Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
13
Ljós og myrkur
við myndverkin og sundurlausir text-
ar á veggjunum bæta hér ekki upp.
Frekar rugla sýningargestinn, eins
og formáli í sýningarskrá, sem er
samhengislaus orðavaðall og ekki í
samræmi við raunveruleikann. Stað-
hæfingin „Eitthvert óskilgreint sam-
komulag meinar samtímamönnum
okkar að ræða um ákveðna hluti, til
dæmis eld og blóm,“ stenst þannig
engan veginn. Ekki er t.d. ýkja langt
síðan heilt hefti af listritinu „Kunst-
forum“ var tileinkað eldinum í núlist-
um tímanna og að venju var það upp
á 500 síður! Sjálf skráin er í stóru
og óhandhægu broti og stórletraðir
textarnir bæta ekki upp myndirnar
frekar að þær dragi þær niður „bana-
lisera“ þær eins og það heitir. Band-
ið hefur lánast betur en síðast, en
skráin er sem fyrr óhandhæg_ og á
það til að sveigjast fljótlega. Ósam-
kvæmnin heldur áfram hvað ljós-
mynd á kápu snertir, því ekki skil
ég tilganginn með mynd sem bersýni-
lega er tekin á veitingastaðnum að
Laugayeg 22, qg á frekar heima í
flölaltylduaibúminu,
petta er öpnur sýningin í röð á
þessum stað, sern dregur fram flesta
ókosti hins galopna rýmis, og yfir-
þyrmandi tómleikatilfinningin sem
með því er framkölluð er síst til þess
fallin að laða að gesfi.
Listaskáli Alþýðu, Grensásvegi
16a.
Dröfn Friðfinnsdóttir, tréristur
opið daglega 14-19. Til 24. apríl.
Akureyringar sækja fram í hin-
um ýmsu geirum myndlistarinnar
og þannig hafa þeir eignast nokkra
markverða grafíklistamenn á und-
anförnum árum og meðal þeirra er
Dröfn Friðfinnsdóttir.
Ýmsir munu minnast sýningar
Drafnar í FÍM salnum 1992, sem
góða athygli vakti, og nú er hún
komin með enn viðameiri fram-
kvæmd og er vettvangurinn lista-
skáli Alþýðu við Grensásveg. Þar
sýnir hún 24 tréristur og eru sumar
af atærri gerðinni, í raumyfirstærð-
ir hvað þessa tækni snertir. Þetta
er í samræmi vjð tfmana og það
er satt að segja ákaflega spennandi
athöfn að spreyta sig á stórum flöt-
um í grafík og sumir láta sér ekki
nægja eitt blað heldur raða saman
tveimur til þrenrnr í einn ramma,
eins og t.d. sá nafnkenndi danski
myndlistarmaður Per Kirkeby.
En þar hættir samlíkingin, því
að Dröfn er af allt annarri gráðu í
listinni en Kirkeby, sem t.d. bæði
málar einnig og vinnur í skúlptúr,
og lætur sér ennþá nægja að
þrykkja á eitt blað þótt ummmál
þess sé umtalsvert.
Það er sterkur og samstæður
heildarblær yfir þessari sýningu
Drafnar og ljóst má vera, að hér
er um metnaðargjarnan listamann
að ræða, sem er í örum vexti.
Framtak sitt hefur listakonan
kosið að nefna „ljós og myrkur" og
má það vera réttnefni, nema hvað
hinn blakki heimur er henni hug-
stæðari en birtan, sem liggur nokk-
uð djúpt á myndfletinum. Það er
alveg rótt sem í sýningarskrá stpnd-
ur; „í myrkrinu ferðumst við um
djúpin þar sem leyndardómar sköp-
unarinnar þúa; sorg, þjáning,
dauði.“ Hins vegar virka myndir
Drafnar ekki á mig sem neitt þung-
búið og átakanlegt heldur mun
frekar dulrænt og magnað, sem er
að sjálfsögðu ailt annar handlegg-
ur. Þetta er þannig að mínu mati
öllu frekar forvitnilegur boðskapur
uin hið uppliafna í tnyrkrinu sem
hér er á ferð, ásamt ófreskum töfr-
um fjarlægðanna. Á stundum er
ejns og við Séum stödd í undirdjúp-
um eða mararbotni, enn aðrar
myndir eins og leiða hugann að
víghöttum himinloftanna og bráðn-
aðri kviku.
í fyrstu eru það hin stóru og
ábúðarmiklu verk sem athygli
vekja, t.d. nr, 2 og 8, þarnæst hin-
ar meðalstóru nr. 13 og 15 og við
nánari athugun hinar minnstu svo
sem ni'. 1 og 24 sem eru n\jog form-
rænt lifandi.
Mér segir svo hugur, að það sé
neisti í dijúgan grafíklistamann í
Dröfn Friðfinnsdóttur og hún hefur
mikinn sóma af þessari framkvæmd
sinni.
arskólanum í Mosfellsbæ leika á þver-
flautur og píanó. Frá Tónmenntaskóla
Reykjavíkur spilar léttsveit skólans og
klarinettuhópur. Frá Tónlistarskóla ís-
lenska Suzukisambandsins kemur fram
10-20 barna fiðluhópur og börn leika á
selló og pfanó. I lok dagskrár mun Nýi
Tónlistarskólinn vera með atriði úr
Töfraflautunni eftir W.A. Mozart.
Þá munu skólamir vera með kynningu
á starfsemi sinni, þar sem gestir geta
fengið upplýsingar um starfsskrá þeirra.
Kynning verður á flyglum og píanóum
á vegum Leifs H. Magnússonar.
Aðgangur að Tónlistardegi Perlunnar
er ókeypis.
Barnakór Bústaða-
kirkju heldur tónleika
Barnakór Bústaðakirkju heldur tón-
leika vegna loka starfsárs sunnudaginn
17. apríl kl. 17!
Kórinn skipa stúlkur á aldrinum 8-11
ára sem allar byijuðu s.l. haust. Kórinn
hefur sungið við messu einu sinni í mán-
uði í vetur og kom einnig fram á tónleik-
um með gospel söngkonunni Ettu Camer-
on í febrúar s.l. Stjórnandi kórsins er
Erla Þórólfsdóttir.
Að tónleikunum loknum verður kaffi-
sala í safnaðarheimilinu til styrktar starf-
semi kórsins.
Kór Menntaskólans að
Laugarvatni
Kór Menntaskólans að Laugarvatni og
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands flytja
sameiginlega söngdagskrá í Selfosskirkju
16. apríl kl. 16 og í Skálholtskirkju 17.
apríl kl. 17. Stjórnandi kórs Menntaskól-
ans að Laugarvatni er Hilmar Örn Agn-
arsson, organisti við Skálholtskirkju.
Kór Menntaskólans að Laugarvatni
hefur haft allmikla samvinnu við aðra
skólakóra, m.a. kóra Flensborgarskóla
og Fjölbrautaskólans í Breiðholti. í vetur
hafa tekist samskipti við kóra Mennta-
skólans við Sund og Fjölbrautaskóla
Vesturlands, helgina 18.-20. mars sl. fór
kórinn í söngheimsókn til Akraness og
Borgarness. Einna mest hafa þó tengsl
hans verið við kór Fjölbrautaskóla Suður-
lands.
Léttsveit Tónmennta-
skóla Reykjavíkur á
Hvolsvelli
Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur
mun leika í sal skólans á Hvolsvelli á
morgun laugardaginn 16. apríl kl. 15.
í sveitinni eru 18 krakkar á aldrinum
13-15 ára, sem leika á blásturshljóðfæri,
rafmagnsgítar, bassa, píanó og slagverk,
en sveitin leikur aðallega djass og dægur-
lög. Sveitin hefur víða koma fram t.d. i
þætti hjá Hemma Gunn í febrúar sl.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill
á meðan húsrúm leyfir.
Kórsöngur í Laugar-
neskirkju
Kór Tónlistarskólans í Reykjavík syng-
ur í Laugarneskirkju, sunnudaginn 17.
apríl kl. 20.30. Flutt verður „Dauða-
dans“, kórverk eftir Hugo Distler. Hall-
dór Vilheimsson fer með hlutverk dauð-
ans. Stjórnandi kórsins er Marteinn H.
F’riðriksson. Einnig syngja og stjórna
nemendur úr Tónmenntakennaradeild.
Aðgangur er ókeypis.
Kórtónleikar í Árnesi
I Árensi í Gnúpveijahreppi verða sam-
eiginlegir tónleikar þriggja kóra næsta
laugardagskvöld kl. 21, Arnesingakórsins
í Reykjavík, Árneskórsins og Samkórs
Selfoss. Þessir þrír kórar hafa haft sam-
starf um nokkurra ára skeið og heimsótt
hver annan á vordægrum.
Stjórnendur kóranna _eru Sigurður
Bragason, sem stjómar Árnesingakóm-
um, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
stjórnar Árneskór og Jón Kristinn Cortes
stjórnar Samkór Selfoss. Undirleikarar
með kórunum eru Bjarni Jónatansson og
Þórlaug Bjarnadóttir. Efnisskráin er fjöl-
breytt og undir miðnætti syngja 8 kórfé-
lagar úr Samkór Selfoss og hafa Helena
Káradóttir og Ólafur Þórarinsson séð um
að æfa hann.
Vortónleikar Lúðra-
sveitarinnar Svans
Lúðrasveitin Svanur heldur vortón-
leika að þessu sinni í Seltjarnameskirkju
laugardaginn_16. apríl kl. 14. Stjórnandi
er Haraldur Á. Haraldsson sem tók við
sprotanum síðastliðið haust. Efnisskrá
tónleikanna er viðamikil og má þá helst
nefna að Szymon Kuran leikur á fiðlu
með hljómsveitinni lagið Czardas eftir
V. Monti. Einnig verður á efnisskránni
Perpetum mobile eftir Strauss, syrpa af
lögum eftir Gershwin í útsetningu K.
Pfortner, Brennið þið vitar eftir Pál
ísólfsson í útsetningu Ellerts Karlssonar,
Célébre Adagio eftir T. Albinoni ásamt
fleiru.
Kór Fjölbrautaskólans
í Breiðholti í Vest-
mannaeyjum
Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti
heldur tónleika í Safnaðarheimili Landa-
kirkju, á morgun laugardaginn 16. april
kl. 16.
Á tónleikunum verða m.a. á dagskrá
íslensk lög, ensk, ítölsk og lög frá Norð-
ur- og Suður-Ameríku. í kórnum eru 60
ungmenni. Allan undirleik, hljóðfæraleik
og einsöng annast kórfélagar sjálfir með
aðstoð eins skólafélaga síns.
Leiklist
Leiksmiðja Reykjavík-
ur sýnir í Frú Emilíu
Leiksmiðja Reykjavíkur sýnir spuna-
verkið „Frá kyrrstöðu til hagvaxtar" og
er það unnið af Leiksmiðju Reykjavíkur
ásamt Rúnari Guðbrandssyni.
Allur texti verksins er úr Morgunblað-
inu 26. mars 1994. Sýnt er í Leikhúsi
Frú Emilíu, Seljavegi 2, Héðinshúsi og
eru næstu sýningar föstudaginn 15. apríl
og laugardaginn 16. apríl.
Fyrir börn
Kvikmyndasýning í
Norræna húsinu
Sænska kvikmyndin „Nya hyss av
Emil i Lönneberga" verður sýnd í Nor-
ræna húsinu sunnudaginn 17. apríl kl. 14.
Uppátæki Emils eru óteljandi og í þess-
ari kvikmynd fáum við enn á ný að kynn-
ast ævintýrum hans í Kattholti. Kvik-
myndin er byggð á bók eftir Astrid Lind-
gren.
Sýningin tekur um eina og hálfa klst.
Kammersveit Hafnarfjarðar
Fjögw ný íslensk hljómsveitarverk
Tónlist
Ragnar Björnsson
Leikritaskáld nokkurt sagði ein-
hveiju sinni að þótt leikhúsgestur-
inn skildi kannske ekki alltaf verk
skáldsins væri þó ófyrirgefanlegt
að láta gestinum leiðast. Kannske
segir þetta ekki ýkja mikið en gæti
þó hlaðið upp þó nokkrum vanga-
veltum ef reynt væri að skilja orð
skáldsins. „Flug fjórtán sérhljóða"
eftir Atla Ingólfsson „er eins og
refill með fjórtán myndum“ —
„sumar eru rangan á fyrri mynd,
en sumar eru íhugun þess sem á
undan er gengið“. Verkið er unnið
úr marg notuðum efniviði, marg
sönnuðum eða afsönnuðum, eftir
því hvernig á það er litið. Þó var
ekki auðvelt að fylgja atburðarás
verksins né tilgangi, þegar verkinu
lauk taldi undirritaður sig vera
staddan í fjórðu mynd. Finnur Torfi
Stefánsson átti þijá þætti úr óperu
sem hann kallar „Leggur og skel“,
einsöngvari þáttanna var Sverrir
Guðjónsson kontratenór og söng
hlut skeljarinnar og dagdraum
drengsins. Vonandi skilar þessi tón-
list sér í heild sinni og þegar leik-
ur, sviðsmynd, búningar og fleira
spilar með, en því miður verður að
segjast að þessi úttekt vakti tak-
markaðan áhuga, til þess vantaði
alla spennu í hljómaupplausnir og
einhveiju óvæntu brá sjaldan fyrir.
Tónar hafa sama lögmál og tund-
ur, líf kviknar ekki nema að gneisti
á milli. Guðrúnu Ingimundardóttur
hef ég ekki vitað um sem tónskáld,
en hún átti næsta verk á efnis-
skránni, verk sem hún kallar því
einfalda nafni „Ljóð“ og segir verk-
ið byggt á frumsömdu ljóði, en hér
lýstu lögmálin, og í þessu stutta
verki sýndi Guðrún að hún kann
vel að meðhöndla formið og hljóð-
færin, hér var rödd sem má ekki
þagna. Páll P. Pálsson kann að láta
hljóðfærasamsetningar hljóma og
það gerðist í „Þulum“ sem hann
samdi fyrir Kammersveit Hafnar-
fjarðar við þulur eftir Theodóru
Thoroddsen. Þarna fékk og Sverrir
Guðjónsson að sýna hæfni sína I
kontratenórshlutverkinu og gerði
krefjandi línur mjög skemmtilega.
Ekki kvað mikið við þjóðlegan tón
í þulunum, en lífi hélt músikin til
enda. Kammersveit Hafnarfjarðar
er skipuð 14 hljóðfæraleikurum,
allt atvinnumönnum, og stjórnandi
var Örn Óskarsson, sem komst vel
frá sínu hlutverki og fylgir sveitinni
á tónleikaferð til Englands og Rúm-
eníu og er þeim öllum óskað góðs
gengis og góðrar heimkomu aftur.
SIEMENS
LU
NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI!
• 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott,
mislitan þvott, straufritt og ull
• Vinduhraði 500 - 800 sn./mín.
• Tekur mest 4,5 kg
• Sparnaðarhnappur (1/2)
• Hagkvæmnihnappur (e)
• Skolstöðvunarhnappur
• Sérstakt ullarkerfi
• íslenskir leiðarvísar
Og verðið er ótrúlega gott.
Siemens þvottavél á aðeins
kr. 59.430 stgr.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
Grundarfjörður.
Guðni Hallgrímsson
CC Stykkishólmur
Skipavík
Búðardalur:
^ Ásubúð
ísafjörður
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Blönduós:
Hjörleifur Júlíusson
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Sigluhörðun
Torgið
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
Neskaupstaður:
Rafalda
Reyðarfjörður:,
Rafvélaverkst. Áma E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
Höfn í Hornafirði:
Kristall
Q Vestmannaeyjar:
Tréverk
Hvolsvöllur:
U Kaupfélag Rangæinga
Selfoss:
Árvirkipn
Garðun
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavik:
Ljósboginn
Hafnarfjörður:
Rafbúð Skúla,
Álfaskeiði
LLI
LO
QQ
og er með sænsku taii. Allir eru velkomn-
ir og er aðgangur ókeypia.
Viljir þú endingu og gæði
uelur þú SIEMEIÍIS