Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 16
SpífMtiW
^{vHS/%
kfarni málsinsl
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRIL 1994
Sigurður Hróarsson
„Leikfélag Reykjavíkur
er sjálfstætt leikfélag
sem starfrækt er af fé-
lagsmönnum LR, undir
þeirra stjórn, og á
þeirra ábyrgð.“
æfingar á komandi haustverkefni.
Litli salur Borgarleikhússins hefur
því ekki staðið auður einn dag í
allan vetur og verður fullnýttur fram
á sumar.
Þá er hún bæði röng og rakalaus
spurnarfullyrðingin í títtívitnaðri
klausu; „hvers vegna ekki megi
aðrir koma inn í húsið og nýta það?“.
Hér hljóta „möguleikararnir" líka
að vita betur. í hvert sinn sem Leik-
félag Reykjavíkur hefur ekki full-
nýtt húsið undir sína starfsemi hef-
ur verið tekið við utanaðkomandi
sviðslistamönnum — á bæði svið
hússins, í æfingasal og víðar. Hefur
það jafnt verið að frumkvæði Leikfé-
lagsins sem eftir óskum utan frá. !
Og raunar hefur Leikfélagið einnig
tekið við atvinnuleikhópum, nem-
endasýningu listdanssýningum og
óperusýningu, þrátt fyrir að full
nýting hafi verið á húsinu fyrir sýn-
ingar félajgsins. Má þar t.d. nefna
sýningu Islenska dansflokksins á
Coppelíu og sýningu Óperusmiðj-
unnar á La Bohéme (sýnd vorið ’93
þegar LR vantaði sárlega sýningar-
kvöld fyrir Þrúgur reiðinnar). Þá
má nefna fjölmargar erlendar sýn-
ingar á vegum Listahátíðar og ótal
aðra listviðburði af öllu tagi. I ein-
hveijum þessara tilfella hefur Leik-
félagið ekki krafið hópana/félögin
um leigutekjur — heldur átt við þá
samvinnu, og í fleiri en einu tilfelli
lagt talsvert fé til. Það er stefna
stjórnenda Leikfélagsins að opna
húsið fyrir öðrum en félagsmönnum
og styðja starf þeirra þegar aðstæð-
ur bjóða. Hefur þeirri stefnu verið
fylgt eftir í verki.
Enn er broslegur misskilningur á
ferð þegar talað er í viðtalinu um
„leiklistarstefnu hjá borgaryfirvöld-
um“ og átt við nýtingu á sviðum
Borgarleikhússins. Borgaryfirvöld
koma hvergi nærri útleigu og/eða
láni Leikfélagsins á húsinu til lista-
eða menningarviðburða — hvað þá
verkefnaskrá félagsins eða sam-
starfsverkefnum við aðra. Sam-
kvæmt samningi LR við Reykjavík-
urborg um rekstur hússins og stofn-
skrá Borgarleikhússins eru slíkar
ákvarðanir einvörðungu hjá ráða-
mönnum Leikfélagsins. Og fer vel
á því. Enda á Reykjavíkurborg góð-
an fulltrúa hjá félaginu.
Það er hins vegar rétt hjá félög-
unum í Möguleikhúsinu að erindi
þeirra hafi verið vel tekið og því
sýndur áhugi. Það er því miður einn-
ig rétt að þau hafi þurft að „ganga
á eftir neiunum" — eins og segir
fyrr í viðtalinu. Erindi þeirra var
ekki afgreitt á einni nóttu og Ieyfi
ég mér að fullyrða að Pétri félaga
mínum Eggerz hafi verið fullljós
ástæða þeirrar biðar. Og hann fékk
svar.
Möguleikhúsið er efnileg urt í
leiklistarflóru landsmanna. Megi
það vaxa og dafna um ókomin ár.
Börnin eiga hið besta skilið. Og það
á Leikfélag Reykjavíkur líka.
t. T11;; nsfumhn• cr 'láMiúÚátjÍtt1! 'hÚl'
Rétt og rangt um
Leikfélag Reykjavíkur
eftir Sigurð
Hróarsson
í Morgunblaðinu laugardaginn
12. mars síðastliðinn er langt viðtal
við aðstandendur Möguleikhússins
í tilefni af frumsýningu þeirra á
nýju barnaleikriti. í viðtalinu víkja
þau nokkrum orðum að Leikfélagi
Reykjavíkur og starfsemi þess í
Borgarleikhúsinu. Eru þar ummæli
sem gegna furðu. Rangfærslur eru
bæði margar og ljótar.
Hér verður látið nægja að gera
athugasemd við eftirfarandi klausu,
sem í heild sinni er afmarkað svar
félaganna í Möguleikhúsinu við sak-
lausri spurningu blaðamanns (ssv).
Þar segir: „Ef við lítum til dæmis
til Borgarleikhússins, þá erum við
fremur ósátt við skipulagið í því
húsi. Leikfélag Reykjavíkur er í
rauninni ekki rekið af Reykjavíkur-
borg. Leikfélag Reykjavíkur er bara
stærsti atvinnuleikhópur landsins.
Og þessi leikhópur hefur Borgar-
leikhúsið til afnota og fær rekstrar-
styrk frá borginni. En vegna þess
að Leikfélag Reykjavíkur getur ekki
fjármagnað starfsemi sína umfram
þann styrk sem það fær frá borg-
inni, er húsið fremur illa nýtt. Það
hefur til dæmis aðeins ein sýning
verið á Litla sviðinu þar í vetur,
Elín Helena. Nú stendur sá salur
auður. Við erum viss um að allir
atvinnuleikhópar í Reykjavík gætu
nýtt hann. Okkur finnst þetta sér-
kennileg leiklistarstefna hjá borgar-
yfirvöldum. Ef Leikfélag Reykjavík-
ur getur ekki nýtt húsið að fullu,
hvers vegna mega þá ekki aðrir
koma og nýta það? Við höfum reynt
og í hvert sinn sem við birtumst er
okkur vel tekið og allir láta eins og
þeir séu mjög áhugasamir, en við
fáum aldrei svör.“
Leikfélag Reykjavíkur er ekki „í
rauninni ekki rekið af Reykjavíkur-
borg“; það er alls ekki rekið af
Reykjavíkurborg og hefur aldrei
verið. Leikfélag Reykjavíkur er
sjálfstætt leikfélag sem starfrækt
er af félagsmönnum LR, undir
þeirra stjóm, og á þeirra ábyrgð.
Leikfélagið hefur nú starfað í hart-
nær eitt hundrað ár — og lengst
af verið forystuafl í lista- og menn-
ingarlífi bæjarins. Leikfélag Reykja-
víkur er einstætt foreldri atvinnu-
leiklistar á Islandi. Leikfélagið hefur
nú í heila öld þurft að beijast fyrir
tilveru sinni og framgangi; það er
miklu og fórnfúsu starfi félags-
manna LR að þakka að félagið býr
nú við glæsilegar aðstæður í Borg-
arleikhúsinu nýja. Það er afbökun
að segja að félagið hafi Borgarleik-
húsið „til afnota". Borgarleikhúsið
var reist og því komið upp að frum-
kvæði Leikfélagsins og að hluta til
byggt fyrir sjálfsaflafé félags-
ins/húsbyggingasjóðs LR. Það er
listrænum árangri og sjálfboðastarfi
hugsjónamanna úr röðum Leikfé-
lagsins fyrst og síðast fyrir að
þakka, að Borgarleikhúsið er til. Þar
vó einnig þungt stórhugur foi'vígis-
manna Reykjavíkurborgar. Milli
ráðamanna borgarinnar og Leikfé-
lagsins hefur ríkt gagnkvæmt
traust. Félagið hefur starfað sem
atvinnuleikhús frá 1962 á grunni
samkomulags milli Reykjavíkur-
borgar og LR, sem þáverandi borg-
arstjóri og forystusveit Leikfélags-
ins reistu. Hefur sá starfsgrundvöll-
ur reynst hagkvæmur sem rekstrar-
form — sem best sést með saman-
burði við önnur atvinnuleikhús hvar-
vetna. Má nefna að núverandi fjár-
framlag Reykjavíkurborgar til LR
er aðeins um 20 prósentur af heild-
arframlagi ríkis og borgar til leik-
listar í landinu (1994). Vitaskuld
mætti það vera hærra. Um listræna
ávinninga og fjölda áhorfenda þarf
ekki að fjölyrða. Listrænt starf Leik-
félagsins í áratugi og velvild áhorf-
enda er bæði hvatinn að stofnun
Borgarleikhússins og réttlæting.
Borgarleikhúsið er leikhús Leikfé-
lags Reykjavíkur með réttu.
Það cr með ólíkindum þegar því
er haldið fram í ívitnaðri klausu að
Leikfélagið „geti ekki fjármagnað
starfsemi sína umfram þann styrk
sem það fær frá borginni". Hér vita
„möguleikararnir" vitaskuld betur
og gegna slík ummæli furðu — nema
um misskilning sé að ræða. Ríflega
helmingur af rekstrarfé Leikfélags-
ins er sjálfsaflafé. Eru félagsmenn,
og hafa lengi verið, svolítið stoltir
af því hlutfalli, enda þekkjast engin
dæmi um svo hátt hiutfall eigin-
tekna hjá sambærilegum leikhúsum
í okkar heimshluta. Næstir LR koma
sennilega félagar okkar í Þjóðleik-
húsinu íslenska og þá vinir okkar í
Finnlandi, en þar eru eigintekjur
borgar- og þjóðleikhúsa 12-28 pró-
sentur af heildarveltu (skrá frá
1991). Opinber ijárframlög til helstu
atvinnuleikhúsa erlendis eru víðast
hvar 80-90 prósentur af heildar-
veltu. Leikfélag Reykjavíkur getur
því „íjármagnað starfsemi sína“
umfram styrki, e.t.v. betur en nokk-
urt annað „stofnanaleikhús“ á Norð-
urlöndum — og þótt víðar sé leitað.
Leikfélagið nýtur nú hins vegat'
engra styrkja frá íslenska ríkinu —
og þykir okkur að því fé mikill miss-
ir.
Vissulega þyrftu ijárframlög til
Leikfélags Reykjavíkur að vera
hærri. Og til þess standa vonir.
Þá er það ljót missögn þegar full-
yrt er að „húsið sé fremur illa nýtt“
— og hefur ef til vill aldrei átt verr
við en einmitt nú. Leikfélagið hefur
í allan vetur fullnýtt Borgarleikhús-
ið — jafnt bæði svið þess; hið stóra
og litla, sem aðra aðstöðu. Sýningar
félagsins á yfirstandandi leikári
hafa gengið vel og aðsókn verið
með ágætum. Hafa leikhúsgestir
flykkst í báða saii hússins allt frá
þremur upp í sex kvöld í viku hverri
og er þar ekkert lát á. Nú eru báð-
ar sýningarnar á stóra sviðinu;
Gleðigjafarnir og Eva Luna, t.d. því
sem næst uppseldar, vikur fram í
tímann. Þar eru nú sex sýningar
þessa vikuna — í sal sem tekur yfir
500 manns. Og ekki hefur gangur-
inn verið lakari á litia sviðinu; þar
er nýlokið nær 60 sýningum á Elínu
Helenu — sem gengið hefur fyrir
fullu húsið frá því snemma í haust.
Og á litla sviðinu er nær að tala
um „ofnýtingu" en vannýtingu, sak-
ir þess að gott gengi Elínar Helenu
olli því að hætta varð við fyrirhug-
aða barnasýningu þar. Það er hins
vegar alrangt þegar fullyrt er að
„nú standi sá salur auður“. Það er
ábyrgðarlaust að fara með slíka
staðleysu — það kostar ekkert að
kynna sér staðreyndir.
Nú standa yfir á litla sviðinu
æfingar á hvorki fleiri né færri en
þremur grískum harmleikjum, sem
fluttir verða í sviðsettum leiklestrum
(þýðingar Helga Hálfdanarsonar,
undir stjórn Þorsteins Gunnarsson-
ar) á helgunum bæði fyrir og eftir
komandi páskahátíð. Tóku þær æf-
ingar við strax að loknum sýningum
á Elínu Helenu, og þegar að Grikkj-
unum gengnum heijast þar í vor
jggStSmS®*
sÆÍÍÍæSl
Fylgstu meb á föstudögum!
Daglegt líf, ferðalög kemur út á föstudögum. Þetta er upplýsandi og skemmtilegt blað
sem fjallar um allar hlibar mannlífsins. Eins og nafnib bendir til er blabinu ekkert
mannlegt óviðkomandi. Fróblegar greinar um fólk á öllum aldri, áhugamál þess, mál
sem varba fjölskylduna, vinina, skemmtileg mál eða vandamál eru til umfjöllunar auk
greina um allt sem snertir ferðalög.
avaroc
LOFTAPLÖTUR
frá Sviss
Hljóðeinangrandi loftaplötur tyrir
skóla, heimili, skrifstofur, eldtraustar,
i flokki 1. Vlöurkenndar af Brunamála-
st. rikisins.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armúla 29,i^|Rey.lfjav|i|ij)^l3jini|386ýp[