Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
27
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Skoða nýjungar í prentun
OLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra ásamt forystumönnum í
íslenskum prentiðnaði að skoða nýjungar í prentvinnslu sem til sýnis
eru á Prentmessu 94.
Prentmessa 94 sett á Hótel Loftleiðum
Viðamesta prent-
sýning hér á landi
PRENTMESSA 94 var sett á Hótel Loftleiðum í gær að viðstöddum
Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra, og er þetta viðamesta prentsýn-
ing sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin stendur yfír 15.-16.
apríl frá kl. 10-18 . Við setninguna í gær voru afhentar bókaviðurkenn-
ingar Samtaka iðnaðarins fyrir bækur framleiddar á íslandi, og eru þær
bækur sem viðurkenningu hlutu sýndar á Prentmessunni.
ist á misskilningi
ttu ðd
untals
efnd á næstu vikum
urnar sem þar væru, stæðust ekki.
Þeir drógu því verðtilboð sitt til baka.
íslensk stjómvöld biðu þess að fá
leiðrétt verðtilboð frá þeim banda-
rísku, og eftir að „tilboðið" var dreg-
ið til baka, greindu bandarísk stjóm-
völd frá því að fyrri verðhugmyndir,
þ.e. 800 milljónir króna fyrir nýlega
Sikorsky-þyrlu, stæðu. Bandarísk
stjómvöld hafa gefið þeim íslensku
til kynna, að þau séu reiðubúin að
senda hingað til lands á næstu vikum
viðræðunefnd.
Sendiherra Bandaríkjanna
segir framhaldið vera undir
íslenskum stjórnvöldum komið
Parker Borg, sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að viss misskiln-
ings hefði gætt í símbréfi því sem
bandarísk stjórnvöld hefðu sent ís-
lenskum stjórnvöldum í síðustu viku,
en í þeim efnum væri ekki hægt um
vik fyrir hann að fara út í smáat-
riði. „Við höfum nú veitt íslenskum
stjórnvöldum nýjar upplýsingar,“
sagði Borg. Hann sagði að það væri
undir íslenskum stjómvöldum komið,
hvort bandarísk viðræðunefnd kæmi
hingað til viðræðna á næstu vikum.
Engar skuldbindingar
„Ef ríkisstjórn íslands hefur áhuga
og vill að viðræðu- eða kynningar-
nefnd komi hingað frá Bandaríkjun-
um til þess að fara yfir ákveðin at-
riði, em bandarísk stjórnvöld reiðu-
búin til þess að senda slíka nefnd
hingað, en það væri án allra skuld-
bindinga," sagði sendiherrann enn-
fremur. Aðspurður hversu langan
tíma hann áætlaði að slíkar samn-
ingaviðræður bandarískra og ís-
lenskra stjórnvalda kæmu til með að
taka, ef af þeim yrði á annað borð,
sagði Borg: „Það er útilokað að segja
til um það á þessu stigi. Þar til okk-
ur berst ákveðin ósk íslenskra stjórn-
valda um að slík nefnd komi hingað,
ríkir að sjálfsögðu fullkomin óvissa
um, með hvaða hætti tillögur verða.
Auðvitað vilja menn ljúka slíkum við-
ræðum eins fljótt og auðið er, en það
verður undir innihaldi fyrirspurna og
tillagna komið, hversu fljótt verður
hægt að fá niðurstöðu í málið.“
í utanríkisráðuneytinu er orðsend-
ing bandarískra stjómvalda túlkuð á
þann veg, að Bandaríkjamönnum sé
full alvara í þeim efnum að ganga
til samninga við íslendinga um fram-
tíð þyrlubjörgunarsveitarinnar á
Keflavíkurflugvelli og þátttöku ís-
lendinga í rekstri sveitarinnar.
Jafnframt mun það viðhorf vera
uppi í utanríkisráðuneytinu og raunar
víðar í íslenska stjómkerfinu, að þrátt
fyrir tölulega rangar upphafsupplýs-
ingar frá Bandaríkjamönnum, séu
líkur á, að þau kjör, sem hægt verði
að fá hluta þyrlusveitar bandaríska
sjóhersins á, í toppviðhaldsástandi,
ásamt fullkominni tveggja ára þjálf-
un starfsmanna, geti orðið svo góð,
að þau verði í engu samanburðarhæf
við þau kjör sem til boða standi, að
því er varðar kaup Super Puma-
björgunarþyrlunnar frá Frakklandi.
Sighvatur Björgvinsson, starfandi
utanríkisráðherra, kallaði síðdegis í
gær Parker Borg, sendiherra Banda-
ríkjanna, á sinn fund, þar sem ráð-
herrann greindi honum frá óskum
íslenskra stjórnvalda um nákvæmari
upplýsingar frá þeim bandarísku, en
þeim hafa þegar borist.
Það sem einkum mun vaka fyrir
íslenskum stjómvöldum, er að fá úr
því skorið hvort bandarísk stjómvöld
eru reiðubúin til þess að ganga til
samninga við Islendinga um verk-
töku, að því er varðar rekstur þyrlna
sjóhersins. Þessa ósk setja íslensk
stjórnvöld fram, með tilvísan til orða
Perrys hér á landi í ársbytjun, þar
sem hann gaf í skyn að hægt væri
að semja um slíka verktöku. Þetta
mun vera grundvallarviðhorf þeirra
sem stjórna viðræðunum við Banda-
ríkjamenn og í þeim efnum er talið
að tölulegar upplýsingar um verð
þyrlnanna skipti minna máli, en
framtíðarfyrirkomulag á rekstri þyr-
lusveitarinnar, sem samkvæmt þeim
samningum sem tókust hér í ársbyij-
un, er fullkominni óvissu háð, að
tveimur árum liðnum. Rektrarkostn-
aður þyrlnanna til frambúðar sé ekki
síður þýðingarmikill, en sjálfur stofn -
kostnaðurinn.
Ekki samhljómur í
ríkisstjórninni
I ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er
þó ekki samhljómur í afstöðu ráðherr-
anna, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra mun eindregið þeirrar
skoðunar að dráttur sá sem orðið
hefur á ákvarðanatöku, að því er
varðar þyrlukaup fyrir Landhelgis-
gæsluna, sé þegar orðinn óhóflegur
og öll frekari töf, sé ríkisstjórninni
til vansa. Þó mun vera samstaða um
að bíða átekta þær þijár vikur, sem
ætla má að það taki, að fá úr því
skorið hvort raunverulegur pólitískur
vilji er fjrir því innan bandaríska
stjórnkerfísins, að ganga til samn-
inga við íslendinga á þeim grunni,
sem Perry varnarmálaráðherra lagði
með orðum sínum um hugsanlega
verktöku Islendinga í ársbyijun.
Því mun m.a. hafa verið reifaður
sá möguleiki, að kaup á Super Puma-
þyrlunni verði fljótlega ákveðin, en
hægt sé að tryggja hagsmuni íslend-
inga og ríkissjóðs með þeim hætti,
að samið verði um endurkaup seljand-
ans á þyrlunni, eftir tiltekinn tíma,
eða að samið yrði til skamms tíma,
þannig að reynsla fengist á notkun
Super Puma-þyrlunnar, áður en
endanlega væri ákveðið til frambúð-
ar, hvort þar væri um heppilegasta
kostinn fyrir íslendinga að ræða.
Þannig mætti tryggja að fljótlega
gæti Landhelgisgæslan losað sig við
Super Puma-þyrluna, ef slíkir samn-
ingar næðust við bandarísk stjórn-
völd um kaup á nýlegum, fullkomlega
útbúnum Sikorsky-þyrlum og þjálfun
áhafna þeirra, að ekki þætti stætt á
því að hafna slíkum samningum. Alla
vega hefði þyrluleysi landans verið
brúað á meðan á samningaviðræðum
við Bandaríkjamenn stendur, verði
svör þeirra í þá veru að bandarísk
stjómvöld séu reiðubúin að ganga til
verktökusamninga við íslendinga.
Þannig gætu samningsaðilar tekið
sér góðan tíma í að ljúka samnings-
gerðinni.
Sýnendur á Prentmessunni eru
tuttugu talsins og skiptast þeir í tvo
hópa. Annars vegar er um að ræða
þjónustufyrirtæki við prentiðnaðinn
og innflytjendur tækja, en hins vegar
sýna þar framsækin fyrirtæki sem
sjálf eru í prentiðnaði og útgáfu.
Við setningu Prentmessu 94 vom
í annað sinn veittar viðurkenningar
fyrir þær íslenskar bækur sem þótt
hafa skarað fram úr t hönnun, prent-
un, bókbandi og öllum frágangi.
Steindór Hálfdánarson formaður
dómnefndar afhenti viðurkenning-
amar, en þær hlutu að þessu sinni
eftirtaldar bækur eða bókaflokkar:
The Icelandic homily book, útgefandi
Stofnun Áma Magnússonar, prent-
vinnsla og bókband G. Ben. prent-
stofa hf.; Orð um ..., bókaflokkur
átta smábóka sem Mál og menning
gefur út; Kría siglir um suðurhöf,
útg. Mál og menning; Fjallganga,
útlit og umbrot Erla Sigurðardóttir,
útg. Almenna bókafélagið; Veröld
sem ég vil, hönnun Elísabet A. Coc-
hran, útg. Kvenréttindafélag íslands;
Hreinn Friðfinnsson, hönnun Erling-
ur Páll Ingvarsson, útg. Listasafn
Islands og Mál og menning, en prent-
vinnslu og bókband allra þessara
fimm útgáfa annaðist Prentsmiðjan
Oddi hf.
I ávarpi Arnar Jóhannssonac^
stjómarmanns í Samtökum iðnaðar-
ins, kom fram að til þessara viður-
kenninga hefði verið stofnað til að
efla prentlistina og koma henni aftur
til þeirrar virðingar sem hún naut.
„En ekki duga viðurkenningar einar
sér. Tilkoma Prenttæknistofnunar og
starfsemi hennar hefur þegar sannað
ágæti sitt og eru bundnar miklar
vonir við framhald endurmenntunar
og annarrar starfsemi svo sem sjá
má hér í dag,“ sagði Örn.
Gunnar Flóvens
„Af skiljanlegum
ástæðum eru erlendir
saltsíldarkaupendur
ekki fáanlegir til að
semja um kaup sín með
fyrirframsamningum
nema þeir hafi trygg-
ingu fyrir því að ekki
verði síðar boðin eða
seld samskonar síld frá
sömu vertíð á viðkom-
andi markað á lægra
verði eða með hagstæð-
ari kjörum en kveðið
er á um í fyrirfram-
samningum.“
méð samþykki viðkomandi hags-
munasamtaka. Síldarútvegsnefnd
hefir ekki sótt um slíkt einkaleyfi
um langt árabil. Af átta stjórnar-
nefndarmönnum Síldarútvegsnefnd-
ar eru þrír tilnefndir af samtökum
síldarsaltenda, einn af samtökum
útvegsmanna og einn af samtökum
sjómanna.
í sambandi við starfssvið Síldar-
útvegsnefndar skal það tekið fram
að samkvæmt lögum heyrir sala á
síld í neytendaumbúðum ekki undir
starfsemi Síldarútvegsnefndar.
Einnig tel ég rétt að láta þess getið
að Síldarútvegsnefnd hefir aldrei
fengið fé úr ríkissjóði eða öðrum
opinberum sjóðum. Til þess að
standa undir rekstri nefndarinnar
fær hún sölulaun sem eru lægri en
mér er kunnugt um hjá ýmsum öðr-
um útflutningsaðilum og er þó
nefndinni einnig gert að annast
margskonar verkefni og þjónustu
fyrir atvinnugreinina sem flokkast
ekki undir venjulegan sölukostnað.
í tilefni þess misskilnings varðandi
sölufyrirkomulagið sem áður er vikið
að skal eftirfarandi reynsla rifjuð
upp.
Undirritaður hefír starfað að sölu-
málum íslenzkrar saltsíldar í meira
en fjóra áratugi, fyrst sem forstöðu-
maður skrifstofu Síldarútvegsnefnd-
ar í Reykjavík frá stofnun skrifstof-
unnar haustið 1950, síðan sem fram-
kvæmdastjóri frá 1959 til vors 1990
og starfar nú sem stjórnarformaður
nefndarinnar. Með hliðsjón af þess-
ari reynslu tel ég mig geta fullyrt
að á þessum rúmlega fjórum áratug-
um hafi aldrei komið upp hinn
minnsti ágreiningur við áðurnefnd
hagsmunasamtök um fyrirkomulag
á sölumálunum og samvinnan við
þessa aðila og alla síldarsaltendur
hefir vorið eins og bezt. verður á
1 kosið*. (a 1 iriím filéo'
Á þessum áratugum hefir það al-
loft borið við að aðrir aðilar hafi
óskað eftir að fá heimild til að reyna
að selja saltaða síld til útflutnings.
Í öllum tilfellum hefir verið látið á
þetta reyna og viðkomandi aðilum
þá um leið veitt aðstoð eftir því sem
óskað hefir verið eftir. Ég dreg ekki
í efa að þessir aðilar muni vera reiðu-
búnir að staðfesta að hér sé rétt
farið með staðreyndir, enda hefir
ætíð tekizt góð samvinna um þessar
sölutilraunir.
Á sl. síldarvertíð óskuðu t.d. 14
einstaklingar og verzlunarfyrirtæki
eftir heimild til að reyna að selja
saltaða síld til útflutnings og var
öllum veitt slík heimild með þeim
venjulegu skilyrðum að síldin yrði
ekki seld á lægra verði en kveðið
væri á um í fyrirframsamningum við
kaupendur í viðkomandi markaðs-
löndum. Mér er ekki kunnugt um
annað en að allir þessir aðilar hafi
verið ánægðir með samstarfið við
Síldarútvegsnefnd.
Eins og áður er sagt hefir það
verið venja að leita umsagna þeirra
samtaka sem mestra hagsmuna eiga
að gæta áður en ákvörðun hefír ver-
ið tekin um sölufyrirkomulagið
hveiju sinni.
Þar sem sölufyrirkomulag á ís-
lenzkum útflutningsvörum hefir oft
valdið ágreiningi höfum við ekki lát-
ið nægja að kanna árlega viðhorf
áðurnefndra hagsmunasamtaka,
heldur höfum við einnig á nokkurra
ára fresti látið fara fram skoðana-
kannanir á því hjá öllum síldarsölt-
unarstöðvunum hvort óskað væri
eftir breytingum á sölufyrirkomulag-
inu eða hvort unnið skyldi áfram á
núverandi grundvelli.
Síðast þegar slik könnun var gerð
fyrir nokkrum árum urðu niðurstöð-
ur þær.aði^lja^ ptöðvarnar óskpðu
4 ejftip jpþröytþu-i söjufyrwkpipúlágþíPgx
engar óskir hafa komið fram um
breytingar síðan.
En hvers vegna er verið að setja
sérstök lög um útflutning á saltaðri
sfld kunna einhveijir að spyija.
Ástæðurnar eru fyrst og fremst eft-
irfarandi:
1. Saltsíldin hefir þá sérstöðu að
semja verður um söluna áður en
söltun getur hafízt, enda eru kröfur
hinna ýmsu kaupenda um tegundir,
verkunaraðferðir, stærðarflokka ofl.
mjög misjafnar. Af þeim sökum kem-
ur oft fyrir að nýta verður síld úr
einum og sama farminum fyrir kaup-
endur í 3-4 markaðslöndum. Söltun-
ina verður því að skipuleggja með
hliðsjón af þessum mismunandi kröf-
um kaupenda og ástandi fersksíldar-
innar hveiju sinni og er það flóknara
viðfangsefni en margur gerir sér
ljóst. I því sambandi skal þess getið,
að á síðustu vertíð var söltuð síld á
íslandi framleidd eftir 78 mismun-
andi tegundum, verkunaraðferðum,
verkunarefnum og stærðarflokkum.
2. Af skiljanlegum ástæðum eru
erlendir saltsíldarkaupendur ekki
fáanlegir til að semja um kaup sín
með fyrirframsamningum nema þeir
hafí tryggingu fyrir því að ekki verði
síðar boðin eða seld samskonar síld
frá sömu vertíð á viðkomandi mark-
að á lægra verði eða með hagstæð-
ari kjörum en kveðið er á um í fyrir-
framsamningum. Slíka tryggingu er
ekki unnt að gefa nema einhver að-
ili skipuleggi söltunina, fylgist með
útflutningi og söluverði síldarinnar,
sbr. löggildingarákvæðið (útflutn-
ingsleyfaákvæðið) í lögunum um
Síldarútvegsnefnd og útflutning
saltaðrar síldar.
3. Sökum þess hve markaður fyr-
ir saltaða síld er takmarkaður og
sveiflukenndur og geymsluþol síldar-
innax' lítið, taka ,síjdarsaltendurual-
mennt ekki þá gífurlegu áhættu að
framleiða saltaða síld nema salan sé
tryggð með fyrirframsamningum.
Mistök í þessum efnum geta á fáum,
eða jafnvel einum söltunardegi eyði-J'
lagt vertíðarafkpmu viðkomandi
söltunarstöðvar. í þessu sambandi
er rétt að láta þess getið að aðeins
um 10-12% af síldaraflanum í heim-
inum hafa á undanförnum árum ver-
ið nýtt til söltunar og langtum lægra
hlutfall sé miðað við samskonar sfld
og nú er veidd hér við land.
4. Af sömu ástæðum hafa bankar
ekki verið fáanlegirtil að veita afurð-
alán út á síld, sem söltuð er án fyrir-
framsamninga.
5. Erfítt er fyrir síldarsaltendur
að fá lán til kaupa á tunnum, salti,
sykri, kryddi og öðrum rekstrarvör-
um vegna síldarsöltunarinnar nema
að tryggt sé að varan seljist. -á-
Ég hefí aldrei farið dult með þá
skoðun mína að sum ákvæði núgild-
andi laga um Síldarútvegsnefnd og
útflutning saltaðrar síldar séu óþörf
og að því leyti get ég verið sammála
flutningsmönnum umræddrar þings-
ályktunartillögu. Aftur á móti er það
reginmisskilningur að lögunum þurfí
að breyta til þess að aðrir aðilar en
Síldarútvegsnefnd geti selt og flutt
út íslenzka saltsíld, sbr. skýringar
þær sem gefnar hafa verið hér að
framan.
Það sem mestu máli skiptir í þess-
um efnum fyrir saltsíldarframleiðsl-
una er að einhver aðili hafí lagalega
heimild til að koma í veg fyrir að
söltuð sfld verði boðin eða seld á
lægra verði en kveðið er á um í fyrir-
framsamningum. Án fyrirframsamn-
inga er söltun sfldar vægast sagt
glæfraspil. ,
Höfundur er formaður
Síldarútvcgsnefiidan , u