Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Vímuefnameðferð fyrir unglinga Lýsing á leið unglings sem ákveður að hætta í neyslu og verða edrú eftir Magneu B. Jónsdóttur Mikið hefur verið fjallað um unglinga sem eru á blindafyllerí og á kafi í eiturlyfjum, sem ganga um miðbæinn, rænandi og ruplandi og lenda sífellt í slagsmálum. Minna er fjallað um þá sem taka sig á og venda kvæði sínu í kross. Þeir eru ófáir, sem gengu um með „mér er sama um allt“-viðhorf og ógnandi meðborgurum sínum, sem nú stunda sitt „edrúprógramm", sækja vinnu eða skóla og hafa jafn- vel stofnað fjölskyldu. Hvað gerðist hjá þessum fyrrverandi „vandræða- unglingum“? Jú, þeir fóru í með- ferð. En þeir gerðu meira en það. Þeir ákváðu að opna sig fyrir því, að til sé betra líf og reyna allt sem þeir gátu til að öðlast það. Það er gífurlega erfið barátta. í þessari grein ætla ég að segja frá þessari baráttu sem unglingurinn háir til að vera edrú, eins og ég þekki hana af starfi mínu á Tindum. Fæstir fara af sjálfsdáðum í meðferð fyrr en allt er komið í óefni. Fleiri hafa fyrir þrýsting for- eldra eða barnaverndaraðila. I upp- hafi meðferðar er farið í gegnum viðamikla greiningu. Þar er athug- að hvort viðkomandi á við raun- verulegt vímuefnavandamál að stríða og einnig eru önnur vanda- mál greind. Þar er stuðst við upp- lýsingar frá unglingnum og að- standendum, sálfræðipróf og hegð- „Meðferðin á Tindum tekur ca. þrjá mánuði. Þar fer fram tilfinn- ingalegt, vitsmunalegt og atferlisbreytandi starf. Stöðugt er stuðst við 12 reynsluspor AA samtakanna og eru fyrstu 5 sporin tekin fyrir.“ unarathuganir. Jafnframt er reynt að gera unglinginn móttækilegan fyrir þeirri hjálp sem honum stend- ur til boða. Ef viðkomandi greinist með vímuefnavandamál heldur hann áfram í meðferð sem byggist á 12 reynslusporum AA samtakanna. Hún gengur út á það að viðurkenna á heiðarlegan hátt vanmátt gegn vímuefnum og að hafa misst stjórn á lífinu. Einnig að viðurkenna það, að þurfa hjálp til að sigrast á fíkn- inni og öðlast kjark til að gera það sem til þarf. A þessu stigi meðferð- arinnar þarf unglingurinn að segja frá yfirsjónum sínum og sársauka- fullri reynslu. Hann þarf að kynn- ast tilfinningum sínum, bæði já- kvæðum og neikvæðum og læra að tjá þær á viðeigandi hátt. T.d. ef hann var vanur að slá þann sem niðurlægði hann þarf að læra að skilja hvað er á bak við niðurlæg- inguna og tala um það áður en hann verður reiður. Hann þarf að skoða hegðun sína og viðhorf og breyta þeim. Hann þarf að vinna með sektarkenndina og skömmina vegna þess sem hann hefur gert öðrum og sjálfum sér. Hann lærir að skilja, að hann einn er ábyrgur fyrir sinni neyslu, þótt ýmislegt í lífi hans hafi rutt farveginn fyrir hana. Meðferðin á Tindum tekur ca. þijá mánuði. Þar fer fram tilfinn- ingalegt, vitsmunalegt og atferlis- breytandi starf. Stöðugt er stuðst við 12 reynsluspor AA samtakanna og eru fyrstu 5 sporin tekin fyrir. Hópvinnan er ráðandi en einnig er gengið út frá því að hver og einn þarf einstaklingsmeðferð. Tekið er á sértækum vandamálum svo sem kynferðislegu ofbeldi, einelti, and- legu og líkamlegu ofbeldi, afbrotum og sorg. Einnig fer fram öflug fjöl- skylduvinna. Meðferðinni lýkur með útskrift í eftirmeðferð. Hún fer fram í Reykjavík og þar er unglingnum fylgt eftir í ca. eitt ár. Oftast fara unglingarnir heim til foreldra sinna, en í sumum tilfellum er það ekki hægt og þá er leitað annarra úrræða. Þau eru af skorn- um skammti, sérstaklega fyrir unga krakka. Eftirmeðferðin heldur áfram með hóp- og einstaklingsvinnuna, svo og stuðningi við foreldrana. Þar er lögð áhersla á að unglingur- inn tengist AA samtökunum, kynn- ist öðru edrú fólki og læri að skemmta sér án vímuefna. í eftir- meðferð Tinda vinna áfengisráð- gjafi og sálfræðingur. Þar reynir Magnea B. Jónsdóttir mikið á að takast á við önnur vandamál sem koma í dagsljósið þegar vímuefnin eru ekki til staðar til að deyfa þau. Oft skortir ungl- inga sjálfstraust, eru feimnir, stríða við kvíða og óöryggi. Þeir þekkja engar leiðir til að skemmta sér án vímuefna, enda það fyrirbæri sjald- gæft í íslensku þjóðfélagi. Þótt mikið hafi áunnist á heimilinu eru ýmis samskiptavandamál til staðar og erfiðleikar við að halda upp þeim aga og reglum sem krakkarn- ir kynntust í meðferðinni. Þar spil- ar inní óöryggi foreldra sem vita lítið um hvað er rétt að banna og leyfa. Á þessum málum er tekið í. eftirmeðferðinni og kostar það mik- inn viijastyrk og sjálfsaga hjá ungl- ingunum og þolinmæði hjá starfs- fólki og foreldrum. Oft eru allir alveg að gefast upp og þá þarf að taka sig enn meira á. Sumir ráða ekki við vandamálin og standast ekki þrýsting fyrrum neyslufélaga sem erfitt er að forð- ast. Þá sjá þau enga aðra lausn enn að „detta í það“ og ferðin nið- ur er oftast hröð. Vellíðan í neyslu Orð í umræðu um ís- lenskan landbúnað eftir Gísla S. Einarsson Á undanförnum mánuðum hefur verið að koma æ betur í ljós að kerfi það sem bændur búa við, framleiðsla búvara, er með þeim hætti að ekki verður við unað. Þeg- ar kerfið var sett á var það vegna þess að ljóst var að stjórnun varð að koma á og nauðsyn kallaði á aðlögun að markaði og að heildar- yfirsýn lægi fyrir. Reynslan af kerf- inu hefur komið ilía við marga bændur, af mismunandi ástæðum. Hagræðing án höfnunar Misjafnlega stóð á í búrekstri þegar kerfinu var komið á. Sumir bændur höfðu farið að tilmælum og minnkað bú sín áður en kerfið var sett á en aðrir höfðu stækkað bú sín í trássi við óskir og nutu þess þegar stýringin var sett á. Nú er svo komið að fjöldi bænda getur ekki hætt búskap, hvað þá stækkað bú sín til áframhalds. Það er ekki auðvelt að benda á leiðir til að koma á betri stjórnun en það verður að laga kerfið að þörfum markaðarins, ásamt því að finna nýja markaði á erlendri grund, sem miklar vonir eru bundnar við. Ég tel að gera verði bændum, sem hafa náð 67 ára aldri og vilja bregða búi án þess að yfirgefa sín- ar eignir, kost á að hætta á mann- sæmandi veg, þannig að þeir geti setið sína jörð með bústofn sem nemur nokkrum kindum, kú og fáeinum hrossum til ánægju og yndisauka á efri árum. Ríkið sjái viðkpmapdi aðilum fyrir lágmarks- í launum, þannig að lífeyrir og aðrar greiðslur dugi til viðunandi lífsvið- urværis. Þetta er leið til hagræðingar. Það er svo enginn vandi að setja bú aftur í rekstur ef markaðir vinn- ast fyrir framleiðslugetu íslenskra jarða. Meðan ástand er eins og það er verður að draga úr fjárfestingu tækja í landbúnaði á Islandi, en gert er ráð fyrir fjárfestingu upp á 8-900 milljónir á árinu 1994 þegar allt gengur á afturfótum. Þessu verður að breyta. Búháttabreyting Mikið hefur verið rætt um bú- háttabreytingu. Það er enginn vafi á því að unnt er að hverfa að ýmiss konar starfsemi á býlum í sveitum, það hafa dæmin sannað. Slíkar breytingar gerast aðeins á löngum tíma og til þess að árangur náist þarf að vinna margra ára þróunar- starf. Þegar rætt er um offramleiðslu í landbúnaði er ávallt sagt að bænd- um verði að fækka (sbr. grein Sturlu Böðvarssonar í DV 8. mars sl.). En ég held að það verði að gera bændum kleift að hverfa að annars konar búskap og að fólk fái að búa þar sem það helst kýs og með það sem hentar best á viðkom- andi jörð. Til þess að svo megi verða þarf bæði þróun og rann- sóknir. Marktækar breytingar taka áratug og á meðan verður að gera viðkomandi aðilum mögulegt að lifa mannsæmandi lífi og lijálpa þeim sem fara illa út úr tilraunum þann- ig að þeir sitji ekki eftir með von- lausar skuldir og tjón. Það er rétt að geta þess í þessu sambandi, að ég tel að rétt hafí verið að hefja loðdýrabúskap og fiskirækt á sínum tíma, það sanna dæmin í dag. En að hleypa þessu öllu af stað, eins og gert var gegnd- arlaust, er óþolandi, því að stór hópur fjölskyldna og einstaklinga situr í gjaldþrotum og skuldum fyrir það að menn ætluðu að byggja Róm á einum degi. Þeir sem sitja í ábyrgð eru ríkisvald og bankar, sem stjórnlaust mokuðu fé, án rannsókna, í þær aðgerðir sem að framan getur. Alþingi og búvörulög Síðustu vikur hefur staðið yfir stríð á Alþingi um breytingu á búvörulögum. Að þeim breytingum loknum hefur verið komið á meiri vernd fyrir íslenskan landbúnað en nokkru sinni fyrr, og það að sjálf- sögðu með fullu samþykki Alþýðu- flokksins. Menn reyndu að koma inn í þessa lagasetningu túlkun á framkvæmd laga eftir að GATT- Úi-úgvæ-samningur gengur í gildi í janúar 1995 eða í júlí 1995. Þessa framkvæmd gat undirritaður ekki samþykkt og notaði sem rök ítrek- aðar ræður landbúnaðarráðherra um hvernig farið skyldi með undir- búning lagasetningar eftir undirrit- un GATT-samnings. Það hefur verið spaugilegt að kynnast þeim áróðri sem hafður hefur verið uppi gegn Alþýðu- flokknum varðandi íslenskan land- búnað. Með gegndarlausum áróðri hefur Alþýðuflokknum verið kennt um hvernig komið er fyrir landbún- aði á íslandi. í því sambandi vil ég segja: Við kratar skorúmst ekki Gísli S. Einarsson „Með gegndarlausum áróðri hefur Alþýðu- flokknum verið kennt um hvernig komið er fyrir landbúnaði á ís- landi. I því sambandi vil ég segja: Við kratar skorumst ekki undan ábyrgð.“ undan ábyrgð. Frá upphafi höfum við aðeins stjórnað landbúnaðar- ráðuneyti í 4 mánuði 1977-78 gegn því að gera þar engar breyt- ingar. Stjórnunar- og aðgerða- ábyrgð liggur hjá framsókn, íhaldi og Alþýðubandalagi. Þessir flokkar bera fyrst og fremst ábyrgð á því að fjölmargar bændafjölskyldur eru við fátæktarmörk. Höfundur cr 4. þingniaður Vesturlandskjördæmis. stendur stutt yfir og allmargir leita sér hjálpar á ný. Enn svo eru marg- ir sem ná að halda sér frá vímuefn- um og er það mjög gefandi að sjá breytinguna á þeim. Þau fríkka og mildast í andliti og fara að hugsa um að halda sér til. Þau brosa meira og fá líf í augun. Þau tjá sig á opinskáan hátt um líðan og til- finningar og hafa öðlast gott inn- sæi. Þau eru gott fordæmi fyrir yngri systkini og unglinga sem eru í neyslu. Þetta eru unglingarnir sem eiga eftir að mæta kröfum þjóðfélagsins á þroskaðan og heil- steyptan hátt. Þetta eru ungling- arnir sem eiga eftir að móta fram- tíðina og við sem höfum staðið með þeim í baráttunni fylltumst stolti við þá tilhugsun. Höfundur er sálfræðingur á Tindum, meðferðarstofnun fyrir unglinga í vímuefnavanda. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbrauy Kopavogi, sími S71800 Opið sunnudaga kl. 13-18. Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 ’90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Nissan Micra GL '91, 5 g.p ek. 45 þ. Toppeintak. V. 590 þú MMC Lancer EXE '92, hlaðbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód. Subaru Legacy Arctic 2,0 ’93, 5 g , ek. aðeins 9 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2060 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 ’91, 5 g., ek. 40 þ., ál- felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús., sk. á ód. Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, 5 g., ek. 40 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1150 þús. Lada Samara 1500 ’91, 5 dyra, 5 g., ek. 51 þ. V. 390 þús. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, sjálfsk., ek. 40 þ. V. 1450 þús. Toyota Corclla Touring 4x4 '90, 5 g., ek. 77 þ. V. 990 þús., skipti á árg. '92-94, sjálfsk. bíl. MMC Colt GLX '90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.lf. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX hlaðbakur '90, 5 g., ek. 87 þ., þjónustu og smurbók frá Heklu. V. 820 þús. Tilboðsverð kr. 730 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, steingrár, 5 g., ek. 87 þ. V. 590 þús. Toppeintak. Nissan Sunny 1.6 SLX hlaðbakur '91, rauður, 5 g., ek. 53 þ., álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 950 þús. Dodge Dakota Sport 4 x 4 '91, vsk-bíll, 6 cyl., 5 g., ek. 50 þ., 4ra manna. V. 1490 þús. Chevrolet Blazer Thao S-10 '87, sjálfsk., rafm. í öllu, ek. 108 þ., álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 1150 þús., sk. á ód. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station '90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. Volvo 440 GLT '89, 5 g., ek. 80 þ., álfelg- ur, spoiler o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. Honda Accord EX 2000 '91, rauöur, 5 g., ek. 70 þ., rafm. i rúðum, álfelgur, spoil- er o.fl. V. 1350 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX station 4x4 '88, silf- urgrár, 5 g., ek. 69 þ., rafm. i rúðum, centrallæs. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Galant Super Salon '89, blár, sjálfsk., ek. 73 þ., rafm. í rúðum, sóllúga, álfelgur, spoiler o.fl. V. 1050 þús. Vantar '92 Galant Super Salon. Daihatsu Charade TX '87, 4 g., ek. 87 þ. V. 280 þús. Toyota Double Cab V-6, 4,31 '89, rauður, sjálfsk., 6 cyl., ek. 30 þ. á vól. 44“ dekk. Mikið breyttur. V. 1590 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.