Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 VIDSKIPn AIVINNULÍF Fyrirtæki Tap Fiskiðjusamlags Húsavíkur 12 millj. Undirbúningur hafinn að 100 milljóna fjárfestingu í rækjuvinnslu TAP Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. á síðasta ári nam alls um 11,8 milljónum króna samanborið við 11,9 mílljóna tap árið áður. Veru- legpur bati varð engu að síður í rekstrinum þar sem félagið fékk greiddar rúmar 25 milljónir úr verðjöfnunarsjóði árið 1992 og hafði rúmar 11 milljónir í óreglulegar tekjur. Heildarvelta á sl. ári nam alls 1.250 milljónum og jókst um 12,8% frá árinu áður. Að meðal- tali störfuðu 140 manns hjá félaginu og voru launagreiðslur 215 milljónir. Fiskiðjusamlag Húsavíkur rekur frystihús, rækjuverk- smiðju ásamt fleiri greinum tengdum fiskvinnslu. Innlagður bolfiskur varð alls 4.496 tonn á móti 4.611 tonnum árið 1992 og hafði dregist saman um 115 tonn. Samdrátturinn milli áranna 1991 og 1992 varð 547 tonn þannig að á tveimur árum nemur samdrátturinn í bolfiski 662 tonnum. „Þarna sjáum við í hnot- skurn alvarlegasta vandann sem fyrirtækið á við að stríða," sagði Einar Njálsson stjómarformaður á aðalfundi fyrirtækisins nýverið. Skemmtigarðar Tívolígarður íRússlandi „Rækjan hefur aftur á móti stöðugt verið að aukast. Árið 1993 voru tekin til vinnslu um 5 þúsund tonn af rækju á móti 3.700 tonnum árið 1992 þannig að aukningin varð 1.300 tonn.“ Unnið hefur verið að því að und- irbúa endurskipulagningu á rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. Gert er ráð fyrir að að flytja verksmiðjuna af Höfðanum og koma henni fyrir í saltfiskverkun- arhúsi á hafnarstétt. Jafnframt þessu gera tillögur um þetta mál ráð fyrir að rækjupökkunarstöð frá Þróunarsetri íslenskra sjávaraf urða verði flutt til Húsavíkur. í Verðbréfaþing máli Einars kom fram að áætlanir sýndu að hér væri um að ræða mjög arðsaman kost. Fjárfestingin er samtals um 100 milljónir, þ.e. flutningur á rækjuverksmiðjunni og pökkunarstöðinni ásamt end- urnýjun á hluta af tækjabúnaði. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fjárfestum en ljóst þykir að fjármagna þurfi hluta af fram- kvæmdum með nýju hlutafé. Stjórn Fiskiðjusamlagsins hefur tilkynnt íslenskum sjávarafurðum að félag- ið muni taka við pökkunarstöðinni enda breytast ekki forsendur við endurskoðun á rekstraráætlunum. Eigið fé félagsins var tæpar 6 milljónir í árslok og eiginfjárhlut- fall 1,03%. Heildarskuldir voru tæplega 544 milljónir. Handbært fé frá rekstri nam tæplega 20 millj- ónum samanborið við um 25 millj- ónir árið áður. í lok ársins voru hluthafar fé- lagsins 107 að tölu og átti Kaupfé- lag Þingeyinga tæplega 26% hluta- §ár og Húsavíkurbær 54%. Innlendup bjór meö 71% hlutdeild Markaðshlutdeild tegunda: Egils Gull Thule Tuborg Grænn Viking Becks Löwenbau Heinken Holsten Pripps lce bjór Q 1,9% Aðrartegundir l Heildarsala bjórs í janúar til mars var 1.430.180 lítrar —----1 _____| 10,3% Markaðshlutdeild framleiðenda: 35,9% 35,4% Ölgerðin E.S. Viking brugg Becks Heineken Holsten Pripps 4,9% 4,6% Anhauser/Busch Q 2,4% Aðrir □ 2,5% BJÓRSALA jókst á fyrsta fjórðungi þessa árs um rúmlega 37% í lítrum talið en tæp- lega 35% í alkóhólítrum, skv. upplýsingum frá ÁTVR. Bent hefur verið á af hálfu ÁTVR að meginástæða þessarar aukningar felist (því að páskasalan I ár fór fram í mars en á sl. ári var dymbilvikan í apríl. Sú skýring er ekki einhlít því umtalsyerö aukning varð í janúar og febrúar. Að mati Benedikts Hreinssonar, markaðsstjóra Ölgerðarinnar, skýrist aukningin einnig af því að bjór er nú að stærstum hluta seldur í hálfs lítra dósum í stað 33 sentilítra dósa á sama tíma í fyrra. Sala á hálfs lítra dósum hófst sem kunnugt er í ágúst á sl. ári. Á myndinni hér að ofan má sjá að innlendu framleiðendurnir voru með 71,3% hlutdeild á markaðnum á þessu ttmabili en sem fyrr er Egils gull með yfirburði gagnvart öðrum bjórtegundum. Avöxtunarkrafa húsbréfa og spariskírteina lækkar Erlend 0 g innlend verðbréf í erlendri mynt hafa selst fyrir 3,6 milljarða frá áramótum SALA húsbréfa og spariskírteina á Verðbréfaþingi margfaldaðist í gær og ávöxtunarkrafa lækkaði í kjölfar á yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um að svigrúm væri til frekari vaxta- lækkana en urðu í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar í lok október. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði um 0,07 prósentustig og spariskír- teini, sem seldust við 5% ávöxtunarkröfu í útboði ríkissjóðs í fyrra- dag, seldust í gær við lok markaðar á ávöxtunarkröfunni 4,90%. Erlend verðbréf og innlend verðbréf í erlendri mynt hafa selst fyr- ir 3,6 milljarða króna frá áramótum. Kaupmannahöfn. Reuter. STJORN Tívolígarðanna í Kaupmannahöfn hyggst koma upp skemmtigarði í Rússlandi, þótt hún neiti að láta uppi um hve mikla fjár- festingu sé að ræða eða hve- nær framkvæmdir hefjist. Skemmtigarðurinn verður í borginni Perm í Mið-Rússlandi, 1.100 km austur af Moskvu, og verður kallaður Tívolí- Gorkíj-garðurinn. Alþjóðadeild Tívolí mun enn fremur' verja 2,5 milljörðum danskra króna í gerð skemmti- garðs í Kurashiki í héraðinu Okayama í suðvesturhluta Jap- ans. Af öðrum framkvæmdum mæa nefna skemmtigarð við Rín skammt frá Dússeldorf í Þýzkalandi og ævintýragarð í anda Hans Christians Anders- ens í Óðinsvéum á Fjóni, þar sem ævintýraskáldið fæddist. Fjórar milljónir manna heimsóttu Tívolí í Kaupmanna- höfn - síðasta núlifandi dæmi um skemmtigarða 19. aldar - á 150. afmælisárinu 1993. íslandsvikan er skipulögð og í samráði við atvinnumáladeild Jönköping, samkvæmt upplýsingum frá Sænsk-íslenska félaginu. Einnig hefur félagið Kulturbruket og kaup- mannasamtökin í Jönköping sam- þykkt að taka þátt í vikunni. Komið verður á fót mörkuðum í þremur stærstu verslunarmiðstövum borgar- innar þannig að íslenskar vörur Sala húsbréfa varð samtals rúm- ar 700 milljónir, sem er um það bil tífalt meira en algengast er, og ávöxtunarkrafan lækkaði úr 7,20%, sem hún hefur verið undanfarnar vikur og í 7,13% við lok viðskipta í gær. Spariskírteini seldust fyrir 220 milljónir, sem er um það bil tvöfalt meira en algengt er, og verða í sviðsljósinu þessa viku. í því skyni að auðvelda íslenskum fyrirtækjum þáttöku á mörkuðunum þremur hefur Kulturbruket skipu- lagt atvinnuþróunarverkefni, þar sem um 10 manns munu veita fyrir- tækjum aðstoð. Margt. annað verður um að vera þessa Islandsviku í Jönköping. Verið er að skipuleggja tónlistar-, bók- ávöxtunarkrafan á þinginu féll um 0,08 prósentustig. Meiri eftirspurn að undanförnu Sigurbjörn Gunnarsson, deildar- stjóri hjá Landsbréfum, sagði að markaðurinn væri að bregðast við stefnuyfirlýsingu forsætisráðherra mennta- og listviðburði, einnig maraþonskákkeppni utandyra í mið- borg Jönköping. Strætisvagnar verða prýddir íslenskum fánum og búðargluggar skreyttir munum sem minna á Island. Markmiðið er að enginn íbúi Jönköping komist hjá því að taka þátt í hinni íslensku hátíð. Jönköping-borg er orðin ein stærsta miðstöð vörudreifingar í Skandinavíu og er þar m.a. að finna dreifingarmiðstöð Ikea fyrir Evrópu. Fulltrúar Sænsk-íslenska félags- ins verða á Islandi næstu daga og hægt er að komast í samband við þá á skrifstofu Útflutningsráðs. um að stjórnvöld væru tilbúin að beita þeim tækjum sem tiltæk væru til þess að lækka vextina enn frekar. Raunar hefðu verið merki um það síðustu daga að eitthvað væri að gerast því eftirspurn eftir húsbréfum hefði verið meiri en áður og tiltölulega lítið framboð. Honum kæmi ekki á óvart þótt vextir á húsbréfum færu niður undir 5% en mikið neðar færu þeir varla. Það gæti kannski gert það að verkum að húsnæðisbréf færu að seljast, en lítið hefði selst af þeim að undanförnu þar sem Húsnæðisstofnun hefði ekki verið tilbúin að taka hærri ávöxtunarkr- öfu en 5%. Sigurbjörn sagðist vera þeirrar skoðunar að vextir hér á landi myndu taka æ meira mið af vöxtum í nágrannalöndunum. Fjármagnið leiti þangað sem hagstæðasta ávöxtunin sé hvort sem það sé hér eða erlendis og til marks um það nemi kaup á erlendum og innlend- um verðbréfum í erlendri mynt nú 3,6 milljörðum króna frá áramót- um. Rétt hjá stjórnvöldum Bjarni Ármannsson, forstöðu- maður fjárvörslu- og markaðssviðs Kaupþings sagði að markaðurinn virtist vera að bregðast við yfirlýs- ingu forsætisráðherra með þessum hætti og einnig væri sjálfsagt spá- kaupmennska á ferðinni. Menn teldu að ríkisstjórnin og Seðlabank- inn myndu gera allt sem í þeirra valdið stæði til að ná vöxtum á skuldabréfum til langs tíma niður fyrir 5%. Aðspurður hvort hann teldi frek- ari raunvaxtalækkanir raunhæfar sagði hann að þáttur Seðlabankans væri þar stærstur. Spurningin væri hversu miklu menn væru tilbúnir til að fórna til að halda vöxtum á þessu stigi. Kaup Seðlabankans á ríkisverðbréfum auki fjármagn í umferð og gefi öðrum svigrúm á markaðnum. Ef aðrir komi ekki inn í það skarð, sem myndist, sé frek- ari vaxtalækkun ekki óraunhæfur möguleiki á næstunni. Hvort það sé til langírama sé annað mál og velti meðal annars á þróun efna- hagsmála. Um leið og hér yrði ein- hver þensla eða svigrúm skapaðist til fjárfestinga væri eðlilegt að vextir færu eitthvað hækkandi. En hann teldi við núverandi aðstæður að það væri alveg rétt af stjórnvöld- um að reyna að halda vöxtum lág- um en það væri alveg ljóst að það kostaði eitthvað. Markaðurinn ræður Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, segir að Davíð Odds- son, forsætisráðherra meti stöðuna í vaxtamálum rétt í grein sinni í Morgunblaðinu í gær, en það mun hinsvegar koma fram á markaðn- um hversu mikið og hversu fljótt vextirnir lækki. Valur sagði lækkunina vera fyrst og fremst í höndum markaðarins og segir að það sem snúi að bönk- unum sé að undanfarið hafi vextir bankanna markast að töluverðu leyti af framlögum þeirra til af- skriftarreikninga og þegar þær greiðslur lækkuðu skapaðist svig- rúm til vaxtalækkunar. iniiiiii.iiii.iiij íslandskynning í Jönköping SÆNSK-ísIenska félagið I Jönköping hefur ákveðið að efna til ísland- skynningar 13.-19. júní næstkomandi í tilefni af fimmtíu ára afmæli islenska lýðveldisins. Þar gefst islenskum fyrirtækjum tækifæri til að komast í samband við sænska dreifingaraðila. Svíþjóð er tiltölulega lítill markaður fyrir íslenskar afurðir en félagið hefur áhuga á að aðstoða íslensk fyrirtæki að ná fótfestu þar. 1 í I I l i •i s I c 1 í 1 ( I I t I i I c t I I. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.