Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 Mínní sóun — hærri laun eftir Þór Sigfússon Á undanförnum mánuðum hafa fjölmiðlar fjallað um sóun í ríkis- kerfinu, m.a. í ríkisbönkunum. Þó vinsælt sé að gagnrýna t.d. bíla- og ferðakostnað ríkisbankastjóra er ljóst að hagræðing, sem er sparnaður fyrir skattgreiðendur, getur komið til á mun fleiri svið- um. Hagræðing á erindi í rekstur almenningsvagna, opinberra stofn- ana og yfirleitt alls staðar þar sem skattfé okkar er nýtt. Slík mál eru sjaldnast eins vinsæl og banka- stjóramálin en þau eru jafn mikil- væg ef ekki mikilvægari þar sem oft er um mun hærri fjárhæðir er að ræða. Óhagræðið í opinberum rekstri er sá fortíðarvandi sem ýtt hefur undir efnahagssamdráttinn. Sóun- in hefur því komið í hausinn á okkur öllum og hún mun halda áfram að gera það. Óhagræði og útþensla í opnberum rekstri eru nefnilega nátengd launum, því meiri miðstýring og óhagræði hjá hinu opinbera því lægri eru launin. Það eru því hagsmunir launafólks að hið opinbera verði einfaldað og betur rekið en áður. Þær leiðir sem farnar hafa verið á undanfömum árum við að bæta og einfalda ríkiskerfið hafa þrátt fyrir allt sjaldnast hlotið hljóm- grunn hjá samtökum launafólks. Hugmyndafræðin um sparnað og hagræðingu hefur verið feimnis- mál þar sem boðendur hennar eru úthrópaðir óvinir launafólks, óvinir byggðar í landinu og jafnvel óvinir barna. Hugmyndir um sölu opin- berra fyrirtækja, útboð hjá hinu opinbera, lokun stofnana og þjón- ustu o.fl. hafa verið gagnrýndar og fullyrt að þessum hugmyndum sé fyrst og fremst beint gegn launafólki, það muni missa vinn- una, lækka í launum eða tapa á þessum breytingum með öðrum hætti. Reynslan virðist samt hafa orðið önnur. Tökum nokkur dæmi. Sala ríkisfyrirtækja lækkar skatta Sala ríkisfyrirtækja eins og Gut- enberg, Jarðborana ríkisins og Ferðaskrifstofu íslands var nokkuð gagnrýnd og fullyrt að þessar að- gerðir beindust fyrst og fremst gegn starfsmönnum fyrirtækj- anna. Þegar nýr eigandi Guten- bergs var inntur eftir því hvort hann mundi fækka starfsfólki svaraði hann því til, að hann hefði ekki keypt Gutenberg til þess að segja upp hæfu starfsfólki þess. Líkumar á að þú hljótir vinning, em hvergi eins miJklar og í Happdrætti Háskóla Islands! Flestir spila í happdrætti til að hljóta vinning, en oft ræður kapp frekar en forsjá því hvar menn spila. í HHÍ getur annar hver miði hlotið vinning* bað eru mestu vinningslíkur í happdrætti á íslandi. Á 60 ára afmælisári býður HHÍ m.a upp á glæsilegan afmælisvinning samtals að upphæð 54 milljónir. EINGÖNGU VERÐUR DREGIÐ ÚR SELDUM MIÐUM. Slíkir möguleikar finnast ekki í öðru happdrætti hérlendis. Nú hefur enginn efni á að vera ekki með í HHÍ og eins gott að tryggja sér númer tímanlega áður en miðar seljast upp. ■wjki (E) Miðaverð er óbreytt, 600 kn Spilar þú ekki ígóða happdrœttinu? ýítl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til virmings ' Á árinu 1993 voru greiddir út 52.768 vinningar á samtals 105.470 selda miöa. Vinningur féll því á meira en annan hvern miöa. Þór Sigfússon „Það kerfi er rangt sem stuðlar að stöðugft lækkandi launum en aukningu á kostnaðar- sömum fríðindum og óhagræði“. 'Svo hefur einnig komið á daginn. Breytingamar hafa skilað árangri, starfsmenn eru ánægðir með breytingarnar og ríkið grynnkaði á skuldum sínum og er hætt óþarfa afskiptum af þessum greinum. Lokun ríkisfyrirtækja hefur skil- að sér til launafólks með öðrum hætti. Auðvitað hefur starfsfólk þeirra þurft að leita sér að annarri vinnu en þegar á heildina er litið hefur allt launafólk haft hag af slíkum breytingum. Lokun Ríkis- skipa þýddi hundruð milljóna sparnað á ári sem að sjálfsögðu skilar sér til alls launafólks í land- inu. Sama á við um lokun Álafoss og fleiri opinber eða hálfopinber fyrirtæki sem voru á framfæri rík- isins. Spamaður af lokun þessara fyrirtækja í tíð núverandi ríkis- stjórnar skiptir tugum þúsunda á ári fyrir hveija fjölskyldu í landinu. Hagræðing hjá strætó skilar sér Breytingarnar á SVR í hlutafé- lag hafa verið gagnrýndar harð- lega. Þó hafa verið minnisstæðar undantekningar þar á. Á fundi um þessar breytingar sagðist einn strætisvagnastjóri varla geta verið mótfallinn breytingunum þar sem vont gæti ekki endalaust versnað. Laun hans hefðu stöðugt lækkað á síðustu 20 árum og þau gætu varla orðið lægri. Ef hann vildi til að mynda bjóða konu sinni í snyrt- ingu og lagningu þýddi það útgjöld sem samsvara tveggja daga vinnu- launum hans. Sparnaður síðustu ár í rekstri SVR nemur hundruðum milljóna. Margir töldu að ekki væri mögu- leiki að spara í rekstri á strætis- Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso Tilbúinn stíllu ^eyiir^ -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími .677878 - fax 677022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.