Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
23
Á Siglufirði var tollfrjálst
svæði fyrir vini sýslumanns
- segir saksóknari - verjendur krefjast sýknu og gagnrýna rannsóknina
MÁL ákæruvaldsins gegn Erlingi Óskarssyni fyrrverandi sýslumanni á
Siglufirði, Gunnari Guðmundssyni, fyrrverandi yfirlögregluþjóni bæjar-
ins, sem ákærðir eru fyrir brot í opinberu starfi, og gegn tveimur
mönnum, sem ákærðir eru í sama máli fyrir tollalagabrot, var í gær
tekið til dóms í Héraðsdómi Norðurlands vestra að loknum yfirheyrsl-
um, vitnaleiðslum og málflutningi. Egill Stephensen saksóknari sagði,
að sýslumaðurinn hefði gerst sekur um alvarlegt trúnaðarbrot gagn-
vart ríki og almenningi, hann hefði hyglað kunningjum sínum og sjálf-
um sér og vanrækt starfsskyldur sínar. „Segja má, að það hafi verið
tollfrjálst svæði á Siglufirði fyrir vini sýslumanns," sagði saksóknari.
Verjendur sakborninganna kröfðust sýknu af ákærum og fóru hörðum
orðum um rannsókn málsins og ákæruna, sem þeir sögðu einkennast
af því, að hátt hefði verið reitt til höggs án þess að fyrir hendi væru
gögn, sem styddu þær alvarlegu sakir, sem hinir ákærðu embættismenn
væru bornir.
Sýslumanni er m.a. gefið að sök,
að hafa sem uppboðshaldari áskilið
sér samtals 1,3 milljónir króna á árun-
um 1989-1993 við meðferð uppboðs-
mála sem greiðslur frá uppboðsbeið-
endum fyrir að sjá til þess að mætt
væri af þeirra hálfu við fyrirtökur
málanna og hafi hann sjálfur gætt
hagsmuna þeirra í málunum. Einnig
hafi hann nýtt sér frumrit greiðslust-
implaðra kvittana embættisins til
gerðarbeiðenda fyrir viðtöku þeirra
greiðslna sem runnu til hans fyrir
mætingarnar, þannig að misræmi
hafi orðið milli frumrita og afrita sem
fóru í bókhaldsskjöl embættisins.
Egill Stephensen, sækjandi máls-
ins, lagði ríka áherslu á að hér væri
um að ræða refsiverðan verknað.
Sýslumaður hefði engan rétt á svona
þóknun og Erlingi hefði í mörg ár
tekist að leyna þessu fyrir starfs-
mönnum embættisins, sem væri til
marks um að hann hefði gert sér
grein fyrir að athæfið væri ólöglegt
og hann hefði blekkt greiðendur með
því að gefa kvittun fyrir greiðslurnar
á eyðublöð embættisins. Sýslumaður
hefur borið, að hann hafi talið þær
tekjur sem hann hafði með þessum
hætti fram til skatts, en saksóknari
sagði að skoðun á skattframtölum
staðfesti ekki þá fullyrðingu.
Þijú ákæruatriði varða innflutning
til Siglufjarðar frá Þýskalandi á fjór-
um hestakerrum frá apríl 1991 til
maí 1993, en þar eru sýslumaður og
í þremur tilvikum yfirlögregluþjónn
sakaðir um ýmis brot, bæði hvað varð-
ar ranga útfyllingu aðflutnings-
skýrslna, afhendingu kerranna án
tollskoðunar og tollafgreiðslu og þátt-
töku í því að koma reiðtygjum, 31
hnakk, 91 beisli, auk annars varnings
undan tollskoðun. í einu tilvikanna
er yfirlögregluþjónninn sakaður um,
að hafa þegið mútur með því að þiggja
að gjöf undirvagn sem var í einni
kerranna gegn því að hann tilgreindi
ekki undirvagninn við matsgerð sem
honum var falið að gera á verðmæti
varningsins.
Loks eru yfirlögregluþjónninn og
sýslumaðurinn ákærðir fyrir að hafa
ekki sinnt þeirri lagaskyldu sinni að
afhenda ÁTVR 249 lítra af smygluðu
áfengi og 96 dósir af bjór sem lögregl-
an á Siglufirði hafði lagt hald á held-
ur að eigin sögn farið með áfengið á
hauga bæjarins og hellt því þar nið-
ur. Um þessi ákæruefni sagði sak-
sóknari, að þau væru byggð á frá-
sögnum mannanna sjálfra af því
hvernig að þessu hefði verið staðið,
en saksóknari sagði þann framburð
afar ótrúverðugan og skoðun ákæru-
valdsins væri sú, að áfenginu hefði
verið ráðstafað með allt öðrum hætti.
Gjörningaveður
Jón Magnússon hrl., veijandi Erl-
ings Óskarssonar, krafðist sýknu fyr-
ir hönd skjólstæðings síns af öllum
refsikröfum ákæruvaldsins. Hann
sagði, að við upphaf rannsóknarinnar
hefði það verið kynnt á þann veg í
fjölmiðlum, að sýslumaður væri
stjórnandi smyglhrings og embætti
hans miðstöð spiliingar, þyrlað hefði
verið upp gjörningaveðri. Sýslumaður
hefði lengi gegnt embætti með sóma
en hefði orðið að þola neikvæða um-
fjöllun og ástæðulausan áfellisdóm og
mál hans ekki fengið eðlilega rann-
sókn fyir en fyrir dómi. Hátt hefði
verið reitt til höggs og miklu til kost-
að við rannsóknina, en miðað við þau
gögn sem fyrir lægju væri málið lítil-
fjörlegt. Varðandi greiðslur þær sem
sýslumaður hefði fengið fyrir störf í
þágu uppboðsbeiðenda, sagði lögmað-
urinn, að sýslumaður hefði ekki sýnt
af sér neina refsiverða, ólögmæta
háttsemi. Eins og í öðrum umdæmum
þar sem lögfræðingar væru ekki starf-
andi, hefði það tíðkast um árabil á
Siglufirði að lögmenn bæðu sýslu-
menn að annast mætingar í uppboðs-
málum. Sigluflörður hefði þar ekki
skorið sig úr og vísaði lögmaðurinn
til framburða lögmanna sem borið
hefðu vitni fyrir dóminum um það.
Greiðendur hefðu fengið fullnægjandi
kvittanir en bókhaldsgögn, sem
byggst hefðu á afritum, hefðu ekki
verið rangfærð enda hefðu þessar
greiðslur ekki staðið í sambandi við
embættisstörf sýslumanns og því eng-
inn verið blekktur.
Lögmaðurinn sagði, að skjólstæð-
ingur sinn hefði ávallt neitað vitn-
eskju um, að sendandi hestakerranna
hefði í tveimur tilvikum sett í þær
reiðtygi og annan varning áður en
þær voru sendar til íslands. Lögmað-
urinn sagði, að í málinu hefði enginn
borið um það, að sýslumaðurinn hefði
vitað af reiðtygjunum og fullyrðingar
um annað í ákæru væru getgátur sem
styddust hvorki við framburð
sendandans né sonar hans. Hinn raun-
verulegi innflytjandi kerranna, sem
útfyllt hefði tollskjöl og innflutnings-
pappíra, væri ekki ákærður í málinu,
en án sönnunargagna væri sýslumað-
urinn sakaður um rangfærslu þeirra
skjala þrátt fyrir að ekkert í málinu
styddi þá kenningu, að hann hefði átt
þátt í að útbúa þau.
Um ákærur fyrir að skila ÁTVR
ekki haldlögðu áfengi sagði lögmaður-
inn, að nær daglega gæfí að líta í
fjölmiðlum myndir af lögreglumönn-
um að hella niður heimabruggi og
öðru áfengi án þess að ÁTVR kæmi
þar nærri. Þær myndir bentu ekki
til, að haldlögðu áfengi væri almennt
skilað til ÁTVR.
Jónatan Sveinsson hrl. krafðist
sýknu fyrir hönd Gunnars Guðmunds-
sonar yfírlögregluþjóns og sagði mál
þetta óvenjulegt, einkum fyrir þá sök
hvernig staðið hefði verið að frum-
rannsókn og fyrir það hvaða stefnu
dómsmálaráðuneyti hefði tekið í mál-
inu, einkum eftir að yfírlögregluþjón-
inum var vikið frá um stundarsakir.
í október sl. hefði honum svo verið
vikið endanlega úr starfí með því að
ráðuneytið hefði virt að vettugi réttar-
reglur um að stíga ekki slíkt skref
fyrr en að lokinni frumrannsókn og
fellt dóm yfír yfirlögregluþjóninum í
bréfí, þar sem fullyrt væri, að hann
hefði gerst sekur um refsiverðan
verknað og brotið gegn starfsskyldum
sínum. Lögmaðurinn kvaðst sann-
færður um, að niðurstöður rannsókn-
arinnar hefðu í raun ekki gefíð tilefni
til ákæru og kvaðst telja að ákæru-
valdið hefði aðeins ákært til að
ómerkja ekki fyrrgreind ótímabær og
fordæmalaus skref, sem dómsmála-
ráðuneytið hafði þá stigið. Lögmaður-
inn kvaðst telja, að málflutning sak-
sóknara varðandi meintar ávirðingar
yfirlögregluþjónsins í sambandi við
innflutning kerru og undirvagns,
mætti draga saman í orðunum „ég
gefst upp“, en þau hefðu verið skila-
boð saksóknara til dómsins. Yfírlög-
regluþjónninn væri sakaður um, að
hafa vísvitandi tilgreint rangt mats-
verð kerrunnar og leynt að hún inni-
hélt tollskyldan varning, undirvagn,
sem hann hefði síðan þegið að gjöf.
Þar með væri lögreglumaðurinn sak-
aður um mútur, sem væru alvarleg-
ustu sakargiftir sem hægt væri að
bera á opinberan starfsmarm. Ákæru-
vald þyrfti að búa vel til ferðar með
svo alvarlegt ákæruefni og leggja
fram sönnunargögn þegar játningu
væri ekki til að dreifa. Hér væri eng-
um gögnunm til að dreifa, sem styddu
þær sakargiftir.
Þá rakti lögmaöurinn m.a., að
hlýðniskylda væri grundvallarskylda
opinbers starfsmanns og í þeim atrið-
um sem yfirlögregluþjóninum væri
gefíð að sök hefði hann einatt verið
að framfylgja fyrirmælum yfírboðara
síns í góðri trú og samkvæmt bestu
samvisku án þess að nokkuð, hvorki
vitnisburður, skjöl né önnur gögn,
hefði komið fram, sem gegn neitun
hans gerði sennilegt, að hann hefði
breytt gegn betri vitund eða haft
ásetning um, að brjóta af sér.