Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ mmrrm FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 IÞROTTIR UNGLINGA / HANDKNATTLEIKUR 5. FLOKKUR DRENGJA Lokaröð A-liða: 1. Grótta, 2. Valur, 3. HK, 4. Haukar, 5. Stjarnan, 6. FH, 7. KR, 8. Víkingur. ■Besti sóknarmaður var valinn Gísli Bjarnason Haukum, besti varnarmaður Ein- ar Sigurðsson Gróttu og besti markvörður Ólafur Gíslason Val. Lokaröö B-liða: 1. Valur, 2. FH, 3. Víkingur, 4. KA, 5. Stjaman, 6. UBK, 7. KR, 8. ÍR. '■Besti sóknarmaður var valinn Stefán Sævarsson KR, besti varnarmaður Stefán Þ. Sigtryggsson FH, besti markvörður Sæv- ar Sigurðsson ÍR. Lokaröð C-liða: 1. Valur, 2. FH-B, 3. Stjaman-B, 4. KA, 5. Stjarnan, 6. FH, 7. Fram, 8. Víkingur. ■Besti sóknarmaður var valinn Skarphéð- inn Njálsson Fram, besti vamarmaður Sverrir Ármannsson KA, besti markvörður Tómas Salmon Val. 5. FLOKKUR STÚLKNA Lokaröð A-liða: 1. Grótta, 2. FH, 3. ÍBV, 4. Valur, 5. Stjam- an, 6. UMFA, 7. Fylkir, 8. Víkingur, 9. ÍR. AIIs sendu átján félög A-lið til keppni. KNATTSPYRNA Leikgleði hjá þeim yngstu BARÁTTA og leikgleði var í fyrirrúmi í íþróttahúsinu Ás- garði í Garðabæ þegar strák- ar úr sjöunda flokki f reyndu með sér í innanhússknatt- spyrnu. Knattspyrna er vinsæl íþrótta- grein í þessum aldursflokki og því var keppt í A, B, C og D-liðum en þátttökulið voru Stjarnan, KR og Víkingur. KR varð hlutskarpast hjá A- og C-lið- um en Stjörnustrákar hjá B- og D-iiðum. Eftir mótið voru dreng- irnir leystir út með viðurkenninga- skjölum sem eflaust eiga eftir að prýða mörg herbergi næstu vik- urnar- Hart sótt að KR-markinu í leik við Stjörnuna. Stjarnan tryggði sér sigur í fimmta flokki kvenna hjá b-liðum með því að gera 1:1 jafntefli við Val í lokaleiknum. Gróttustrákamir bundu enda á sigurgöngu Vals Tvöfalt hjá Gróttu í fimmta flokki Keppt í stórsvigi Janúarmót Skíðadeildar Leifturs í stórsvigi var haldið á sunnudag. Helstu úrslit urðu þessi í einstökum aldursflokkum. 6 ára og yngri stúlkur: Kamilla Mjöll Haraldsdóttir 35,16 Silvía Dagsdóttir 1.21,99 6 ára og yngri, drengir: Elís Guðvarðsson 32,56 BryjarLeóKristinsson 34,66 7-8 ára stúlkur: Brynja María Brynjarsdóttir 1.12,10 SunnaEirHaraldsdóttir 1.18,68 7-8 ára drengir: Marteinn Dagsson 1.00,91 Hjörvar Maronsson 1.02,13 9-10 ára stúlkur: Kristín Margrét Gylfadóttir 1.02,37 Jóna Björg Arnadóttir 1.02,72 9-10 ára drengir: Bragi Óskarsson 51,55 William Geir Þorsteinsson 55,23 11-12 ára stúlkur: Tinna Rúnarsdóttir 59,05 Hanna Dögg Maronsdóttir 1.00,55 11 — 12 ára drengir: Arnar Óli Jónsson 57,59 Magni Barðason 59,35 13-14 ára stúlkur: Gyða Þóra Stefánsdóttir 1.20,41 Harpa Sigurðardóttir 1.22,44 13-14 ára drengir: Heiðar (Junnólfsson 1.16,48 Þorvaldur Þorsteinsson 1.18,35 15-16 ára drengir: Þorvaldur Guðbjörnsson 38,26 15-16 ára stúlkur: Kristín Hálfdánsdóttir 1.20,41 17 ára og cldri konur: Maria Magnúsdóttir 1.13,26 Helga Stefánsdóttir 1.15,77 17 ár og eldri karlar: Eggert Oskarsson 1.08,94 Tryggvi Sigurðsson 1.20,81 Einni umferð ólokið fyrir úrslitakeppni ÞREMUR umferðum af fjórum er lokið á íslandsmótinu í 2., 3. og 4. flokki í handknattleik og þau lið sem eru ífyrstu deild eftir þriðju umferðina eru öll örugg i úrslitakeppnina. Þau lið sem leika í 2. deild eiga möguleika á að bætast í hópinn með góðum árangri í fjórðu og síðustu umferð deildarkeppn- innar sem fram fer í þessum mánuði. Eftirtalin félög hafa þegar tryggt sér rétt til að leika í úrslita- keppni. 2. flokkur karla: Valur, Stjarnan, KR, ÍBV og KA. Lokaumferðin í þessum aldursflokki verður leikin helgina 25. - 27. febrúar, keppni í 1. deild fer fram í Garðabæ en riðl- ar 2. deildar í umsión Fram og Fylkis. 2. flokkur kvenna: ÍBV, Haukar, FH, Víkingur og Stjarnan. Fjórða umferðin verður leikin í Iþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði, Valur sér um keppni í 2. deild. 3. flokkur karla: KR, KA, FH, HK og Haukar. Fjórða umferðin í þessum aldursflokki fer fram helg- ina 18. - 20. þessa mánaðar. Fyrsta deildin er í umsjón KR, 2. deild í umsjá UMFA og Fjölnis og 3. deild verður á Þorlákshöfn og Blönduósi. 3. flokkur kvenna: KR, Víkingur, IR, Haukar og Stjarnan. Fyrsta deildin verður leikin í íþróttahúsinu við Strandgötu en riðlar 2. deildar eru í umsjón Fyikis og Selfoss. 4. flokkur karla: Fram, KR, Fylk- ir og Víkingur. Fjórða umferðin fer fram dagana 25.-27 þessa mánaðar hjá A-liðum en viku fyrr hjá B-lið- unum. Víkingur sér um mótshald í 1. deild. 4. flokkur kvenna: Valur, FH, KR og Grótta. Aðeins fjögur lið eru komin í úrslit í fjórða flokki því B-riðlum í karla- og kvennaflokki var frestað. Þeir riðlar fara fram um næstu helgi. ÚRSLIT Morgunblaðið/Frosti Það var ekkert gefið eftir í úrslitaleik íslandsbankamótsins á milli Gróttu og Vals. Viðar Reynisson á hér skot að marki en Valsmennirnir Markús Máni Mikaelsson og Fannar Þorbjörnsson veijast. Einar Sigurðsson úr Gróttu bíður átekta. Línur að skýrasl á íslandsmótinu GRÓTTA varð meistari á íslandsbankamótinu ífimmta flokki drengja með sigri á Val 16:15 í æsispennandi úrslitaleik liðanna í íþróttahúsinu við Austurberg á sunnudaginn. Leikurinn er sá fyrsti sem Valsstrákarnir tapa í þessum aldursflokki í vetur en úrslit leiksins réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og bráðabana. Jafnt var eftir hefðbundinn leik- tíma 14:14 og bæði iiðin skor- uðu éitt mark þegar framlengt var um fimm mínútur. Þá var gripið til bráðabana til að skera úr um sigur og var leikið þar til annað liðið skoraði. Valsmenn unnu hlutkestið en áttu skot í stöng í sókn sinni. Gróttumenn geystust í sókn og Halldór Ólafsson, hornamaðurinn vinstra megin smeygði sér inn úr horninu og skoraði sigurmarkið og fögnuður Seltiminga var mikill og ~ Halldór fékk flugferð að launum frá félögum sínum. Valsmenn vora hins vegar sterk- astir í bæði B- og C- liðakeppninni. Valur sigraði FH 5:4 í úrslitaleik B-liðanna, sömu félög mættust hjá C-liðunum og urðu úrslit þar 11:9 Val í hag. Eftir mótið um helgina sem er það þriðja í vetur liggur það fyrir hvaða átta lið leika í úrslitakeppn- inni. Stig eru gefin fyrir frammi- stöðu í mótunum og átta stiga- hæstu liðin hjá A-liðum eru eftirtal- in: Valur (28), Grótta (24), Stjarnan (18), Víkingur og HK (10), Haukar (9), FH (8) og KR (6). Mótið var í höndum ÍR og vegna mikils fjölda þurfti að leika í fjórum íþróttasölum í Breiðholtinu. Grótta sterkust Grótta varð reyndar tvöfaldur meistari um helgina því félagið sigraði hjá A-liðum í fimmta flokki kvenna en mótið fór fram í Vík- inni. í þriggja liða úrslitum sigraði Grótta FH 8:6, FH sigraði ÍBV 11:3 og jafnt varð 4:4 hjá Gróttu og ÍBV. Grótta stóð því uppi sem meistari A-liða en Stjarnan varð sigurvegari B-liða. Eins og hjá drengjunum komast átta efstu liðin áfram í úrslita- keppnina og hjá A-liðunum eru jiað Grótta (26), Valur og FH (16), IBV (15), Stjarnan (14), IR (11), UMFA (7) og Fylkir (5).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.