Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það er mikið um að vera í félagslífinu. Sumir eignast ástvin. I kvöld eyðir þú miklum tíma í rannsóknar- verkefni. Naut (20. apríl - 20. maí) irft Persónuleiki þinn er þér mikil stoð í viðskiptum dagsins. Gamall vinur gefur þér góð ráð við lausn verk- efnis. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» í samráði við starfsfélaga tekst þér að leysa vandamál á vinnustað í dag. Breyting- ar geta orðið á dagskrá kvöldsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >■$6 Einhver smá ágreiningur getur komið upp milli ætt- ingja í dag. Kvöldið hentar vel til að bjóða heim góðum gestum. Ljón (23. júií - 22. ágúst) Þú þarft að einbeita þér við vinnuna í dag til að geta leyst áríðandi verkefni sem þér hefur verið falið. Meyja (23. ágúst - 22. septemberi Dagurinn ætti að færa þér tækifæri til að auka tekj- urnar. Láttu samt ekki freistast til að eyða óhóf- lega miklu í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú glímir við erfitt við- fangsefni í vinnunni en með þrautseigju tekst þér að finna lausnina. Skemmtu þér í kvöld. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Oft má koma í veg fyrir ágreining með þvi að ræða málin í einlægni. Hafðu hugann við heimili og fjöl- skyldu í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú átt ánægjulegar stundir með góðum vinum í dag. Hafðu fjárhag heimilisins í huga og varastu að lána öðrum peninga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt einhver óvissa ríki á vinnustað virðist þú vera þar á réttri leið. I kvöld eru einkamálin ofarlega á baugi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Sumir vinna að því í dag að koma bókhaldinu í Iag. Fyrirhugað ferðalag lofar góðu. Ovæntar fréttir ber- ast í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ££ Raunsæi og hagsýni stjórna gerðum þínum í dag og þér getur staðið til boða fjár- hagslegur stuðningur við áform þín. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK " DR.MORTIMER'5 VOICE 5ANK ALM05T TO A U0HI5PER, ANP HE SAlP, 'MR.H0LME5,THEV WERE THE F0OTPRINT5 OF A 6I6ANTIC HOUNPÍ,,/ UiELL, THAT'5 ENOU6H REAPIN6 FOR T0NI6HT.. Rödd dr. Mortimers varð næstum því að Jæja, þetta er nóg Og ég sofna aldrei meir það sem eftir er ... hvísli, og hann sagði „Hr. Holmes, þetta voru lesning í kvöld ... fótspor eftir risavaxinn hund!“ BRIDS Umsjón Guðm. Sv. Hermannsson Eftir að hafa spilað út einspili gegn litasamningi er það ánægjuleg til- finning að sjá félaga drepa með ás og spila litnum til baka. En það þýðir ekki að bjöminn sé unninn. Norður ♦ K109 ¥ 853 ♦ KDG105 *ÁD Vestur ♦ Á73 ▼ 4 ♦ 863 ♦ K98532 Austur ♦ D5 ¥ ÁDG97 ♦ 42 ♦ G964 Suður 4 G8642 ¥ K1062 ♦ Á97 ♦ 7 Vestur Norður Austur Suður pass 1 tígull 1 hjarta 1 spaði pass 2 spaðar pass 3 tíglar pass 4 spaðar/ Vestur spilar auðvitað út hjartaf- jarkanum og austur drepur með ás og spilar hjartadrottningu. Suður leggur kónginn á og vestur... Sjálfsagt myndu flestir spilarar trompa með þristinum við borðið og spila tígli. En nú getur sagnhafi unnið spiiið með því að spila spaða á kóng og meiri spaða og austur kemst aldrei inn til að taka hjartafrí- slaginn sinn. Það er auðvitað möguleiki að sagnhafi reikni með því að trompið liggi 4-1 og svíni spaðatíunni eftir sem áður. En það er óþarfi að treysta á það. Eins og spilið liggur getur vestur tryggt vörninni fjóra slagi með því að trompa hjartakónginn með spaðaás, þv! þá hlýtur austur að komast inn á spaðadrottningurta. En ítalski meistarinn Pietro Forquet fann enn betri vörn þegar hann hélt á vesturspilunum fyrir nokkrum ára- tugum. Hann trompaði einfaldlega ekki hjartakónginn heldur henti laufi. Þetta hafði sömu áhrif og að trompa með ásnum, og sennilega hefði sagnhafi einnig farið niður hefði hann átt drottninguna fimmtu í spaða og austur gosann annan. Sagnhafi hefði væntanlega reiknað með slæmri spaðalegu og svínað spaðatíunni í næsta slag. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Ungverski pilturinn Peter Leko varð yngsti stórmeistari sögunnar er hann náði fimm vinn- ingum af níu mögulegum á öflugu alþjóðamóti í Wijk aan Zee í Hol- landi. Leko er fjórtán ára og sló fyrra met Júditar Polgar um fjórt- án mánuði. Á undan henni átti Bobby Fischer metið frá 1958. Þessi staða kom upp í síðustu umferð í Wijk aan Zee í viðureign ungu stigaháu stórmeistaranna Ivans Sokolovs (2,650), Bosníu, og Sergei Tivjakovs (2,635), Rússlandi, sem hafði svart og átti leik. 23. - Rxe3!, 24. Hxd8+ - Hxd8, 25. fxe3 — Hdl (Þótt svartur hafi aðeins peð fyrir manninn er staðan unnin, því hvítur er í hroða- legri klemmu á drottningar- vængnum) 26. Kf2 — Rg4, 27. Ke2 - Hcl, 28. g3 - Rxe3, 29. Kxe3 - Hxfl, 30. Kd4 - Hcl, 31. a4 — bxal, 32. bxa4 — f5, 33. Kd3 - e5, 34. Kd2 - Hhl, 35. Kc2 - e4, 36. Ha3 - Hxh2+, 37. Rd2 — h5. Nú er hvítur loks- ins laus úr klemmunni en með þrjú peð fyrir mann og betri stöðu vann svartur endataflið. úrslit mótsins: 1. Nikolic, Bosníu, 7 v. 2. Tivjakov 5 'h v. 3.-5. Leko, Piket, Hollandi, og Curt Hansen, Danmörku, 5 v. 6.-7. Van Weiy og Smirin 4 v. 8.-9. Morovic og I. Sokolov 3‘A v. 10. Van der Wiel 2>/2 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.