Morgunblaðið - 10.02.1994, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
Fríðrík E. Möll-
er — Minning
Fæddur 4. september 1914
Dáinn 1. febrúar 1994
Friðrik fæddist hinn 4. september
1914 í Haganesvík í Skagafirði.
Hann var sonur hjónanna Pálínu
Margrétar Jóhannesdóttur, hús-
freyju, og Eðvalds Eilert Möller
verslunarstjóra. Ungur að árum
flutti hann ásamt fjölskyldu sinni
til Akureyrar.
Friðrik lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1934 með ágætiseinkunn og hugur-
inn stefndi til frekara náms. Hann
innritaðist sama ár í Kaupmanna-
hafnarháskóla, en hann hafði feng-
jð styrk frá Dansk-islandsk for-
bundsfond til að stunda nám í Dan-
mörku. Hann var cand. phil. þaðan
1935, en lagði síðan stund á nám
í plöntulíffræði í tvö ár. Hann sneri
þá aftur til íslands og nam íslensku
og norsku við Háskóla íslands og
seinna meir tók hann fyrst áfanga
í læknisfræði. Veikindi komu í veg
fyrir að Friðrik gæti haldið áfram
námi en við þau átti hann að etja
allt síðan. Friðrik var ákaflega víð-
lesinn og varði tíma sínum vel við
lestur ýmissa fræðibóka og rita.
Hinn 29. maí 1968 var vistheimil-
ið Bjarg opnað, en það er rekið af
Hjálpræðishernum í samvinnu við
Ríkisspítalann. Friðrik var á meðal
þeirra sem fluttust þangað þann
dag og var það heimili háns allt til
dauðadags.
Kynni okkar, sem búum og störf-
um á Bjargi, af Friðriki, voru mjög
góð. Sum okkar hafa þekkt hann í
langan tíma og þá verða kynnin
óneitanlega náin og aðskilnaðurinn
erfiður. Tveir af heimilismönnum
komu samtímis Friðriki á Bjarg
fyrir tæpum 26 árum og tveir fyrir
rúmum tuttugu árum. Þar á meðal
er Ingólfur Aðalbjarnarson, her-
bergisfélagi og nánasti vinur Frið-
riks, sem eins og aðrir á Bjargi fínn-
ur sárt fyrir því skarði sem kom í
hópinn við fráfall hans. Friðrik var
ákaflega traustur og heill í öllu sínu
hátterni. Hann var lítillátur og hóg-
vær og auðsýndi öllu fólki virðingu
og kurteisi.
Friðrik vitnaði gjaman um að á
Bjargi hafi hann eignast lifandi trú
á Jesúm Krist. Hann hafði yndi af
því að syngja sálma og taka þátt í
helgiathöfnum. Okkur verður sér-
staklega minnisstætt hve vel hann
gat túlkað fyrir erlenda gesti sem
komu á Bjarg og gilti þá einu hvort
þeir töluðu norræn mál eða ensku.
Trú Friðriks var honum mikil
stoð undir það síðasta, þegar hann
háði hetjulega baráttu við þann ill-
kynja sjúkdóm sem dró hann til
dauða. Við emm fullviss um að trú-
in hans hefur heldur ekki brugðist
þegar að dauðastundinni kom, held-
ur að sá Drottinn sem hann trúði
á, hafí tekið á móti honum á himn-
um.
Við þökkum Guði fyrir líf Frið-
riks E. Möller, fyrir þá minningu
sem við eigum um góðan félaga og
fyrir þá fyrirmynd sem hann var
okkur öllum.
Við biðjum Guð að blessa og
styrkja alla ættingja og vini.
Heimilisfólk og starfsfólk
á Bjargi.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum frænda míns, sem
lauk lífsgöngu sinni fyrsta febrúar
á áttugasta aldursári. Atvikin hög-
uðu því svo að við Páll bróðir minn
ólumst upp á heimili afa og ömmu,
foreldra Friðriks, Eðvalds F. Möller
kaupmanns og Pálínu Margrétar
Jóhannesdóttur Möller, frá barn-
æsku til fullorðinsára í Þórunnar-
stræti 1 á Akureyri.
Friðrik Eðvald Möller var fæddur
4. september 1914 í Haganesvík í
Skagafírði. Eðvald faðir hans var
verslunarstjóri hjá Hinum samein-
uðu íslenzku verzlunum og síðar
kaupmaður á Akureyri. Eðvald var
fæddur á Skagaströnd 1875 og
andaðist á Akureyri árið 1960. Pál-
ína, móðir Friðriks, var fædd á
Brekku í Þingi árið 1871 og andað-
ist á Akureyri 1946.
Friðrik var yngstur fjögurra
barna Pálínu og Eðvalds. Systur
hans, Sigríður móðir mín og Ragn-
heiður, eru látnar fyrir allmörgum
árum, en á lífí er Hanna Sigurlaug.
Friðrik heitinn var framúrskar-
andi námsmaður og menntabrautin
blasti við honum. Hann var semidúx
á stúdentsprófí á Akureyri 1934 og
innritaðist við Kaupmannahafnar-
háskóla um haustið. Cand. phil-
prófí lauk hann 1935 og hóf nám
í lífeðlisfræði. Eftirtveggja ára nám
fékk hann heilahimnubólgu. Heils-
an brast og hann varð að hverfa
frá námi heim til íslands. Eins og
klippt væri á þráð brustu framtíðar-
vonir ungs manns. Það var reiðar-
slag, og sorgin þungbær hjá fjöl-
skyldunni heima. Friðrik náði sér
aldrei. Eftir þetta var hann í umsjá
annarra og fyrst móður sinnar og
föður en mjög var kært með þeim
mæðginunum. Pálína andaðist 1946
og var það mikill missir fýrir Frið-
rik. Hann fluttist þá til Reykjavíkur
og átti heima fyrir sunnan alla tíð
síðan. Eðvald faðir hans var orðinn
rúmlega sjötugur og naut um-
hyggju Hönnu dóttur sinnar á Ak-
ureyri.
Friðrik bjó lengi á heimili Ragn-
heiðar systur sinnar á Langholts-
vegi. Þar átti hann heimili og þar
var hlynnt að honum. Ragnheiður
var einstaklega ástúðleg og góð við
bróður sinn alla tíð. Sama má segja
um Hönnu systur hans sem fylgdist
með honum og lét sér annt um
hann. Friðrik bjó svo á vistheimilinu
Bjargi, sem Hjálpræðisherinn rek-
ur, frá 1968 til dauðadags.
Þegar ég kom í heimsókn að
Bjargi til þess að heilsa upp á
frænda settumst við niður í her-
berginu hans eða í sjónvarpsstof-
unni og ávallt var boðið upp á kaffi.
Venja hefur verið á Bjargi árum
saman að bjóða vinum og vanda-
mönnum að koma í heimsókn í
matsalinn ogþiggja veitingar, kaffí,
kökur og súkkulaði, spjalla og
syngja saman. Friðrik naut þess
mjög þegar farið var að syngja og
var alltaf tilbúinn að segja til um
hvaða ljóð hann vildi að sungið
væri. Hann naut samverustundanna
og hafði unun af söng.
Og meðan ævin endist,
eg elska söng og ljóð,
þótt annað allt um þrotni,
eg á þann dýra sjóð.
(Margrét Jónsdóttir)
Frænda þótti vænt um heimsókn-
ir mínar. Við ræddum gamla daga
á Akureyri og minnugur var hann.
Bækur urðu athvarf hans og veittu
honum gleði og veraldarsýn. Það
var alltaf stutt í bækur. Hann las
kynstrin öll, mest fræðibækur og
bækur á erlendum málum, einkum
Norðurlandamálum.
Oft komu erlendir gestir að
Bjargi og héldu erindi um trúmál.
Friðrik var þá stundum fenginn til
þess að túlka þann kristilega boð-
skap á íslensku. Hann trúði á guð-
legan mátt sem rétta mundi hjálpar-
hönd þegar dauðinn nálgaðist.
í fyrra veiktist frændi af hvít-
blæði. Hann var á Borgarspítalan-
um en náði sér allvel og fór aftur
heim að Bjargi. Hann sagði mér
að hann vildi vera sem lengst á
Bjargi og njóta þar aðhlynningar
til dauðadags. Varð það svo.
Ég vil fyrir hönd frændfólks Frið-
riks flytja E/lingi forstöðumanni
Bjargs, Rannveigu, Ingibjörgu,
Óskari og öðru starfsfólki kærar
þakkir fyrir vinsemd og góðvild í
garð Friðriks.
Hvíl þú.í friði, kæri frændi.
Olgeir Möller.
ERFIDRYKKJUR
p E R L A n sími 620200
Erfidrykkjur
Glæsileg kíilfi-
hlaðborð (allegir
salir og m)ög
góð þjónusta.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUOLEIDIR
iém LirTLBim
t
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Kleppsvegi 134,
lést 2. febrúar.
Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. febrúar
kl. 10.30.
Jarðsett verður sama dag að Torfastöðum í Biskupstungum.
Aðstandendur.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÞORGEIR G.
GUÐMUNDSSON,
andaðist á dvalarheimilinu Seljahlíð að
kvöldi þriðjudagsins 8. febrúar.
Elísabet Þorgeirsdóttir, Örn Nordahl,
Sigurbjörn Þorgeirsson, Þórunn Pálsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar,
ÁSTRÍÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Langholtsvegi 96,
Reykjavik,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 8. febrúar 1994.
Guðmundur Ingimundarson,
Guðni Ingimundarson,
Guðrún Ingimundardóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur-
faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
ANDRÉS HERMANNSSON,
Skólavegi 11,
Hnífsdal,
verður kvaddur frá Hnífsdalskapellu
laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00.
Þórunn Vernharösdóttir,
Hrönn Andrésdóttir, Vilmundur Jónsson,
Davfð Guðmundsson, Sif Jónsdóttir,
Selma Antonsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Halldór Antonsson, Dagný Þrastardóttir,
Anna Marfa Antonsdóttir, Auðunn Guðmundsson,
Óli Vernharður Antonsson, Guðrún Haraldsdóttir,
barnabörn og systur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hávegi 5,
Kópavogi,
sem lést 3. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 11: febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Jóhanna Hafliðadóttir,
Skúli Jónsson, Anna Baldvinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
t
Móðir okkar,
AÐALBJÖRG EGILSDÓTTIR,
Þórsmörk 5,
Seifossi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 8. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
synir hinnar látnu,
Hafsteinn Þorvaldsson,
Eysteinn Þorvaldsson,
Svavar Þorvaldsson,
Gunnar Kr. Þorvaldsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT KARLSDÓTTIR,
Skólagerði 44,
Kópavogi,
verður jarðsettfrá Kópavogskirkju föstudaginn 11. febrúar kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Karl Magnússon, Sigríður J. Magnúsdóttir,
Magnús G. Magnússon, Elfsabet Magnúsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón Magnússon,
Haukur Magnússon, Hrefna Harðardóttir,
Bjarnheiður Magnúsdóttir, Claudius Branolte
og barnabörn.
t
Við þökkum öllum sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og jarðar-
för sonar okkar,
STEFÁNS HAFÞÓRS KRÚGER,
sem lést 30. janúar síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ingibjörg og Ragnar Krilger,
systur, mágar og systrabörn.