Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
Minning
Sigríður Anna
Valdimarsdóttir
Fædd 10. júní 1940
Dáin 7. apríl 1994
Kveðja frá Hvöt
í dag, föstudaginn 15. apríl, fer
fram útfór Sigríðar Önnu Valdimars-
dóttur, Freyjugötu 46. Sigríður hef-
ur í mörg ár verið í Hvöt, félagi sjálf-
stæðiskvenna í Reykjavík, og borið
hag félagsins og Sjálfstæðisflokks-
ins mjög fyrir brjósti. Hún vildi vinna
að framgangi kvenna í stjórnmálum
og sat í mörgum nefndum á vegum
félagsins. Hún sat í stjórn hverfafé-
lagsins Austurbær-Norðurmýri í
mörg ár.
Hún var sjálfstæðiskona af lífi og
sál og fáir þeir fundir sem hún ekki
sótti. Þó að Sigríður væri dul um
sína einkahagi var hún ófeimin að
ræða við nýjar félagskonur og kynna
þær öðrum. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á þeim málefnum sem fjall-
að var um á fundum og lét þær í
ljós, enda fróð og vel að sér á mörg-
um sviðum. Hún var ákafur friðar-
sinni.
Það er hagur hvers félags og
flokks að eiga slíka stuðningsmenn
að sem Sigríður Anna var. Við þökk-
um henni samfylgdina.
Anna Kristjánsdóttir,
formaður Hvatar.
Látin er hér í borg Sigríður Anna
Valdimarsdóttir og verður hún jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
í dag. Skal hér minnst nokkrum orð-
um góðra kynna okkar.
Við munum um skeið hafa vitað
hvor af annarri en leiðir okkur lágu
fyrst saman er hún hafði samband
við mig vorið 1973 í umboði rit-
stjórnar 19. júní, ársrits Kvenrétt-
indafélags íslands. Sigríður Anna
var virk í Kvenréttindafélaginu, sat
í stjórn þess og einnig Menningar-
og minningarsjóðs kvenna, svo og í
ritnefnd ársritsins. Um þetta leyti
var sá háttur hafður á að í hveiju
riti var tiltekið þema eða málaflokk-
ur tekinn til umfjöllunar og var hún
að falast eftir að ég þessu sinni
tæki þátt í þeirra umræðu. Leiddi
þetta til nokkurra samskipta milli
okkar og fann ég þá þegar að hún
var vel upplýst um menn og mál-
efni, nákvæm í allri framsetningu
og henni lagið að greina aðalatriði
frá því sem aukalegt var. Þetta voru
sterk persónueinkenni hennar og svo
hitt hversu fámál hún var um sína
einkahagi.
Sigríður Anna var yngst þriggja
bama hjónanna Elínar Þorkelsdóttur
og Valdimars Þórðarsonar kaup-
manns, fædd 10. júní 1940 í Reykja-
vík. Faðir hennar var annar hinna
dugandi og kunnu manna sem stofn-
uðu verlsunarfyrirtækið Silli og
Valdi er um langt árabil setti svip
á athafnalíf höfuðborgarinnar. Sig-
ríður Anna ólst upp með bræðrum
sínum tveimur á foreldraheimilinu
við Freyjugötu og átti hún heima í
húsinu númer 46 við þá götu frá
fímm ára aldri. Efnahagur fjölskyld-
unnar var góður, heimilið vel búið
og bömunum stóðu opnir þeir vegir
út í lífið sem upplag þeirra og áhugi
beindist að.
Fljótt kom í ljós að dóttirin var
námfús í besta lagi og hugur hennar
stóð til mennta. En á unga aldri
varð hún fyrir áföllum sem mörkuðu
lífsbraut hennar æ síðan. Faraldur
kom upp hér á landi, nokkrum árum
eftir heimsstyijöldina síðari, er í
daglegu tali var kallaður Akureyrar-
veikin vegna þess hversu skæð sótt-
in var á þeim slóðum. Sigríður Anna
tók veikina og varð svo illa úti að
kalla má að hún biði þess aldrei
bætur. Nokkru síðar eða árið 1957
varð hún fyrir umferðarslysi, bifhjól
ók á hana og þó allra hugsanlegra
læknisbóta væri leitað urðu afleið-
ingar þess varanlegar á heislu henn-
ar.
Námslöngum Sigríðar Önnu var
mikil og vilji hennar til skólagöngu
stéríiúrj iHún lauk iandsprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík vorið
1955, nam síðan við Menntaskólann
í Reykjavík og þaðan tók hún utan-
skólapróf haustið 1961. Eftir það lá
leiðin í Háskóla íslands þar sem hún
í fyrstu lagði stund á tungumál,
einkum ensku, en innritaðist svo í
guðfræðideild og lauk þaðan prófi í
grísku 1963 og ári síðar í hebresku.
Um skeið nam Sigríður Anna ensku
við Edinborgarháskóla en hvarf svo
vestur um haf til frekara náms við
Mills College, námsstofnun tengda
Stanford háskóla í Kaliforníu. Þar
las hún enskar bókmenntir, listasögu
og þjóðfélagsfræði um 1970, og
sumarið 1971 sótti hún námskeið í
stjórnmálafræði við háskóla í Ox-
ford. Heilsu hennar var svo varið
að úthald og orka til langtímanáms
í þeim greinum sem hugur hennar
stóð til var takmörkunum háð og
má gera sér í hugarlund hvílík von-
brigði það hafa orðið henni.
Eftir heimkomu frá námsdvöl er-
lendis sinnti Sigríður Anna einkum
því að lesa með skólafólki og fylgja
því eftir til prófs. Mun erfítt að fínna
vog til að vega slíkt starf sem vert
væri. Sjálf las hún jafnan mikið og
fylgdist vel með þeim málum sem
efst voru á baugi heima og erlendis.
Hún hafði yndi af að ferðast og var
í reynd víðförul, hafði meðal annars
farið til Austurlanda fjær og um
löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Var
hún duglegur ferðamaður og góður
ferðafélagi sem vissi deili á löndum
og þjóðum og miðlaði því óspart
þegar við átti. Báðar höfðum við
ferðast til ísraels og hún raunar
dvalist þar lengur en ég. Þótti mér
fengur að ræða við hana um það sem
þar var að gerast, skynja þá miklu
þekkingu sem hún hafði heyjað sér
þar að lútandi, skörp að draga álykt-
anir af atburðum og oft sannspá um
framvindu mála.
Hér heima var Sigríður Anna virk
í félagsmálum af ýmsu tagi. Áður
er getið þátttöku hennar í starfí
Kvenréttindafélagsins. Lagði hún
sóma sinn að veði er hún fúslega
mælti með mér við inngöngu í þau
samtök í ársbyijun 1975 og varð
mér æ síðan eins og guðmóðir þar
- sleppti ekki af mér hendi. Á ég
góðar minningar um setu á sameig-
inlegum fundum og ráðstefnum og
í ýmiss konar fagnaði. Sumarið 1990
var haldinn hér fundur Alþjóðasam-
taka kvenréttindafélaga á vegum
Kvenréttindafélags Islands. Mál
skiðpuðust svo við fundarlok að ég
tók að mér að fara um Reykjavík
og nágrenni með þremur fundar-
gesta, tveimur japönskum konum
og einni þeldökkri frá Afríku. Varð
þetta eftirminnilegur dagur því Sig-
ríður Anna tók að sér starf leiðsögu-
manns en ég var ökumaður. Hún
var vel mælt á enska tungu, fróð
um land og þjóð og kom öllu vel til
skila við hina fróðleiksfúsu gesti;
auk þess valdi hún áhugaverða veit-
ingastaði til áningar og veitti af
rausn. Síðast nú um jól komu kveðj-
ur hingað norður eftir frá þessum
konum og rifja þær upp enn og aft-
ur fróðlega og skemmtilega hand-
leiðslu Sigríðar Önnu þennan
ógleymanlega dag á íslandi.
Sjálfstæðisstefnan átti hug Sig-
ríðar Önnu og hún starfaði mjög að
framgangi Sjálfstæðisflokksins bæði
með þátttöku í flokksfélögum og
kosningastarfí. Var lærdómsríkt að
vinna með henni á þessum vettvangi
þvi hún var glögg á hin pólitísku
blæbrigði. Kom það vel fram á fund-
um og ráðstefnum á vegum flokks-
ins og einnig á landsfundum sem
hún jafnan sótti þegar heilsan leyfði.
Svo hittist á að við sammæltum
okkur tvívegis á landsfund og áttum
verulegar samræður um flokksmálin
og kosningar sem slíkum fundum
óhjákvæmilega fylgja. Þótti mér hún
glögg á niðurstöður sem ekki virtist
ávallt auðvelt að segja fyrir um.
Svo hittist á að smátelpa á mínum
snærum var með okkur dagpart á
iððrum þessara fiindá óg fánnst mér
eftirtektarvert að fylgjast með á
hvern hátt Sigríður Anna nálgaðist
hana og þær náðu vel saman. Hún
beitti ekki því áleitna fasi sem marg-
ir temja sér við börn, stundum með
litlum árangri. Sem jafningja og
jafnréttháa laðaði hún telpuna að
sér og skírskotaði til hennar svo
lengi eftir mundi hún þessa konu.
Þarna held ég að hafí birst í hnot-
skurn ríkur þáttur í eðlisfari Sigríðar
Önnu. Hún var jafnréttissinni og
hvarvetna sem konur voru að vinna
að sínum málum og stuðla að auknu
jafnrétti var hún fús liðsmaður.
Nær seinustu jólum veiktist Sig-
ríður Anna og fór á sjúkrahús, lá
leið hennar síðan á Vífílsstaði og
þaðan á heilsuhæli í Hveragerði.
Skömmu fyrir páska heyrði ég frá
henni, var hún þá komin heim og
yfírfór póst sem hafði safnast fyrir
og hringdi af því tilefni. Við áttum
góð samtöl í síma og enda þótt ég
fyndi að hún var ekki vel fyrir köll-
uð hétum við því, ef líðan hennar
yrði betri, að hittast yfír kaffibolla
eða góðum málsverði á einhveiju af
aðlaðandi veitingahúsum borgarinn-
ar og spjalla saman. Það var svo
margt til hennar að sækja, hún var
ættvís og fróð á því sviði og persónu-
saga lá opin fyrir henni. Næsta sem
ég heyrði af Sigríði Önnu Valdimars-
dóttur var andlátsfregn hennar. Hún
lést á heimili sínu við Freyjugötu
hinn 7. apríl síðastliðinn.
Að leiðarlokum er ég set á blað
fáein kveðjuorð til að minnast góðs
samferðamanns skynja ég til fulls
hversu dul hún var um eigin hagi
og fátt mér tiltækt í þá veru. En
þakka ber eftirminnilega samfylgd,
góðan hug og ánægjulegar samveru-
stundir. Hvíldarinnar hljótum við að
unna þeim sem þreyst hafa í lífs-
göngunni.
Björg Einarsdóttir.
Við vorum ekki háar í loftinu þeg-
ar fundum okkar bar fyrst saman.
Hún var 11, ég var 13. Og glaðir
æskudagar Iiðu hjá eins og andblær
vorsins, sem strýkur kinn og boðar
að senn komi sumar.
Við vorum staddar í Vindáshlíð í
Kjós, í skemmtilegum hópi stúlkna
sem nutu afraksturs þess að KFUK
hafði reist og skipulagt sumardval-
arstað fyrir stúlkur. í skjóli góðs
fólks og félagsskapar vorum við
þarna á frumbýlingsári og nutum
þess að eiga svefnstað saman, hlát-
urmildar, kátar stelpur á loftinu, sem
enn var í byggingu. Og Systa var
enginn eftirbátur okkar hinna, hún
hló og tók þátt í ærslum okkar.
Oft rifjaði hún upp þessa sumar-
daga, og minntist uppátækjanna,
hugmyndaflugs og frásagnargleð-
innar, sem varð að ævintýraheimi
okkar, þegar við trúðum því að hús-
ráðendur væru steinsofnaðir.
Við Sigríður hittumst oft á förnum
vegi næstu árin. Þá áttum við góðar
viðræður saman og skiptumst á frá-
sögnum af því sem á daga okkar
hafði drifíð hveiju sinni.
Sigríður var einkar vel gefín, fjöl-
menntuð og áhugasöm um allt það
sem mátti verða til almenningsheilla.
Hún var vel menntuð kona í orðsins
fyllstu merkingu. Hún átti ríka rétt-
lætiskennd og þoldi það ekki að brot-
ið væri á mönnum eða hnjóði kastað
að þeim sem minna máttu sín.
í starfí fyrir Sjálfstæðisflokkinn
hittumst við svo aftur og endumýj-
uðum kynnin enn betur. Síðan er
liðinn aldarfjórðungur. Við urðum
góðar vinkonur og þar bar aldrei
skugga á. Við áttum samleið í fjöl-
breytilegum hópum stuðningsmanna
hinna og þessara, sem voru að feta
refilstigu stjórnmálanna innan
flokks okkar. - Við áttum víðar sam-
leið, þar sem Sigríður lét sinn hlut
ekki eftir liggja, hún átti festu og
forsjá.
Ég kom oft á heimili hennar, þar
var mér ætíð vel tekið. Vandlega
dúkað borð með heitu súkkulaði og
kökum, eða kaffisopi í betristofu var
veisla í hvert sinn. Móðir hennar,
Elín, heimskona með aðlaðandi glað-
værð bætti okkur selskapinn með
nærveru sinni. Hún sagði okkur frá
löngu liðinni tíð, tók þátt í vinskap
okkar rétt eins og jafnaldra. Hún
var svo hlý og dramblaus kona.
Með foreldrum sínum, hjónunum
Elínu Þorkelsdóttur og Valdimar
Þórðarsyni, kaupsýslumanni, bjó
SigríðuTi Anna alla rtíð.1 Þáð dúldist
engum sem til þekktu að hún var
augasteinn þeirra og öruggt skjól
þegar halla tók undan fæti. Heimilið
var fágað af menningu góðra for-
eldra sem þekktu þau gildi að fara
vel með alla hluti og hreykja sér
hvergi. Þau veittu öðrum af silfurföt-
um sínum.
Sigríði þótti vænt um foreldra sína
og bræður, þá Þorkel og Sigurð
Bjarna. Og bræðrabörnin voru oft
umræðuefni hennar þegar við hitt-
umst eða töluðum saman í síma, en
það gerðum við svo oft. Hún var
stolt af velgengni þeirra og stækk-
andi fjölskyldu sinni. Hún hafði gam-
an af litrófi lífsins og vissi deili á
svo mörgu.
Fyrir trausta vináttu, hlýtt viðmót
og vinarþel þakka ég og fjölskylda
mín Sigríði, nú þegar leiðir skilja. -
í dag strýkur andblær vorsins tár
af kinn.
Brynhildur K. Andersen.
Sigríður Anna Valdimarsdóttir
lést að heimili sínu, Freyjugötu 46,
sjöunda apríl sl. Hún veiktist í nóv-
ember á síðasta ári og leitaði sér
lækninga. Eftir dvöl á sjúkrahúsi til
rannsókna og meðferðar var hún
komin heim þar sem hún lést skyndi-
lega af sjúkdómi sínum.
Sigríður sem jafnan var kölluð
Systa af vinum og vandamönnum
bjó við Freyjugötuna allt sitt líf. Hún
fæddist í húsinu númer 49 og bjó
þar til 6 ára aldurs að hún fluttist
með fjölskyldu sinni yfír götuna í
húsið á móti, Freyjugötu 46. Þar bjó
hún síðan, fyrst með foreldrum sín-
um og fjölskyldu og síðar ein eftir
lát foreldra sinna. Foreldrar hennar
voru Sigríður Elín Þorkelsdóttir hús-
móðir, f. 13. ágúst 1903, d. 13. des-
ember 1980, og Valdimar Þórðarson,
f. 28. janúar 1905, d. 1. júlí 1981,
kaupmaður í Reykjavík. Elín var
dóttir Sigríðar Grímsdóttur húsmóð-
ur á Eyrarbakka og Þorkels útvegs-
bónda Þorkelssonar lengst af á Eyr-
arbakka. Valdimar var sonur Önnu
Helgadóttur húsmóður frá Glamma-
stöðum í Svínadal í Borgarfjarðar-
sýslu og Þórðar Þórðarsonar frá
Höfða í Hnappadalssýslu.
Bræður Systu eru Þorkell og Sig-
urður Bjarni. Þorkell er fæddur 3.
október 1932. Hann hefur lengi ver-
Fædd 22. september 1916
Dáin 28. mars 1994
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Við systumar viljum með nokkr-
um orðum kveðja ömmu okkar, sem
lést á Vífilsstöðum eftir langvarandi
veikindi. Það ekki hægt að segja
að hún hafi verið heilsuhraust seinni
árin, en dugleg var hún mjög og
kvartaði aldrei.
Ein okkar systranna, Kristín, ólst
upp hjá ömmu og afa og betra
uppeldi hefði hún ekki fengið.
Aldrei var nein óregla á því heimili
og allt var gert til að baminu liði
sem best. Það var svo margt sem
ég gat lært af ömmu og pn njér þá
ið búsettur í Bandaríkjunum þar sem
hann stundar verðbréfaviðskipti.
Hann á tvö börn, Sigríði Elínu og
Valdimar, móðir þeirra er Heba Júl-
íusdóttir en þau Þorkell slitu samvist-
ir. Sigurður Bjarni er fæddur 17.
júlí 1937. Hann er bankafulltrúi hjá
íslandsbanka og er í sambúð með
Ingibjörgu Daníelsdóttur sem einnig
starfar þar. Sigurður á þtjár dætur,
Þórunni, Önnu Maríu og Elínu. Móð-
ir þeirra var Bryndís Friðþjófsdóttir
en hún lést 1991.
Valdimar faðir Systu gekk í Sam-
vinnuskólann. Þar kynntist hann Sig-
urliða Kristjánssyni og stofnuðu þeir
saman verslanir víða í Reykjavík sem
báru nöfn þeirra beggja, verslanir
Silla og Valda. Í upphafi opnuðu
þeir tvær verslanir samtímis 1. des-
ember 1925 en alls urðu þær 14 og
var fyrirtækið rekið í 50 ár.
Systa sem var yngst bamanna
ólst upp við mikið ástríki á heimili
sínu. Auk þeirra barna og foreldr-
anna bjuggu þar einnig lengi tveir
móðurbræður hennar, Guðmundur
og Þorkell. Þegar Systa var um níu
ára gömul veiktist hún og var talið
að hún hefði fengið Akureyrarveik-
ina svonefndu. Nokkrum árum síðar
varð hún fyrir skellinöðru og hafði
hvort tveggja áhrif á heilsu hennar
síðan þannig að hún hafði ekki fullt
þrek og var höfuðveik. Hún var fróð-
leiksfús og átti mjög auðvelt með
nám en heilsuleysi varð til þess að
hún las hluta Kvennaskólans utan-
skóla og lauk einnig stúdentsprófí
frá Mennaskólanum í Reykjavík
1961 utanskóla. Hún sótti nám í
guðfræðideild Háskóla íslands og tók
þaðan próf í grísku 1963 og hebr-
esku 1964. Hún stundaði einnig nám
í ensku, listasögu, sálarfræði og þjóð-
félagsfræði við Mills College í Oak-
land í Kalifomíu veturinn 1968-69
og lagði svo stund á enskunám við
Háskóla ísiands 1970-72. Hún sótti
síðar námskeið í ensku við Edinborg-
arháskóla og námskeið í þjóðfélags-
og stjómmálafræði í Oxford í Eng-
landi.
Systa ólst upp á menningarheimili
og vandist því ung að taka þátt í
umræðum fullorðinna. Valdimar fað-
ir hennar hafði unnið við verslunar-
störf í Þýskalandi og Danmörku um
tíma eftir nám í Samvinnuskólanum.
Hann fylgdist vel með þjóðmálum
og heimsmálum, og var víðlesinn, las
mikið erlend tímarit og bækur. Elín
móðir hennar var ættrækin og um-
hyggjusöm og mjög virk í félagsmál-
um. Hún starfaði í Kvenréttindafé-
lagi íslands meðal annars að því að
safna fé og byggja Hallveigarstaði.
Hún var einnig ötul í starfi fyrir
Fríkirkjuna í Reykjavík eins og þau
hjón bæði og var hún í kvenfélaginu
en Valdimar í stjórn safnaðarfélags-
ins í u.þ.b. 40 ár. Mjög kært var
með Systu og foreldrum hennar og
voru þær mæðgur mjög samrýndar.
Það var Systu því eðlilegt að taka
þátt í félagsstarfi móður sinnar og
fékk hún snemma einlægan áhuga á
réttindamálum kvenna og fór ung
að starfa fyrir Kvenréttindafélagið.
Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir félagið, var í ritnefnd „19. júní“,
blaðs Kvenréttindafélags íslands,
1968-76, í stjórn Menningar- og
efst í huga hvað amma var næm á
umhverfið og fólkið. Það var stund-
um á mínum unglingsárum sem við
voru ósammála um ýmíslegt, en
alltaf kom á daginn að amma hafði
rétt fyrir sér.
Amma vildi að við systurnar
menntuðum okkur og hefðum kurt-
eisi og snyrtilega umgengni að leið-
arljósi. Okkur fínnst þetta góð heil-
ræði og munum við hafa þau fyrir
okkar börnum í framtíðinni.
Blessuð sé minning ömmu. Elsku
afi, við biðjum Guð að styrkja þig
í sorg þinni og söknuði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristín, Steinunn og Þorbjörg.
Minning
Þorbjörg Jónsdóttir