Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 56
Harsker- ar greiði til STEF ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJUM víða um land hafa borist bréf frá Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar þar sem greiðslu er krafist til samtakanna vegna flutnings á tónlist innan veggja fyrirtækjanna. I bréfinu segir að tónlist sem leikin er í heilsurækt- arstöðvum, sólbaðstofum, hár- greiðslu-, rakara- og biðstofum eða sambærilegum stöðum sé gjald- skyld á þeim forsendum að hún sé leikin í atvinnuskyni. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu eru 168 hárgreiðslu-, rakara- og snyrtistof- ur og 96 heilsuræktar- og sólbað- istofur skráðar á landinu. Ekki er víst að allar séu gjaldskyldar. Gjaldið er byggt á staðfestri gjald- skrá menntamálaráðuneytisins um greiðslur til STEFs fyrir opinberan flutning á tónlist og miðast við flatar- mál hvers staðar. Skal það greitt 15. apríl ár hvert auk gjalds til Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem er 25% álag á STEF-gjaid. Vill spila óáreittur Eigandi rakarastofunnar Aristó- kratans, Vilhelm Ingólfsson, segir í samtali við Morgunblaðið að hann vilji fá að spila tónlist óáreittur. „Mér þykir súrt í broti að mega ekki spila nokkra klassíska diska mér til ánægju í friði,“ segir Vilhelm. Eiríkur Tómasson lögmaður STEFs segir að ekki sé óeðlilegt að rakarastofur greiði fyrir tónlistar- flutning því allir sem noti tóniist til opinbers flutnings séu gjaldskyldir. Aðspurður hvort tónlistarflutningur á rakarastofum sem hafi tekjur af því að skerða hár fólks teljist ekki handan við þá skiigreiningu að um opinberan flutning í atvinnuskyni sé að ræða sagði Eiríkur svo ekki vera. ----» ♦ ♦---- Störf flugfreyja 920 umsókn- ir um 20 sumarstörf FLUGLEIÐIR auglýstu fyrir skömmu eftir umsóknum í um 20 sumarstörf flugfreyja og -þjóna. Um 920 umsóknir bárust, lang- flestar nýjar. Tæplega þriðjungur umsækjenda er karlkyns. Gert er ráð fyrir að bæta um 20 störfum við í sumar þar sem sumar- ’áætlun Flugleiða er mun umfangs- meiri en vetraráætlunin. Að sögn Ein- ars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, var ákveðið að hafa þrengri aldursskilyrði en gert hefur verið áður og auglýsa eftir fólki 23 ára og eldra í stað 20 ára og eldra áður. „Við- brögðin við auglýsingunni og þessi óhemju áhugi kom okkur verulega á óvart, sérstaklega vegna þess að nú var þremur árgöngum færra í um- sækjendahópnum." Einar sagði að þriggja manna nefnd myndi fara yfir allar umsókn- imar og taka út hóp sem boðið yrði að fara í inntökupróf. Eftir að unnið hefði verið úr því prófi yrðu einhveij- ir kallaðir í viðtal. Því næst yrðu vald- ir umsækjendur til að fara á sex vikna nýliðanámskeið. Hann sagði að félag- ið hefði mjög góða reynslu af því fyrirkomulagi og sagði að undanfarið þegar auglýst hefði verið eftir fluglið- um hefðu borist umsóknir frá mjög hæfu fólki. Metþátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Morgunblaðið/RAX Mjaltir í rafmagnsleysi BRÆÐURNIR'Guðjón og Óskar Þorsteinssynir silja í fjósinu í Garðakoti og handmjólka kýrnar, enda mjaltavélum ekki komið við vegna rafmagnsleysis. Þeir gripu til þess ráðs að láta traktorinn lýsa inn í fjósið til að hægt væri að sjá handa skil. Rafmagnslaust á þriðja sólarhring KALT hefur verið í Garðakoti við Vík í Mýrdal seinustu daga, en rafmagn fór af bænum um kl. 6.30 á laugardagsmorgun og komst ekki á fyrr en í gærkvöldi. Hitinn fór niður í 12 stig í bænum og í 3 stig í útihús- um. „Það er búinn að vera gaddur og síðan gerði byl, þannig að það var orðið kalt en við dúðuðum okkur vel og elduðum með gasi og fundum lítið fyrir þessu,“ segir Ósk- ar Þorsteinsson sem býr ásamt bróður sín- um, Guðjóni, í Garðakoti. Þeir bræður halda 11 kýr og 120 kindur. „Þetta er enginn búskapur hjá okkur svo sem, það er alltaf verið að taka þetta af okk- ur. Við erum bara hérna af gömlum vana. Við. erum orðnir gamlir skrattar og ættum að vera dauðir," segir Óskar. Guðjón er fæddur 1924 og Óskar 1920. Hann segir að skepnurnar séu vanar kaldri veðráttu og hafi ekki orðið hvumpn- ar þótt rafmagnið hafi brugðist. Þeir bræður ræstu traktor og lögðu honum fyrir framan fjós- ið til að lýsa það upp, svo að sæist til mjalta. „Þetta kom ekki að sök. Maður er svo vanur því að paufast í myrkri,11 sepþr Óskar. Sitja einir að búi Bræðurnir eru yngstir systkina sinna og eru átta þeirra á lífi, en tvö eru látin. Þeir tóku við búi eftir foreldra sína og sitja einir að búi og segja það henta vel, enda „langbest að vera laus við argaþrasið í kvenfólki," segir Óskar. „Ég ætla annars að biðja þig um að vera ekki að setja þetta í blaðið, þetta má hvergi birt- ast... En ætli ég verði ekki fyrirgefa ykkur ef það birtist samt.“ Sjá frétt um rafmagnstruflanir á bls. 55. Markús Örn Antonsson öruggur í fyrsta sæti TÖLUR úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í Reykjavík, sem birtar voru eftir miðnætti, bentu til þess að Markús Örn Antonsson borgarstjóri hlyti örugga kosningu í fyrsta sæti og Árni Sigfússon virtist líklegastur til að hreppa annað sætið. Metþátttaka var í prófkjörinu, en rúmlega 8.900 neyttu atkvæðisréttar síns af um 14.500 flokksbundnum félagsmönnum í Reykjavík. Þetta er meiri þátttaka en var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu alþingiskosningar, þegar 8.480 manns tóku þátt. Á bak við þessar uppröðun lágu um 600 atkvæði, eða um 7% af heild- aratkvæðafjölda. Ari Edwald, for- maður yfirkjörstjórnar, sagði að þetta gæfi þó góða vísbendingu um hvernig listinn myndi líta út endan- lega. I þriðja sæti var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í fjórða sæti var Inga Jóna Þórðardóttir, Hilmar Guðlaugs- son í fimmta sæti, Guðrún Zoéga í sjötta sæti, Gunnar Jóhann Birgisson í sjöunda sæti, Jóna Gróa Sigurðar- dóttir í áttunda sæti, Ólafur F. Magn- ússon í níunda sæti og Þorbergur Aðalsteinsson og Páll Gíslason jafnir í 10. sæti. Talsverðar breytingar I síðustu borgarstjórnarkosning- um var Davíð Oddsson í fyrsta sæti, þá Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Anna K. Jónsdóttir, Árni Sig- fússon, Júlíus Hafstein, Páll Gísla- son, Guðrún Zoéga og Sveinn Andri Sveinsson. Þau þijú efstu gáfu ekki kost á sér í prófkjörinu nú. Inga Jóna Þórðardóttir, Hilmar Guðlaugs- son, Gunnar Jóhann Birgisson og Jóna Gróa Sigurðardóttir voru ekki í 10. efstu sætum Iistans 1988. Til að kosning sé bindandi fyrir hvern frambjóðanda þarf hann að hljóta 50% af gildum atkvæðum í prófkjörinu, ekki endilega í það sæti sem hann er kosinn í heldur í heild. Þegar kjörskrá var prentuð út sl. laugardag voru á henni rúmlega 13.700 manns og var þá búið að bæta við fjölda nýrra flokksfélaga. Ari Edwald taldi að um 2.000-2.500 manns hefðu fyllt út inntökubeiðni í flokkinn fyrir prófkjörið og að heildarijöldi á kjörskrá hefði verið 14.500-15.000 þegar því lauk. Byijað var að telja kl. 16 í gær- dag undir stjórn Ingvars Garðars- sonar. Að sögn Ara Edwald komu yfir 200 manns nálægt framkvæmd prófkjörsins allt í allt, en um 150 manns voru við talningu í Valhöll í gær. Pjórir sluppu með skrámur FJÓRIR sluppu með skrámur þeg- ar snjóflóð úr Búlandshöfða á norðanverðu Snæfellsnesi hreif bifreið sem þeir voru í með sér og bar hátt í eitt hundrað metra niður eftir fjallshliðinni. „Tíminn sem við biðum eftir hjálp var lengi að líða og ég þorði ekki inn í vöruflutningabílinn sem þarna var því ég ætlaði ekki niður aftur, en það er greinilega ekki kominn tími á mann ennþá,“ sagði Sigrún Hans- dóttir, sem lenti I snjóflóðinu. Sjá „Greinilega ..." á bls. 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.