Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 27

Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 27 Sigldu skútu 521 sjómílu á sólarhriiig’ London. Reuter. BROTIÐ var blað í siglingasög- unni í síðustu viku er skútan ENZA lagði að baki 520,9 sjómílur eða 962,6 kílómetra, á einum sól- arhring eða 40,1 kílómetra á klukkustund. Eftir aðeins 10 daga siglingu er skútan fjórum dögum á undan áætlun í kapphlaupi tveggja skúta um að sigla um- hverfis jörðina án viðkomu á leið- inni á innan við 79 dögum. ENZA sló aðeins rúmlega mánað- argamalt hraðamet nýsjálenskrar skútu, Intrurh Justitia, sem sigldi 425 mílur á 24 tímum á öðrum legg Whitbread-siglingakeppninnar, á leiðinni frá Uruguay til Ástralíu. ENZA er 92ja feta tvíbytna undir stjórn tveggja skútustjóra, Bretans Robin Knox-Johnston og Nýsjálend- ingsins Peter Blake. Hún lagði af stað í hnattsiglinguna fyrir 10 dögum ásamt frönsku skútunni Lyonnaise des Eaux-Dumez. Hófst keppnin við rás- og endamarkslínu í Ermarsundi sem markast af beinni línu frá frönsku eynni Ouessant og Lizard- tanga, syðsta odda Bretlands. A fimmtudag var ENZA 980 mílur á undan áætlun og komin í gegnum lognbeltið nærri miðbaug. Var Ly- onnaise, sem lýtur stjórn franska skútustjórans Oliviers de Kersauson, 120 mílum á eftir ENZA. Hafa skút- urnar lagt meira en 400 mílur að baki á hveijum degi nema tvo. Sk-út- urnar reyna að bæta met franska skútustjórans Bruno Peyron sem sigldi sömu leið umhverfis jörðina á 79 dögum og 6 klukkustundum. Reuter Skyndiverkföll í Þýskalandi ÞÁTTTAKENDUR í skyndiverkfalli málmiðnaðarmanna í Þýskalandi með borða þar sem gefið er til kynna að verið sé að vara atvinnurek- endur við. Verkamenn krefjast hærri launa auk fleiri kjarabóta og var vinna lögð niður í mörgum sambandsríkjum. Hægrimenn í Dialds- flokknum styðja við bakið á Major London. Reuter. MIKLAR umræður hafa verið í Bretlandi undanfarnar vikum um fram- tíðarmöguleika Johns Majors forsætisráðherra og hafa margir stjórn- málaskýrendur spáð því að hann muni ekki endast árið í embæfti. Margt bendir hins vegar til að hægrimenn í flokknum, sem gagnrýnt hafa Major harðlega, ætli að styðja við bakið á honum. Óttast þeir að ef Major hrökklist frá muni Kenneth Clarke fjármálaráðherra, sem er úr vinstriarmi Hokksins, taka við forsætisráðherraembættinu. George Gardiner, einn af áhrifa- mestu þingmönnunum í hægri armi íhaldsflokksins, sagði í gær að hann og nokkrir skoðanabræður hans hefðu sett saman eins konar „stefnuskrá", sem þeir teldu að Major ætti að fylgja. Ætla þeir að kynna stefnuskrána á fundi með forsætisráðherranum í dag. Þj óðaratkvæðagreiðsla í Mið-Asíuríkinu Kírgístan Umbótasinnaður forseti vinnur yfirburðasigur Bíshck í Kírgístan. Reuter. FORSETI Kírgístans, Askar Akajev, vann yfirburðasigur um helgina er kjósendur voru spurðir hvort hann ætti að fá að ljúka kjörtímabili sínu og sitja fram á árið 1996. Bráðabirgðatölur benda til þess að hann hafi fengið rúmlega 96% atkvæða. Akajev hefur beitt sér fyrir róttækum umbótum I átt til markaðsbúskapar en þingið sein skipað er fulltrúum er kjörnir voru á sovétskeiðinu, hefur þybbast við og knúði m.a. fram afsögn ríkisstjórnarinnar í fyrra í óþökk forsetans. Kírgístan er ijöllótt land í Mið- efnahagsins. Talsmaður forsetans, Asíu, fátækt að náttúruauðæfum. Þjóðarframleiðsla minnkaði um 34% í fyrra og þrátt fyrir viðleitni Akajevs er aðeins búið að einkavæða um 15% Imankadí Rísalíev, sagði í gær að stefnt væri að því að hlutfallið yrði komið í helming árið 1996. „Markmið Kírgísa ætti að vera að líkjast sem mest hinum siðuðu þjóðum Evrópu," sagði hann. Akajev, sem er fyrrver- andi stærðfræðiprófessor, hefur fylgt ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í efnahagsmálum og hlotið lof fyrir á Vesturlöndum. Rísalíev taldi kosningaúrslitin sanna að almenning- ur vildi frekari umbætur en Akajev vill gera Kírgístan að „Sviss Asíu“. Kosningaþátttaka var um 95% og fer tvennum sögum af því hvort hlut- leysis var gætt. Hefur þetta verið túlkað af sumum dagblöðum í Bretlandi sem tilraun hægrimanna til að rétta Major björg- unarhring gegn því að hann taki í auknum mæli undir sjónarmið þeirra. Annar þekktur hægrimaður, Teb- bit lávarður, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að hann kysi fremur Major sem forsætisráðherra en tnann af vinstri væng flokksins. „Ég er mjög fylgjandi því að Major verði áfram í embætti, fram að næstu kosningum og lengur," sagði Tebbit. Hann sagði þó skilyrði þessa stuðn- ings vera að Major sýndi meiri hörku í Evrópumálunum. Tebbit sagði Major hafa fengið slæma pólitíska ráðgjöf að undan- förnu og væri það hluti skýringarinn- ar á því að hann hefur aldrei verið óvinsælli en nú samkvæmt skoðana- könnunum. í viðtali við The Times um helgina sagði Norman Lamont, fyrrum fjármálaráðherra, að Major væri „linur og vonlaus". Hann lét önnur þung ummæli falla í garð for- ystumanna íhaldsflokksins en sagði síðar að ranglega hefði verið háft eftir honum og að viðtalið endurspe- glaði ekki raunverulegar skoðanir hans. íhaldsmenn hafa samt sem áður brugðist hart við ummælum Lamonts og kallaði einn þingmanna flokksins ráðherrann fyrrverandi „fyrirlitlega litla rottu“. mmm mmm mwwmm, / _ T Fö5TUDAG^KVÖIP: Ný HqóMSVErr NýrMai;si;dii.i. Þér veljið forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr eftirtöldum réttum: „GGI |SlÆ OG e EÖ^fUDAGSKVÖþp OG EaUGADAGSKVÖÚD: Ornárnaeon .vd gleður matargesti og aðra sem í íýrra fallinu með song og frábærum= gamanmálum föstudags og laugardagskvöld. -C/í Skemmtun, Dans og Fjölbreyit vae AF ÞRIGGJA RÉTTA MATSEÐfl, kr19 94 Forréttir: ítölsk fiskisúpa með hvítlauksolíu-sósu og ristuðum brauðsneiðum. Humar og silungsfrauð með vanillu-saffransósu. Risarækjur með kínversku sinnepi og fylltri hrísgrjónarúllu. Pastarúllur fylltar með kjúkling og spínati. Adalréttir: Nautahiyggur með grænpiparsósu og fylltri bakaðri kartöflu. Ofnbökuð grísasneið með hvítlauks-sinnepssósu, englahárpasta og spergilkáli. I Kalkúnabringa með spínatjafningi, brauðbúðing og trönuberjasultu. Lambahiyggur með rósmarin-smjörsósu, polenta og eggaldinturni. Glóðasteikt lúða með pasta og tómatbasilsósu. Eftirréttir: Grand Mamier ísterta með vanillusósu. Smjördeigshálfmáni fylltur með eplum, hnetum og rúsínum, borinn fram með kanilís. Hvítsúkkulaði og jarðaberja lagterta. Súkkulaði pralín ís með súkkulaðisósu. Matrei&diuncuitari: Haukur VídÚMon Upplýsingar og borðapantamr í síma: 689 686 mmmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.