Morgunblaðið - 10.02.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 10.02.1994, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Samningur um sundrun eftirÞóri Kjartansson Á nýju ári — ári fjölskyldunnar — ári sem engum datt í hug að íbúar höfuðborgar lýðveldisins Is- lands þyrftu að kvíða — ári sem að öllu jöfnu hefði átt að bera með sér í bijósti sér góða tíma þrátt fyrir erfiðan róður þjóðarinnar í landsmálum, þá virðist nú framtíðin bera boð um óvissu og óstöðug- leika. Þetta gerist einmitt á þeim - xímum þegar mest ríður á að þjóðin standi saman. Þrátt fyrir það hvað nútíminn lofar góðu virðist nú ógn- argríma stjórnleysis, glundroða og þokukennds málflutnings vinstri flokkana vera að leggjast yfir borg- arbúa á þann hátt að ekki er hægt að komast hjá því að hugsa stutta stund aftur til tímabilsins 1978- 1982 þegar vinstri flokkarnir stjórnuðu borginni. Á þessum tíma ríkti alger glundroði í fjármálum og stjómun borgarinnar og óánægja borgarbúa var alger og augljós á þeim tíma því í kjölfar þessa stjómleysis veittu kjósendur Sjálfstæðisflokknum óumdeilt vald til að stjórna borginni og hafa gert það tvisvar síðan með sífellt skýr- ari skilaboðum um styrka stjóm sjálfstæðismanna. Sameiginlegt framboð vinstri flokkanna Sameiginlegur listi vinstri flokk- anna sem nú hefur verið kynntur sem hugsanlegt framboð í næstu borgarstjómarkosningum hefur komið skemmtilega á óvart þrátt fyrir að uppi hafí verið umræður í , nokkum tíma um að sameiginlegur ^listi væri hugsanlegur frá vinstri flokkunum. Veiku hliðarnar á sam- eiginlegu framboði vinstri flokk- anna eru hins vegar þijár að mínu mati. Skoðanaárekstrar, málefna- fátækt og skortur á frambærilegum frambjóðendum með reynslu í borgarmálum. Málefni og hugsjónir hafa allir vinstri flokkarnir tekið sameiginlega ákvörðun um að leggja til hliðar enda kannski ekki skrýtið þar sem það myndi hvort sem er ekki verða trúverðugt að þessi samsuða vinstri flokkanna gæti nokkurn tímann orðið sam- mála um málefni, hugsjónir eða framkvæmdir. Flokkunum hefur þó að einhveiju marki tekist að kom- ast að samkomulagi um eitt mark- mið og það er að koma Sjálfstæðis- flokknum frá völdum í borgarstjórn. Þrátt fyrir það að flokkarnir virðast vera orðnir sammála um þetta markmið er langt frá því að þeir séu sammála um það hvers vegna það sé heppilegt fyrir borgina áð Sjálfstæðisflokkurinn víki. Það er dálítið einkennilegt að hópur fólks sem kemur úr mörgum vinstri flokkum skuli vera jafn ákveðinn í því að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borgarstjórn án þess að hafa sett fram neinar skýrar lín- ur um það hvað skal koma í stað- inn. Það væri fróðlegt að fá skýring- ar á því hveiju vinstri flokkarnir ætli að breyta í borginni og þá í kjölfar þess að fá upplýsingar um það hvað frambjóðendur vinstri list- ans hafí til að bera eigi borgarbúar að geta treyst þeim fyrir hagsmun- um sínum. Sjálfstæðismenn hefðu áreiðanlega mikinn áhuga á því að skoða slíkan lista því af þeim fram- bjóðendum sem nú er líklegt að skipi framboðslista vinstri flokk- anna þá er erfitt að finna einstakl- inga sem hafa einhveija haldbæra reynslu af ákvarðanatöku og ábyrgð í borgarmálum. Styrk stjórn Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum stórbætt allt ytra umhverfí borgarinnar með öflugu átaki í umhverfismálum. Þar má nefna stórfelldar aðgerðir í end- urgerð skolpræsakerfís borgarinnar og uppbyggingu dælustöðva sem hefur orðið til þess að strendur borgarinnar eru orðnar margfalt hreinni en fyrir nokkrum árum. Einnig hefur verið varið miklum ijármunum til svokallaðra grænna svæða en markmiðið með því átaki hefur alltaf verið að gera borgina hreinni og fallegri. í þessu sam- bandi má nefna Laugardalinn, þar sem risið hafa skemmtigarður og húsdýragarður, hafnarsvæðið við miðbæinn, endurnýjun torgsins fyr- ir framan gamla Morgunblaðshúsið, uppbyggingu nýrra hverfa og margt fleira. Menntamál hafa einnig verið of- arlega á baugi hjá Sjálfstæðis- flokknum og auk þess var komið fyrir heilsdagsþjónustu í flestum grunnskólum borgarinnar. Margir nýir skólar hafa verið reistir og aðstaða almennt mikið bætt. Jafn- framt þessu hefur borgin unnið ötullega að uppbyggingu nýrra hverfa og reynt hefur verið að veita alla almenna þjónustu sem er á höndum borgarinnar sem fyrst í þessum nýju hverfum. Dagvistar- plássum hefur fjölgað um 1.250 og stefnt er að því að öll böm yfir tveggja ára aldri hafí dagvistar- pláss óháð hjúskaparstöðu foreldra í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lagt ríka áherslu á að byggja upp íþróttaaðstöðuna í borg- inni og hefur borgin aðstoðað íþróttafélögin eftir fremsta megni í þeim efnum. Enn er mörgu ólokið, en til þess að hægt sé að ljúka verkinu og styrkja stöðu borgarinnar þarf Sjálfstæðisflokkurinn áframhald- andi umboð borgarbúa í borgar- stjómarkosningunum í maí 1994. Aðfarir að góðum verkum Á sama tíma og þessi öfluga uppbygging borgarinnar heldur áfram eru vinstri flokkarnir að reyna að sjóða saman sameiginleg- an lista til að bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Fyrir mörgum virðist í fyrstu sem þessir „fersku“ vindar séu spennandi kost- ur fyrir næstu kosningar. En ljóm- inn hverfur fljótt af þessu nýja sam- eiginlega framboði þegar menn fara að velta málunum betur fyrir sér. Upp koma spurningar eins og: Hver á að vera borgarstjóri? Hver á að vera forseti borgarstjórnar? Hver á að vera formaður borgarráðs? Hvaða málefnastefnu á að fylgja? o.fl. o.fl. Svörin við þessum spurn- ingum eru ekki einföld og alls ekki á hvers manns vörum. Hvers vegna ættu vinstri flokkarnir allt í einu að verða sammála um það sem gera þarf í borgarmálum þegar þeir hafa í mörg ár rifist eins og hundur og köttur og átt í érfiðleik- um með að koma sér saman um flest annað en að vera í fylu út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að vera í meirihluta? Enn þá furðulegra er að skoða þá einstaklinga sem sitja væntanlegan sameiginlegan lista vinstri flokkanna. Ekki virðist frambjóðendahópur vinstri flokk- anna vera sannfærandi og nægjan- Þórir Kjartansson „Málefni og hugsjónir hafa allir vinstri flokk- arnir tekið sameigin- lega ákvörðun um að leggja til hliðar enda kannski ekki skrýtið þar sem það myndi hvort sem er ekki verða trúverðugt að þessi samsuða vinstri flokk- anna gæti nokkurn tím- ann orðið sammála um málefni, hugsjónir eða framkvæmdir. “ lega traustverðugur til að borg- arbúar geti átt von á góðu ef þessi sameiginlegi listi nær meirihluta. Sem borgarstjóraefni bera vinstri flokkarnir á borð fyrir borgarbúa Ingibjörgu Sólrúnu alþingismann fyrir Kvennalistann. Borgarbúar hafa misjafnar skoðanir á Ingi- Þróiin íslensks skipaiðn- aðar og sjávarútvegur eftirÞorberg Ólafsson Meðal algengustu frétta í fjölmiðl- um um margra ára skeið eru frá- •^■sagnir af nýjum fískiskipum, bæði stórum og smáum, sem keypt eru til landsins með stuttu millibili frá erlendum skipasmíðastöðvum til sóknar á íslensk mið, svo og til flutn- inga landa á milli. Mikil gleðitíðindi hefðu þetta verið íslenskri þjóð hér fyrr á öldum, þegar íslendingar höfðu engin tök á að smíða skip sín sjálfír og iíf og framtíð þjóðarinnar byggðist á því að siglingar til lands- ins legðust ekki niður. Þeim þjóðar- voða var þá leitast við að bægja frá með því að gera samning við Noregs- konung um að hann léti íslendingum í té siglingar til landsins, en þeir gengjust undir að greiða konungin- um skatt. Samningurinn var Gamli ' sáttmáli, svo sem kunnugt er. Milljarða skuldasöfnun Eftir þeim fréttum sem berast af skipainnflutningi mætti ætla, að þetta aldagamla vandamál sé að stærstum hluta óleyst og að við búum ennþá við Gamla sáttmála. Þótt undarlegt kunni að virðast, nú á öld tækni og vísinda, þá stöndum við nú í svipuðum sporum og ný- lenduþjóð og vanþróuð ríki er byggja afkomu sína að stærstum hluta á hráefnisöflun, flytja inn þróaðri iðn- -að. Með því að við kaupum erlent vinnuafl til skipaiðnaðar er safnað upp milljarða skuldum til þess að við höfum þann stóra togaraflota sem sóst er eftir og virðist vera langt umfram þörf, miðað við veiðiþol fiskistofna, enda þótt íslenskt vinnu- afl skipasmíðastöðva og tækni- menntun sé fyrir hendi og geti nýst, ef stjórnvöld og sjóðakerfi hefðu leyft innlenda smíði. Má því segja að íslendingar haidi Þorbergur Ólafsson. „Með því að við kaupum erlent vinnuafl til skipaiðnaðar er safnað upp milljarða skuld- um.“ áfram að borga útlendingum skatt vegna flotans, líkt og á dögum Gamla sáttmála, og hefur þetta kost- að margra tuga milljarða skulda- söfnun, sem hefur verið ört vaxandi í þjóðfélaginu í meira en áratug. Þessi ömurlega þróun virðist benda til þess að íslendingar eigi nú ekki annarra kosta völ, eins og margir stjórnmálamenn okkar benda á, en að ganga í evrópskt bandalag og lúta erlendri stjórn nú þegar þjóðar- gjaldþrot virðist blasa við, eftir mik- inn efnahagsuppgang á nær hálfrar aldar sjálfstjórnartímabili. Eftir lok seinni heimsstyijaldar og útfærslu landhelginnar virðist margt benda til þess að þjóðin ætti bjarta framtíð. Allmargar skipa- smíðastöðvar voru byggðar upp víðs- vegar á landinu og átti þetta stóran þátt í aukningu og viðhaldi fiski- skipaflotans og varð starfsmanna- fjöldi fljótt á annað þúsund manns. Gjörbreytti þetta því atvinnuástandi sem var hér í iðnaði fyrir stríð og þessi þróun var því mjög jákvæð fyrir mörg byggðarlög í landinu og afkomu þjóðarinnar í heild. Utrýming íslensks skipaiðnaðar Nokkru fyrir Iok áttunda áratug- arins fóru stjórnvöld að beita sér fyrir því að draga úr fjölgun ný- smíða í innlendum skipasmíðastöðv- um, þrátt fyrir mikla eftirspurn á innlendri nýsmíði, á þeim forsendum að fiskiflotinn væri að verða of stór miðað við það magn sem mætti fiska án skerðingar fiskistofna, og kom margsinnis á árunum 1974-80 alger neitun frá stjórnvöldum og sjóða- kerfi um að smíða innanlands upp í gerða samninga. Kom þetta hart niður á Bátalóni hf. og fleiri skipa- smíðastöðvum eins og ég hef greint frá í blöðum og á fundum. Árið 1980 settu stjórnvöld á fót nefnd til að gera könnun á stærð fiskiflotans og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hagkvæm stærð flotans væri u.þ.b. 75.000 rúmlestir vegna minnkandi fískistofna, en nefndin taldi að flotinn væri þá um 104.000 rúmlestir miðað við 10 rúm- lesta skip og stærri. Hagkvæmt væri að fækka togurum en fjölga minni bátum. Þessi niðurstaða var hliðstæð afstöðu norskra stjórnvalda frá 1978, eftir því sem ég best man. Af hálfu stjórnvalda og sjóðakerf- is fór að koma fram sú furðulega Bátar sem Bátalón smíðaði fyrir Indverja. afstaða til viðhalds flotans, þegar nýsmíði hafði dregist verulega sam- an, að bæði skipasmíðastöðvar og skipseigendur áttu í miklum erfið- leikum að fá íjármagnsfyrirgreiðslu þegar verkið átti að framkvæma hér heima. Þetta tafði marg oft fyrir framkvæmdum og gerði þær dýrari en ella. En þegar skipseigendur fóru til erlendra stöðva með skipin, þá fengu þær íslenskar bankaábyrgðir, svo engar tafir komu þar til. Var þetta réttlætt með því að erlend til- boð væru ódýrari, en verðmunur var oft lítill eða enginn þegar við bætt- ist ferð skips með skipshöfn til út- landa, og stundum breytingar og endurbætur þegar skipið var komið heim. 160 ársverk á móti 25 Á níunda áratugnum, eftir að öll nýsmíði hafði verið stöðvuð hér inn- anlands með valdboði sjávarútvegs- ráðherra 1983, er einnig farið að greiða meira niður nýsmíði erlendis, sem olli gífurlegri stækkun íslenskra togaraflotans, þrátt fyrir túlkun stjórnvalda á of hraðri stækkun flot- ans fyrir og eftir 1980, og voru það einkum þeir sem höfðu mestan áhuga á að kaupa stóra togara, sem nú fengu leyfi stjórnvalda fyrir er- lendum lántökum, svo að heildar- stærð flotans var komin upp í rúmar 120.000 rúmlestir árið 1991. Mun þessi gífurlega stækkun flotans og viðhald með erlendum lántökum og kaup á erlendu vinnuafli vera ein helsta ástæðan fyrir hinni hrikalegu erlendu skuldasöfnun þjóðarinnar. Þessi stjórnarstefna hefur komið hart niður á skipaiðnaðinum sem nú er að mestu horfinn úr landinu, en öllum íslendingum ætti að vera Ijóst að ávallt ætti að vera stærsta iðn- grein þessarar eyþjóðar, sem á stærstan skipaflota heims miðað við þjóðarstærð. Nýsmíði og viðhald fískiflotans, eins og hann er nú, væri ársverk fyrir 5-6 þúsund manns með öllum þeim fjölmörgu störfum sem myndu tilheyra þessari iðngrein, bæði í skipasmíðastöðvum og vélsmiðjum og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.