Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
Ályktun flokkssljórnar Alþýðufiokksins um sjávarútvegsmál
Gjörbreyting verði
á fiskveiðistjórnun
EINHUGUR var á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins sem haldinn
var á laugardag um að stefna beri að gjörbreytingu á fyrirkomu-
lagi fiskveiðistjórnunar, en sjávarútvegsmál voru eina efnið á dag-
skrá fundarins. Magnús Jónsson, formaður sjávarútvegsnefndar Al-
þýðuflokksins, segir að á fundinum hafi menn verið einróma á þeirri
skoðun að kvótakerfið sé gengið sér til húðar eða að á því þurfi
að gera svo miklar breytingar að ekki verði mikið eftir. af því.
í ályktun flokkstjórnarinnar
sem samþykkt var segir meðal
annars að það óréttlæti og sú fjár-
hagslega og siðferðilega spilling
sem fylgt hafi í kjölfar upptöku
núverandi kvótakerfis geri það að
verkum að þjóðin hafni því fyrr
eða síðar. Leiguliðakerfí þar sem
braskað sé með lífsafkomu ein-
staklinga og jafnvel heilla byggð-
arlaga tilheyri annarri þjóðfélags-
gerð en ríki á ofanverðri 20. öld-
inni. Sem fyrsta skref í afnámi
kvótakerfisins sé eðlilegt að kanna
hvort gefa eigi veiðar fijálsar í þá
stofna þar sem ekki hefur tekist
að ná áætluðum afla. Flokks-
stjórnin ítrekaði þá afstöðu Al-
þýðuflokksins að veiðigjaldi verði
komið á, og það verði virkt í að
stjórna sókn í fiskistofna.
Stuðningur við sjómenn
Ennfremur segir: „Óþolandi er
að ákveðnum hópi manna eða fyrir-
tækja sé úthlutuð helsta auðlind
. þjóðarinnar endurgjaldslaust, en
síðan sé þeim heimilt að ráðskast
með þessa sameign allra lands-
manna eins og um séreign væri að
ræða. Nýafstaðið verkfall sjó-
manna opinberaði vel, hvers konar
stjórnkerfi við búum við og flokks-
stjóm Alþýðuflokksins lýsir yfir
stuðningi sínum við sjómenn í bar-
áttu þeirra fyrir breytingum á því.
Flokksstjóm Alþýðuflokksins
hafnar alfarið að setja svokallaða
krókaleyfísbáta á aflamark, eins
og gert er ráð fyrir í gildandi lög-
um. Að draga úr veiðum með vist-
vænum veiðarfærum er í hróplegu
ósamræmi við þá viðleitni að gera
ísland að fyrirmyndarríki í um-
hverfismálum. Það er líka í full-
kominni andstöðu við þá grundvall-
arstefnu að vijða beri hefðbundinn
forgangsrétt þeirra íbúa sem næst
fískimiðunum liggja til nýtingar
þeirra."
Magnús segir að sjávarútvegs-
nefndin, sem skipuð hefði verið af
síðasta flokksþingi, myndi starfa
áfram. Næsta verkefni í framhaldi
af þessari samþykkt væri að setja
fram beinagrind að einhvetju sem
gæti orðið valkostur í stað kvóta-
kerfísins og stefnt væri að því að
það yrði lagt fram á flokksþingi
sem væntanlega yrði haldið í sum-
ar.
Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson
Háir skaflar á Höfn
í ÓVEÐRINU á laugardag fauk í mikla skafla á Höfn í Horna-
fírði, þá mestu í 20 ár að minnsta kosti að því er Hornfirðingar
telja. Myndirnar voru teknar þegar menn voru að átta sig á aðstæð-
um eftir óveðrið. Halldór Þráinsson og Arnbjörg Stefánsdóttir á
Vesturbraut 13 voru að moka sig út úr mannhæðarháum skafli
sem hlóðst upp framan við hús þeirra. Arnbjörg sagði að þau
hefðu komist út um svaladyr og þannig náð að moka frá aðaldyrun-
um. Skaflarnir færðu bíla á kaf, meðal annars bíl við hús á Smára-
braut.
Tuttugu lífeyrissjóðir iofa 1,3 milljörðum í Hvalfjarðargöng
Engar heimildir til kaupa
á víkjandi skuldabréfum
UM 20 lífeyrissjóðir hafa gefið
vilyrði fyrir að kaupa vísitölu-
tryggð víkjandi skuldabréf fyrir
um 1,3 milljarð kr. á núgildandi
verðlagi í skuldabréfaútboði
Spalar hf. sem áformar gerð
ganga undir Hvalfjörð að sögn
Tvö hundruð leitarmenn kallaðir út
Leitað að horfnu
piltunum í gámum
UM 200 leitarmenn frá björgunarsveitum og slysavarnafélög-
um voru kallaðir út um klukkan 21 í gærkvöldi til að leita
piltanna tveggja úr Keflavík sem saknað hefur verið síðan á
miðvikudag, eftir að ábending barst frá erlendum miðlum
sem eru staddir hér á vegum Sálrannsóknarfélagsins.
Ábendingin fól í sér að piltarnir
væru í lokuðu rými og til björgun-
arsveita kom beiðni um að leita í
öllum lokuðum gámum sem eru á
opnu svæði á höfuðborgarsvæð-
inu.
Kallaðar voru út allar björgun-
arsveitir á svokölluðu svæði 1, sem
nær frá Hafnarfirði til Hvalfjarð-
ar, og einnig sveitir á Suðurnesj-
um. Samkvæmt upplýsingum frá
Slysavarnadeildinni Ingólfi kom
ábendingin frá breskum sjáendum
sem sagðir eru hafa haft upp á
horfnU fólki og horfnum fórn-
arlömbum glæpa þar í landi. Lög-
reglan á Suðumesjum bað um að
leit yrði sett af stað og átti henni
að ljúka skömmu eftir miðnætti.
Búið var að tilkynna að form-
legri -ieit að piltunum hefði lokið
á sunnudagskvöld, fyrir utan að
ganga á fjörur í nágrenni Kefla-
víkur um næstu helgi.
Sigurbjörns Gunnarssonar,
deildarstjóra hjá Landsbréfum,
sem hefur umsjón með fjármögn-
un verkefnisins hérlendis. Frest-
ur til að skila lánsloforðum renn-
ur út í dag. Hyggst Spölur afla
34% af fjármagni með skulda-
bréfaútboði hérlendis. Umsamd-
ir vextir á skuldabréfunum verða
9,2%, en á móti kemur að Spölur
áskilur sér innköllunarrétt á
bréfunum. Þannig getur fyrir-
tækið innkallað bréfin eftir
ákveðinn tíma ef vextir verða
lægri og endurfjármagnað sig á
hagstæðari kjörum hjá fyrri
stofnanafjárfestum eða leitað
nýrra. Stór hluti þessara sjóða,
þ. á m. þeir sem tilheyra Sam-
bandi almennra lífeyrissjóða,
hafa ekki heimildir til þess að
kaupa víkjandi skuldabréf og
verða að afla sér þeirra fyrir
vorið.
Fáist samþykki innan sjóðs-
stjórna um reglugerðarbreytingu
vegna skuldabréfakaupanna, leita
þeir til þeirra aðila sem tilnefna
fulltrúa í sjóðsstjómir og til fjár-
málaráðuneytisins sem veitir stað-
festingu á henni eða synjun. Einnig
kemur til greina að leita heimilda
fyrir þessari tilteknu fjármögnun
án reglugerðarbreytingar. Aðspurð-
ur um hvort lífeyrissjóðirnir stefni
ekki fjármunum sínum í tvísýnu,’
standi göngin ekki undir rekstrar-
kostnaði eða vaxtakostnaði af lán-
um, svo dæmi séu tekin, segir Sig-
urbjörn að Landsbréf telji áhættuna
litla. „Áhættan felst í umferðinni
annars vegar og hins vegar að eitt-
hvað komi fyrir göngin eftir að
rekstur á þeim hefst. Þá áhættu
er hætf að lágmarka með tryggingu
og Spölur mun tryggja göngin fyrir
skemmdum eftir að rekstur hefst,“
segir Sigurbjörn.
Lán greiðist á 15-19 árum
Reiknað er með að verktaki sá
sem hlýtur verkið taki alla áhættu
af gerð ganganna á byggingartím-
anum og við hann vetði gert eitt
heildaruppgjör eftir afhendingu
fullbúinna ganga, sem verða á
þremur mánuðum eftir verkslok. Á
þeim tíma sem líður frá verkslokum
og til afhendingar verður þess kraf-
ist að verktakinn annist rekstur
ganganna fyrir eigin reikning með
innheimtu veggjalda sem Spölur
ákvarði. Formleg kaup munu því
ekki eiga sér stað fyrr en eftir að
gerð þeirra lýkur og á þessi tilhög-
un að draga úr áhættu kaupenda
skuldabréfa Spalar. Innlendu
skuldabréfalánin víkja fyrir banka-
lánum Spalar en vextir verða
greiddir af bréfunum að því marki
sem fjármunir verða til í rekstrin-
um, eftir að allur rekstrarkostnað-
ur, vextir og höfuðstóll af bankalán-
um og skattar hafa verið greiddir.
Reiknar Landsbréf með að bréfin
verði borguð upp á um 15 árum
og hámark á um 19 árum eftir að
rekstur ganganna hefst.
Áhættan veltur á umferðarspá
„Víkjandi skuldabréf eru ofar í
röðinni en t.d. hlutabréf og lífeyris-
sjóðum er heimilt að kaupa hluta-
bréf þannig að áhættan við kaup
víkjandi skuldabréfa er minni en
áhætta hluthafa. Þegar búið er að
byggja göngin eru þau orðin nánast
eins og veitufyrirtæki og eina
spumingin hversu margir bílar fara
þar í gegn og þar af leiðir á hve
löngum tíma lánin eru greidd. Bytj-
að verður á að greiða bankalánin
og miðað við fyrirliggjandi áætlanir
verða þau greidd upp á 10 árum,
og eftir það er byrjað að borga upp
innlendu skuldabréfin. Þá er eina
spurningin hvort áætlanir um um-
ferð um göngin standist, en meðan
njóta þessir aðilar þeirrar ávöxtunar
sem er fyrir hendi,“ segir Sigur-
bjöm.
Bústjóri reynir að seija eignir Sveins bakara
í dag
Fjórðungi lauk með dómi
81 ákæra um kynferðisafbrot barst
til RLR á árinu 1992 17
10-14% ávöxtun
Auðvelt fyrir lífeyrissjóðina að ná
góðri ávöxtun erlendis án mikiliar
áhættu 35
Sumargleðin aftur á fjalirnar
Mun skemmta gestum á Hótel ís-
landi á næstunni 54
Leiðari
Vandi Peresar og Arafats 28
TSnSSínSmm-M** #.«n» #«***<* • V*?****1*
íþróttir
► Tvöfalt annað árið í röð hjá
Keflvíkingum í körfuknattleik
- Austurríska skíðadrottningin
Ulrike Maier lést eftir hörmu-
legt slys í Þýskalandi
Myllan og Samsölubrauð
neita að vera í slagnum
JÓN Albert Kristinsson, stjórnar-
formaður Myllunnar, segir fyrir-
tæki sitt ekki um það bil að kaupa
þrotabú Sveins bakara eins og
greint var frá í fréttum Stöðvar
2 í gærkvöld.
í fréttinni kom fram að risarnir í
brauðgerð, Myllan og Samsölubak-
arí, hefðu slegist um að komast yfír
eignir Sveins bakara en Myllan hefði
haft betur og gengið yrði frá kaup-
unum í dag.
„Þetta er bara léleg frétta-
mennska og enginn fótur fyrir þess-
ari frétt. Þeir hafa ekki haft sam-
band við okkur þannig að þetta er
ekki eftir okkur haft,“ sagði Jón
Albert.
Erlendur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samsölubakarís, segir
slag milli Samsölubakarís og Myll-
unnar ekki hafa verið til staðar.
Hann segir Samsölubakarí hafa gert
tilboð á sínum tíma, sem hafí haft
upphaf og endi, og síðan hafi fyrir-
tækið ekki komið að málinu.
Ýmsir möguleikar
Andri Árnason héraðsdómslög-
maður er bústjóri í þrotabúi Sveins
bakara. „Menn hafa verið að skoða
ýmsa möguleika og það hefur verið
rætt við þá aðila sem líklegir eru.
Þetta með Mylluna hefur verið í at-
hugun en ég held að það sé ekkert
sem bendi til þess að af því verði.
Menn hafa verið að ræða við Iðnlána-
sjóð, sem er stærsti kröfuhafi, og
eftir þeim upplýsingum sem ég hef
liggur þetta ekki fyrir og ekki líkur
á að svo verði. Núna liggur fyrir að
taka ákvörðun um næsta skref, hvoit
til komi riftun á kaupsamningum sem
Sveinn gerði við konu sína og ráð-
gjafa en hlutafélög á hans snærum
keyptu þessar eignir. Þrotabúið hefur
ekki viljað sætta sig við það og ekki
veðhafar og það stefnir í að gripið
verði til einhverra aðgerða núna fljót-
lega,“ sagði Andri Arnason.