Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 Forsætisráðherra um afnám aðstöðugjalds Ahrif komu fram í lægra verðlagi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir, að áætlað sé að af- nám aðstöðugjalds hafi leitt til þess að framfærsluvísitala varð 1-1,5% lægri á síðasta ári en ella hefði verið. Það þýði að staða heimilanna hafi batnað um sem svarar 3 milljörðum króna. Þetta kom fram í vari við spurningu Rannveigar Guð- mundsdóttir þingmanns Alþýðu- flokksins á Alþingi á mánudag. Davíð Oddsson sagði að með af- námi aðstöðugjalds hafi verið létt 5 milljarða króna álögum af fyrir- tækjum, ef miðað væri við inn- heimtu gjaldsins. Þetta hafi mörg fyrirtæki nýtt sér til að halda vöruverði óbréyttu þrátt fyrir hærra innkaupsverð, m.a. vegna gengisfellinga og því hafi áhrif gengisfellingarinnar í lok ársins 1992 á vöruverð orðið mun minni en óttast var. Önnur fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta til að styrkja stöðu sína, einkum í greinum þar sem samkeppni ér lítil. Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Alþýðubandalagsins sagði, að samkvæmt upplýsingum for- sætisráðherra hefði 5 milljörðum verið létt af fyrirtækjum en 3 milljarðar hefðu komið fram í bættum hag neytenda, sem þýddi að um hefði verið að ræða 2 millj- arða skattahækkun á neytendur. Davíð Oddsson sagði, að það hefði verið yfirlýst markmið með af- námi aðstöðugjaldsins að létta álögum af fyrirtækjum og færa þau yfir á einstaklinga til að styrkja stöðu atvinnulífsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór AndvariVE 100 EINS og áður segir voru skemmdir á Andvara kannaðar á Akur- eyri á sunnudag, þar sem myndin var tekin. Andvari er 300 tonna og 6 ára gamalt rækjuskip en x frétt Morgunblaðsins á laugardag var mynd af gamla Andvara, 126 tonna skipi. Andvari á veiðar RÆKJUSKIPIÐ Andvari VE 100 er komið á veiðar eftir að skemmdir skipsins voru kannaðar á Akureyri á sunnu- dag. Þær reyndust ekki miklar og verður gert við skipið um leið og varahlutir berast. Skip- ið tók niðri í svai*tabyl við Grímsey á laugardagsmorgun. Jóhann Halldórsson, skip- stjóri, sagði að um leið og veður lægði hefði verið haldið frá Grímsey og komið til Akureyrar um kl. 9 á sunnudagsmorgun. Reyndist slingubretti skemmt, botnstykki horfið og dældir á einum eða tveimur stöðum á botninum. Hann sagði að þar sem skemmdirnar hefðu ekki reynst miklar hefði verið haldið á veiðar að nýju samdægurs og yrði skemmdirnar lagfærðar um leið og botnstykki fengist. And- vari er á rækjuveiðum í Eyjafarð- arál. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 1. FEBRUAR YFIRLIT: Skammt suður af Vestmannaeyjum er 970 mb smálægð sem fer norðnorðaustur, en yfir vestanverðu Grænlandshafi er 954 mb lægð sem fer norðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Austurdjúpi, Færeyjadjúpi Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Suðvestankaldi eða stinningskaldi víðast hvar á landinu. Él eða slydduvél um sunnan- og vestanvert landið en annars staðar skúrir. Hiti +3 til 3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestanátt með hvössum éljum sunnan- og vestanlands en hægari vindi og björtu veðri norðanlands og austan. Frost á bilinu 3 til 15 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg og svo norðlæg átt og él á víð og dreif um mest allt land, þó síst á Suðaustur- og Austurlandi. Frost á bilínu 2 til 10 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Búast má við áframhaldandi umhleypingum og hita víða nólægt frostmarki. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * * * * r r * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél V $ Alskýjað Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig 10° Hitastig Súld Þoka ' V FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Greiðfært er um vegi á Suöur-, Suðvestur- og Vesturlandi allt til Reyk- hóla. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og Bjldudals. Botns- og Breiðadalsheiðar eru færar en Steingrímsfjarðarheiði er ófær. Batta- brekka erfær og fært erum Holtavörðuheiði og um Norður- og Norðaust- urland. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru ófær. Fært er um Fjarðarheiði og Oddsskarð og með ströndinni tilReykjavíkur. Mjög víða um land er mikil hálka. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og f grænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 alskýjað Reykjavlk S rigning Bergen 2 skýjað Helsinki +15 léttskýjað Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Narssarssuaq +11 skafrenningur Nuuk +16 snjókoma Oslé +4 skýjað Stokkhólmur +2 skýjað Þórshöfn 1 Algarve 14 skýjað Amsterdam 6 alskýjað Barcelona vantar Berlín 4 skýjað Chicago +11 iéttskýjað Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt S skýjað Glasgow 6 rigning Hamborg 5 skúr London 7 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 1 heiðskírt Madrid 12 heiðskirt Malaga vantar Mallorca 9 léttskýjað Montreal +18 lóttskýjað New York +2 skýjað Orlando 18 skýjað París 6 skýjað Madelra 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Vín 5 iéttskýjað Washington 3 léttskýjað Wlnnipeg +15 snjókoma IDAG kl. 12.00 Heimíld: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspó kl. 16.30 í gær) Sjávarútvegsráðherra ræðir við Gro Harlem Fer í opinbera heimsókn til Noregs á morgun ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra mun hitta Gro Harlem Bnmdtland forsætisráð- herra Noregs að máli í opinberri heimsókn sinni til Noregs sem Hveragerði Húsnæði Tí- volís til sölu HÚSEIGNIN við Austur- mörk 24 í Hveragerði er til sölu en þar var Tívolíið rek- ið til skamms tíma. Húsnæðið, sem er i eigu Búnaðarbankans, var byggt árið 1987 og er selt án tækja. Það er 6.245 m2’ að stærð og stendur á eignar- og leigulóð og á að seljast fyrir 11 milljón- ir króna. hefst á morgun. Brundtland ósk- aði eftir að hitta Þorstein að máli í heimsókn hans og mun það vera nokkuð óvenjulegt að for- sætisráðherrar ríkja óski eftir slíkum fundum í opinberum heimsóknum fagráðherra. Þorsteinn Pálsson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið ekki vita hvað Gro Harlem Brundtland vilji ræða, en búist er við að umræðuefnið verði Smugumálið og að norski for- sætisráðherrann vilji þrýsta á ís- lendinga að þeir fari sér hægt í að senda fiskiskip í Barentshaf. Heimsókn Þorsteins til Noregs hefst í dag, eins og áður sagði, og verður fundur hans með norska forsætisráðherranum fyrstur á dag- skrá heimsóknarinnar. Þorsteinn mun einnig ræða við Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Nor- egs. Þá hittir hann að máli fulltrúa frá hagsmunasamtökum innan sjávarútvegsins og atvinnumála- nefnd Stórþingsins. Jakobína Sigurð- ardóttir látin JAKOBÍNA Sigurðardóttir rit- höfundur lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sl. laug- ardag. Jakobína Sigurðardóttir fæddist í Hælavík í Sléttuhreppi, N-ísafjarðarsýslu, 8. júlí árið 1918 og var því á 76. aldursári þegar hún lést. Foreldrar Jakobínu voru Stefanía Halidóra Guðnadóttir hús- móðir og Sigurður Sigurðsson, bóndi og símstöðvarstjóri. Jakobína stundaði nám í einka- kennslu og einn vetur í Kennara- skólanum. Hún dvaldist uppkomin 14 ár sunnanlands og fluttist árið 1949 að Garði í Mývatnssveit. Þar var hún húsfreyja síðan. Eftirtaldar skáldsögur hafa komið út eftir Jakobínu: Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur, 1959. Dægurvísa, 1965. Snaran, 1968. Lifandi vatn- ið, 1974. í sama klefa, 1981. Smá- sagnasöfn eru Púnktur á skökkum stað, 1964. Sjö vindur gráar, 1970, og Vegurinn upp á fjallið, 1990. Eftir hana kom út ljóðabókin Kvæði árið 1960. Jakobína hlaut fjölmargar viður- kenningar fyrir ritstörf sín. Hún naut heiðurslauna Alþingis, og var m.a. kjörin heiðursfélagi Rithöf- undasambands íslands árið 1990. Þá fékk hún styrk fithöfundasjóðs ríkisútvarpsins. Bækur hennar voru tvisvar tilnefndar tii bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Eiginmaður Jakobínu er Þor- grímur Starri Björgvinsson, bóndi, Garði. Þau eignuðust fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.