Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 Forsætisráðherra um afnám aðstöðugjalds Ahrif komu fram í lægra verðlagi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir, að áætlað sé að af- nám aðstöðugjalds hafi leitt til þess að framfærsluvísitala varð 1-1,5% lægri á síðasta ári en ella hefði verið. Það þýði að staða heimilanna hafi batnað um sem svarar 3 milljörðum króna. Þetta kom fram í vari við spurningu Rannveigar Guð- mundsdóttir þingmanns Alþýðu- flokksins á Alþingi á mánudag. Davíð Oddsson sagði að með af- námi aðstöðugjalds hafi verið létt 5 milljarða króna álögum af fyrir- tækjum, ef miðað væri við inn- heimtu gjaldsins. Þetta hafi mörg fyrirtæki nýtt sér til að halda vöruverði óbréyttu þrátt fyrir hærra innkaupsverð, m.a. vegna gengisfellinga og því hafi áhrif gengisfellingarinnar í lok ársins 1992 á vöruverð orðið mun minni en óttast var. Önnur fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta til að styrkja stöðu sína, einkum í greinum þar sem samkeppni ér lítil. Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Alþýðubandalagsins sagði, að samkvæmt upplýsingum for- sætisráðherra hefði 5 milljörðum verið létt af fyrirtækjum en 3 milljarðar hefðu komið fram í bættum hag neytenda, sem þýddi að um hefði verið að ræða 2 millj- arða skattahækkun á neytendur. Davíð Oddsson sagði, að það hefði verið yfirlýst markmið með af- námi aðstöðugjaldsins að létta álögum af fyrirtækjum og færa þau yfir á einstaklinga til að styrkja stöðu atvinnulífsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór AndvariVE 100 EINS og áður segir voru skemmdir á Andvara kannaðar á Akur- eyri á sunnudag, þar sem myndin var tekin. Andvari er 300 tonna og 6 ára gamalt rækjuskip en x frétt Morgunblaðsins á laugardag var mynd af gamla Andvara, 126 tonna skipi. Andvari á veiðar RÆKJUSKIPIÐ Andvari VE 100 er komið á veiðar eftir að skemmdir skipsins voru kannaðar á Akureyri á sunnu- dag. Þær reyndust ekki miklar og verður gert við skipið um leið og varahlutir berast. Skip- ið tók niðri í svai*tabyl við Grímsey á laugardagsmorgun. Jóhann Halldórsson, skip- stjóri, sagði að um leið og veður lægði hefði verið haldið frá Grímsey og komið til Akureyrar um kl. 9 á sunnudagsmorgun. Reyndist slingubretti skemmt, botnstykki horfið og dældir á einum eða tveimur stöðum á botninum. Hann sagði að þar sem skemmdirnar hefðu ekki reynst miklar hefði verið haldið á veiðar að nýju samdægurs og yrði skemmdirnar lagfærðar um leið og botnstykki fengist. And- vari er á rækjuveiðum í Eyjafarð- arál. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 1. FEBRUAR YFIRLIT: Skammt suður af Vestmannaeyjum er 970 mb smálægð sem fer norðnorðaustur, en yfir vestanverðu Grænlandshafi er 954 mb lægð sem fer norðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Austurdjúpi, Færeyjadjúpi Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Suðvestankaldi eða stinningskaldi víðast hvar á landinu. Él eða slydduvél um sunnan- og vestanvert landið en annars staðar skúrir. Hiti +3 til 3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestanátt með hvössum éljum sunnan- og vestanlands en hægari vindi og björtu veðri norðanlands og austan. Frost á bilinu 3 til 15 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg og svo norðlæg átt og él á víð og dreif um mest allt land, þó síst á Suðaustur- og Austurlandi. Frost á bilínu 2 til 10 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Búast má við áframhaldandi umhleypingum og hita víða nólægt frostmarki. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * * * * r r * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél V $ Alskýjað Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig 10° Hitastig Súld Þoka ' V FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Greiðfært er um vegi á Suöur-, Suðvestur- og Vesturlandi allt til Reyk- hóla. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og Bjldudals. Botns- og Breiðadalsheiðar eru færar en Steingrímsfjarðarheiði er ófær. Batta- brekka erfær og fært erum Holtavörðuheiði og um Norður- og Norðaust- urland. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru ófær. Fært er um Fjarðarheiði og Oddsskarð og með ströndinni tilReykjavíkur. Mjög víða um land er mikil hálka. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og f grænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 alskýjað Reykjavlk S rigning Bergen 2 skýjað Helsinki +15 léttskýjað Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Narssarssuaq +11 skafrenningur Nuuk +16 snjókoma Oslé +4 skýjað Stokkhólmur +2 skýjað Þórshöfn 1 Algarve 14 skýjað Amsterdam 6 alskýjað Barcelona vantar Berlín 4 skýjað Chicago +11 iéttskýjað Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt S skýjað Glasgow 6 rigning Hamborg 5 skúr London 7 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 1 heiðskírt Madrid 12 heiðskirt Malaga vantar Mallorca 9 léttskýjað Montreal +18 lóttskýjað New York +2 skýjað Orlando 18 skýjað París 6 skýjað Madelra 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Vín 5 iéttskýjað Washington 3 léttskýjað Wlnnipeg +15 snjókoma IDAG kl. 12.00 Heimíld: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspó kl. 16.30 í gær) Sjávarútvegsráðherra ræðir við Gro Harlem Fer í opinbera heimsókn til Noregs á morgun ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra mun hitta Gro Harlem Bnmdtland forsætisráð- herra Noregs að máli í opinberri heimsókn sinni til Noregs sem Hveragerði Húsnæði Tí- volís til sölu HÚSEIGNIN við Austur- mörk 24 í Hveragerði er til sölu en þar var Tívolíið rek- ið til skamms tíma. Húsnæðið, sem er i eigu Búnaðarbankans, var byggt árið 1987 og er selt án tækja. Það er 6.245 m2’ að stærð og stendur á eignar- og leigulóð og á að seljast fyrir 11 milljón- ir króna. hefst á morgun. Brundtland ósk- aði eftir að hitta Þorstein að máli í heimsókn hans og mun það vera nokkuð óvenjulegt að for- sætisráðherrar ríkja óski eftir slíkum fundum í opinberum heimsóknum fagráðherra. Þorsteinn Pálsson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið ekki vita hvað Gro Harlem Brundtland vilji ræða, en búist er við að umræðuefnið verði Smugumálið og að norski for- sætisráðherrann vilji þrýsta á ís- lendinga að þeir fari sér hægt í að senda fiskiskip í Barentshaf. Heimsókn Þorsteins til Noregs hefst í dag, eins og áður sagði, og verður fundur hans með norska forsætisráðherranum fyrstur á dag- skrá heimsóknarinnar. Þorsteinn mun einnig ræða við Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Nor- egs. Þá hittir hann að máli fulltrúa frá hagsmunasamtökum innan sjávarútvegsins og atvinnumála- nefnd Stórþingsins. Jakobína Sigurð- ardóttir látin JAKOBÍNA Sigurðardóttir rit- höfundur lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sl. laug- ardag. Jakobína Sigurðardóttir fæddist í Hælavík í Sléttuhreppi, N-ísafjarðarsýslu, 8. júlí árið 1918 og var því á 76. aldursári þegar hún lést. Foreldrar Jakobínu voru Stefanía Halidóra Guðnadóttir hús- móðir og Sigurður Sigurðsson, bóndi og símstöðvarstjóri. Jakobína stundaði nám í einka- kennslu og einn vetur í Kennara- skólanum. Hún dvaldist uppkomin 14 ár sunnanlands og fluttist árið 1949 að Garði í Mývatnssveit. Þar var hún húsfreyja síðan. Eftirtaldar skáldsögur hafa komið út eftir Jakobínu: Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur, 1959. Dægurvísa, 1965. Snaran, 1968. Lifandi vatn- ið, 1974. í sama klefa, 1981. Smá- sagnasöfn eru Púnktur á skökkum stað, 1964. Sjö vindur gráar, 1970, og Vegurinn upp á fjallið, 1990. Eftir hana kom út ljóðabókin Kvæði árið 1960. Jakobína hlaut fjölmargar viður- kenningar fyrir ritstörf sín. Hún naut heiðurslauna Alþingis, og var m.a. kjörin heiðursfélagi Rithöf- undasambands íslands árið 1990. Þá fékk hún styrk fithöfundasjóðs ríkisútvarpsins. Bækur hennar voru tvisvar tilnefndar tii bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Eiginmaður Jakobínu er Þor- grímur Starri Björgvinsson, bóndi, Garði. Þau eignuðust fjögur börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.