Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 t Eiginkona mín og móðir okkar, KRISTJANA PÉTURS ÁGÚSTSDÓTTIR, Hólum 15, Patreksfirði, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 28. janúar. Magnús Friðriksson, Friðrik Magnússon, Helgi Magnússon, Ingveldur Hera Magnúsdóttir, tengdadætur og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HAUKUR BALDVINSSON, loftskeytamaður, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 30. janúar sl. Þóra Margrét Jónsdóttir, Baldvin Jónsson, Margrét Björnsdóttir, Ólafur Orn Jónsson, Soffi'a Sveinsdóttir, Konráð Ingi Jónsson, Anna Sigurðardóttir, Helga Þóra Jónsdóttir, Sigurður Haraldsson, Þormóður Jónsson, Sigrfður Garðarsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÓMAR AÐALSTEINSSON, Laugavegi 70b, lést í Borgarspítalanum 30. janúar. Aðalsteinn Michelsen, Atli Michelsen, Carina Anderberg, Guðrún Michelsen, Ævar Lúðviksson. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, STEINUNN BJARNADÓTTIR, Espigerði 2, andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans, laugardaginn 29. janúar. Valdimar Karlsson, Helga Rakel Stefnisdóttir, Steinunn Ruth Stefnisdóttir, Ásdi's Brynja Valdimarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Skaftahlíð 27, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 29. janúar. Ólafur Vigfússon, Hulda Ólafsdóttir, Kristinn Ragnarsson, Ólafur Kristinsson, Þórhildur Kristinsdóttir. + Útför systur okkar og mágkonu, HÖLLU BERGS, ferfram i'Fossvogskirkju ídag, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð en minnt á líknarstofnanir. Guðbjörg Bergs, Helgi Bergs, Lís Bergs, Jón H. Bergs, Gyða Bergs. + Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TÓMASAR HALLDÓRS JÓNSSONAR frá Minni-Borg, Grímsnesi, fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 13.30. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför konu mínnar, ÞÓRDISAR ÞORBJARNARDÓTTUR, Selvogsgrunni 29. Kærar kveðjur, Guðmundur Hjartarson. Minning Tómas Halldór Jóns- son frá Minniborg Fæddur 16. okt. 1921 Dáinn 22. janúar 1994 Tómas Jónsson frá Minniborg í Grímsnesi lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 22. janúar sl. Hann var fæddur í Reykjavík 16. október 1921. Foreldrar hans voru Kristrún Odds- dóttir og Jón Sigmundsson bifreiða- stjóri, en Jón var fæddur árið 1880, sonur hjónanna Sigmundar Jónsson- ar og Sólrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Sigmundur lést um sömu mundir og Jón fæddist. Árið 1884 fara þau mæðginin til Vesturheims og setjast að í Norður-Dakota í Bandaríkjun- um. Þar giftist Sólrún Jóni Vigfús- syni og ólst Jón Sigmundsson upp hjá þeim. Snemma þurfti Jón að vinna fyrir sér við landbúnaðarstörf, en hann var laginn til verka og hneigður fyr- ir vélar. Hann stundaði síðan vélavið- gerðir og varð þekking hans á því sviði honum notadijúg. Um þrítugt hafði Jón kynnst Sveini Oddssyni, sem seinna varð mágur hans. Hann hafði flutt til Vesturheims tvítugur að aldri. Þeir Jón og Sveinn fluttu heim til íslands 1913; höfðu þá fest kaup á „Ford-T“-bíl, gerðum til fólksflutninga. Má segja, að Jón hafi verið með fyrstu bifreiðastjórum hér og bifvélakennari til margra ára. Ekki mundi þessi bíll vera talinn glæsifarartæki nú til dags, en hann vakti mikla athygli og aðdáun á þeim tíma. En upp úr 1920 fór Jón að þreytast á keyrslu á ófullkomnum bíl; hann hafði veitt mörgum góða hjálp með flutninga á fólki og vörum úr bænum og út um sveitir. Það var útslítandi að ferðast út og suður á þessum vegum, sem ekki gátu talist færir fyrir þessi nýju farartæki. Þess má geta, að 1923 var áætlunarbíll frá Reykjavík 9 klst. að keyra að Minniborg í Grímsnesi, þar sem var áningarstaður, það eru um 80 km. Árið 1922 fær Jón bréf frá móður sinni í Ameríku, sem þá var orðin ekkja. Hún mælist til að hann komi út og taki við búgárði, sem hún átti. Jóni var þetta mikið umhugunsar- efni; þegar er komið sögu eru hjónin komin með fjögur börn, það yngsta átta mánaða. Loks taka þau þá erf- iðu ákvörðun að flytja út; freistandi að breyta til um vinnu, og Jón var þar öllu kunnugur frá uppvaxtarár- unum. Þeim var þó vel ljós vandinn um langa sjóferð með öll bömin sín, sérstaklega litla drenginn, Tómas. Stefán Diðriksson var þá kaupfélags- stjóri á Minniborg og oft á ferð í Reykjavík, stundum með konu sinni Ragnheiði Böðvarsdóttur. Þau voru góðir vinir Jóns og Kristrúnar og var kunnugt um þetta áhyggjumál þeirra. Þau ræddu þetta við Ragn- heiði og Stefán vini sína, en þau voru þá nýlega gift en ekki orðin foreldrar. Það verður því úr, að þau Ragnheiður og Stefán bjóðast' til að taka drenginn í fóstur. Fallegi dreng- urinn, Tómas, var boðinn velkominn í þeirra kærleiksríka faðm og megin áhyggjur foreldranna þar með leyst- ar, en tregi og sár viðskilnaður var borinn í þögn og tárum; það segir sig sjálft. Þetta var vorið 1922. Ragnheiður systir mín bað mig að vera hjá sér um sumarið og líta eftir Tomma með sér. Mér er minnisstætt hvað móðir hans hafði búið hann vel út með fal- leg föt og uppbúna vöggu á hjólum; allt fallega útsaumað á sæng og kodda, og sjálfur átti Tommi litli hvíta.pluss-kápu. Allt þetta þótti mér eins og ævintýri og lék mér við að punta hann, eins og ég væri í dúkku- leik; hann vann hug og hjarta allra, var svo þægur og fallegur. Um haustið fór ég heim að Laugarvatni, en átti síðar eftir að vera fjögur ár á Minniborg með Tomma og fóstur- systkinum hans; en alls urðu þau átta, böm Ragnheiðar og Stefáns, er upp komust. Eg tengdist sterkum böndum þessu góða heimili á Minni- borg og tel það mikla gæfu Tomma + Móðir okkar, GUÐRÚN GISLADÓTTIR, Brávallagötu 44, andaðist á heimili sínu 30. janúar. Börn hinnar látnu. + Elskulegi drengurinn okkar, INGI PÁLL HELGASON, verður jarðsungin frá Hjallakirkju, Kópavogi 2. febrúar kl. 13.30— Aðstandendur. + Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LIUU KRISTJÁNSDÓTTUR, Bæ 2, Bæjarsve'rt, sendum við okkar bestu þakkir. Sérstakar þakkir sendum við Kleppjárnsreykjaskóla fyrir þá virð- ingu sem skólinn sýndi henni. Ólöf Helga Halldórsdóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Gunnar Egilsson og barnabörn. + Alúöarþakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, FRIÐGEIRS FRIÐJÓNSSONAR frá Hofsstöðum, og heiðruðu minningu hans. tngibjörg Friðgeirsdóttir, Ingibjörg Þ. Friðgeirsdóttir, Aðalsteinn Guðnason, Erla Friðgeirsdóttir, Gestur Friðjónsson, Ólöf Friðjónsdóttir, Jón Friðjónsson og barnabörn. að hafa verið þar einn af fjölskyld- unni, því tryggri vináttu var þar að mæta, ef drengskapar var leitað. Ég hef farið nokkuð náið út í ætt Tómasar og tildrög þess að hann var tekinn í fóstur af Ragnheiði Böðvars- dóttur og Stefáni Diðrikssyni. Hann átti þó nokkuð viðburðaríka ævi, sem nánar er getið af öðrum. Hann var mjög verklaginn; átti ekki langt að sækja það. Eftir að hann fór frá Minniborg var hann lengst af vörubíl- stjóri. Um '20 ára skeið var hann í Ameríku hjá systur sinni, Margréti, en kom heim er hún lést. Fegin var ég að hann ílentist ekki erlerndis; hann var mér alla tíð mjög kær; allt- af vildi ég vita hvar hann væri og hvernig honum liði. Hann var ekki heilsugóður mörg seinni árin. Ég hef aðeins rifjað upp æskuminningar um samveru okkar Tomma, eins og við kölluðum hann. — Nú er hann horf- inn, meira að starfa Guðs um geim. — Blessuð sé minning hans. Lára Böðvarsdóttir. í dag fer fram frá Bústaðakirkju útför Tómasar Halldórs Jónssonar fósturbróður okkar. Hann lést á Húsavíkurspítala 22. þ.m. eftir lang- varandi og erfið veikindi. Foreldrar hans voru hjónin Kristún Oddsdóttir og Jón Sigmundsson. Faðir Tómasar ólst upp í Norður-Dakota í Bandaríkj- unum en kom til íslands ungur mað- ur ásamt Sveini Oddssyni prentara og bílainnflytjanda. Þeir voru báðir vanir meðferð bifreiða en þó sérstak- lega Jón og varð hann fyrstur íslend- inga til þess að kenna mönnum á bíl og gefa út ökuskírteini. Hann setti einnig á stofn bifreiðaviðgerðar- verkstæði hér í Reykjavík. Jón var sérlega laginn ökumaður og þaulvan- ur viðgerðarmaður þegar hann kom til landsins. Tómas bróðir okkar var laginn við vélar og smíðar og hans aðalstarf var akstur og meðferð bif- reiða svo það má segja að þessir eig- inleikar föðurins hafi gengið í arf. Kristrún Oddsdóttir móðir Tóm- asar var systir Sveins sem kom með Jóni heim frá Ameríku. Þau hjón eignuðust sjö börn og var Tómas fjórða bam þeirra og aðeins átta mánaða þegar þau foreldrar hans fluttu til Vesturheims. Ekki fannst þeim mögulegt að ferðast með hann svona ungan eins og samgöngur voru þá, bæði löng og erfíð sjóferð og það varð úr að hann var skilinn eftir í umsjá foreldra okkar sem þá höfðu ekki eignast nein böm. Hann var því eina bamið næstu þrjú árin, en þá fæddust níu böm á 13 árum. Kristrún móðir Tomma hafði alltaf mikið og gott samband bréflega og fylgdust foreldrar hans því vel með bami sínu og öllum bamahópnum á Minniborg og þegar yngsta systir okkar fæddist var hún sklrð í höfuð- ið á móður Tomma. Kristrún móðir Tomma kom til íslands árið 1930 og hitti þá son sinn, einnig kom hún hingað til lands 1949. Það stóð aldr- ei annað til en að Tómas yrði einn af okkur systkinum. Það kom fyrir að gestir sem ekki þekktu til spyrðu ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.