Morgunblaðið - 10.02.1994, Síða 46

Morgunblaðið - 10.02.1994, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 46 Með morgimkaffiriu Kannski þú hafir núna lært, að það borgar sig ekki að vera alltaf með nefið í ann- arra manna pósti. * Ast er... . . . að fylgja henni heim. TM Reg. U.S Pat Ofl.—ail rights reserved ® 1994 Los Angetes Times Syndicate BKEF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Skáldskaparspegill Frá Tryggva V. Líndal: NÚ HEFUR Lesbók Morgunblaðs- ins birt ljóð eftir mig í tólf ár sam- fleytt, tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Er því líklegt að margir lesend- ur blaðsins vilji nú heyra nánar frá mér um hvað fyrir mér vakir í ljóð- listinni. Það hefur verið lærdómsríkt að skipta við ritstjórnarfltr. Lesbókar, Gísla Sigurðsson, þessi ár. Um þriðj- ungur ljóðanna sem ég hef sent honum hefur birst. Þegar ég hef seinna meir smalað þeim saman í bækur, hef ég orðið að viðurkenna að hann valdi oftar en ekki bitastæð- ustu ljóðin. Bókmenntagagnrýnendur Morg- Hvað getur ITC gert fyrir þig? Frá Jónu S. Gísladóttur: ÞVÍ ER auðvelt að svara. Það getur kennt þér að hlusta á aðra, skipu- leggja betur það sem þú ert að gera, kennt þér að flytja mál þitt án málalenginga, og ekki hvað síst að losa um hömlur. Ef þú átt erfitt með að tjá þig, og skelfur eins og asparlauf við það eitt að nefna nafnið þitt, er tilvalið að ganga í ITC. Eftir nokkurn tíma getur þú staðið upp og flutt mál þitt án erfiðleika. Komdu sem gestur á fund hjá ITC og kynntu þér starfsemina. Þú verð- ur ekki fyrir vonbrigðum. ITC er opið öllum, bæði konum og körlum. Og að koma sem gestur kostar ekk- ert. Ef þú býrð yfir duldum hæfileik- unij kemst þú að því hjá ITC. Eg gekk í félagið 1991 og ég hef svo sannarlega ekki séð eftir því. Ég skipulegg það sem ég skemmti mér við, skil betur lífið, athygli nota. Vanmætti og feimni legg ekki lið, lífið er fyllra, ég áfram mér pota. JÓNA S. GÍSLADÓTTIR Arnartanga 63, Mosfellsbæ, ITC-deildinni Korpu. unblaðsins hafa sömuleiðis farið um ljóðin mjúkum höndum, eða svo fannst mér fyrst í stað. Þannig þótti mér Erlendur Jónsson hitta naglann á höfuðið er hann skrifaði um ljóða- bók mína Næturvörðinn (1989), að ég væri goðsagnaskáld, sem kæmi víða við í menningarsögunni. Eða þá Jenna Jensdóttir sem skrifaði um Trómet og fíól (1992), að ljóðin þar einkenndust af hárnákvæmri tilfinn- ingasemi. Þetta er ágreiningur um mark- mið, og skal ég skýra hann: Það sem vakir fyrst og fremst fyrir mér með ljóðagerð, er að reyna að skapa listaverk; eitthvað sem er fagurt eða listrænt. Eg reyni að raða þannig hlutum saman að ég haidi að allir ljóðalesendur upplifi að verkið hafi þykka listræna áferð, líkt og í málverki eða tónlist. Verk- ið verður að þola minnst tvo iestra áður en það fer að losna upp í frum- parta sína í huga lesandans. Næst í forgangsröð hjá mér er að -rækta tilfinningaleg sjónarhorn, og að nota hverskonar áhugavert efni annað; því íjölbreyttara og meira sláandi, því betra. Það er upp og ofan hve skáld og aðrir listamenn hafa þetta hefð- bundna fegurðarmarkmið á oddin- um, en það var mér bæði lærdóms- ríkt og styrkjandi að sjá í safnritinu Ljóðaárbók 1988, að margir höfðu þetta að leiðarljósi, og sumir gerðu það betur ég. Frá Alfreð Gíslasyni: ÉG undirritaður tel mig tala máli mikils meirihluta handknattleiks- manna þegar ég lýsi yfir vonbrigð- um mínum með að Valtý Birni Valtýssyni skuli sagt upp störfum á Stöð 2. Þó svo að margt sé góðra manna á meðal íþróttafréttamanna sjónvarpsstöðvanna tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að í dag, Ef ég væri að skrifa ritdóm um eigin ljóð, hefði ég sagt meðal ann- ars: „Höfundur er fundvís á hið fagra. Megin tækni hans er að raða saman myndum. Fer áhrifamáttur þeirra að miklu leyti eftir því hversu óvænt og þétt þessi samröðun verður. Einnig eru mikil áhrif frá hrynj- andi ræðulistar og útfærsla á frös- um úr mæltu máli. Þá má einnig greina áhrif frá mæiskulist og heim- speki. Sjaldan er notast við rím af neinu tagi. Viðfangsefni eru víða sótt í tíma og rúmi, svo sem vænta má af mannfræðimenntuðum manni. Almennt má segja uni gildismat- ið, að það er hefðbundið miðstéttar- gildismat að hætti vestrænna borg- arbúa, frekar en venjulegt íslenskt gildismat. í lengri, prósakenndari ljóðum sínum minnir höfundur oft meira á bandaríska ljóðagerð en evrópska." Af höfundum sem ég greini áhrif frá í verkum mínum má nefna eftir- farandi: Heinrich Böll, Garcia Lorca, Esra Pound, Voltaire, Jonathan Swift, Hóras, Lí Pó og Hómer. Enn- fremur Matthías Johannessen, Gyrðir Elíasson, Halldór Laxness og Sturla Þórðarson. Að lokum vil ég segja um Lesbók Morgunblaðsins sem ljóðavettvang, að það er eini vettvangurinn þar sem flestum landsmönnum gefst tæki- færi til að lesa mörg ljóð eftir sama höfund. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. sem og hin síðari ár, ber Valtýr Björn af í starfi sínu hér á landi og ófáum leikjum hefur hann lyft á hærra plan með sínum sérstæða húmor. Það er því leitt að sjá honum fórnað í einhveiju sandkassastríði innan Stöðvar 2 og hvet ég þá sem hlut eiga að máli að endurskoða afstöðu sína nú þegar. Með íþróttakveðju. ALFREÐ GÍSLASON. „Enginn veit hvað átt hef ur fyrr en misst hefur“ Athugasemd leikmanns vegna upp- sagnar Valtýs Björns á Stöð 2 Víkverji skrifar Ibyrjun janúar gerði Víkveiji at- hugasemd við málfar lækna og sagðist hafa skilið „minnst af því sem læknarnir sögðu við hann og alls ekki neitt, þegar þeir ræddu sín á milli“ þegar hann þurfti að fylgja skjólstæðingi sínum til lækn- is. Tungutakið hafi ekki verið enskuskotið heldur latínuskotið. Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á Rannsóknastofu háskólans í meinafræði, ritar pistil í 2. tölu- blað Læknablaðsins þar sem hann gerir þetta að umtalsefni en hann hefur undanfarin ár ritað regluleg- an „íðorðapistil" í Læknablaðið. Segir Jóhann í pistli sínum að ljóst sé að áhugi lækna á málvönd- un sé að aukast og að almenningur geri einnig auknar kröfur til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna um að skrif þeirra, umræður og útskýringar séu á íslensku en ekki „læknamáli". í pistli sínum segir Jóhann Heið- ar m.a.: „Taka má undir gagnrýni Víkveija hvað varðar þau orð lækn- anna, sem honum voru ætluð. Illt er til þess að vita ef læknar hafa það fyrir sið að ræða við sjúklinga sína eða umboðsmenn þeirra á slíku slangurmáli að þeir skilji ekki. Hvort læknum leyfist að ræða sín á milli á „læknamáli" um vandamál eða krankleika sjúklinga sinna er hins vegar önnur saga. Vlkveiji þessi sagði ennfremur, að brýnt væri að þýða á íslensku þau nafn- orð, orðasambönd og hugtök, sem læknar nota I starfi sínu og að gera notkun þeirra virka. Honum er greinilega ókunnugt um íðorðasafn lækna, sem er séríslensk læknis- fræðiorðabók með um 30 þúsund fræðiorðum, enskum og latneskum, sem þýdd hafa verið á íslensku. En þó að útgáfa íðorðasafnsins sé hreint þrekvirki og til mikils sóma fyrir læknafélögin, þá er vissulega ekki nóg að gert fyrr en íslensku fræðiheitin eru komin I almenna notkuni Hafi Víkveiji þökk fyrir gagnrýnina.“ xxx Eina kommúnistaríkið á vestur- hveli jarðar er Kúba, þar serii Fiedel Kastro hefur ráðið ríkjum I nokkra áratugi. Í nýlegu fréttabréfi frá Evrópusambandinu, sem er nýtt heiti á Evrópubandalaginu, segir, að sambandið hafi ákveðið að hjálpa Kúbveijum. Þar er svohljóðandi klausa: „Að frumkvæði Manuels Marins, sem m.a. er ábyrgur fyrir styrkjum ES til mannúðarmála I fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur ES ákveðið að veita nú þegar íbúum Kúbu 1,5 milljóna eka styrk eða jafnvirði 120 milljóna íslenskra króna. Á síðasta ári var veittur 5,5 milljóna styrkur til landsins. Skortur á viðunandi heilbrigðis- þjónustu I landinu hefur valdið mik- illi aukningu á smitsjúkdómum meðal almennings á Kúbu. Féð, sem veitt var á síðasta ári, fór til upp- byggingar sjúkrahúsa, göngudeilda og heilsugæslustöðva I stærstu borgum landsins og verður styrkn- um nú varið til áframhalandi upp- byggingar." Já, þannig er þá komið fyrir „sæluríkinu" Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.