Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994
Náttúra íslands
— vannýtt auðlind
eftir Sigvalda
Asgeirsson
Fjallað er um ýmsa möguleika til
atvinnusköpunar, sem landið sjálft
býður upp á. Landbúnaður á íslandi
gæti átt sér bjarta framtíð, sé vel
haldið á spöðum. Fjölbreytni at-
vinnulífs þarf að aukast.
Orkufrekur iðnaður — eina
úrræðið?
Á tímum minnkandi fiskgengdar
og samdráttar í landbúnaði er eðli-
legt að svipast sé um eftir nýjum
auðlindum. í mörg ár hafa orkulind-
imar verið taldar helsta von okkar
Islendinga, þegar leitað er nýrra
útflutningsleiða. Ekki verður séð,
að annað álver geti talist ný stoð
undir fábreytt atvinnulíf lands-
manna. Auðvelt er að ímynda sér,
hvílíkt áfall verðfall á áli undanfar-
inn áratug hefði verið, ef hér á landi
væri ekki aðeins ein álverksmiðja,
heldur tvær eða þijár.
Vissulega er auðveldara að benda
á einn stóriðjukost en hundrað hug-
myndir um smárekstur. Málið snýst
um ólík grundvallarsjónarmið: Ann-
ars vegar þeirra, sem trúa á forsjá
einhverrar stóru mömmu, hvort sem
hún heitir ríkið eða erlendur auð-
hringur — hins vegar þeirra, sem
hafa trú á hugmyndaauðgi og kunn-
áttu fjöldans.
Vatnsútflutningair
Orkufrekur iðnaður er oftar en
ekki slæmur mengunarvaldur. Hag-
nýting ferskvatnsbirgða okkar Is-
lendinga hlýtur í framtíðinni að
beinast fremur að útflutningi
drykkjarvatns en raforku. Utflutn-
ingur raforku um sæstreng er ör-
þrifaráð hugmyndasnauðra verk-
fræðinga, sem hugsa fyrst og fremst
um eigið skinn. Hvemig skyldi verða
umhorfs á hálendinu, ef víraflækja
frá virkjunum verður algengasta
kennileitið þar um slóðir? Ifyrirsjá-
anlega verða líka miklir sandstorm-
ar fyrrihluta sumars á þurrum eyr-
um söfnunarlóna víðs vegar um
hálendið, ef villtustu draumar verk-
fræðinga rætast.
Nauðsynlegt er að gera strax ráð-
stafanir til að hindra mengun þeirra
vatnslinda, sem geta í framtíðinni
reynst efnahag íslendinga jafnmikil-
vægar, og olían er Norðmönnum í
dag. Aðrar þjóðir Norður- og Vestur-
Evrópu eiga nóg af menguðu vatni.
Sérstaða Islands felst í ómenguðum
ferskvatnslindum.
Kjötútflutningur
Kjötútflutningur var í mörg ár
þungur baggi á skattborgurum.
Eitthvað virðist vera að rofa til í
þeim efnum. Er nú rætt um útflutn-
ing á vistvænu kjöti. Ekki getur
kjöt talist vistvænt, sé það framleitt
í ofsetnum úthaga. Þetta þarf að
hafa í huga, annars gæti ævintýrið
endað illa.
Þjóðum A-Asíu vex ört ásmegin
efnahagslega. Samfara bættum
efnahag mun kjötát aukast þar um
slóðir. Þessar fjölmennu þjóðir fara
létt með að éta allt það kjöt, sem
hægt er að framleiða í Ástralíu og
á Nýja-Sjálandi. Þetta, ásamt
GATT-samningum, gæti gert kjöt-
útflutning frá Islandi ábatasaman,
fyrr en varir. Bændur þurfa að geta
aukið kjötframleiðslu í framtíðinni.
Þess vegna er nauðsynlegt að auka
uppskeru úr úthaga.
Landgræðsla og lúpína
Því aðeins verður hægt að auka
uppskeru úthaga svo um munar, að
mönnum leyfist að nota lúpínu til
landbóta, enda allar aðrar leiðir
margfalt dýrari. Of seint er að hefja
landbætur, þegar möguleikar á
kjötúflutningi blasa orðið við, því
slíkar aðgerðir taka mörg ár. Mikil-
vægt er, að leggja til hliðar þá for-
dóma í garð lúpínunnar, sem nokkur
hópur líffræðinga hefur reynt að
breiða út. Hætt er við, að þetta
góða fólk geri sér enga grein fyrir
því, hversu dýrt það yrði þjóðinni,
að bíða þess, að þeim takist að sanna
hið augljósa: Áð lúpína er Iand-
nemi, sem víkur fyrir öðrum gróðri
eftir ákveðinn tíma.
Ég fæ ekki betur séð, en að for-
dómar lúpínuandstæðinga séu af
sama toga og málflutningur græn-
friðunga í málefnum sædýra. Um-
ræðan er af trúarlegum toga, þar
sem blandað er saman hálfsannleik
og tilfinningum. Gjörsamlega er
sneitt hjá grundvallarspumingum
eins og: Hvenær teljast jurtir ís-
lenskar? Er lúpínan óíslensk, af því
hún er há og blá, en snarrótin og
baunagrasið þjóðlegar tegundir.
Baunagrasið er jú bæði lágvaxið og
blátt, en snarrótin há og grá. Margt
bendir til þess, að allar þessar teg-
undir hafi komið til landsins eftir
landnám.
Sömuleiðis leggur þetta fólk mik-
ið uppúr tegundafjölda, en gerir
minna úr mikilvægi uppskeru-
magns. Samt er ljóst, að t.d. í frið-
uðum birkiskógi em oftast mun
færri tegundir en á örfoka melum.
Er melagróður þá æskilegri og eðli-
legri „villigróður" á íslandi en birki-
skógur? Em melar og móar upp-
runaleg gróðursamfélög á láglendi
eða hafa þessi gróðursamfélög þró-
ast, eftir að maðurinn kom til ís-
lands með búsmala sinn? Gaman
væri, ef verðir ósnertrar náttúm
svömðu þessum og viðlíka spuming-
um, en legðu til hliðar, í bili a.m.k.,
hálfsannleik og tilfinningavellu með
tilheyrandi nornaveiðum.
Úrgangur til uppgræðslu
Hægt væri að nota nær allan líf-
rænan úrgang á íslandi til upp-
græðslu lands. Einkum hentar seyra
vel til skógræktar. Áburðaráhrifin
em langvinn og ókostir fáir. Reynd-
ar fylgir slíkri nýtingu talsverður
flutningskostnaður. íslendingar em
skuldbundnir, skv. tilskipun EBE
nr. 271 frá 1991, til að hreinsa frá-
rennsli frá mörgum stórum þéttbýl-
issvæðum, þ.m.t. höfuðborgarsvæð-
inu. Erlendis er enginn kostur talinn
jafnhagstæður og skógrækt, þegar
leitað er leiða til að losna við þenn-
an úrgang.
Seyru og lífrænt sorp má líka
nota til að framleiða gróðurmold,
þ.e.a.s. ef ekki er of mikið af þung-
Sigvaldi Ásgeirsson
„Verið er að stórauka
skógrækt í landinu. Er
stefnt að því, að 2-3%
landsins verði skógi-
vaxin eftir 100 ár. Helst
þyrfti að setja markið
hærra. I nágrannalönd-
um okkar er skógurinn
víða mikilvægasta nátt-
úruauðlindin, t.d. Finn-
landi. Skógrækt leggur
grunn að fjölbreyttara
atvinnulífi í framtíð-
inni.“
málmum saman við. Leitt er til þess
að vita, að á Suðurnesjum, þar sem
skortur á gróðurmold er landlægur
og mikið atvinnuleysi, skuli mestall-
ur lífrænn úrgangur, m.a.s. frá
svína- og alifuglabúum, hafna í
sjónum.
Skógrækt
Á íslandi er loftslag með þeim
hætti, að eðlilegur ríkjandi gróður
á láglendi væri barrskógur. Við til-
heyrum sumsé barrskógabeltinu.
Áður fyrr uxu hér á landi víðlendir
barrskógar, en þessar tegundir
týndu tölunni, á kuldaskeiðum ís-
alda. Var svo komið, er síðustu ís-
öld lauk, að einungis einir var eftir
af barrviðum. Fjarlægðin til næstu
meginlanda var orðin of mikil, til
þess að fræ slíkra tegunda gætu
borist hingað af sjálfdáðum.
Um síðustu aldamót var farið að
fíkta við innflutning barrviða. Eru
nú fundnar tegundir og afbrigði,
sem virðast. henta vel og ættu að
geta myndað stórvaxna skóga hér
á landi. Margar þessara tegunda
gefa nú þegar af sér nóg fræ til
að fullnægja allri þörf skógræktar
í landinu. Undanfarin tvö haust
hefur verið tínt talsvert fræ af sitka-
grenitijám, sem sjálf uxu upp af
íslensku fræi.
Verið er að stórauka skógrækt í
landinu. Er stefnt að því, að 2-3%
landsins verði skógivaxin eftir 100
ár. Helst þyrfti að setja markið
hærra. í nágrannalöndum okkar er
skógurinn víða mikilvægasta nátt-
úruauðlindin, t.d. bæði í Svíþjóð og
Finnlandi. Skógrækt leggur grunn
að fjölbreyttara atvinnulífí í framtíð-
inni.
Erlent fjármagn til
skógræktar?
Á skógrækt er líka önnur hlið. í
skógi, sem upp vex á skóglausu
landi, binst koltvísýringur. Sú loft-
tegund er talin stuðla hvað mest
að gróðurhúsaáhrifum. Mörg erlend
stórfyrirtæki, sem menga andrúms-
loftið með iðju sinni, vilja gjarnan
bæta ímynd sína með aðgerðum,
sem vinna gegn gróðurhúsaáhrifum.
Sérstaklega er horft til skógræktar
í þessu sambandi.
Þessi áhugi fyrirtækja er svo út-
breiddur, að stofnað hefur verið inn-
an Alþjóðabankans sérstakt ráð,
„The Global Environmental Facil-
ity“, sem á að veita fjármagn frá
þessum aðilum til styrktar skóg-
rækt, sem er á mörkum þess að
vera arðbær.
Framtíðarnefnd forsætisráðherra
(úr ráðherratíð Steingríms Her-
mannssonar) gerði könnun á arð-
semi skógræktar til timburfram-
leiðslu á kjörsvæðum á íslandi. Nið-
urstaða þeirrar könnunar leiddi í
ljós arðsemi upp á 2-3% (Einar
Gunnarsson, Edgar Guðmundsson
og Ragnar Ámason, sérrit Skóg-
ræktar ríkisins 1987).
Ég hygg, að góðar líkur séu á
því, að fyrrgreint ráð hjá Alþjóða-
bankanum gæti lánað íslendingum
allt það fé, sem við þurfum til skóg-
ræktar, með 2% vöxtum. Ólíklegt
er, að betri kjör bjóðist á erlendum
lánamörkuðum!
Höfundur er skógfræðingur.
Toyotan var ekki ein í Köln
eftir Snorra
Ingimarsson
Nýlega var haldin ein stærsta
jeppasýning Evrópu í Köln í Þýska-
landi. Þar voru sýndir tveir breyttir
íslenskir jeppar sem áhugamaður
um velgengni þeirra skellti ég mér
á sýninguna til að sjá hana með
eigin augum. Sýningin var hin
áhugaverðasta og íslensku jeppamir
vöktu óhemju mikla athygli. Reynd-
ar voru ekki undirritaðir neinir sölu-
samningar þrátt fyrir miklar vænt-
ingar en báðir aðilar telja sig hafa
náð góðum viðskiptasamböndum
sem muni leiða til viðskipta. Þegar
ég kom heim, beið sunnudagsmogg-
inn með furðulega lýsingu Reynis
Jónssonar verslunarstjóra aukahlut-
deildar Toyota, af sýningunni. Ann-
að hvort hefur Reynir ekkert skoðað
sýninguna eða hann fer vísvitandi
með rangt mál.
Meðai annars er haft eftir Reyni,
orðrétt: „Það er mikið af breyttum
bílum hérna en það er ekki líklegt
að hægt verði að aka nokkrum
þeirra og enginn er skráður á þýsk
númer annar en HiLux-inn. Hinir
bílarnir hafa ekki farið í gegnum
sérskoðun og fengju því ekki skrán-
ingu. Það sem okkar bíll býður upp
á umfram aðra bíla á sýningunni
er að það er hægt er að keyra hann
og hann stenst allar þýskar reglur
í sambandi við bifreiðaskoðun."
Þetta er alrangt.
„Þaö er furðulegt að sjá
Reyni Jónsson, sem er
meðlimur í Ferða-
klúbbnum 4x4 og telur
sig væntanlega til ís-
lenskra j eppamanna,
reyna að slá Toyota á
íslandi til riddara í
Morgunblaðinu fyrir að
selja jeppa á erlendri
grund og beita fyrir sig
ýkjum og ósannindum.“
Hið sanna er að Toyota-jeppinn
frá ísfari var ekki á þýskum númer-
um á sýningunni. Áð sögn Jóns
Baldurs Þorbjörnssonar, eins af
sölumönnum Isfars, er hann ekki
kominn með TUV viðurkenningu
sem mun vera forsenda fyrir þýskri
skráningu, hins vegar sé líklegt að
hún fáist. Því er óskiljanlegt hvaða
þýsku skráningu hefur verið hamp-
að.
Þama var líka Ford Econoline, í
eig^u félaga í Ferðaklúbbi 4x4,
breyttur á íslandi, með íslenska sér-
skoðun og á íslenskum númerum.
Honum hefur verið ekið um landið
og yfir jökla undanfarin tvö ár.
Miðað við viðtökurnar og sam-
Snorri Ingimarsson
anburð við breytta jeppa með þýska
skráningu er næsta öruggt að þessi
jeppi fengi þýska skráningu. Orð
Reynis eru því meira en ýkjur, hann
ber lygar að Morgunblaðinu.
Til dæmis segir Reynir að enginn
annar breyttur jeppi hafi verið með
skráningu. Reynir er heppinn að
þessi orð em birt á íslensku sem
fáir Þjóðveijar skilja, því þama var
fjöldinn allur af meira og minna
breyttum jeppum og margir á þýsk-
um númemm. Sá sem var einna
mest breyttur var Jeep á 15-39/18
Mickey Thompson hljólbörðum, með
3 sm hliðrunarhring undir 14“ Alcoa
felgunum og 15 sm hækkun á yfir-
byggingu. Hann var með þýsk núm-
er og að sögn forsvarsmanna með
TUV viðurkenningu! Hann var til
sölu á 144.000 þýsk mörk sem er
nálægt 6.000.000 íslenskra króna.
Það eitt að þessi jeppi skyldi vera
á þýskum númemm, sýnir okkur
svart á hvítu að gæði íslensku jeppa-
breytinganna em langt umfram það
sem gerist í Evrópu. Virðing mín
fyrir TUV hrapaði mikið á þessari
sýningu og að mér læddist sá gmn-
ur að sú fullkomna Evrópuveröld
sem svo mikið hefur verið vitnað til
undanfarið sé kannski ekki svo full-
komin þegar betur er að gáð.
Það er furðulegt að sjá Reyni
Jónsson, sem er meðlimur í Ferða-
klúbbnum 4x4 og telur sig væntan-
lega til íslenskra jeppamanna, reyna
að slá Toyota á íslandi til riddara
1 Morgunblaðinu fyrir að selja jeppa
á erlendri gmnd og beita fyrir sig
ýkjum og ósannindum. Það em fleiri
en Toyota aukahlutir sem standa
að útflutningi Toyota jeppans og
það em fleiri aðilar sem vinna að'
útflutningi íslensku jeppanna, þeirra
hlutur gleymist til dæmis alveg í
umfjöllun Morgunblaðsins.
í rauninni er það jeppaáhugafólk-
ið í Ferðaklúbbnum 4x4 sem fann
upp íslensku jeppana. Og nú em
þeir að verða raunhæf útflutnings-
vara. Á undanförnum 20 ámm hafa
íslensku ,jeppastrákarnir“ unnið að
þróuninni, án opinberrar aðstoðar
og lengst af í erfíðri baráttu við
þröngsýni yfírvalda. Margir lögðu
hönd á plóginn og með seiglunni
hafðist það að lokum.
Samhliða þessu hafa þróast inn-
flutningsfyrirtæki og breytinga-
verkstæði sem samtals skapa
hundmðum manna á íslandi at-
vinnu. Á allra síðustu ámm hafa
stærri fyrirtæki sem lengi vel vildu
ekkert við fmmkvöðlana styðja, séð
sér hag í að byggja upp eigin auka-
hlutadeildir. Áð einhveiju leyti er
þetta góð þróun því útflutningur
íslensku jeppanna er aðeins á færi
aðila sem hafa bolmagn til að leggja
mikið af mörkum. Og góður árang-
ur íslenskra fyrirtækja, í eigu Is-
lendinga, er sigur okkar allra. En
heiðurinn er fmmheijanna í Ferða-
klúbbnum 4x4 og því skyldi Reynir
Jónsson verslunarstjóri aukahluta-
deildar Toyota, ekki reyna að
breyta.
Full ástæða er til að vara við of
mikilli bjartsýni eða einhveiju gull-
æði á þessu sviði. Enn hefur enginn
bíll selst og tæknimenn erlendra
breytingafyrirtækja voru áhuga-
samir að kynna sér vinnubrögð og
búnað í íslensku jeppunum. Forskot
Islendinga og útflutningur í ein-
hveijum mæli er því sýnd veiði en
ekki gefín, en hvað sem gerist á
þessu sviði í framtíðinni er athyglin
sem íslensku jepparnir vöktu í
Þýskalandi mikill sigur fyrir ís-
lenska jeppamenn.
Höfundur er verkfræðingur.