Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Islensk st|orn- skípun 90 Fyrir réttum 90 árum, 1. febrúar 1904, gekk í gildi ný stjórnskip- un á íslandi. Landshöfðingjadæmið hvarf úr sögunni, en íslenskt stjórnarráð tók við undir forustu fyrsta íslenska ráðherrans, Hannes- ar Hafsteins. Komin var langþráð heimastjórn og framkvæmdavald- ið loks orðið innlent. Deginum var fagnað með því að fánar voru dregnir að hún í Reykjavík þegar um morguninn og um kvöldið var samsæti haldið í Iðnaðarmannahúsinu, bæði til að kveðja fráfarandi stjórn og landshöfðingjann Magnús Stephensen og heilsa hinni nýju, Hannesi Hafstein ráðherra óg samverkamönnum hans. Þetta voru mikil tímamót í sögu íslendinga. í júlílok um sumarið hafði stjóm- arskrárbreytingin verið samþykkt við þriðju umræðu í efri deild með öllum atkvæðum gegn einu og þar- með hafði málið hlotið lokaaf- greiðsiu þingsins. Málið átti þó langan aðdraganda. í íslenskum söguatlasi segir m.a. í stuttu máli: Tímabilið 1874 til 1904, sem oft hefur verið kallað Landshöfðingja- tímabilið, einkenndist af þrálátum og stíflyndum stjómmáladeilum. Með stjómarskránni 1874 höfðu orðið þáttaskil þar sem segja má að flestar kröfur Islendinga hafí " náð fram að ganga að undanskildu framkvæmdavaldinu. Jafnframt því sem kynslóðaskipti urðu í þing- mannaliðinu komu fram nýjar kröf- ur og breyttar áherslur. Að tölu- verðu leyti endurspegla stjóm- málaátök hérlendis það sem var að gerast í Danmörku á sama tíma. Arið 1885 hófst baráttan fyrir end- urskoðun stjórnarskrárinnar af full- um þunga. Meginkrafa endurskoð- unarmanna var að fá framkvæmda- valdið inn í landið. Eftir að frum- varp endurskoðunarmanna hafði verið samþykkt á fjórum þingum og tvívegis verið hafnað af konungi var mikillar þreytu farið að gæta í þingliðinu en þráhyggja Benedikts Sveinssonar var óbugandi. Eftir mikið baktjaldamakk með íslensk- um og dönskum stjómmálamönn- um lagði Valtýr Guðmundsson fram nýtt frumvarp 1897. Meginefni þess var að Islendingur, sem sæti í Kaupmannahöfn, yrði íslands- málaráðherra og bæri ábyrgð fyrir Alþingi. Frumvarp Valtýs var loks samþykkt á þinginu 1901 en um sama leyti urðu stjómarskipti í Danmörku, þingræði var viður- kennt og vinstrimenn komust til valda. Þessar breytingar urðu tii þess að stjómin lagði nýtt fmmvarp fyrir Alþingi sem gerði ráð fyrir íslenskum ráðherra búsettum á ís- landi og skyldi hann bera þingræð- islega ábyrgð fyrir Alþingi. Frum- varpið var samþykkt í tvennum kosningum 1902 og 1903 og fyrsti íslenski ráðherra tók við embætti 1. apríl 1904.“ Af blaðafréttum má sjá að mik- ill spenningur hefur verið ríkjandi haustið 1903, frá því að stjórnar- skrárfrumvarpið var samþykkt og hlaut staðfestingu konungs, um það hver verða mundi fyrsti ráðherrann og ýmsar getgátur uppi. 24. októ- ber segir nj.a. í blaðafrétt: Ýmsir hafa taiið, að stjómin hefði einkum auga á Hannesi sýslumanni Haf- stein. Sú ætlan fékk byr undir báða vængi þegar Hannes kom til Reykjavíkur og tók sér far til Kaup- mannahafnar og ekkert látið uppi um erindi hans. Og 13. nóvember segir í frétt: Nýja stjórnin kvað eiga að taka til starfa hér á landi 1. febrúar næstkomandi. Naumast getur þó allt orðið komið í fastar skorður svo snemma, því að stjórnarbreytingin útheimtir mikinn og margháttaðan undirbúning. Meðal annars verður að breyta landshöfðingjahúsinu í stjórnar- skrifstofur, og mun það taka all- langan tíma. Landshöfðinginn kvað ætla að flytja úr húsinu seint í þess- um mánuði í hið nýbyggða hús sitt við Þingholtsstræti. Loks 25. nóv- ember segir í frétt i Þjóðólfi eftir að skipið Laura hafnaði sig í Reykjavík að Hannes Hafstein sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði hafí verið ákveðinn af kon- ungi ráðherra Islands frá 1. febrúar 1904. Er honum og með umboðs- ára bréfí veitt fullt vald til að gera ali- ar þær ráðstafanir, er gera þarf hér á landi, til 1. febrúar, að því er snertir breytingu á hinni nýju umboðsstjórn, skipun embættis- manna í nýju stjórnina o.s. frv. Landshöfðinginn kveður í tilefni dagsins er stjórnskipunin nýja gekk í garð flutti Magnús Stephensen landshöfðingi ræðu og komst m.a. svo að orði: „Þegar landshöfðingjaembættið losnaði fyrir 18 árum, og mér var boðið að verða eftirmaður Bergs Thor- bergs, var ég í miklum vafa um, hvort ég ætti að taka því boði. Ég hafði aldrei haft ágirnd á því emb- ætti, bæði af þvf að ég fann mig ekki mann til að þjóna því, og af því að mér hafði alltaf fundizt, að landshöfðinginn - ef ég mætti svo að orði kveða - væri eins og lús á milli tveggja nagla, naglarnir á al- þingi og naglarnir í stjórninni ... Það er alls ekki nóg að vera nýtur iandshöfðingi, að vera þolanlegur „administrativ“-embættismaður, að geta leyst viðunanlega af hendi hin daglegu embættisstörf, það er "heimtað meira af landshöfðingjan- um, einkum þegar ráðgjafinn er danskur maður, ókunnugur land- inu, ókunnugur meinum þess og þörfum, og þess vegna ófær um að fínna hin réttu ráð til að bæta úr þeim. Þetta hef ég fundið mjög vel, en það, sem mig hefur vantað sérstaklega, það er „initiativ“ (frumkvæði), skapandi hugsjónir og aðrir hæfileikar, til að ryðja nýjar framfarabrautir. Ég hef verið lítið, sjálfsagt of lítið, fyrir miklar breytingar, ég hef verið „konserva- tiv“, sjálfsagt of „konservativ". Ég vona að ég hafi ekki gert mikinn beinlínis skaða í embættisrekstri mínum, en vitanlega mikinn óbein- línis skaða með því, að gera ekki það, sem heimta mátti af mér. Ég hef viljað reyna að vera réttlátur og óhiutdrægur í úrskurðum mínum og tillögum til yfirboðara minna, en hvort eða að hve miklu leyti mér hefur tekizt það, er ekki mitt að dæma um. Ég hef haft augun Magnús Stephensen landshöfð- ingi kvaddi. opin fyrir ýmsum helstu þörfum þjóðarinnar, en ég hef ekki getað fundið hin réttu ráð til að ráða bót á þeim ... En þrátt fyrir allt þetta, dirfist ég að hafa þá ímyndun, að ég sé eins góður ættjarðarvinur, eins og hver óvalinn Islendingur. Þess vegna gleðst ég af alhuga yfir því að æðsta stjórn landsins nú er komin í hendur þess manns, sem hefur þá hæfíleika sem mig hefur vantað, til að efla heill þjóð- arinnar og ryðja nýar framfara- brautir, og sem þar að auki hefur það vald sem útheimtist til að koma sínum hugsjónum til fram- kvæmda..." Fyrsti íslenski ráðherrann Hinn nýi ráðherra íslands, Hann- es Hafstein, mælti m.a. á þessa leið: „Ég vil stuðla að því, að allir kraftar leggist á eitt um að hag- nýta stjórnarbótina sem bezt. Eg hef yfirleitt átt mjög góðum og vin- gjarnlegum viðtökum að fagna, og það eigi aðeins frá vinum mínum og samhetjum, heldur einnig frá mörgum öðrum, sem ég síður hefði getað vænzt þess af. Öll blöð lands- ins, sem ég hef ástæður til að bera nokkra virðingu fyrir, hafa tekið mér hlýlega, eða að minnsta kosti sæmilega. Ég minnist þess þakklát- lega, og það því fremur, sem ég hef hvorki aldur, lærdóm eða póli- tíska yfirburði til þess, að það gæti verið sérlega líklegt, að menn mundu svo almennt fella sig við Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, kom. valið. Ég tek þetta sem góðs vita, sem góðan fyrirboða um friðsemi og einlægan vilja til dyggilegrar samvinnu á grundvelli hins nýja stjórnarfars, með heill fóstuijarð- arinnar eingöngu að markmiði. Og vissulega mun ég af alhuga kapp- kosta, að verða ekki til að spilla friðnum, heldur mun ég leggja alla stund á friðsamlega vinnu og reyna eftir megni að stuðla að því að all- ir góðir kraftar leggist á eitt um að hagnýta sem bezt stjórnarbót þá, sem við höfum fengið." Skipun stjórnarráðs Um leið hafði ráðherrann valið nýtt stjórnarráð. Ráðherra var yfir- maður þess og hafði sér til aðstoð- ar landritara. Landritari varð Klem- ens Jónsson sýslumaður og bæjar- fógeti á Akureyri. Stjórnarráðinu var skipt í þijár deildir og sérstak- ur skrifstofustjóri fyrir hverri: Skrifstofustjóri Kennslumála- og dómsmáladeildar varð Jón Magnús- son landshöfðingjaritari, deildar- stjóri Atvinnu-og samgöngumála- deildar var Jón Hermannsson cand. jur. og skrifstofustjóri Fjármála- og endurskoðunardeildar varð Egg- ert Briem sýslumaður Skagfirð- inga. Tilkynnt var að stjórnarskrif- stofurnar yrðu opnar á hveijum virkum degi kl. 10 f.h. til kl. 4 e.h. Viðtalstími ráðherra yrði hvern virkan dag kl. 12-2. íslendingar höfðu fengið íslenskt stjórnarráð, starfandi í landinu. Bein útsending frá Ráðhúsi Reykjavíkurborgar í kvöld 90 ára lieimastj órn- arafmæli fagnað EFNT verður til hátíðardagskrár í tilefni af opnun ljósmyndasýning- arinnar Island við aldahvörf í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar I kvöld. Dagskráin markar upphaf hátiðarhalda í tengslum við 50 ára afmæli lýðveldis Islands og er haldin í tilefni 90 ára heimastjórnar í landinu. Gestir hafa verið boðaðir í Ráðhúsið kl. 20.30 og bein útsending frá dagskránni hefst í ríkissjónvarpinu kl. 21.05. Benedikt Árnason verður kynnir hátiðarinnar. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, opnar hátíðina með ávarp- inu Ur höfuðstað í höfuðborg og Bergþór Pálsson syngur þijú lög við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Því næst fjallar Davíð Odds- son, forsætisráðherra, um Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra íslend- inga, og Ragnheiður Steindórs- dóttir flytur ljóðið Aldamót eftir Hannes. Næsti dagskrárliðurinn er leik- þátturinn Fyrsti ráðherrann eftir Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund, og eru leikarar þeir Gísli Aifreðs- son og Jóhann Sigurðarsson. Að lokum kynna fulltrúar Ljósmynda- safns Reykjavíkur ljósmyndasýn- inguna ísland við aldahvörf. ísland við aldahvörf Markmið ljósmyndasýningarinnar er þríþætt eftir því sem segir í frétt Lýðveldishátíðarnefndar. Sýningin á að vekja athygli á einum merkisdegi í sögu þjóðarinnar, T. febrúar 1904, en þá tók Hannes Hafstein við emb- ætti fyrsta ráðherra íslands með aðsetri á íslandi, æðsta fram-' kvæmdavaldið í málefnum íslands fluttist til Reykjavíkur og hún varð höfuðborg landsins. í öðru lagi verð- ur sýnt hvernig hugsjónir Hannesar í Ijóðinu Aldamót hafa ræst og hvaða árangur lögeggjan Einars Benedikts- sonar í íslandsljóm hefur borið. Loks er sýningunni ætlað að fá áhorfendur til að skynja þá miklu breytingu og framfarir sem urðu á íslandi við upphaf 20. aldar. Ljósmyndasýningin verður opin út febrúarmánuð. Flóðlýsing í tilefni af 90 ára afmæli heima- stjórnar kveikir Davíð Oddsson, for- Stjórnarráð LANDSHÖÐINGJABÚSTAÐURINN við Lækjartorg varð Stjórn- arráð íslands 1. febrúar 1904. íslendingar fengu þjóðfána árið 1915. sætisráðherra, á flóðlýsingu við Stjórnarráðshúsið og stytturnar á lóðinni við Lækjartorg kl. 17 í dag. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, flytur ávarp og lúðrasveit leikur nokkur lög fyrir athöfnina. Hátíðarhöld Orators, félags laganema Hannes Hafstein flytur ljóð ORATOR, félag laganema, efnir til hátíðarhaida í tilefni af 90 ára afmæli heimastjórnar hér á landi í dag. Hátíðarhöldin hefjast með því að laganemar og gestir safnast saman við Lögberg, hús lagadeildar, um kl. 11.15 og verður gengið fylktu liði til Stjórnarráðsins. Þar tekur lúðra- sveit á móti hópnum og Davíð Odds- son, forsætisráðherra, flytur stutt ávarp um kl. 12. I framhaldi af því minnist fulltrúi Orators 90 ára afmælis heimastjóm- arinnar og Hannes J. Hafstein, laga- nemi, flytur ljóð eftir Hannes Haf- stein fyrsta ráðherra íslendinga. Ráðherrum verður færð táknræn gjöf frá Orator. Um kl. 12.30 verður efnt til kaffisamsætis í kaffihúsi Ráðhúss Reykjavíkur í boði Orators. Verði slæmt veður er gert ráð fyrir að ráðherra taki á móti fulltrú- um Orators í Stjórnarráðshúsinu kl. 12 og taki við gjöfinni frá félaginu. Að öðru leyti flytjist dagskráin í Ráðhúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.