Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. APRIL 1994
Heimsþekktur
skíðamaður í
HUðarfjalU
TVÖ FlS-mót í stórsvigi verða
haldin í Hlíðarfjalli um helgina.
Hið fyrra hefst í dag, föstudag,
kl. 9.30 og seinna mótið er á
morgun, laugardag, en keppt
er bæði í kvenna- og karlaflokki.
Erlendir þátttakendur á mótinu
eru fimm taisins og þeirra lang-
þekktastur er sterkasti stórsvigs-
maður Svía, Frederik Nyberg, en
hann sigraði tvívegis í stórsvigi á
heimsbikarmótum sl. vetur. Auk
hans eru tveir Slóvenar og tveir
Bretar á meðal þátttakenda.
Mót þetta er haldið að tilstuðlan
SKÍ en í tilefni af 50 ára afmæli
íþróttabandalags Akureyrar ákvað
ÍBA að veita styrk til að mögulegt
væri að bjóða besta stórsvigsmanni
Svía á mótið. Fyrir tveimur árum
tók hin þekkta sænska skíðakona
Pemilla Viberg þátt í FlS-móti í
Hlíðarfjalli.
(Úr fréttatilkynningu.)
Fundur Stafnbúa, félags sjávarútvegsnema við Háskólann á Akureyri, um fiskmarkaði
Agaleysi í fjármálum meðan
hægt er að treysta á reddingar
AGALEYSI íslendinga í fjármálum er ein af ástæðum þess að kvóta-
verð er svo hátt sem raun ber vitni, en ástæðu agaleysisins má m.a.
rekja til þess að menn treysta sífellt á „reddingar", að málunum verði
bjargað og ekki er krafist mikillar arðsemi í sjávarútvegi sem oft er
litið á sem tæki til að viðhalda byggð í landinu. Þessi sjónarmið komu
fram á fundi Stafnbúa, félags sjávarútvegsnema við Háskólann á
Akureyri, í fyrrakvöld þar sem rætt var unt hvort binda ætti í lög
að allur afli ætti að fara í gegnum fiskmarkaði.
» ♦
Tónleikar
Gospelkórsins
GOSPELKÓRINN, sem er sam-
kirkjulegur kór ungs fólks,
syngur á Akureyri um helgina.
Gospelkvöld verður haldið í Gler-
árkirkju annað kvöld, laugardag-
inn 16. apríl, kl. 20.30 auk þess
sem kórinn syngur við fjölskyldu-
messu í kirkjunni kl. 11 á sunnu-
dag og á samkomu á Hjálpræðis-
hernum, Hvannavöllum 10, kl. 14
á sunnudag.
Kórinn hefur starfað í rúmt ár
og eru að jafnaði 30-40 unglingar
sem sækja æfíngar kórsins.
Áhersla er lögð á létta og skemmti-
lega tónlist með fijálslegri sviðs-
framkomu. Stjórnandi kórsins er
Ester Daníelsdóttir.
(Fréttatilkynning.)
Þorsteinn Már Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri Samheija á Akureyri
sagði það sína skoðun, að við ættum
að láta útlendingana hafa fyrir því
að kaupa fískinn á okkar mörkuðum
hér heima en með því mætti m.a.
lækka kostnað útgerðanna umtals-
vert. Samheiji hefur leitað eftir
beinni sölu á afurðum sínum framhjá
erlendum fískmörkuðum, sem hann
sagði að hirtu ótrúlega stóran hluta
af kökunni.
I máli Olafs Þórs Jóhannssonar
framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar
Suðurnesja kom fram að mikil aukn-
ing hefði orðið á framboði á íslensk-
um fiskmörkuðum, en um 81% aflans
á síðasta ári fór í gegnum slíka
markaði, en magnið var 41% árið
1987. Olafur sagði að minnkandi
munur á verði heima og úti væri
meðal skýringa þess. Salan á ís-
lensku fiskmörkuðunum skiptist
þannig, að árið 1987 voru um 83%
magnsins seld á slíkum mörkuðum
í Reykjavík og 17% á landsbyggð-
inni, en mikil umskipti hefðu orðið
síðan þá, á síðasta ári voru 18% af
heildarmagninu seld í Reykjavík og
79% á landsbyggðinni, en Fiskmark-
að Suðurnesja taldi hann með lands-
byggðinni.
Skrattinn vorkenni þeim
Logi Þormóðsson stjórnarformað-
ur Fiskmarkaðar Suðurnesja sagði,
að útgerðarmenn, kvótaeigendurnir,
hefðu engar skyldur við samfélagið
og væri tímabært að setja einhver
lög þar um. Utgerðarmönnum væri
úthlutað aflaheimildum úr sameigin-
legri auðlind allra landsmanna en
ÞEGAR ÞÚ NOTAR
BOÐKERFIÐ HRINGIR
ÞÚ FYRSTí
984
og í beinu framhaldi númer viðkomandi boðtækis.
Þá heyrist rödd sem segir:
■i
VELDU TALNABOÐ
Þá átt þú að slá inn t.d. símanúmerið þitt
eða það númer sem handhafi boðtækisins
á að hringja í. Að lokum ýtir þú á
#
Röddin heyrist þá aftur og staðfestir:
„ BOÐIN VERÐA SEND
Leggðu síðan á.
II
gætu valsað um og gert hvað eina
sem þeir vildu - það væri t.d. ekk-
ert sem bannaði útgerðarmanni að
aka með aflann beint á haugana ef
honum byði svo við að horfa. Logi
sagði hagsmunaaðila standa saman
um þau mál sem þeir töldu sig best
fallna til að sinna og hleyptu engum
að öðrum. „Við komumst ekki í fisk-
inn þeirra. Auðvitað hræðast þeir
samkeppni - og skrattinn vorkenni
þeim.“
800 milljónir
Ingimar Jónsson rekstrarstjóri
Fiskiðjunnar Skagfírðings sagði físk-
markaði hafa margt til síns ágætis,
en fyrir Norðlendinga, sem byggðu
einkum á togaraútgerð, sem væri
iðulega samtvinnuð fískvinnslu,
gengju slíkir markaðir ekki upp.
Vinnslumar þyrftu stöðugt og gott
hráefni og gætu ekki treyst á mis-
jöfn gæði fiskmarkaðanna. Þá nefndi
hann, að LÍÚ-menn hefðu staðið sig
afspyrnu illa í að ná niður kostnaði
við fískmarkaði og að gera mætti ráð
fyrir að greiða þyrfti mörkuðunum
um 800 milljónir króna árlega í
umsýslukostnað og fleira, yrði allur
fiskur seldur í gegnum markaði.
I umræðum eftir framsöguræður
kom fram í máli Þorsteins Más Bald-
vinssonar, að agaleysi íslendinga í
fjármálum hefði m.a. leitt af sér
hátt kvótaverð, sem væri ekki í neinu
samræmi við afurðaverð, og sjómenn
væru síðan látnir taka þátt í að greiða
herkostnaðinn. Hann nefndi dæmi
af útgerðarfyrirtækjum á Vestfíörð-
um, sem var hjálpað myndarlega
með opinberum framlögum, sem síð-
an voru m.a. notuð til að kaupa báta
á háu verði sem önnur fyrirtæki er
ekki nutu slíkrar aðstoðar treystu sér
ekki til að greiða. „Aðstoðin fór beint
út í verðlagið."
Svanfríður Jónasdóttir kennari á
Dalvík tók undir með Þorsteini hvað
agaleysið varðar og að það myndi
ríkja áfram svo lengi sem reddingar
tíðkuðust í íslenskum sjávarútvegi.
„Það er í lagi að voga, manni verður
hvort eð er bjargað,“ sagði hún að
væri algengur hugsunarháttur og
reddingarnar myndu viðgangast svo
lengi sem lög stemmdu ekki stigu
við. Þá sagði hún einnig að fram til
þessa hefði ekki verið beðið um miklá
arðsemi af rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækja. „Menn hafa tilhneigingu til
að horfa á sjávarútveginn svipað og
margir horfa til landbúnaðar, fyrst
og fremst sem tæki til að viðhalda
byggð á ákveðnum stöðum,“ sagði
Svanfríður, og spurði hvort rétt væri
að nota undirstöðuatvinnuveg þjóð-
arinnar sem félagsmálastofnun í leið-
inni. „Reiknum við með, að það
muni færa okkur þau lífskjör sem
við munum kreijast í framtíðinni?"
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Leikskóli í Glerárkirkju
TVEIR leikskólar verða sameinaðir í einn sem verður til húsa í kjallara Glerárkirkju en þar standa
nú yfir framkvæmdir við nauðsynlegar breytingar. Krógaból er þar fyrir og voru krakkarnir úti
að leika sér í góða veðrinu.
Tveir leikskólar sameinast
FRAMKVÆMDIR standa yfir í kjallara Glerárkirkju en í sumar
verður starfsemi leikskólans Sunnubóls flutt þangað. Skóladag-
heimilið Hamarkot verður í kjölfarið flutt í húsnæði Sunnubóls.
Með þessum ráðstöfunum verður reksturinn hagkvæmari og leik-
skólaplássum fjölgar.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, for-
maður félagsmálaráðs, sagði að
Sunnuból yrði sameinað leikskólan-
um Krógabóli sem fyrir er í kjall-
ara Glerárkirkju en húsnæðið yrði
það rúmt að unnt yrði að fíölga
leikskólaplássum með þessum
breytingum. Skóladagheimilið Ha-
markot sem nú er starfandi í leigu-
húsnæði í félagsheimili Þórs,
Hamri, verður flutt í húsnæði
Sunnubóls við Sunnuhlíð.
„Með þessum ráðstöfunum náum
við fram verulegri hagkvæmni í
rekstrinum, við sameinum tvo litla
leikskóla sem voru fremur óhag-
stæðar einingar og af því hlýst
sparnaður," sagði Sigrún.
Glerárkirkja greiðir kostnað við
framkvæmdir á húsnæðinu, en fé-
lagsmálaráð hefur til ráðstöfunar
sjö milljónir króna vegna breyting-
anna og verður hluta upphæðarinn-
ar varið til að stækka útileiksvæðið
og eins til kaupa á lausum búnaði.
Bújörðtil sölu
Jörðin Dagverðartunga í Hörgárdal, Eyjafjarð-
arsýslu, er til sölu.
Á jörðinni eru: 35 hektarar ræktað land, íbúðar-
hús byggt 1938, fjós fyrir 14 kýr, fjárhús fyrir
250 kindur, aðstaða fyrir 25 geldneyti og hey-
hlöður við fjárhús og fjós.
Framleiðsluréttur er 58 þús. lítrar af mjólk, og
2.700 kg af kindakjöti.
Bústofn 14 kýr, 15 geldneyti og 100 kindur.
Selst í einni heild, eða í fleiri einingum.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem
er, eða hafna öllum.
Tilboð leggist inn hjá Búnaðarsambandi Eyja-
fjarðar, pósthólf 120, merkt:
„Bújörð", fyrir 1. maí nk.
Nánari upplýsingar eru veittar í
símum 96-27150 og 96-24446.
■ POPPHLJÓMS VEITIN Plá-
hnetan leikur í veitingahúsinu 1929
á Akureyri föstudagkvöldið 15.
apríl. Ýmis skemmtiatriði verða í
boði, s.s. tískusýning og vínkynn-
ingar. Á laugardagskvöldið 16. apríl
leikur hljómsveitin í Valaskjálf á
Egllsstöðum. á kvöldi sem helgað
verður konum á Austurlandi.
(Fréttatilkynning.)
Wterkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!