Morgunblaðið - 10.02.1994, Síða 1
72 SIÐURB/C
33. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR10. FEBRÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sátt um sjálfstjórn
og brottför Israela
frá Gaza og Jeríkó
Norska kirkjan gagnrýnir setningu Lillehammer-Ieikanna
Óguðlegt að lofsyngja Seif
Ósló. Rcuter.
NORSKIR kirkjuleiðtogar gagnrýndu fyrirhugaða setningarathöfn
Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer harðlega í gær, sögðu hana
óguðlega og ekkert annað en lofgjörð til fornra grískra guða.
Sextán æðstu menn norsku kirkj-
unnar, þar á meðal þrír biskupar,
skrifuðu framkvæmdaraðilum leik-
anna í Lillehammer og hvöttu til
þess að Olympíuóðurinn yrði ekki
leikinn við setning'arathöfnina
næstkomandi laugardag þar sem
hann stangaðist á við kristinn boð-
skaj).
Oðurinn var saminn fyrir einni
öld og er bæn til Seifs, Ólympíu-
guðsins, þar sem hann er beðinn
að blessa leikana. Stór kór sem í
verða bæði fullorðnir og börn munu
syngja lofsönginn við setningarat-
höfnina. Talsmaður framkvæmdar-
aðila leikanna sagði að ósk klerk-
anna yrði ekki tekin til greina og
óðurinn hefði ekki valdið vanda til
þessa á fyrri leikum.
Vinsælasti íþróttamaður Noregs,
skíðagöngumaðurinn Vegard U!-
vang, gagnrýndi Juan Antonio
Samaranch, forseta Alþjóðaólymp-
íunefndarinnar (IOC), í fyrradag,
sagði slæmt fyrir íþróttirnar að
hann stýrði nefndinni en Samar-
anch var ráðherra í einræðisstjórn
Francos á Spáni á sínum tíma.
Ummælin þóttu koma á óvart þar
sem Ulvang hafði verið útnefndur
til að sveija Ólympíueið fyrir hönd
keppenda við setningarathöfnina.
Framkvæmdastjóri IOC gagnrýndi
ummælin í gær en ekki er gert ráð
fyrir öðru en Ulvang sverji eiðinn.
Kaíró. Reuter.
SHIMON Peres utanríkisráðherra Israels og Yasser Arafat leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) undirrituðu í gærkvöldi sam-
komulag um fyrirkomulag sjálfstjórnar PLO á Gazasvæðinu og Jer-
íkó og um brottflutning Israelshers þaðan.
Reuter
Deng kemur fram
DENG Xiaoping, fyrrum leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, kom
í gær fram í kínversku sjónvarpi í fyrsta skipti í eitt ár. Mátti á mynd-
unum sjá hvar Deng gekk inn í veislusal í Shanghai, studdur af tveim-
ur dætrum sínum, til að fagna nýju kínversku ári. Hann heilsaði gest-
um og brosti en ekki mátti heyra rödd hans. Leiðtoginn gamli var
mjög hrörlegur að sjá en fréttastofan Xinhua lagði mikla áherslu á
við hve góða heilsu hann væri. A myndinni má sjá Deng heilsa fram-
kvæmdastjóra Kommúnistaflokksins í Shanghai og borgarstjóranum.
Arafat og Peres undirrituðu sam-
komulagið eftir tveggja daga samn-
ingaviðræður í Kaíró og tókust síð-
an í hendur við mikinn fögnuð við-
staddra. Athöfnin fór fram í for-
setahöllinni undir stjórn Hosni Mu-
baraks forseta Egyptalands.
Hvorugur samningsaðilanna vildi
gefa upp um hvaða atriði téður
samningur væri.
ísraelar og Palestínumenn hafa
Stöðva úr-
anþjófnað
Moskvu. Reuter.
JÚRÍ Jefímov, yfirmaður sér-
sveita rússneska innanríkisráðu-
neytisins, sagði í gær að á síð-
asta ári hefði 11 sinnum verið
komið í veg fyrir úranþjófnað í
Rússlandi.
Að sögn Jefímovs er hér um
mikla aukningu að ræða því næstu
tvö ár á undan voru einungis gerð-
ar þijár tilraunir til úranþjófnaðar,
að sögn /íar-Tass-fréttastofunnar.
Auk þessa voru 900 tilraunir til
að komast inn á kjarnorkuvinnslu-
svæði í fyrra stöðvaðar og 700 sinn-
um voru starfsmenn kjarnorku-
stöðva stöðvaðir er þeir reyndu að
smygla leynilegum skjölum út úr
stöðvunum.
Að sögn Itar-Tass er líklegast
talið að tilraunir til úranþjófnaðar
og sölu leynilegra skjala megi rekja
til lélegrar afkomu starfsmanna
sem séu að reyna að auka tekjur
sínar.
deilt um stærð sjálfstjórnarsvæðis-
ins við Jeríkó, um öryggi ísraelskra
landnema á Gaza-svæðinu og
landamæraeftirlit. Ekki var ljóst í
gær um hvaða deiluatriði hefði
náðst samkomulag. Hefur einn
embættismanna PLO sagt að aðal-
hindrunin sé sú að ísraelar neiti að
láta yfirráð sín á svæðinu af hendi.
ísraelar minni sífellt á að sjálf-
stjórnarsvæði Palestínumanna sé
ekki sjálfstætt ríki heldur aðeins
bráðabirgðaríki.
Reuter
Auka umsvif í Sarajevo
ÍBÚAR í Sarajevo ganga og hjóla framhjá skriðdreka gæslusveita Sameinuðu þjóðanna á aðalgötu
borgarinnar í gær. Hafa sveitir SÞ aukið viðbúnað í borginni og verið þar meira á ferli undanfarna daga.
Vantrú á samkomulag múslima og Serba um brottflutning stórskotasveita
Brussel. Sarajevo. Reuter.
SAMKOMULAG tókst á fundi fastafulltrúa Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Brussel um að veita Bosníu-Serbum 10 daga frest til að
flylja stórskotavopn sín a.m.k. 20 kilómetra frá Sarajevo ellegar
yrði loftárásum beitt til að stöðva umsátur þeirra um borgina.
Ágreiningur var um hvort sagt skyldi opinberlega að Serbum hefðu
verið settir úrslitakostir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn lögðu
til. Um tíma var talið að samkomulag tækist ekki um aðgerðir gegn
Serbum vegna andstöðu Grikkja og Kanadamanna við hernaðarað-
gerðir en um síðir féllu Kanadamenn frá andstöðu sinni og Grikkir
sátu þjá. Á sama tíma og fulltrúar NATO funduðu náðist samkomu-
lag í Sarajevo um að gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna (UNPRO-
FOR) taki við stórskotaliðsstöðvum Bosníu-Serba umhverfis borgina.
Með hótun um loftárásir yfir höfð-
um sér gengu Bosníu-Serbar til
vopnahléssamninga við múslima sem
fela í sér að þeir hverfi með stór-
skotasveitir sínar frá íjöllunum og
svæðum umhverfis Sarajevo. Sam-
komulagið var gert fyrir tilstilli
breska hershöfðingjans Sir Michael
Rose, sem er nýtekinn við yfirstjórn
gæslusveita Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) í Bosníu. í ljósi þess að urmull
vopnahléssamninga milli aðila Bosn
íudeilunnar hafa farið út um þúfur
varaði Sir Michael við of mikilli bjart-
sýni. Héldu Serbar áfram skothríð á
Sarajevo eftir að yfirmenn hersveita
þeirra höfðu staðfest samkomulagið
en á því er engin undirskrift.
Jovan Divjak, hershöfðingi í sveit-
um múslima sem tók þátt í samkomu-
lagsgerðinni, sagðist efast um að það
héldi. „Þetta er enn ein leikfléttan
af hálfu Serba til að vinna sér tíma.
Við gengum til samninga svo okkur
yrði ekki kennt um að vilja ekki
stuðla að friði,“ sagði Divjak.
Vopnahléssamkomulagið tekur
gildi á hádegi í dag og gert er ráð
fyrir að innan viku hafí Serbar flutt
stórskotavopn til svæða sem yfir-
menn UNPROFOR velja og eru það
langt frá Sarajevo að vopnin draga
ekki til borgarinnar.
Háttsettur breskur embættismað-
ur sagði að vopnahlé múslima og
Serba á Sarajevo-svæðinu gæti aldr-
ei komið í staðinn fyrir aðgerðir af
hálfu NATO. Á það bæri einungis
að líta sem viðbótaraðgerð. Rétt áður
en tilkynnt var um samkomulagið
sagði Radovan Karadzic leiðtogi
Serba að ekki kæmi til greina að
hverfa með stórskotaliðssveitirnar
frá fjöllunum við Sarajevo og hótaði
hann að flugvélar NATO sem kæmu
til loftárása yrðu skotnar niður.
Samkomulag um loftárásir vegna umsáturs Serba um Sarajevo
Serbar fá 10 daga til
að aflétta umsátrinu