Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 2
T skrifar undir í dag JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra undirritar í Marokkó, í dag, fyrir Islands hönd, niðurstöðu samningaviðræðna Úrúgvæ-Iotu GATT, með fyrirvara um staðfestingu Alþingis, en samkomulagið verð- ur lagt fyrir Alþingi í haust. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að formlega myndu á bilinu 110 til 120 utanríkis- ráðherrar jafnmargra ríkja staðfesta samkomulagið með undirritun. „Þessi undirritun staðfestir vilja íslendinga tii þess að fallast á þessa niðurstöðu í Urúgvæ og taka þátt í henni, með eðlilegum fyrirvörum um staðfestingu Alþingis, eins og ann- arra þjóðþinga á samningnum, þegar hann verður lagður fyrir þing í haust,“ sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að í tengslum við þessa undirritun væri mikið um tvíhliða fundi utanríkisráðherra. í gær hefði verið haldinn fundur utan- ríkisráðherra Norðurlanda, undir for- ystu Svía, með utanríkisráðherra Kína, að ósk Kfnvetja, en fyrir þann fund hefðu utanríkisráðherrar Norð- urlandanna hist á fundi. Eystrasalts- löndin hefðu einnig óskað eftir fundi með íslensku sendinefndinni. Sögulegir samningar Jón Baldvin flutti ræðu á fundi utanríkisráðherranna um hádegisbil í gær. í máli hans kom fram að hér væri um sögulega samninga að ræða. GATT-samningamir væru það tæki sem ríki heims hefðu til þess að lyfta hluta af hagkerfi heimsbyggðarinnar upp úr þeirri djúpu Iægð sem það hefði verið í á undanfömum árum. Hagur heimsbyggðarinnar af frjálsri verslun hefði þegar verið sannaður. Utanríkisráðherra sagði að GATT- samningamir færðu öllum þjóðum heims, ný tækifæri, vegna þess að fijáls heimsverslun væri lykill að örri efnahagsþróun. í heild myndu GATT-samningamir færa löndum heims á milli 200 og 300 milljarða bandaríkjadala f auknar tekjur ár- lega. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Bandaríkin hefðu á seinustu stundu gert kröfur um að taka þyrfti inn í samkomulag- ið ákveðnar skuldbindingar um það að stefna að auknum jöfnuði á vinnu- markaði í starfskjörum. „Háþróuðu ríkin óttast mjög samkeppnina við láglaunaríkin, sem em að ryðja sér braut. Niðurstaðan er sú, að að þessu verður vikið í þeirri yfírlýsingu sem gefín verður út, við undirritunina á morgun, en einstök ríki, eins og við fulltrúar Norðurlandanna munum fara um það ákvæði nokkmm vel völdum orðum: Okkar sjónarmið er það, að tilgangur GATT-samning- anna sé sá að skapa forsendur fyrir meiri auðsköpun í heiminum og allir eigi að njóta góðs af því. Það munu allir njóta góðs af því, líka þau lönd sem skemmra eru komin á veg í efna- hagsuppbyggingu. Smám saman munu lífskjör og verðlag í heiminum jafnast, en það getur ekki gerst með byltingu, það hlýtur að gerast með þróun," sagði Jón Baldvin, sem vænt- anlegur er til íslands nk. mánudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Alberts Guðmundssonar FJÖLMENNI var við útför Alberts Guðmundssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sem fram fór frá Hallgrímskirkju í gær. Sr. Karl Sigurbjörnsson sóknarprestur jarðsöng, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng, Karlakór Reykjavíkur söng og organisti var Marteinn Hunger Friðriksson. Kistuna báru úr kirkju Ingi Bjöm Albertsson, Jóhann Halldór Albertsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Björgólfur Guðmunds- son, Gunnlaugur Snædal, Pétur Lúðvígsson, Álfþór B. Jóhannsson og Magnús Helgason. Fulltrúar ÍR og Vals báru blómakransa úr kirkju og stóðu heiðurs- vörð utan við kirkjuna. Þorsteinn Pálsson um afstöðu Sjálfstæðisflokks til fiskveiðistj órnunartillagna Ekkí deilt um tillögrirnar heldur atriði utan þeirra BREYTINGARTILLÖGUR meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis og sjávarútvegsráðherra við frumvörp um stjórn fiskveiða og Þróun- arsjóð sjávarútvegsins mælast misjafnlega fyrir í þingflokkum sljórn- arflokkanna. Tillögurnar voru kynntar í þingflokkunum á miðviku- dag og í gær kom þingflokkur sjálfstæðismanna saman tvívegis vegna málsins; reiknað er með, að sjálfstæðismenn fundi áfram um málið í dag. í dag Matvörubúðir_______________ Stutt milli tveggja verslana 18 Tollfrjálst svæði__________ Ríkissaksóknari um embættis- færslur sýslumanns 23 Alþjóðasamtök flugmanna Rússland er hættusvæði 24 Leiðari____________________ Forsætisráðherra og vaxtamál 26 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir, að ekki sé ágrein- ingur um tillögumar í þingflokkn- Nordisk Forum 1.100 konur til Finniands YFIR 1.100 islenskar konur hafa staðfest þátttöku sina á kvenna- ráðstefnunni Nordisk Forum í Ábo i Finnlandi í byijun ágúst. Um- sóknarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. Borgarráð hefur samþykkt að veita borgarstarfsmönnum heimild til að sækja ráðstefnuna á launum. Óskað hefur verið eftir því að félög ríkisstarfsmanna geti sent beiðni um sams konar fyrirgreiðslu vegna starfsmanna sinna til fjármálaráðu- neytis. um, en skiptar skoðanir séu um nokkur önnur atriði sem standa utan við sjálfar tillögurnar og um- fjöllun um þau ekki lokið. Meðal þess sem deildar meiningar eru um, eru atriði sem lúta að landhelgislög- um. Þorsteinn segist treysta því að hagsmunasamtök í sjávarútvegi horfi á heildarhagsmuni varðandi þessi mál og skilji hvetjir þeir séu. Gunnlaugur Stefánsson, fulltrúi Alþýðuflokks í sjávarútvegsnefnd, sagði, að tillögumar væru gmnd- völlur að málamiðlun til að hægt væri að afgreiða frumvörpin fyrir þinglok, sem væri óhjákvæmilegt. Vill bæta stöðu smábáta Matthías Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar, sagðist ósátt- ur við þann mikla niðurskurð sem bitnar á aflamarksbátum. Hann vill breytingu á því að stærstu fískiskip- in í landinu séu að veiðum uppi í landsteinum. Matthías segir, að sér hafi verið kennt ungum að bölva Bretunum fyrir að skemma veiðar- færi báta og síðar var því bölvað að erlendar ryksugur væru uppund- ir ftskveiðimörkum íslands. Nú sé þetta hvort tveggja langt inni í land- helgi, bara af því skipin em ís- lensk. „Þeir sem byggt hafa stór og glæsileg skip eru ekkert of góð- ir að fiska'á dýpra vatni en smá- kænur. Ég veit að allir sanngjarnir menn skilja þetta sjónarmið." Sjómenn nokkuð oáttir Guðjón A. Kristjánsson, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Farmanna- og físki- mannasambandsins, sagði nauð- synlegt að texti fmmvarpsins væri skýr og skildi ekki eftir nein vanda- mál. Stjórn FFSÍ ljallar um tillög- urnar á fundi sínum í dag. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins em talsmenn sjómanna nokkuð sáttir við stofnun samstarfsnefndar til að koma í veg fyrir að kvótavið- skipti hafi áhrif á skiptakjör. Breyt- ingar á frumvarpi um stjórn ftsk- veiða, sem þrengja möguleika á framsali kvóta og um veiðar smá- báta, eru umdeildari. Afgreitt á þessu þingi Stefnt er að því, að afgreiða öll mál sem lúta að endurskoðun á fisk- veiðistjórnarlögunum og kjaramál- um sjómanna í heild sinni á þessu þingi, en ekki með afgreiðslu ein- stakra tillagna. Leggja Alþýðu- flokksmenn mikla áherslu á þetta. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins koma þessar breytingartillögur ekki í veg fyrir að þeir 16 þingmenn, þar af 12 stjómarþingmenn, sem standa að frumvarpi um að gefa veiðar ftjálsar í ákveðnar tegundir það sem eftir er af fiskveiðiárinu, knýi á um að það verði tekið á dagskrá og til meðferðar í sjávarút- vegsnefnd eftir helgi. Sjá fréttir á bls. 18. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRIL 1994 Úrúgvæ-lota GATT-samninganna Utanríkisráðherra Ávöxtunarkrafa lækkar Morgunblaðið/Júlíus Víkingaeldurinn logaði glatt SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að gamla Sanitas-húsinu við Köllunarklettsveg um kl. 12.30 í gær. Þar hafa kvikmyndatökumenn Justin Film komið sér fyrir við töku á víkingamynd og reist bæ inni í vöruskemmunni. Við bæinn logaði eldur og var einn slökkviliðsbíll til taks, ef illa færi. Eldurinn blossaði skyndilega upp og töldu slökkviliðsmenn á staðnum að ilia gæti farið. Þeir óskuðu því aðstoð- ar og voru þrír dælubílar, ranabíll og tveir sjúkrabíiar sendir á stað- inn. Þegar þeir komu á vettvang hafði félögum þeirra tekist að slökkva eldinn, sem náði ekki að læsa sig í húsið. Liðsaukinn aðstoðaði við að reyklosa húsið. Tífalt meirí við- skipti með húsbréf ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa á Verðbréfaþingi íslands lækkaði í gær úr 5,20% í 5,13% og ávöxtunarkrafa á nýjasta flokki spariskír- teina lækkaði úr 4,98% í 4,90% í kjölfar yfirlýsingar forsætisráð- herra í Morgunblaðinu gær að svigrúm sé til frekari vaxtalækkana og að stjórnvöld væru tilbúin til að beita tiltækum ráðum til að vext- ir lækkuðu frekar en orðið er. Viðskipti dagsins með húsbréf voru orðin rúmar 700 milljónir króna við lokun Verðbréfaþings í gær, sem er tífalt meiri viðskipti á einum degi en algengt er, og við- skipti með spariskírteini voru um 220 milljónir króna, sem er tvöfalt meira en venjulega. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði segja að markað- urinn hafí verið að bregðast við yfírlýsingu forsætisráðherra og ekki sé ólíklegt að ávöxtunarkrafa húsbréfa eigi eftir að lækka niður í 5%. Viðskipti með erlend og innlend verðbréf í erlendri mynt frá áramót- um hafa numið 3,6 milljörðum króna það sem af er þessu ári. Sjá bls. 20: „Ávöxtunarkrafa.. ► Meðferð fyrir ofbeldismenn - Kvennakirkjan á íslandi - Tí- volí í Teheran - Framleiðsla á pokarörum - Hótel í Maputo - Ný lína í ullarhönnun HEIMILI 1 r" Hloretitiblnblb ► Bjamaborg - Fyrsta íbúðar- húsið frá Nunatak - Markaður- inn - Lagnafréttm - Sumarhúsið klætt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.