Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Breytingartillögnr sjávarútvegsráðherra og meirihluta sjávarútvegsnefndar Þrengdar heimildir til að flytja kvóta á skip TILLÖGUR meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis og sjávarút- vegsráðherra, sem kynntar voru í þingflokkum ríkisstjórnarinnar á miðvikudag, gera m.a. ráð fyrir að fellt verði úr frumvarpi um stjórn fiskveiða ákvæði um að heimilt sé að framselja aflahlut- deild til fiskvinnslustöðva. Lagt er til að bannað verði að flylja aflamark til skips ef meira en 15% aflamarks af sömu tegund hafa verið flutt af skipinu á fiskveiðiárinu. Þá er lagt til að ef fiskiskip veiðir minna en 50% af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum tvö fiskveiðiár í röð falli veiðileyfi þess og aflahlut- deild niður og skal aflahlutdeild annarrar skipa í viðkomandi teg- undum hækka sem því nemur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frambjóðendur ræða við kaupmenn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og Árni Sigfússon , oddvitar fram- boðslistanna til borgarstjórnar Reykjavíkur, á fundi Kaupmannasam- takanna. Milli frambjóðendanna eru Bjarni Finnsson, formaður Kaup- mannasamtakanna, og Magnús Finnsson, framkvæmdasljóri. Oddvitar framboðslistanna í Reykjavík Laugavegurinn end- urbættur á næsta ári ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, lýsti því yfir á fundi með kaupmönnum í Reykjavík í gær að hann vilji beita sér fyrir því að farið verði í endur- bætur á Laugavegi á næsta ári. Mikilvægt sé að undirbúa framkvæmd- irnar vel og að þær gangi hratt fyrir sig. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóraefni R-listans, sagðist fagna því ef borgin ætli að taka sér góðan tíma í að undirbúa þessa framkvæmd vel. Mikið vanti upp á að framkvæmdir séu almennt nægilega vel undirbúnar hjá borginni, enda sé það nánast regla að þær fari langt fram úr kostnaðaráætlun. Einnig er lagt til að bannað verði að flytja aflamark til skips sem er bersýnilega umfram veiði- getu þess. Þá er m.a. gerð sú breyting á frumvarpi um Þróunar- sjóð sjávarútvegsins að þróunar- sjóðsgjald á fiskiskip komi til framkvæmda frá og með árinu 1995 en ekki um næstu áramót eins og ráðgert hafði verið og að gjald á fiskvinnslustöðvar komi til framkvæmda við álagningu gjalda 1995 vegna gjaldstofns ársins 1994 en ekki á yfirstandandi ári. Alls eru gerðar breytingartillögur sem lagðar verða fram í 5 frum- vörpum. Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna Lögð voru fram drög að sér- stöku frumvarpi um samstarfs- nefnd sjómanna og útvegsmanna sem miðar að því, að koma í veg fyrir að viðskipti með aflaheimildir hafí óeðlileg áhrif á skiptakjör sjó- manna. Á samstarfsnefnd útvegs- manna og sjómanna að fjalla um ágreining er tengist áhrifum við- skipta með aflamark á uppgjör á aflahlut sjómanna. Einungis heild- arsamtök sem standa að tilnefn- ingu samstarfsnefndarinnar geta skotið málum til nefndarinnar. Nefndin á að afla ítarlegra gagna um fiskverð, forsendur þess og önnur atriði sem geta haft áhrif á aflahlut sjómanna og leita upplýs- inga hjá viðkomandi útgerð og áhöfn um öll atriði sem geta skipt máli við úrlausn á hveiju máli. Er skylt að veita nefndinni aðgang að öllum gögnum varðandi uppgjör og forsendur þess. Nefndin á að koma þeim tilmælum til hlutaðeig- andi útgerðar og áhafnar að ágreiningur verði leystur í sam- ræmi niðurstöður nefndarinnar en geta ella skotið málinu til gerðar- dóms. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. júní og gildi til árs- loka 1995. Bann við þátttöku í kvótakaupum Samhliða þessu frumvarpi er lagt til að flutt verði frumvarp um breytingar á lögum um skiptakjör og greiðslumiðlun innan sjávarút- vegsins og er þar lagt bann við að draga kostnað vegna kaupa á aflamarki frá heildaraflaverðmæti við hlutaskipti. Brot á þessu ákvæði varða sektum. „I þessu banni felst einnig bann við fyrir- fram samkomuiagi milli útvegs- manna og sjómanna um kostnað- arþátttöku af þessu tagi, m.a. í því formi að þeir síðarnefndu leggi Ijármuni í sérstaka sjóði til að taka síðar þátt í kaupum útgerðar- fyrirtækja á aflamarki. Er hér í reynd verið að lögfesta þau ákvæði er um þetta hafa gilt í kjarasamn- ingum Sjómannasambands Islands og Vinnuveitendasambands ís- lands,“ segir í athugasemdum við frumvarpið. Sú breytingartillaga er gerð við frumvarp um stjórn fiskveiða að bátum minni en 6 brúttólestir, sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum með dagatakmörkun- um, verði einungis heimilt að stunda slíkar veiðar en ekki leyft að velja sér kvóta. Þá er m.a. lögð til sú takmörkun á verslun með aflaheimildir að þegar meira en 15% af aflamarki af einhverri tegund, sem úthlutað var til skips í upphafi fiskveiðiárs, hefur verið flutt til skipa í eigu annarra útgerða án þess að um jöfn skipti sé að ræða verði óheim- ilt að flytja aflamark af sömu teg- und til skipsins á sama fiskveiði- ári. Á sama hátt verði óheimilt að flytja aflamark frá skipi þegar meira en sem svarar 15% af upp- haflegu aflamarki skipsins af við- komandi tegund hefur verið flutt til skipsins frá öðrum útgerðum. í breytingartillögum við frum- varp um Þróunarsjóð sjávarút- vegsins er lagt til að fellt verði niður bann við að fiskvinnsluhús sem hafa verið úrelt verði aftur nýtt til fiskvinnslustarfsemi. Þró- unarsjóði verði gert skylt að stuðla að vöruþróun, markaðssetningu íslenskra sjávarafurða og annarri nýsköpun í sjávarútvegi, sem og þátttöku íslenskra aðila í sjávarút- vegsverkefnum erlendis og er sjóðnum heimilt að veita lán og ábyrgðir í því skyni. Einnig er lagt til að Qármálaráðherra verði heim- ilað að taka 2.720 millj. króna að láni á þessu ári og endurlána Þró- unarsjóði. Frambjóðendurnir settu fram ýms- ar hugmyndir á fundinum um hvern- ig mætti bæta hag verslunar í Reykjavík. Árni lagði mikla áherslu á bættar samgöngur og sagði að þær væru meðal lykilatriða að sterkari verslun. Hann sagði að með lagningu göngustíga mætti styrkja hverfa- verslanirnar og eins þyrfti víða að bæta aðkeyrslur að verslunum. Sterkari verslun þýðir minna atvinnuleysi Ámi varpaði fram þeirri hugmynd að borgin, í samvinnu við kaupmenn, hótel, veitingahús og fleiri aðila, standi fyrir sérstökum Reykjavíkur- dögum. Þessir dagar gætu t.d. verið í ágúst og verið í tengslum við af- mæli borgarinnar. Ingibjörg Sólrún sagði að efling verslunar í Reykjavík væri mikilvæg- ur þáttur i því að draga úr atvinnu- leysi í borginn. Tæplega 900 verslun- armenn í Reykjavík séu atvinnulaus- ir í dag, 686 konur og 193 karlar. Ingibjörg Sólrún sagði að eitt af því sem R-listinn vilji beita sér fyrir sé að skapa aðstæður fyrir meiri sam- keppni í flutningastarfsemi í borg- inni. Hún sagði að nýleg skýrsla um skipaflutninga sýni að ekki sé van- þörf á því. Hún sagði að borgin ætti að geta boðið fyrirtækjum, sem vilja hefja sjóflutninga til landsins, betri aðstöðu. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings Framkvæmdastj óri nýrrar 10-11 verslunar í Borgarkringlunni Tvær matvörubúðir á svæðinu ættu að ganga Morgunblaðið/Þorkel) Opið 10 til 23 daglega MARGIR kusu að gera innkaup í nýrri 10-11 verslun sem opnuð var í Borgarkringlunni í dag. Kemur til greina að sigla skipunum „MÉR finnst það koma til greina að sigla skipum okkar inn til Reykja- víkur í mótmælaskyni, verði staðreyndin sú að menn ætli að eyði- leggja kvótakerfið og minnka útflutningsverðmæti landsmanna um 10 milljarða. Ég vil ekki láta slíka hluti gerast án þess að mótmæla," sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki, á aðalfundi Islenskra sjávarafurða í gær. Á fundinum kom fram hörð andstaða við tillögur meirihluta sjávarútvegsnefndar um skerðingu á framsali aflaheimilda og ákvæða í frumvarpi um há- marksafla krókabáta. NÝ 500 fermetra 10-11 verslun var opnuð í gær í Borgarkringl- unni og síðdegis í gær sagðist Eiríkur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vöruveltunnar hf., sem rekur verslunina, vera ánægður með fjölda viðskipta- vina sem lagði leið sína í verslunina. Ragnar Atli Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hofs hf., eignar- haldsfyrirtækis Hagkaups, seg- ist ekki óttast samkeppnina við nýju verslunina. Eiríkur sagðist ekki vera hræddur við samkeppnina við Hagkaup, sem er til húsa í Kringl- unni, enda sé hverfið í kringum verslunina stórt og umferðaræðin í gegnum það fjölfarin. „Það er alltaf verðstríð í gangi. Eg verð bara að gera betur en þeir,“ segir hann. „Af hveiju ætti ekki að ganga að hafa tvær verslanir á þessu svæði eins og allar fataverslanir sem starfa í Kringlunni og Borgarkringlunni?" Hann bendir á að opnunartími 10-11 verslunarinnar sé lengri en Hagkaups og því eigi fólk kost á því að versla utan hefðbundins verslunartíma. Verslunin í Borgar- kringlunni er fjórða 10-11 verslun- in sem opnuð er á höfuðborgar- svæðinu og til stendur að opna fimmtu búðina síðar á þessu ári í Hafnarfirði. Oðruvísi horft, við ef um stórmarkað væri að ræða Ragnar sagðst ekki eiga von á því að nýja verslunin hefði áhrif á Hagkaup í Kringlunni enda væri nýja verslunin einungis 500 fer- metrar. Málið hefði horft öðruvísi við ef um aðra 4.000 fermetra stórverslun hefði verið að ræða. Nýlega hefur opnunartími Hag- kaups í Skeifunni verið lengdur og samræmdur því sem gerist í verslunum fyrirtækisins á Sel- tjarnarnesi og í Grafarvogi. Ragn- ar Átli sagði að þessi lenging opn- unartíma væri að vissu leyti við- brögð við fjölgun svokallaðra „klukkuverslana“ eins og 10-10, 11-11 og 10-11 undanfarin ár. Einar Svansson taldi líklegt að menn áttuðu sig ekki á því, í hveiju tillögur sjávarútvegsnefndar fælust. Hann sagði að ekki væri bara talað um að menn yrðu að taka helming aflaheimilda sinna á tveimur árum, heldur væri líka verið að tala um, að væri kvóti fluttur af einu skipi yfir á annað, mætti aðeins flytja 15% þess sem framselt var, til baka. Það þýddi einnig að sá, sem tæki við kvótanum mætti ekki flytja frá sér nema 15% af því sem hann tæki við. Einar sagði það dæmigert fyrir vinnubrögð Alþingis að koma með fljótaskriftartillögur á síðustu stundu án þess að hafa hugmynd um það hvernig það kæmi út. Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyr- ir fyrirtæki og þjóðarbúið. Hringlandaháttur Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar hf. á Höfn tók í sama streng og Einar Svansson og sagði að það væri óþolandi að búa við svona hringlandahátt í stjórnun fiskveiða. í hans fyrirtæki hefðu menn á síðasta ári gert miklar breyt- ingar á rekstrinum í samræmi við gildandi lög og reglur um stjórn fisk- veiða. Grundvellinum undan þeim breytingum yrði kippt með takmörk- un á framsali aflakvóta. „Það er ekki hægt að búa við svona óvissu," sagði Halldór. Fulltrúar útvegmanna innan ís- lenskra sjávarafurða áttu síðdegis í gær fund rneð Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ til að fara yfir stöð- una. Að sögn Einars Svanssonar geta útgerðarmenn víða að _af Iand- inu ekki sætt sig við að LÍÚ leggi blessun sína yfir þessar tillögur. „Við munum hugsanlega fara fram á opinn fund í félaginu, ef það ger- ist,“ sagði Einar. Bitamunur „Ég trúi því ekki að óreyndu að þetta verði niðurstaðan," sagði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um tillögur sjávar- útvegsnefndar. Arthur segir að ekk- ert sé tekið á vanda aflamarksbáta sem búnir séu að missa 70% af veiði- heimildum sínum á 32 mánuðum. Breytingin á banndagakerfinu sé bitamunur en ekki eðlismunur. Arthur segir að aflamarksbátar iiafi hlutfallslega mest allra af veiði- heimildum í þorski, en ekkert tillit sé tekið til þess að niðurskurðurinn hefur allur verið í þorski. í fyrirliggj- andi tillögum sé ekki heldur gert ráð fyrir því að smábátar njóti þess ef veiðiheimildir verða auknar. 1 í [ I ( t: l 8 I 8 I I | C I I E f I í ( I H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.