Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
Islensk bókmenntasaga
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
íslensk bókmenntasaga, II. bindi,
eftir Böðvar Guðmundsson, Sverri
Tómasson, Torfa H. Tulinius og
Véstein Ólason. (571 bls.) Mál og
menning 1993.
Hér er á ferðinni annað bindið af
fjögurra binda verki um íslenska
bókmenntasögu frá upphafí til vorra
daga. Fyrsta bindi verksins kom út
árið 1992 og var í því aðallega fjall-
að um íslensk fornkvæði og fornsög-
ur. Um leið og bókin kom út lofuðu
útgefendur því að annað bindi bók-
menntasögunnar kæmi í kjölfarið,
sem nú er orðin raunin.
Tveir höfundar þessa bindis áttu
einnig aðild að ritun fyrsta bindisins,
þeir Sverrir Tómasson og Vésteinn
Ólason sem einnig er ritstjóri. Auk
þeirra rita Böðvar Guðmundsson og
Torfi H. Tulinius dijúgan hluta en
af þessum ljórum er greinilegt að
meginþungi ritunarinnar hefur hvílt
á herðum Vésteins.
I þessu bindi bókmenntasögunnar
myndar umfjöllun um íslendingasög-
ur kjölfestuna, enda varla við öðru
að búast. Annar stór hluti bindisins
fjallar um trúarlegar bókmenntir og
drjúgur hluti er um bókmenntasköp-
un eftir fall páfaveldisins hér á landi,
milli 1550 og 1750.
í hugum margra hefur hnignun
bókmenningar hér á landi verið tengd
siðaskiptunum. I þessu bindi er þvert
á móti afhjúpað að ýmislegt forvitni-
legt hefur verið á seyði í bókmennta-
sköpun við upphaf nýs siðar. Við
lestur þessa annars bindis íslenskrar
bókmenntasögu sannfærist maður
um að áhrif kirkjunnar í bókmennta-
sköpuninni eru mun gildari og upp-
byggilegri en oft hefur verið látið í
veðri vaka. Manni er því til efs að
siðaskiptin hafi verið sá dragbítur á
menningarsköpunina og það framf-
arahelsi sem algengusta söguskýr-
ingin felur í sér. Bókaútgáfa Guð-
brands biskups, sálmar sr. Hallgríms
og vaknandi þjóðfræða- og sagnaá-
hugi er til vitnis um blómlega menn-
ingu þessa tímabils.
Umfjöllun um íslendingasögurnar
myndar sterka heild og óhætt er að
segja að hún sé viðfangsefninu við
hæfi. í upphafí er gefið almennt yfír-
lit um bókmenntagreinina og tengsl
hennar við aðrar fornsögur. Yfir
þessari sagnagrein hefur alltaf verið
viss dulúðarhjúpur. Hvers vegna
tóku íbúar eyjar við ysta haf að rita
svo yfirgripsmiklar sögur? Hveijir
voru höfundar þeirra og hvaða
menntunar höfðu þeir aflað sér? Eiga
ístendingasögur sér hliðstæður_ í
sagnagerð meginlandsins? Eru ís-
lendingasögumar aðeins angi af al-
þjóðlegum bókmenntum síns tíma?
Niðurstaða höfunda íslenskrar bók-
menntasögu er skýr. Þótt íslendinga-
sögur hafí orðið fyrir augljósum er-
lendum samtímaáhrifum eru þær
tengdar sérstöðu þess samfélags sem
ól þær af sér, ekki síst munnlegri
frásagnarhefð. Niðurstaðan er sú að
íslendingasögur eru sjálfstæð grein
frásagnarbókmennta sem ekki er
hægt að flokka með öðrum bók-
menntum, hvorki innlendum né er-
lendum.
Höfundar fjalla töluvert um við-
takendur íslendingasagna fyrr og
síðar, bæði lesendur og áheyrendur.
Raktar eru forsendur sagnaritunar-
innar, bæði félagslegar og efnahags-
legar. Margar eru greinilega ritaðar
til þess að upphefja ákveðnar ættir.
Það hefur nánast komist í tísku
meðal höfðingja að láta rita sögur
sem gerðust fyrrum í heimahéraði
og forfeðurnir léku aðalhlutverkin.
Sögurnar hafa þá væntanlega verið
lesnar á mannamótum og verið til
dægrastyttingar á ríkum og fjöl-
mennum býlum. Þetta eru hlutir sem
vert er að velta fyrir sér enda leitast
höfundar við að gefa lesendum for-
sendur tii að skilja heim Islendinga-
sagna.
íslendingasögur gefa tilefni til
skoðunar frá ótrúlega mörgum sjón-
arhornum. Skapast hefur viss hefð
fyrir því hvaða þáttum þeirra er gef-
inn mestur gaumur og hvernig _sú
umræða fer fram. Segja má að ís-
lensk bókmenntasaga sé trú þessari
hefð án þess að njörva sig niður við
hana með steingeldum hætti. Á und-
anförnum árum hafa einnig verið í
gangi ftjóat' og jafnvel byltingar-
kenndar rannsóknir á sögunum.
Framgangur tölvutækninnar hefur
komið að góðum notum og auðveldað
stíl- og orðarannsóknir. _ Kannaður
hefur verið orðaforði Islendinga-
sagna og er niðurstaðan sú að hann
er ekki ýkja fjölbreyttur. Mikið er
um hlutbundin orð, nöfn manna og
staða og talað um sýnilega og áþreif-
anlega hluti. Lítið fer hins vegar
fyrir tilfinningum og hugmyndum
manna. í sjálfu sér komá slíkar niður-
stöður ekki á óvart, jafnvel þótt þær
séu tölvuunnar. Með hæfilegu ftjáls-
ræði má segja að hér staðfestist með
vísindalegum hætti það sem lengi
hefur verið haldið fram að íslending-
ar til forna (og kannski á öllum tím-
um?) hafí verið jarðlægir í hugsun.
Þetta bindi íslenskrar bókmennta-
sögu er að inntaki, framsetningu og
frágangi trútt þeirri stefnu sem
mörkuð var með fyrsta bindinu. Efni
eru yfirleitt gerð ýtarleg skil en erf-
itt er að fjalla um stílinn í heild því
að hann er verk ijögurra manna. Þó
má segja að hann sé fyrst og fremst
Böðvar Guðmundsson
Sverrir Tómassson
Torfi H. Tulinius
Vésteinn Ólason
m Æf.
v..‘.v 'J4
§§1
trúr tilgangi sínum, að vera fræð-
andi. Athyglisverð atriði eru tekin
út í skyggðum römmum og beinar
tilvitnanir í frumtexta koma fyrir án
þe'ss þó að hamla megintexta bókar-
innar.
í heild mega höfundar og útgef-
endur vera meira en sáttir með þetta
annað bindi Islenskrar bókmennta-
sögu. Enginn vafi er á því að lesend-
ur bíða spenntir eftir þriðja og fjórða
bindi.
Háskólakórinn í Seltjarnarneskirkju
Frumflytur Ung-
linginn í skóginum
HÁSKÓLAKÓRINN frumflytur tónverk samið við ljóðið Unglinginn í
skóginum eftir Halldór Laxness, á sunnudag kl. 20.30 í Seltjarnarnes-
kirkju. Höfundur tónsmíðarinnar er núverandi stjórnandi kórsins,
Hákon Leifsson.
Á tónleikunum mun kórinn einnig
flytja verk éftir Jón Ásgeirsson sam-
ið við Ijóðið Á þessari rímlausu
skeggöld eftir Jóhannes úr Kötlum.
Verkið var skrifað fyrir Háskólakór-
inn fyrir um rétt sléttum tveimur
áratugum.
Kórinn hefur um langt árabil lagt
sig fram um að flytja samtímatónlist
og frumflytur að jafnaði að minnsta
kosti eitt íslenskt tónverk á hveijum
vortónleikum. Á þessum tónleikum
mun kórinn einnig spreyta sig á að
flytja verk eftir nokkra af stóru
meisturum vestrænnar tónlistar á
tuttugustu öldinni, þá Ligeti, Messia-
en og Stravinsky.
Þá mun kórinn flytja nýlegar út-
setningar á íslenskum þjóðlögum
m.a. eftir Áma Harðarson og Hafliða
Hallgrímsson. Að lokum mun kórinn
flytja nokkur erlend þjóðlög.
Nýlega var Hákskólakórnum boðið
að syngja fyrir þjóðir Eystrasaltsríkj-
anna og hefur kórinn þegið það boð
og mun koma þar fram á þrennum
tónleikum í júnímánuði. Tónleikar
kórsins verða haldnir í Seltjarnarnes-
kirkju sunnudaginn 17. mars kl.
20.30.
Hákon Leifsson, stjórnandi Háskólakórsins og tónskáld.
HH r LJjJf jjr TyK: a
HjcJSj
ÁRNAÐ HEILLA
O /"\ára afmæli. Áttræður
Oer í dag Greipur Þ.
Guðbjartsson, fyrrverandi
kauptnaður á Flateyri.
Hann og eiginkona hans,
Guðfinna Hinriksdóttir búa
nú á Ási í Hveragerði. Þau
verða að heiman á afmælis-
daginn.
Berta Guðjónsdóttir Hall,
húsmóðir, frá Hofstöðum í
Helgafellssveit á Snæfells-
nesi. Nú búsett á Réttar-
holtsvegi 29 í Reykjavík.
Eiginmaður hennar var
Ragnar Hall málarameist-
ari. Hann lést fyrir fímm
árum. Hún-er að-heiman-.-
ára afmæli. Einar
Sveinn Jóhannes-
son, Faxastíg 45, Vest-
mannaeyjum, var áttræður
13. apríl sl. Hann og Sigríð-
ur Ágústsdóttir kona hans
taka á móti gestum á morg-
un, laugardaginn 16. apríl,
að Digranesvegi 12, Kópa-
vogi, milli kl. 15 og 19.
ára afmæli. Sextug
er í dag Sigríður
Þorláksdóttir, Neðstaleiti
4. Sigríður tekur á móti gest-
um í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a, milli kl. 18-20.
fT /\ára afmæli. Á morg-
tjun, Iaugardaginn 16.
apríl, er fimmtugur Magnús
Sigsteinsson, Blikastöðum,
Mosfellsbæ. Magnús er for-
stöðumaður Byggingaþjón-
ustu Búnaðarfélags Islands
og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ.
Eiginkona'hans er Marta G.
Sigurðardóttir. Þau hjónin
taka á móti gestum í Hlé-
garði milli kl. 17 og 19 á
afmælisdaginn.
MINNINGARSPJÖLD
MINNINGARKORT Barna-
spítala Hringsins fást á eft-
irtöldum stöðum: hjá hjúkrun-
arforstjóra Landspítalans í
síma 601300 (með gíróþjón-
ustu), Apótek Austurþæjar,
Apótek Garðabæjar, Árbæj-
arapótek, Breiðholtsapótek,
Garðsapótek, Háaleitisapó-
tek, Holtsapótek, Kópa-
vogsapótek, Lyfjabúðin lð-
unn, Mosfellsapótek, Nesapó-
tek, Reykjavíkurapótek,
Vesturbæjarapótek, Blóma-
búð Kristínar (Blóm og ávext-
ir), Bókabúð Olivers Steins,
Strandgötu 31, Hafnarfirði,
Barna- og unglingágeðdeild,
Dalbraut 12, Heildverslun
Júlíusar Sveinbjörnssonar,
Engjateigi 5, Kirkjuhúsið,
Keflavíkurapótek, Verslunin
Ellingsen, Ananaustum.