er ódýr, þú þarft ekkert annað en símann þinn. Og þú ert alltaf í sambandi. Stofngjald fyrir talhólf er 623 kr. m. vsk. en föst afnotagjöld eru 374 kr. m. vsk. ársfjórðungslega fyrir farsímanotendur, en 934 kr. m. vsk. fyrir aðra símnotendur. ■ . Talhólfið: - Svarar alltaf - Fullkominn símsvari - Einfalt og þægilegt - Örugg geymsla skilaboða Talhólf ið tilkynnir skilaboð sjálfkrafa: -í farsíma - í boðtæki -1 venjulegan síma ■ m m - 4 I viðhald fyrir flugstund. Pave Hawk MH-60-þyrla varnar- liðsins kostar um 12 milljónir doll- ara. Heyrst hefur þó að slík þyrla geti fengist fyrir milligöngu Banda- ríkjahers fyrir 10 milljónir dollara, sé íslenzka ríkið kaupandi. Þetta verð er fyrir nýjar vélar. Þetta er lægri upphæð en aðeins ein af Fokker-innanlandsflugvélum Flugleiða kostar. Kostir þess, að Landhelgisgæzlan rekur einnig Fok- ker-vél fyrir sína starfsemi, hafa sýnt sig í gegnum árin í samstarfi hennar og Flugleiða. Ekki þarf að fjölyrða um þann mikla varahlutalager, sem þyrlurek- andi verður að hafa tiltækan, til þess að tryggja rekstraröryggi. Gildir hér sama og að reka til dæm- is tugi strætisvagna. Væru þær all- ir af mismunandi gerð yrði vara- hlutalager óhjákvæmilega stærri og dýrari og fleiri handtök þyrftu að lærast. Sömu varahlutir fyrir 5 þyrlur eða 6 í þessu iandi gefa augaleið um aukna hagkvæmni og öryggi. Flug- leiðir myndu tæpast vilja fremur reka 4 vélar í innanlandsflugi af sitt hvorri gerð en 4 sömu gerðar, eins og ér og verið hefur. Þyrlukaup Islendinga Mikið hefur verið deilt um það, hvaða þyrlutegund íslendingar eigi að kaupa. Sýnist sitt hveijum. Margir virðast álíta, að flugmenn Landhelgisgæzlunnar eigi að ráða valinu. Undirritaðir telja það ekki sjálfgefið fremur en að flugmenn Flugleiða eigi að ráða flugvélakaup- um þess félags. Rætt hefur verið um að kaupa ýmsar tegundir þyrla, bæði nýjar og notaðar. Fjárhæðirnar, sem talað er um í hveiju tilviki, virðast samt bitamunur en ekki fjár. Aðrir kostir hljóta þó að koma til skoðunar. Undirritaðir eiga engra viðskipta- legra hagsmuna að gæta í sam- bandi við þyrlukaup íslendinga um- fram aðra skattgreiðendur landsins. Við teljum það augljósa kosti að reka sams konar þyrlu og vamarlið- ið notar hverju sinni. Nægir að nefna samþjálfun flugmanna, vara- hlutahald og möguleika á elds- neytistöku í lofti. Vonandi verður þyrlukaupamálið brátt ráðið svo af okkar vísustu mönnum, að möguleikar íslendinga sjálfra til björgunarstarfa verði ávallt sem mestir og hagkvæmastir. Halldór Jónsson er framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar. Gunnar Helgason er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstöðumaður lögfræðideildar Fluglciða. Brunavarnir Árnessýslu 21 útkall á síðasta ári Selfossi. SLOKKVILIÐ Brunavarna Arnessýslu var kallað út 21 sinni á síð- asta ári. 16 sinnum var liðið kallað út vegna bruna, þar af þrisvar sinnum vegna bruna í byggingum, fimm útköll voru vegna gróður- bruna og íkveikju í rusli en fimm sinnum var útkall án bruna, þar af einu sinni til að aðstoða við umferðarslys með björgunarbúnað sem slökkviliðið hefur yfir að ráða. Haldnar voru æfingar til að kynna notkun og meðferð hand- slökkvitækja á árinu 1993 og tóku 140 manns þátt í þeim frá fyrirtækj- um og stofnunum. Slökkvistöðin annast sölu á slökkvitækjum og reykskynjurum og veitir aðstoð við öflun annars búnaðar til bruna- varna. Veittar eru ráðleggingar um val og uppsetningu slökkvibúnaðar, án endurgjalds. Einnig annast slökkvistöðin hleðslu og skoðun slökkvitækja. Brunavarnir Arnessýslu er sam- rekstur 11 sveitarfélaga í Árnes- sýslu sem hafa 6.300 íbúa. Sig. Jóns. Skráning og upplýsingar: |TGrænt númer: 99 63 88 Umsóknareyðublöð liggja frammi á öllum sölustóðum Pósts og síma. POSTUR OG SÍMi IbmiÐOG* M! Hæstu námskeið :RÐU 18. —19. og LÉTTA 5. og 6. febrúar. DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMt. Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi hringdu núna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.