Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 39 Guðrún Daðadótt ir - Minning Fædd 17. maí 1898 Dáin 1. apríl 1994 Fyrsta apríl andaðist á hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík Guðrún' Daðadóttir föðursystir mín. Hún var aldamótabarn og af þeirri kynslóð sem tók þátt í að leggja undirstöður að velferðarþjóðfélagi okkar. Guðrún fæddist • á Dröngum á Skógarströnd. Foreldrar hennar voru María Andrésdóttir, en hún var systir þeirra skáldsystra, Her- dísar og Ólínu, og Daði Daníelsson. Börn þeirra urðu 15. Ung að árum fór Guðrún vestur á Bíldudal í fóstur til frænku og uppeldissystur Maríu móður sinnar, frá Ásthildar Thorsteinsson, Svo þegar Thorsteinsson-fjölskyldan flutti til Danmerkur varð Guðrún eftir og ólst upp hjá Finnboga Arn- dal kennara og konu hans, Ljósmyndasafn Guðrúnar frænku hafði að geyma myndir af Bíldudalsfólkinu og þar á meðal var Muggur, listamaðurinn vinsæli. Eftir að Guðrún flutti suður var Ásthildur Thorsteinsson búsett í Hafnarfirði og þá bar fundum þeirra saman á nýjan leik. Guðrún frænka mín gerist nú kaupakona í Viðey á Kollafirði, en þá var þar rekið myndarlegt bú. Til er ljósmynd af mörgum hárprúð- um vel klæddum stúlkum við að Vegna meinlegra prentvillna í eftirfarandi grein í Morgunblað- inu miðvikudaginn 6. apríl síðast- liðinn birtum við hana hér á nýj- an leik. Hlutaðeigendur eru inni- lega beðnir afsökunar á mistök- unum; Mig langar með fáum orðum að kveðja vin minn og sóknarfélaga sem reyndist mér alltaf svo vel. Alfred var biskup kaþólsku kirkj- unnar í sjö ár og þjónaði ég honum sem kórdrengur allan þann tíma. Hann var ávallt léttur í lund og áttum við margar góðar og ánægju- legar stundir saman. Hann bauð mér stundum heim í mat og þá var oft glatt á hjalla og mikið hlegið og því kveð ég þig, Alfred minn, með söknuði. Megi Guð og gæfan fylgja þér. Hvíl í friði. Gunnar Lund. rifja flekk á túninu í Viðey. Þar eru fóstursysturnar Guðrún og dóttir Finnboga Arndal. Guðrún ræktaði alltaf samband við fjölskyldu sína eins og fósturfjölskyldurnar. Dætur Maríu og Daða áttu það sameiginlegt að vera einkar vel klæddar og höfðu mjög góða fram- komu svo að eftir var tekið. Prófess- or Sigurður Nordal og Ólöf kona hans höfðu Kristínu Daðadóttur um tíma til þess að gæta barna sinna. En hvíti dauðinn lagði hana að velli áður en hún hafði lokið ráðningar- tíma sínum þar. Sigurður hafði orð á því við mig að hann hefði verið stoltur af Kristínu. Hún var vel gefin og glæsileg stúlka. Þegar móðir Guðrúnar, María Andrésdóttír, varð níræð tók Ríkis- útyarpið viðtal við hana, Þar kom fram að hún hefði viljað vera megn- ug tjl þess að veita börnum aínum þá menntun er hugur þeirra stóð til. Á þeim árum var lífsbaráttan hörð og tækifæri fá, Systkinin fóru snemma að vinna enda vel verki farin og dugleg. Námsleiði var þá óþekkt hugtak. Fróðleiksþrá var þá algeng en aðgangur að bókasöfnum takmarkaður vegna bókaskorts eða þau vart til í mörgum byggðarlög- um. María móðir Guðrúnar elst upp á Kvennabrekku í Dölum hjá séra Guðmundi Einarssyni, en Guð- hag kaþólsku kirkjunnar á íslandi að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa gegnt hárri stöðu innan kirkjunnar þáði hann engin laun fyrir störf sín. Ef einungis fleiri hefðu reynt að skilja ásetning hans í hirðisstarf- inu hefði starf hans fyrir róm- versk/kaþólsku kirkjuna, sem hann unni svo mjög, orðið auðveldara. Við leikmenn megum ekki gleyma þeirri skyldu okkar að endurgjalda prestum andlega hvatningu og skilning þeirra. Því miður njótum við ekki krafta hans lengur. Drottinn ákvað að kalla hann heim og leysa hann und- an jarðneskum skyldustörfum. En þau fræ sem hann hefur sáð hér á landi og um allan heim munu bera ávöxt hundraðfalt fyrir góð- mennsku verka hans. (Ruby) Veronika S.K. Palaniandy, Valdimar Jónsson. mundur var sonur Einars Ólafsson- ar í Skáleyjum og Ástríðar Guð- mundsdóttur, sem var annáluð ágætis kona og skörungur. Systir Guðmundar var Þóra í Skógum móðir Matthíasar Jochumssonar og Guðrúnar í Miðbæ í Flatey, en Guð- rún var móðir Andrésar Andrésson- ar föður Maríu, Ólínu og Herdísar. Þessi ættartengsl verða til þess að María elst upp á Kvennabrekku, en faðir hennar, Andrés Andrésson, drukknaði frá mörgum börnum. Þær fóstursystur Maríu, Ásthildur Thorsteinsson og Thedóra Thorodd- sen fóru báðar í skóla. Thedóra hafði orð á því við föður sinn að hann ætti líka að lofa Maríu að læra því að hún væri ekki síðri nemandi en þær systur. Tíðarand- inn var á þeim tima ekki jákvæður. María var dagfarsprúð og virðuleg kona og hafði af miklu að miðla úr sínum andlega sjóði. Maður hennar, Daði Daníelsson, var „mús- íkalskur" maður og gat orðið sér flti um lærdóm í tónfræði og hljóð- færaleik á yngri árum. Hann var forsöngyari um tíma í Breiðabóls- staðarkirkju á Skógarströnd. Guðrún Daðadóttir giftiat Pétri Eyvindssyni ættuðum úr Mosfolls- sveit, Þau bjuggu í Reykjavík, Heimili þeirra var þekkt fyrir gest- risni og myndarskap. í þá daga var yfirleitt leitað til kunningja og ætt- ingja þegar til Reykjavíkur var far- ið. Ég naut þess að vera þeirra gestur. Faðir minn, bróðir Guðrúnar, minntist þess oft hve gott hefði verið að koma til Gunnu systur og Péturs, ekki einungis vegna þess hve frábærar móttökurnar voru, heldur aðstoðar þeirra hjóna við útréttingar. Börn Guðrúnar og Péturs urðu þrjú. Þau eru: Jónína skrifstofu- maður í Reykjavík; Björn er verk- fræðingur í Reykjavík og kvæntur Elísabetu Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn; Valdimar er bæði lærður stýrimaður og húsasmíða- meistari og er kvæntur Ásdísi Krist- jánsdóttur og eiga þau fjögur börn. Sagt er að besta aðferðin við barnauppeldi sé að vera góð fyrir- mynd. Það tókst Guðrúnu og Pétri. Þau hjón virtu hvort annað og sam- heldni einkenndi fjölskylduna. Árið 1951 missti Guðrún mann sinn og var hún ekkja í tæp 43 ár. Lengst af bjuggu þær mæðgurnar saman í húsinu sem Pétur byggði í Miðtúni 74. Pétur var reglusamur og uni- hyggjusamur heimilisfaðir. Ég minnist frænku minnar með virð- ingu, þakklæti og söknuði. Ég á þijár gjafir frá Guðrúnu sem ég geymi en þær bera vott um rausnar- skap og smekkvísi. Góð og mikilhæf kona er gengin og sendir Miðhúsafólkið börnum hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ólína Kristín Jónsdóttir. Alfreð Jolson biskup - Minning „í hveijum sönnum vini má skynja Guð.“ (Lucy Larcom.) Engin orð fá lýst manni sem Alfred biskup Jolson var. Hann var maður sem bar skilyrðislausan kær- leik til allra manna. Hann gaf stöð- ugt frá sér. í hans augum voru börnin okkar stærsta von. Söknuður okkar er mikill. Við höfum misst mikið. Kross hans var mjög þungur en öllu tók hann með brosi á vör og ávallt setti hann aðra framar eigin hagsmunum. Oft misskildi fólk ferðir hans erlendis. Sérhver ferð var farin með ísIíHHlskosliir lr'armingar Verð frá 1400 kr. á niann (il 4849 Munió minníngarkort Menningar- og minningar- sjóós kvenna. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNEY MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 104, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. apríl kl. 14.00. Friðbjörg Ólína Kristjánsdóttir, Matthias Guðmundsson, Þórheiður Kristjánsdóttir, Jón Ólafsson, Helga Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN ÞORKELSDÓTTIR, frá Álftá, Suðurgötu 12, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. apríi kl. 16.00. Þeim sem vilja minnast hennarer bent á Sjúkrahús Suðurnesja. Kvenréttindafélag íslands, sími 18156. ,i... Valtýr Guðjónsson, Emil Valtýsson, Guðrún Valtýsdóttir, Gylfi Valtýsson, Aslaug Bergsteinsdóttir ogbarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar JAKOBS MARÍUSAR SÖLVASONAR, Skagfirðingabraut 15, Sauðárkróki, Kristfn Sölvadóttir, Kristján Sölvason, Sveinn Sölvason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, HANS OTTO JETZEK, Tjarnargötu 24, Reykjavik. Álfheiður Lindal Jetzek, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRIÐAR G. LÁRUSDÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavfk. Erna Sigurðardóttir, Sigurður Þórðarson, Gísli H. Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Björn E. Sigurðsson, Smári Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, WILLIAMS J. NOLANS, Melteig 14, Keflavfk, sem andaðist 20. mars á heimili sínu. Rósa Nolan, Agnes S. Hodes, David Hodes, William Elfar Nolan, Connie Nolan, Joseph M. Nolan, Brian Ólafur Nolan, Mary Nolan, Margrét R. Nolan, John Biebelhausen og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EGILS KARLSSONAR, Jaðri, Eskifirði. Arnheiður Halldórsdóttir, Sólveig Krístmannsdóttir, Árni Helgason, Ágústa Egilsdóttir, Atli Börkur Egilsson, Kolbrún Brynja Egilsdóttir, Karl Ingvar Egilsson, Guðbjörg María Egilsdóttir, og barnabörn. Haukur Björnsson, Bea Meyer, Bernhard Bogason, Kristfn Kristinsdóttir, Kristján Kristinsson t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför míns hjartkæra eiginmanns, föður, stjúpföð- ur, tengdaföður, afa, langafa og bróður, BRYNJÓLFS MAGNÚSSONAR, Bústaðavegi 85. Sérstakt þakklæti til séra Ólafar fyrir að fara á sjúkrahús til hans og flytja sína fallegu bæn sem honum þótti svo vænt um. Einnig þökkum við Pálma Jónssyni lækni fyrir hans miklu hjálp okkur til handa, og séra Sigfinni sjúkrahúspresti fyrir hvað hann kom fljótt til hans. Svo skal þakka Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir hjúkrun heima á meðan hann beið eftir plássi á sjúkrahúsi. Guð blessi ykkur öll. Jóna G. Sigurðardóttir, Sigurður Brynjólfsson, Guðborg Kristín Olgeirsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Herbert Svavarsson, Brynjólfur Sigurðsson, Elfn Vfdalín Bjarnadóttir, Olgeir Sigurðsson, Edda Rósa Gunnarsdóttir, Jóhanna Selma Sigurðardóttir, Erik Vfdalín Brynjólfsson ogsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.