Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Morgunblaðið/J úlíus Stúdentsefni Morgunblaðið/Sverrir skemmta sér STÚDENTSEFNI eru þessa dagana að byrja á próflestri, en áður en lesturinn hefst sletta þau ærlega úr klaufunum. Þessar glaðlyndu nunnur urðu á vegi Morgunblaðsins í vik- unni, en þær voru á leið í bíó til að sjá myndina „Sister Act 2“ í Sambíóunum, sem fjallar einmitt um nunnur. Núna hafa þessir nemendur svipt sig nunnuklæðunum og sitja nú yfir námsbókunum og búa sig undir próf. Tæplega 200 nemend- ur stefna að því að útskrifast úr Verslunarskólanum í vor. Stúdentar 1 MR dimmiteruðu einnig í gær og klæddu sig meðal annars upp eins og maríuhænur. Mikil gieði ríkt í stúdentshópnum, en allir höguðu sér prúðlega eins og sönn- um maríuhænum sæmir. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 14. APRIL YFIRLIT: á vestanyerðu Grænlandshafi er 995 mbl leegð sem fer norðaustur. Skammt vestur af írlsndi er kyrrstæö 1038 mb hæð. SPÁ: Væg suðvestan gola eða kaldi. Skúrlr eða slydduél við norð- og vesturströnd- ina en annars þurrt. Hiti 1-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðvestan- og vestanátt, nokkuð hvöss á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þar má búast við snjókomu um tíma úti við strönd- ina, en inn til land3ins verður þurrt og nokkuð bjart. Sunnanlands og vestan má reikna með skúrum, en á Austurlandi verður léttskýjað. Hiti verður vfðast á bilinu 1-7 stig yfir daglnn. HORFUR Á MÁNUDAG: Otlit er fyrir hæg8n vind, sennilega af norðri. Bjart veður um mikinn hluta landsins, en þó stydduél norðaustanlands. Heiðskfrt r r r * / * r r * r r r r r * r Rigning Slydda Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él = Þoka * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjóöur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld j FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Góð færð er á öllum helstum þjóðvegum landsins en þó er lítillega farið að bera á umbleytu og til dæmis á Norðausturlandi er sjö tonna öxlþungi a Brekkknaheiði og Sandvikurheiði. Upplýsingar um færð eru velttar hjá Vegaeftirliti f sfma 91-631500 og í grænm línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær Akureyri Reykjavfk hití 8 6 UM HEIM að ísl. tíma veður aiskýjað rígning Bergen 3 léttskýjað Helsinki 6 alskýjað Kaupmannahöfn 5 rigning Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Ósló 6 alskýjaö Stokkhólmur 4 súld Þórshöfn 4 léttskýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 4 skúr Barcelona 9 súld Berlín 6 rigning Chicago 8 heiðskírt Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 6 skýjað Glasgow 5 skýjað Hamborg 5 skýjað London 5 skýjað LosAngeles 13 léttskýjað Lúxemborg 2 skýjað Madrid 3 léttskýjað Malaga 11 rigning Mallorca 10 skýjað Montreal 8 skýjað New York 12 skýjað Orlando 22 skýjað París 4 skúr Madeira 14 léttskýjað Róm 12 þokumóða Vín 7 skýjað Washington 13 léttskýjað Wlnnipeg 6 skýjað Heimild: Veöuistofa íslands (Byggt ó veöurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. ihoa " Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Landanir í russn- esk vinnsluskip koma til greina „AÐ MÍNU mati á að kanna hvort heimila beri landanir á síld og loðnu úr íslenzkum skipum yfir borðstokk til vinnslu i rússnesk vinnsluskip gegn því að íslenzk vinnsluskip fái heimild til kaupa á þorski eða veiða á þorski í rússneskri landhelgi. Atriði af þessu tagi hafa komið til umfjöllunar islenzkra og rússneskra stjórnvalda, en deilan um Smug- una hefur hindrað að frekari árangur næðist í slíkum viðræðum," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, meðal annars á aðalfundi íslenzkra sjávarafurða í gær. Þorsteinn sagði, að innflutningur á fiski til vinnslu væri vaxandi og við þyrftum meðal annars að geta jafnað sveiflur í okkar eigin afla með þessum hætti. „Innflutningurinn hef- ur aðallega verið frá Rússlandi og er ekki ólíklegt að hann muni aukast frá því, sem nú er. Við erum í sam- keppni við aðrar þjóðir um þetta hráefni og verðum að gera það, sem hægt er, til að laða hráefnið hingað. Við þurfum að reyna að ná í hluta af þessum afla, en til þess að svo megi verða, þarf að bjóða Rússum þjónustu, sem stenzt samanburð við það, sem bezt gerist hjá keppinautum okkar. Olíuverð þarf að lækka með því að fella niður ákvæði núgildandi laga um flutningsjöfnun og gera þarf úrbætur varðandi heilbrigðis- og sóttvarnarmál, þannig að reglu- gerð þar um skilgreini og samræmi eftirlitið. Líkt og Norðmenn hafa gert, þurfum við að leiðbeina Rússum um hreinlætis- og gæðamál þannig að fiskur, sem keyptur er frá þeim, standist þær kröfur, sem við viljum gera til físks sem framleiddur er hér á landi,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði síðar, er hann svaraði fyrirspurnum, að hann teldi það varasamt að fara að greiða niður verð á innfluttu hráefni til vinnslu. Við hefðum gert athugasemdir við slíkar aðferðir hjá öðrum þjóðum og gætum því tæpast farið að gera svo hér. Stefán Guðmundsson, alþingis- maður, hefur lagt til að sú leið verði farin til að draga úr atvinnuleysi meðal annars. Fjórfaldur pottur í Víkingalottóinu 230-250 milljónir í vinning í næstu viku ENGUM vinningshafa áskotnaðist fyrsti vinningur þegar dregið var í Víkingalottóinu á miðvikudag, en potturinn var þrefaldur, að upphæð 168 milljónir. Potturinn verður því fjórfaldur í næstu viku og er það í fyrsta skipti sem það gerist, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, fram- kvæmdasljóra íslenskrar getspár. Hann kveðst reikna með að vinnings- upphæðin muni nema 230-250 milljónum í næstu viku, sem sé algert met. Islendingar hafa tvívegis unnið 2,8% af heildarupphæð vinning- fyrsta vinning í Víkingalottóinu, en þurft að deila honum með öðrum vinningshöfum og hafa upphæðirnar sem hingað hafa runnið annars veg- ar numið um 11 milljónum króna en hins vegar um 14 milljónum króna. Vilhjálmur segir að enn sé smávægi- legur munur á þeirri upphæð sem spilaglaðir íslendingar hafa greitt til Víkingaiottósins og þess sem til baka hefur komið, en ekki þurfi háan vinn- ing til að breyta stöðunni íslending- um í hag. Danir veija nú mestu fé á hvem íbúa í lottóið og hafa tekið forystu af íslendingum í þeim efnum, en íslendingar, sem eru um 1% íbúa- ljölda á Norðurlöndum, greiða um spottsins. Bent á fjármálaráðgjöf Fleiri tíðindi eru að gerast hjá fs- lenskri getspá, en fyrsti vinningur í íslenska lottóinu er þrefaldur um þessa helgi. Aðspurður um hvort ís- lensk getspá myndi ráðleggja ein- hvers konar sálfræðimeðferð eða aðstoð, skyldi íslendingur hreppa fyrsta vinning óskiptan í Víkinga- lottóinu í næstu viku, kvaðst Vil- hjálmur ekki gera ráð fyrir slíku, en líkast til yrði vinningshafa bent á einhvern hlutlausan aðila, s.s. verð- bréfafyrirtæki, um leiðir til að veija peningunum á skynsamlegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.