Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Hólmfríður Þóroddsdóttir, Darren Stonham og Sólveig Anna Jóns- dóttir. Tónleikar á vegum Ton- listarskóla Garðabæjar Sunnudaginn 17. apríl kl. 15 verða tónleikar í Kirkjuhvoli í Garðabæ á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar. Flutt verður létt og skemmti- leg tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Benge, Poulenc, Schumann og Telemann. Flyljendur eru Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleik- ari, Darren Stonham fagottleikari leikari. Hólmfríður Þóroddsdóttir er Akureyringur og byijaði sitt tón- listarnám þar sjö ára á píanó. Seinna tók óbóið yfirhöndina. Eftir einleikarapróf frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, þar sem kennari hennar var Kristján Þ. Stephensen, stundaði hún nám í London. Hólm- fríður starfar nú í Sinfóníuhljóm- sveit íslands, en kemur einnig fram utan hennar. Hún lék t.d. einleik á nýútkominni geislaplötu Kamm- ersveitar Reykjavíkur „Jólatónleik- ar“. Darren Stonham er Englending- ur, uppalinn í London. Hann lærði fyrst á píanó og málmblásturs- hljóðfæri, en byijaði að læra á fag- ott ellefu ára. Eftir lokapróf frá Guildhall School of Music and og Sólveig Anna Jónsdóttir piano- Drama í London flutti hann til Is- lands og starfar nú sem hljóðfæra- kennari í Reykjavík. Hann tekur einnig þátt í tónlistarlífi hérlendis, t.d. ineð Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Sólveig Anna Jónsdóttir er Ak- ureyringur og hefur stundað pían- ónám frá átta ára aldri á Isafirði, Akureyri, Reykjavík og í Banda- ríkjunum. Helstu kennarar hennar hafa verið, Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson, Nancy Weems og nú síðast Anna Málfríður Sigurðardóttir. Sólveig starfar sem kennari og píanóleik- ari í Reykjavík og Garðabæ. Á undan tónleikunum og í hléi verða bornar fram kaffiveitingar. Norræna húsið Sumarsýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur NORRÆNA húsið ráðgerir að halda sýningu á verkum Ragn- heiðar Jónsdóttur Ream í sýning- arsölum Norræna hússins 9. júlí til 7. ágúst 1994. Það hefur verið hefð í Norræna húsinu að efna til sýningar á verk- um íslenskra listamanna um há- sumarið til að kynna þeim fjölda erlendra gesta sem kemur í Nor- ræna húsið að sumarlagi íslenska myndlist frá ýmsum tímum. Að þessu sinni hefur verið ákveð- ið að sýna verk Ragnheiðar Jóns- dóttur Ream, en hún lést 1977. Norræna húsið óskar í því tilefni eftir að komast í samband við eig- endur verka eftir Ragnheiði Jóns- dóttur Ream sem væru fúsir til að lána verk á sýninguna. Vinsamlegast hafið samband við Norræna húsið, Ingibjörgu Björns- dóttur í síma 17030 milli kl. 10-16 alla virka daga. mSGRT=ionIc á sérstöku tilboðsverði. Sérfræðingur frá verksmiðju ástaðnum ídag,föstudag, M M Dalshraum 14, og laugardag til hádegis. Hafnarfirði, sími 91-52035. >4 ■ — Stef við blóm og eld Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Vestursalur Kjarvalsstaða Hulda Hákon - opið frá kl. 10-18, til 8. maí. Blóm og eldur hafa verið viðfangs- efni listamanna svo lengi sem sögur herma, enda er hér um að ræða þætti sem koma manninum við og hafa tengst lífi hans frá örófi alda. Og þótt við höfum fjarlægst eldinn í næstu nálægð með tilkomu raf- magnsins, er hann jafn áþreifanlegur í umhverfmu og minnir stöðugt á sig. Og hvað blómin varðar, þá eru þau okkur ekki einungis augnayndi, heldur yrkisefni skálda og umræðu- efni fagurkera sem leikmanna. Nið- urlenzkar blómamyndir fyrri alda vöktu snemma athygli á söfnum, sem eitthvað mjög fjarlægt, sérgilt og stásslegt, en þó sjaldan ýkja forvitni- legt, en á síðari árum hefur slíkum myndum aukist vægi ekki síður en margt annað í náttúrunni, sem geng- ið er á. Það er með eldinn eins og myrkr- ið, að þar er í senn falið svo margt Myndlist Bennó G. Ægisson sýnir í Eden Bennó G. Ægisson frá Vestmannaeyj- um opnar mánudaginn 18. apríl sýningu á 29 olíu- og vatnslitamyndum í Eden í Hveragerði. . Sýningunni lýkur 1. maí. Edda María sýnir á Raufarhöfn Sýning á olíumálverkum Eddu Maríu Guðbjörnsdóttur stendur yfir á Hótel Norðurljósum, Raufarhöfn. Sýningin mun standa yfir næstu vikur. Verkin eru unn- in á sl. tveimur árum. Sýning á teikningum Gunnlaugs Blöndals í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, stendur nú yfír sýning á teikningum Gunnlaugs Blöndals. Sýningin stendur til 21. apríl og er opin á verslunartíma á virkum dögum frá kl. 10-18. Síðasta sýningarhelgi Bodil Kaalund og Olav Chr. Jenssen í sýningarsölum í kjallara Norræna hússins hefur staðið yfir sýning á teikn- ingum eftir norska listamanninn Olav Chr. Jenssen og í anddyri Norræna húss- ins er sýning á vatnslitamyndum eftir dönsku listakonuna Bodil Kaalund. Hér er um að ræða myndskreytingar við nýja þýðingu á biblíunni sem kom út í Dan- mörku 1992. Sýningunum lýkur sunnudaginn 17. apríl og eru sýningarsalirnir opnir frá kl. 14-19, en sýningin í anddyrinu er opin á laugardag frá kl. 9-19 og á sunnudag frá kl. 12-19. Þrjár sýningar í Hafn- arborg opna á morgun Freydís Kristjánsdóttir opnar sýningu í kaffistofu Hafnarborgar á morgun, laugardaginn 16. apríl. Freydís sýnir þar myndasögur og myndskreytingar. Verk eftir Freydísi hafa þrisvar birst í mynda- sögublaðinu Gisp!. í kynningu segir: „Myndasögur hennar eru ekki í hefð- bundnum hasarblaðastíl og skera sig nokkuð úr því sem aðrir hafa verið að gera á þessi sviði hérlendis. Sögur henn- ar eru fíngerðar pennateikningar og í þeim vitnar hún gjarnan í rómantíska myndlist nítjándu aldarinnar". Freydis hefur myndskreytt kennslu- efni, tímaritsgreinar og bæklinga, hún vann einnig myndskreytingar fyrir barna- bók Sðlveigar Traustadóttur, Himinninn er allsstaðar, sem út kom á síðasta ári. Sýningin verður opin frá kl. 11-18 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Annetta Ackermann opnar sýningu sína í Hafnarborg á morgun laugardag. Annette Ackermann er fædd í Stuttgart í Þýskalandi. Hún hóf myndlistarnám við Fijálsa listaskólann í Stuttgart árið 1986. Árið 1988 nam hún við Listaháskólann í Karlsruhe, en ári síðar lá leiðin aftur til Stuttgart þar sem hún naut leiðsagnar þeirra Dieter Gross og Erichs Mansen við Ríkisakademíuna. ítft MMk "ftftitftft# 1 fagurt en hættulegt, og á sama veg er enginn rós án þyrna. Þannig er það reyndar með lífið sjálft, því á bak við hina mestu hamingju býr tortímingin. Hulda Hákon hefur haslað sér völl með lágmyndum sínum er leiða hugann að bernzkum myndum frum- byggja Ameríku, og sem henni hefur á svo ísmeygilegan hátt tekist að yfirfæra á íslenzkan vettvang. Þrátt fyrir að sýningin komi á óvart. með tvívíðum máluðum flata- myndum á veggjunum, skynjar mað- ur tengslin við lágmyndirnar. Þær eru raunar eins og brotnar einingar á gólfinu í formi blóma og eldsloga, eða réttara sagt eldtungna, sem eins og teygja sig mót eilífðinni. Hér skynjar maður um leið sterka vísun til hins ástþrungna og æxlunarinnar, því þótt eldur fijóvgi ekki blóm ger- ir ástarfuninn það. Það eru bein tengsl á milli mál- verkanna og gólfverkanna, huglæg sem efnisleg. Veggverkin innihalda sýnileg sem ósýnileg skilaboð um nálægðir og fjarlægðir, sjálfa eilífð- ina og hjartslátt tímans. Hvað blóma- verkin á gólfinu sneitir, umbreytast Að skólasýningum frátöldum hefur Annette sýnt víða i Þýskalandi, m.a. í ráðhúsi Leonbergs, þar sem hún sýndi með Beate Blankenhorn, Jóni Thor Gísla- syni og Matthias Keller. Þar sýndi hún m.a. annars litlar temperamyndir sem var afrakstur fyrstu dvalar hennar á íslandi sumarið 1991, en náttúra landsins ásamt gömlu húsunum í Hafnarfirði, sem Nína Tiyggvadóttir málaði gjarnan, höfðu djúp áhrif á hana. Þessar myndir eru meðal verka hennar á sýningunni í Sverrissal í Hafnarborg. Sýningin stendur til 2. maí og er opin frá íd. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Jón Thor Gísiason opnar einnig mál- verkasýningu í Hafnarborg, á morgun laugardag kl. 14. Sýning hans ber yfir- skriftina „Málverk“ og eins og nafnið bendir til mun Jón Thor að þessu sinni eingöngu sýna málverk unnin með olíulit- um á striga. Gefin hefur verið út sýning- arskrá í tilefni sýningarinnar með sjö lit- prentuðum myndum eftir listamanninn. Þrír listamenn hafa skrifað texta í skrána sem birtir eru bæði á íslensku og þýsku. Björn Thoroddsen og félagar leika jazz við opnunina. Sýningin verður opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga fram til 2. maí. Kristín og Ingibjörg sýna í Listhúsinu í Hafnarhúsinu Kristín Blöndal og Ingibjörg Hauks- dóttir opna sýningu í listhúsinu í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu, laugardaginn 16. maí. Þær luku báðar námi úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands vorið 1992. Báðar hafa einnig stundað myndlist- arnám erlendis. Ingibjörg mun sýna bród- eruð ungbörn, en Kristín olíu á striga. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og stendur til 1. maí. Smáhillur og borð í Gallerí Greip I Gallerí Greip opnar á morgun, laugar- daginn 16. apríl, sýning Gunnars Magn- ússonar á smáhillum og borðum. Sýning- in stendur til 4. maí. Þrjár sýningar í Ný- listasafninu Um þessar mundir eru þijár sýningar í gangi í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. 1 neðri sölum safnsins er sýning á vegg- spjöldum Guerilla Girls, sem er höpur myndlistarkvenna búsettur i New York. Þær vinna úndir nafnleynd og koma ætíð fram með grímu fyrir andlitinu. Vinnuföt þeirra eru stuttir þröngir kjólar, háhælað- ir skór og górillugrímur. í Jtynningu seg- ir: „Eins og nafnið gefur til kynna vinna Guerilla Girls með sama hætti og skæru- liðar, markvisst og fyrirvaralaust. Þær setjá upp veggspjöld, dreifa limmiðum, auglýsa í tímaritum, gefa út jólakort og myndbönd ásamt því að koma fram á fyrirlestrum og í sjónvarpsumræðuþátt- um. Mörg veggspjöld þeirra e'ru með töl- fræðilegum samanburði á stöðu karla, kvenna og litaðra í myndiistarheimi New York borgar sem er ein aðalmiðja mvnd- listar í heiminum. Veggspjöldin eru undd- irrituð „Guerilla Girls samviska myndlist- arheimsins". Þau veggspjöld sem eru til sýnis í Nýlistasafninu eru 30 að tölu. Vinnuhóp- urinn sem setur upp þessa sýningu hefur Hulda Hákon þau í nokkurs konar lýsandi stjörnu- þokur á djúpbláu himinhveli, og lo- gatungurnar í flöktandi ryþma smá- forma, - með áherslu á funheita liti. Allt er þetta mjög vel útfært, og þessi hlið á listakonunni hefur lengst- um einmitt verið styrkur hennar, og við bætist að hún býr yfir mun meiri færni í tvívíðu formi en mann grun- aði, þótt hér virðist hún sækja lær- dóm til Eggerts Péturssonar eða þau bæði til sama upprunans. En gjörn- ingurinn missir flugið í hinu mikla og kalda rými og stásslega gólfi. Rýmið kemur þannig ekki á móts einnig gert stutta úttekt á sambærilegum málum á íslandi. í neðsta sal safnsins er sýning á nýjum verkum eftir Svölu Sigurleifsdóttur og samvinnuverk Ingu Svölu Þórsdóttur og Wu Shan Zhuan. Svala sýnir hér málað Ijósmyndaverk. En hún hefur áður unnið með ljósmyndir af myndlistarmönnum sem hún handlitar. Inga Svalá og Wu Shan Zhuan sem bæði eru starfandi í Hamborg hafa sl. þijú ár gert röð af samvinnuverkefnum, ljósmyndum, póstkortum og veggsppjöld- um. I efri sölum safnins er sýning á verkum úr eigu safnsins. Hér er um ný aðföng að ræða og eru flest verkin unnin á þessu ári. Eftirtaldir listamenn eiga verk á safn- sýningunni; Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Anna Líndal og Ráðhildur Ingadóttir. Sýningarnar eru opnar alla daga milli kl. 14-18 og þeim lýkur 24. apríl. Síðasta sýningarhelg'i Ólafs í Slunkaríki Sýningu Ólafs Más í Slunkaríki á ísafirði lýkur sunnudaginn 17. apríl nk. Myndverkin á sýningunni eru unnin með akrýllitum á striga. Viðfangsefnið er jörð. Sýning í miðstöð ferðamanna á Akranesi Nú stendur yfir sýning á verkum Magnúsar Péturs Þorgrímssonar leirlista- manns í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akranesi. Magnús útskrifaðist frá leirli- stadeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1992 og hefur síðan rekið eigin vinnustofu og frá miðju ári 1993 leirlista- gallerí og sýningarsal við Skólavörðustíg 6b i Reykjavík ásamt Hjördisi Guðmunds- dóttur. Magnús hefur haldið einkasýn- ingu og tekið þátt í samsýningu. Upplýs- ingamiðstöðin er til húsa að Skólabraut 31 og er opin virka daga frá kl. 13-15. Sýningunni lýkur 13. maí. „ísland ofar öllu“ „ísland ofar öllu“ heitir ljósmyndasýn- ing Mats Wibe Lund sem verður opnuð í Kringlunni. Heitið skírskotar til loft- mynda — eins helsta viðfangsefnis Mats á undanförnum áratugum. Hann er þekktastur fyrir átthagamyndir og sýnir að þessu sinni landslags- og stemmnings- myndir. Sýningin i Kringlunni er sérstök að því leyti að þar ber líklega fyrir augu stærstu litljósmyndir sem unnar hafa verið hér á landi. Myndimar eru 20 að tölu og allar rétt um 2 fermetrar að stærð. Forsendan er stór filmustærð — þannig að stækkunarhlutfallið verði sem best. Tónlist Tónlistardagur í Perl- unni á sunnudag Perlan stendur fyrir. Tónlistardegi, sunnudaginn 17. apríl. Til þessa Tónlist- ardags er boðið tónlistarskólum í Reykja- vík og næsta nágrennis. Alls taka þátt fimm skólar í Tónlistardögum Perlunnar með fjölbreytta dagskrá sem hefst kl. 13 og þeir eru; Tónlistarskóli Borgar- fjarðar, Tónlistarskólinn í Mosfeilsbæ, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónlistar- skóli íslenska Suzukisambandsins og Nýi Tónlistarskólinn. Frá Tónlistarskóla Borgarijarðar munu um 30 nemendur leika á strengja- hljóðfæri og píanó. Einnig munu söng- nemendur koma fram. Börn frá Tónlist- UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.