Morgunblaðið - 10.02.1994, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
47
Innihaldslaust hjal
eða vönduð dagskrá
| Frá 01a.fi Ormssyni:
ÞAÐ ER rétt um það bil áratugur
Íliðinn síðan útvarpsrekstur var gef-
in fijáls á íslandi og einokun ríkisút-
varpsins var aflétt.
B Bylgjan, sem íslenska útvarpsfé-
R lagið rekur, hóf þá þegar sam-
keppni við ríkisútvarpið um hylli
hlustenda og var með aðsetur á
Snorrabrautinni, í húsi Osta- og
smjörsölunnar, og ég man að þar
voru margra daga hátíðarhöld, með
fánahyllingu og húrrahrópum og
mynduðust stundum langar biðraðir
ungs fólks sem eftirvæntingarfullt
beið þess að bera augum dýrðina
þar innan dyra og langaði til að fá
að segja í hljóðnemann þó ekki
væri nema, — Halló, bæ, til vina
og kunningja á öldum ljósvakamið-
ilsins.
Síðan er liðinn áratugur og rétt
að rifja upp það sem skilur á milli
í dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og
hinna svokölluðu fijálsu útvarps-
stöðva.
Sannarlega gerðu ýmsir sér von-
ir um að með tilkomu Bylgjunnar,
Stjörnunnar og annarra nýrra út-
p varpsstöðva myndi fjölbreytileikinn
í útvarpsefni vaxa og að hlustendur
hefðu um meira að velja.
Auðvitað hefði mátt ætla að nýju
fólki fylgdi ferskleiki, frumleiki og
kraftur, bjartsýni og þor, umfram
allt eitthvað nýtt og óvænt sem
gæti keppt við tiltölulega fastmót-
aða dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins
í gegnum árin. Ekki þykir mér t.d.
ólíklegt að forstöðumenn nýju út-
varpsstöðvanna hafi sett sér það
takmark í upphafi að bjóða upp á
vandaða dagskrá og ekki einungis
fyrir unglinga heldur einnig mið-
aldra fólk og eldra.
Þvílík vonbrigði. Hafi í upphafi
a verið einhver metnaður í þá átt að
™ halda úti vandaðri dagskrá þá sýn-
I
ist mér hann vera löngu horfinn.
Það sem einkennir einna helst
nýju útvarpsstöðvarnar öðru fremur
er blaður útvarpsþulanna um allt
og ekki neitt og innihaldslaust hjal
um nýjar kvikmyndir, framhjáhald
kvikmyndastjarna og hvar popp-
goðin haldi tónleika eða hafi sýnt
sig á almannafæri síðast.
Sannarlega eru til undantekning-
ar og þess ber að geta sem vel er
gert. Bylgjan hefur t.d. góðan út-
varpsmann og þáttargerðarmann
þar sem Eiríkur Jónsson er. Áheyri-
legur og afslappaður og kann þá
list að spjalla við hlustendur. Það
sama má einnig segja um Ragnar
Bjarnason á FM 95,7 og þátt hans
Tímavélina. Ragnar er húmoristi
sem lífgar verulega upp á dagskrá
þeirrar stöðvar. Þá ekki gleyma
Inger Önnu Aikman á Bylgjunni
sem ræðir við hlustendur eins og
vini og kunningja heima í stofu og
setur sig inn í vandamál nútíma-
fólks.
Allur samanburður á dagskrá
útvarpsstöðvanna er Ríkisútvarpinu
verulega í hag. Ef til vill engin
furða, sú stofnun býr að áratuga
reynslu dagskrárgerðarfólks. Það
sem mér sýnist þó skipta mestu
máli er að það er eins og vanti all-
an metnað í dagskrá fijálsu út-
varpsstöðvanna. Ekki þykir mér t.d.
líklegt að það breytti nokkru þó þær
hefðu úr meira fjármagni að spila.
Hin engilsaxneska poppmúsík er
allsráðandi í dagskránni og hið tal-
aða orð, móðurmálið, íslenskan, á
í vök að veijast og enskuslettur að
koma inn í mál dagskrárgerðar-
fólksins eða umsjónarmanna hinna
einstöku þátta. Það er auðvitað
stóralvarlegt mál og von að þar
verði ráðin bót á hið fyrsta.
Kristin trú er eins og feimnismál
á nýju útvarpsstöðvunum. Ég und-
VELVAKANDI
I
I
I
9
9
LENGRIKVIK-
MYNDAÞÆTTI
ÁHUGAMAÐUR um kvikmyndir
hringdi með þá ósk til forsvars-
menn Rásar 2 að þeir lengdu
þáttinn um kvikmyndir, sem er
á dagskrá á þriðjudögum á milli
kvöldfréttanna.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Taska með leikfimidóti
RAUÐ strigataska með leik-
fimidóti tapaðist í grennd við
Melaskóla fyrir u.þ.b. viku.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 621879 eftir kl. 17.
Eyrnalokkur tapaðist
GYLLTUR eyrnalokkur með
stórri perlu tapaðist mánudaginn
17. janúar í miðbænum eða inni
á Hressó. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 23736.
Eyrnalokkur tapaðist
EYRNALOKKUR, sem er silfur-
hringur með gylltum rörbút og
silfurkúlu, tapaðist fyrir utan
Súlnasal Hótels Sögu 15. janúar
sl. Finnandi vinsamlega hringi í
síma 78758.
Gucci-úr tapaðist
GUCCI-úr tapaðist föstudags-
kvöldið 4. febrúar sl. á Hressó.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 812687. Fundarlaun.
Úr tapaðist
GYLLT kvenúr á gylltri keðju
tapaðist að öllum líkindum á
gönguleiðinni á milli Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti og Selás-
hverfis. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 672845.
Úr tapaðist
GULLUR með brúnni ól tapaðist
einhvers staðar á milli Hafnar-
fjarðar og Kópavogs, líklega í
strætisvagni, sl. sunnudag.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 643766.
Skíðaskópoki tapaðist
SVARTUR og grænn Salomon-
skíðaskópoki, sem í voru svartir
íþróttaskór, lúffur og húfa, var
tekinn í misgripum í Bláfjöllum
fimmtudaginn 21. janúar sl.
Kannist einhver við að vera með
pokann er hann vinsamlega beð-
inn um að hringja í síma 53359.
GÆLUDÝR
Kettlingur
LITILL fallegur fresskettlingur,
góður og skemmtilegur, kassa-
vaninn, óskar eftir góðu heimili.
Upplýsingar í síma 625061.
Kettlingur
SVARTUR og hvítur stálpaður
kettlingur (læða) óskar eftir
góðu heimili. Kassavön og mann-
elsk. Upplýsingar í síma 15621
eftir kl. 17.
Köttur í heimilisleit
VEGNA sérstakra ástæðna er
tveggja ára geltur síamshögni í
leit að nýju heimili. Sérstaklega
blíður og góður. Á kyn að rekja
til verðlaunakatta. Upplýsingar
í síma 686244 á daginn en
656624 eftir kl. 19. Katrín.
anskil auðvitað Stjörnuna sem hef-
ur til skamms tíma verið rekin af
fólki innan ýmissa trúfélaga hér á
höfuðborgarsvæðinu. Ekki minnist
ég þess að hafa heyrt útvarpsmessu
á Bylgjunni eða að þar hafí verið
lesin smásaga eða flutt leikrit.
Ríkisútvarpið rekur eins og kunn-
ugt er Rás 1 og Rás 2. Fjölbreyti-
leiki dagskrár rásanna er slíkur að
þar eiga allir aldurshópar að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar
er gamla gufan í fararbroddi með
frábæra útvarpsmenn, Jónas Jónas-
son, Elísabetu Brekkan, Ævar
Kjartansson, Illuga Jökulsson,
Svanhildi Jakobsdóttur og Vern-
harð Linnet og Rás 2 með Sigurð
G. Tómasson, Lísu Pálsdóttur,
Svavar Gests og Gest Einar svo
nokkrir séu nefndir sem koma upp
í hugann.
Það er ólíku saman að jafna þeg-
ar dagskrá Ríkisútvarpsins og
hinna svokölluðu frjálsu útvarps-
stöðva er borin saman. En auðvitað
ber ég þá von í bijósti að úr muni
rætast og að við eignumst einhvern
tímann verðugan keppinaut við Rík-
isútvarpið, keppinaut með vandaða
menningarlega dagskrá, áheyrilega
dagskrá úr hinu daglega lífi á Is-
landi, dagskrá er fjalli um vonir og
drauma fólksins í landinu, líf þess
og starf.
Áhrifamiklir aðilar virðast vinna
að því leynt og ljóst að þrengja að
starfsemi Ríkisútvarpsins sem er
sameign þjóðarinnar og stolt okkar
flestra.
Mér hefur stundum fundist eins
og menntamálaráðherra komi því
miður ekki auga á mikilvægi Ríkis-
útvarpsins í menningarlegu tilliti.
Auðvitað hlýtur hann að gera sér
grein fyrir því að það ber að treysta
fjárhag Ríkisútvarpsins og ekki
endilega með afnotagjöldum heldur
nýjum tekjustofni. Það er brýnt
úrlausnarefni að Ríkisútvarpinu
verði sköpuð fjárhagsleg skilyrði til
að halda úti jafn vandaðri dagskrá
og verið hefur um árabil.
ÓLAFUR ORMSSON,
rithöfundur,
Eskihlíð 16a,
Reykjavík.
Pennavinir
EINHLEYP 26 ára Ghanastúlka
með áhuga á íþróttum, matargerð,
ljósmyndun og ferðalögum:
Eileen Bucknor,
P.O. Box 1167,
Aquarium,
Oguaa City,
Ghana.
SEXTÁN ára finnsk stúlka með
áhuga á köttum, kvikmyndum og
bárujárnsrokki:
Kirsi Ojanpera,
Jokikylánt. 121,
60450 Munakka,
Finland.
SAUTJÁN áratékknesk stúlka með
mikinn áhuga á íslandi:
Sarka Drekslerova,
Luzenska 2032,
26901 Rakounik,
Czech Republic.
GHANAPILTUR 23 ára með áhuga
á íþróttum, tónlist, gítar- og orgel-
leik. Safnar póstkortum:
Thony Ike Arthur,
Postbox 173,
Sekondi,
Ghana.
FIMMTÁN ára ítölsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Silvia Agnona,
Via Bradac 31,
1-10034 Chivasso,
(Torino),
Italia.
LEIÐRÉTTING
Vörubílslj órafé-
lagið lægst
I frétt um útboð Vegagerðarinn-
ar á vegum í Landeyjum var rang-
lega sagt að Guðjón Jónsson ætti
lægsta tilboð. Vörubílstjórafélagið
Fylgir átti lægra tilboð, liðlega 7,2
milljónir kr. Er beðist velvirðingar
á mistökunum.
ðkeypis Iðgfræðiaðstoð
á hverju f immtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012
ORATORf félag laganema
Þeir ei^nast ekki
sem eyöa peningfum
re ðU egal
Leggðu heldur reglulega inn á Bakhjarl
Sparisjóðs vélstjóra.
Bakhjarl gaf 6,64% raunávöxtun í jan. - des. 1993
og.gaf hæstu raunávöxtun á sérkjarareikningum
í íslenska bankakerfinu árin 1991 og 1992.
Þú kýrð Letur en áður
meá reg’lulegTim sparnaái
á Bakkjarli Sparisjóás vélstjóra.
*
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
Borgartúni 18, sími: 628577. - Síðumúla 1, sími: 685244.
- Rofabæ 39, sími: 677788.