Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 ptnrgmmMaliií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Iheldnin í Lillehammer Af því fara sögur að héruð eða sveitarfélög, sem séð hafi um Ólympíuleika eða heimsmót af líku tagi, hafi setið eftir með skaddað um- hverfi að þeim loknum. Astæðan er meðal annars sú að ásýnd þeirra hefur verið útötuð af alls konar auglýs- ingum, sem styrktaraðilar greiða fyrir. Vetrarólympíu- leikarnir í Lillehammer í Nor- egi bijóta trúlega blað að þessu leyti í sögu élíkra stór- móta. Þar hafa staðaryfirvöld gripið til fyrirbyggjandi að- gerða til að varðveita hefðir og umhverfi bæjarins. Sveitarstjórnin í Lille- hammer, sem er dæmigerður og fallegur norskur bær, hefur meðal annars hafnað gylliboð- um frá voldugum styrktaraðil- um á borð við Coca-Cola, IBM og Kodak, sem höfðu hug á að koma fyrir stórum auglýs- ingum í umhverfi leikanna. í frétt Morgunblaðsins í gær er þannjg komist að orði um staðfestu staðaryfirvalda: „Coca-Cola-menn höfðu meðal annars augastað á gafl- inum á sjúkrahúsi bæjarins, sem er 12 hæðir. Ekki vant- aði áhuga læknanna á að fá sjúkrabíl og tól og tæki til spítalans fyrir auglýsinguna, sem fyrirtækið bauðst til að mála yfir strax að leikunum loknum,- En heldur ekki þetta tilboð haggaði við bæjar- stjórninni. I stað venjulegra ljósaskilta verður fyrirtæki eins og Coca-Cola nú að láta sér nægja útskorin skilti í norskum stíl eða emaleruð rauð skilti og stærð þeirra fellur að máluðum timburhús- unum.“ Bæjarstjómin í Lillehamm- er leggur kapp á að búa þann- ig um hnúta, að Vetrarólymp- íuleikarnir raski ekki bæjar- brag og hefðum og valdi eins litlum umhverfisspjöllum og frekast er kostur. Verktakar urðu, svo dæmi sé tekið, að skrifa undir samning þar sem m.a. var tekið fram, að fyrir hvert skaddað tré yrði að greiða allháar skaðabætur. Sjónvarpsfólk fær heldur ekki að fella tré til að auðvelda myndatökur. Og íþróttafólk, starfsfólk og blaðamenn „snæða mat sinn af og með einnota áhöldum og ílátum“. Það er og einkar athyglis- vert að norsk málnefnd hefur starfað með ólympíunefnd staðarins í nokkur ár, „til að gæta þess að enska setji ekki svip á norska efnið, heldur verði það í norskum búningi og slettulaust“, eins og segir í tilvitnaðri frétt hér í blaðinu í gær. Það sem að baki býr íheldni og varkárni staðaryfirvalda í Lillehammer er eindreginn vilji þeirra til að varðveita náttúrulegt umhverfi bæjar- ins og ekki síður þjóðlega og staðbundna menningararf- leifð og hefðir bæjarbúa. Þeim er af þessum sökum mikið kapps- og metnaðarmál að setja norskan svip á alla fram- kvæmd Vetrarólympíuleik- anna. Sú staðfesta sem staðaryf- irvöld í Lillehammer sýna í undirbúningi Vetrarólympíu- leikanna er eftirtektarverð. Með því að hýsa þessa alþjóð- legu keppni í vetraríþróttum sýnir þetta litla norska samfé- lag í senn vilja sinn til fjölþjóð- legs og heilbrigðs íþróttasam- starfs og einstakt framtak, sem vekur athygli um allan heim. En íbúar Lillehammer gera sér jafnframt grein fyrir því að Vetrarólympíuleikarnir verða eins konar sýningar- gluggi á samfélagi þeirra, arf- leifð, menningu og umhverfi út í hinn stóra heim. Þar vilja þeir sýna sannferðuga mynd af norsku samfélagi, norskum bæjarbrag, norsku umhverfi. Þar vilja þeir koma fram sem trúir varðmenn norskrar menningar og norskrar nátt- úru. Staðfesta íbúanna í þessu litla norska samfélagi, Lille- hammer, á ríkulegt erindi við okkar litla, íslenzka samfélag. Hún á að hvetja okkur til að varðveita vel íslenzka menn- ingararfleifð, ekki sízt tungu okkar og bókmenntir. Hún á hvetja okkur til átaks í nátt- úruvernd, baráttu gegn gróð- ureyðingu og framtaks í upp- græðslu lands okkar. Hún á að vera okkur hvatning til þess að vanda vel þann ramma um mannlífið, sem sveitar- stjórnir hanna í skipulagi borgar, kaupstaða og hreppa. Hún á að vera okkur hvatning til þess að standa trúan vörð um þjóðerni okkar og menn- ingarhefðir í því fjölþjóðlega samstarfi sem heyrir til sam- tíð okkar og framtíð. Rætt við skipstjóra á Neskaupstað um mikla loðnuveiði á miði Um að gera að moka þessu upp meðan hægt er Neskaupstað, frá Guðmundi Guðjónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ENN er mikil loðnuveiði á miðunum fyrir austan land þrátt fyrir að bræla hafi verið þar í fyrrinótt. Skipverjar á Guðrúnu Þorkels- dóttur SU 211, sem var að landa 300 tonnum á Eskifirði, sögðu mikið af loðnu á miðunum. Aflann fékk Guðrún Þorkels- dóttir SU 211 á Lónsbugt sem er 4-5 tíma stím með aflann. Höfðu skipveijar áhyggjur af slæmri veð- urspá, en sunnan- og suðvestan- áttir væru nánast samnefnari fyrir brælu. Loðnan getur dreift sér og horfið hvenær sem er og þegar við bætist slæm spá, er um að gera að moka þessu upp á meðan hægt er. manna vöktum og myndu frysta svo lengi sem hráefni bærist til þeirra. „Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum svona verkefni og mér sýnist það vera forsmekkurinn af því sem korna skal“, sagði Sveinn, en á þriðja tug tonna höfðu um hádegi í gær verið fryst í Barða síðan kl. 4.30 á þriðjudagsmorgunn. Horft úr l STURLA Þórðarson skipstjóri á Ber úr brúnni um leið og hann talar í sí Úrvals hráefni Loðnan sem skipað er upp úr skipum í Austfjarðarhöfnum þess- ar stundirnar fer að í frystingu og að sögn sjómanna og verkenda sem blaðamaður ræddi við fyrir austan í gær er hún úrvalshráefni til þess arna. Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK 122 sagði að skipið hefði verið að veiðum sunnan við Hvals- nes og þar hefði verið mokveiði, lélegt að vísu í fyrrinótt en mokst- ur um kvöldið og aftur undir morg- un. Verið var að landa 1.270 tonn- um úr Berki og fór mikið af því í frystingu um borð í frystitogarann Barða sem liggur í höfninni á Neskaupstað. Sturla taldi að það tæki u.þ.b. 6 klst. að landa úr skipinu og yrði þá óvinsamleg veð- urspá tekin til skoðunar. Kærkomið aukaverkefni Sveinn Benediktsson skipstjóri á frystitogaranum Barða NK 120, sem liggur þessa dagana við bryggju í Neskaupstað, sagði það kærkomið aukaverkefni að komast í loðnufrystingu þar sem kvóti væri svo lítill. Þeir ynnu á 2 átta í lestinni SVEINN Benediktsson skipsljóri á Barða NK 120 fylgist með vinnslunr Vaxtalækkun fest eftir Friðrik Sophusson Eitt meginviðfangsefni . ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar hefur verið að koma á varanlegum breyt- ingum í efnahagsmálum. Þannig hefur verið lagður grundvöllur að nýrri uppbyggirigu atvinnulífsins og bættum kjörum fjölskyldna i landinu. Eitt mikilvægasta verkefnið í því sambandi hefur verið að ná niður vöxtum. Með lægri vöxtum fara at- vinnufyrirtækin að fjárfesta og ráða til sín fólk, og skuldug heimili í land- inu fá raunverulega kjarabót þegar dregur úr vaxtabyrðinni. Hinn 2. nóvember sl. birtist grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Nú er lag að lækka vexti“. Þar voru tíundaðar fyrirhugaðar aðgerðir í vaxtamálum og undirstrikað að veigamesta að- gerðin í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar væri sú ákvörðun fjármálaráð- herra að taka ekki tilboðum í verð- tryggð ríkisskuldabréf nema á svip- uðum kjörum og bjóðast á erlendum lánamörkuðum. Að öðrum kosti myndi ríkissjóður afla lánsfjár á er- lendum lánamarkaði. Ótvíræður árangur Á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því að greinin var skrif- uð hefur þetta fyllilega gengið eftir. Hinn 1. febrúar fór fram fyrsta skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs á al- mennum markaði í Bandaríkjunum. Viðtökur ytra hafa verið mjög góðar eins og komið hefur fram í fréttum. Nú er ljóst að með þessu útboði og öðrum aðgerðum hefur m.a. tekist að veita innlenda markaðnum nægj- anlegt aðhald. Vextir hafa lækkað og eru þeir nú orðnir í takt við það sem gerist í OECD-löndunum. Það er ótvírætt merki um árangur efnahagsstefnunnar hversu góðar viðtökur útboð ríkissjóðs fékk á bandaríska markaðnum. Stöðugleiki í efnahagslífinu, Iág verðbólga og ábyrg afstaða í fiskveiðimálum hafa aukið tiltrú á íslenskt efnahagslíf og stuðlað að því að bæta lánskjör ís- lenska ríkisins erlendis. Betri hagur atvinnulífs og fjölskyldna Flestir eru sammála því, að fáar ef nokkrar aðgerðir eru jafn mikil- vægar til að treysta efnahagslífið og lækkun vaxta. Lægra verð á fjár- magni stuðlar að nýjum fjárfesting- um og hvetur fyrirtæki til að ráða fólk til nýrra starfa. Með vaxtalækkuninni hefur einnig verið létt á greiðslubyrði heimilanna. Áætla má að hækkun á vöxtum hjá bönkum og sparisjóðum þýði um 17 þúsund króna útgjaldalækkun á ári „Með vaxtalækkuninni hefur einnig verið létt á greiðslubyrði heimil- anna. Áætla má að hækkun á vöxtum hjá bönkum og sparisjóðum þýði um 17 þúsund króna útgjaldalækkun á ári fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu í land- inu.“ fyrir hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu. Þegar vaxtalækk- unin hefur komið fram á öllum fjár- magnsmarkaðnum munu þessi út- gjöld lækka enn frekar. Þetta eru því raunverulegar kjarabætur fyrir heimilin í landinu. Vaxtalækkun fest í sessi Við íslendingar erum að feta okk- ur út úr mesta efnahagssamdrætti sem orðið hefur í meira en hálfa öld. Við verðum þó að halda okkur við sett markmið og leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og aðhald í ríkisrekstri. Ábyrg efnahagsstefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.