Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 33 m . 0 Morgunblaðið/Ingvar Gnpnir a hlaupum ANNAR mannanna leiddur inn í lögreglubíl í Þingholtunum eftir að hafa verið handteknir. Gripnir glóðvolgir en þrættu fyrir brotið ÞJÓFAR, sem brutust inn í verslun við Grundarstíg aðfaranótt sunnudags, voru eltir uppi í Þingholtunum af lögreglunni. Þeir þrættu fyrir verknaðinn, en þó sá annar þeirra ástæðu til að reyna að fela nokkra tóbakspakka undir framsæti lögreglubílsins. Vegfarendur hringdu í lögregl- una klukkan hálf þijú um nóttina og sögðu að tveir menn væru að bijótast inn í verslunina. Skömmu síðar bárust þær upplýsingar, að mennirnir hefðu hlaupið á brott, í átt að Bókhlöðustíg. Til tvímenn- inganna sást þar sem þeir hlupu inn í garð, en þegar lögreglumenn fylgdu á eftir gáfust þeir snarlega upp. í lögreglubílnum reyndi ann- ar þeirra að lauma nokkrum tók- akspökkum undir framsæti lög- reglubílsins og varð fátt um svör þegar hann var inntur eftir því hvaða varningur væri þar á ferð- inni. Báðir neituðu þeir staðfast- lega að hafa brotist inn í verslun- ina. Þeir gistu fangageymslur um nóttina, en var sleppt á sunnu- dagsmorgun að loknum yfir- heyrslutn. Áður komið við sögu Mennirnir tveir eru um tvítugt. Annar þeirra hefur einu sinni kom- ið við sögu lögreglu vegna inn- brots og þjófnaðar. Hinn hefur komið tvisvar við sögu vegna um- ferðarlagabrota. Alls voru 22 innbrot í umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar um helg- ina. Oftast var farið inn í söluturna og brotnir'upp spilakassar, til að komast að smámynt. Jafnréttísráð fjallar um söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík Karlkyns keppendur hafa kært niðurstöðu dómenda KARLKYNS keppendur I söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík hafa ákveðið að kæra niðurstöðu dómenda til Jafnréttisráðs. I frétta- tilkynningu sem strákarnir 13, sem tóku þátt í keppninni í ár, sendu frá sér í gær segir að nú hafi enginn karlmaður verið valinn í verð- launasæti þriðja árið í röð, þrátt fyrir „heiðarlegar tilraunir tveggja keppenda til að ganga í augun á dómendum með því að klæðast kvenmannsfatnaði," eins og segir í tilkynningunni. í tilkynningunni segir einnig að í ljósi þessara staðreynda megi draga þá ályktun að gífur- legt kynjamisrétti viðgangist í keppnum sem þessari og að það sé óviðunandi ástand að kyn keppenda skipti öllu máli þegar að stigagjöf komi. „Er það í eðli karlmanna að rödd þeirra tekur breytingum eftir að þeir hafa náð vissum aldri og því ekki þeirra sök þó að þeir hafi ekki þessar tæru raddir sem dómnefndir virðast sækjast eftir. Kappsfyllstu karl- mennirnir hafa rætt um að gang- ast undir aðgerð sem gerir rödd þeirra tærari en skerðir um leið hæfni þeirra til barneigna,“ segir í tilkynningunni. Þátttöku neitað? Strákarnir 13 segjast telja sorg- legt fyrir karlmenn að fara í keppni Telpa féll niður um ís NÍU ára telpa féll niður í vök á ísilögðum skurði í Grafarvogi á föstudag. Telpunni tókst að komast upp úr af eigin rammleik, en lögreglan hefur eftir íbúum í nágrenninu að þeir telji skurðinn slysa- gildru. Óhappið varð fyrir neðan Nes- hamra, en þar em gamlir fram- ræsluskurðir. Telpan var að leik ásamt vinkonu sinni á ísilögðum skurði þegar ísinn brast undan henni. Hún blotnaði upp að mitti og tókst í fyrstu ekki að komast upp úr vökinni. Vinkona hennar hljóp í næsta hús og þaðan hringdi kona á sjúkrabíl. Nærstaddur mað- ur hljóp niður að skurðinum, en þá hafði telpunni tekist að komast á þurrt af eigin rammleik. Hún var flutt á slysadeild til rannsóknar, en varð ekki meint af. Lögreglan hefur það eftir íbúum í nágrenninu að þeim standi stugg- ur af skurðum þessum, því börn sæki í að leika sér á þessu svæði og illa sjáist til þeirra úr næstu húsum. Því skapi skurðirnir mikla slysahættu. sem þessa, vitandi að stúlkur hreppi öll verðlaunasæti. Ef áframhald verði á þessu misrétti muni hæfi- leikaríkir karlmenn án efa neita þátttöku í söngkeppnum þar sem engir möguleikar séu fyrir verð- launasæti sakir kynferðis þeirra. Yrði slíkt íslenskri menningu síst til framdráttar. -----»--»-4--- Lögregla kánnaðist við kauða LÖGREGLAN handtók inn- brotsþjóf á laugardagskvöld og viðurkenndi hann að hafa brot- ist inn í íbúð við Leifsgötu fyrr um kvöldið. Um kl. 9 um kvöldið sást til mannsins, þegar hann braut rúðu í húsi við Leifsgötu. Þar fór hann inn og rótaði til, en mun litlu eða engu hafa stolið. Lögreglan fékk ágæta og kunnuglega lýsingu á manninum frá sjónarvottum og handtók hann á skemmtistað síðar um kvöldið. Hann viðurkenndi brot sitt, en hann hefur margoft komið við sögu lögreglunnar vegna svip- aðra mála. Foreldrar létu synina skila þýfi FORELDRAR þriggja 15 ára pilta komu með syni sína á lögregiustöð á sunnudag og létu þá skila þar þýfi, sem þeir höfðu náð með inn- broti í verslun í Grafarvogi. Piltarnir brutust inn í verslun í Grafarvogi um kl. 4 aðfaranótt sunnudags og stálu þar m.a. poppi, kók, myndbandsspólum og Happa- þrennum. Þá skemmdu þeir spila- kassa, sem þeir reyndu að bijóta upp. Daginn eftir birtust piltarnir held- ur framlágir á lðgreglustöð í fylgd foreldra sinna, sem gerðu þeim að skila þýfinu. Hafa piltamir vonandi lært af því mikilvæga lexíu. FAI traktorsgröfur W eru hagkvæmar í IM rekstri, öílugar og umfram allt þægilegar í verki. Mikið er lagt í þægindi og öiyggi ökumanns. Verð frá kr. 3.750.000,- án Vsk. Til afgreiðslu nú þegar! Við ryðjum veginn fyrir nýrri árgerð! Við bjóðum ’93 árgerðimar af FAI 898 og 698 með góðum afslætti á sérstakri rýmingar- sölu sem nú stendur yfir. FUNAHÖFÐA 6-112 REYKJA VÍK SÍMl (91) 634500 - FAX (91) 634501 TÆKIÁ TRAUSTUM GRUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.