Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 37

Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 37 Valdimar M. Jóns son — Minning Fæddur 9. nóvember 1924 Dáinn 10. apríl 1994 minningarsjóðs kvenna 1968-76 og í stjórn Kvenréttindafélagsins 1973-77. En hún starfaði víðar að þessu áhugamáli sínu og var varafor- maður og formaður verðlags- og verslunarnefndar Bandalags kvenna í Reykjavík 1977-81. Hún lét sig einnig ýmis önnur mál varða og sat í stjórn félagasamtakanna Verndar frá 1982 ogí miðstöð Friðarhreyfing- ar íslenskra kvenna frá 1985 og í stjórn félagsins ísland-ísrael 1984-88 og frá 1990. Jafnframt var hún virk í starfi í kvenfélagi Frí- kirkjusafnaðarins. Systa giftist ekki og eignaðist ekki börn. Hún var mjög trygglynd og ræktarsöm, fylgdist af áhuga með börnum bræðra sinna og vina og nýtti sína eigin menntun meðal ann- ars til þess að hjálpa ungu fólki við nám, einkum við undirbúning fyrir próf. Hún var afar samviskusöm og nákvæm, var vandvirk og gerði mikl- ar kröfur til sjálfrar sín. Hún fylgd- ist jafnan með þjóðmálum og kynnti sér vel alla málavöxtu áður en hún tók þátt í umræðum. Þó að stjórn- málaskoðanir hennar væru mótaðar hafði hún samt opinn huga og sótti víða fundi til að fylgjast með og kynna sér mál. Hún var bókhneigð og las mikið, hafði yndi af tónlist og sótti mikið tónleika. Því hafði hún vanist frá barnsaldri þegar hún fór með móðurbróður sínum Þorkeli á tónleika hjá Tónlistarfélaginu. Systa var meðalhá vexti, ljós yfir- litum með ljóst hár og bjart hörund. Hún var hæglát og prúð í fasi. Nú er mér minnisstæðast fallegt bros hennar og innilegur hlátur. Við Systa vorum samferða í ísaks- skóla í Grænuborg þegar við vorum litlar telpur. Síðar kynntumst við aftur á unglingsárum og umgeng- umst þá nokkuð. Við vorum leitandi og spurular, veltum meðal annars mikið fyrir okkur trúarbrögðum og heimspeki og sóttum ýmsa fundi til að kynna okkur málin. Æ síðan höf- um við vitað hvor af annarri og hald- ið sambandi og varð ég mjög hrygg að heyra af ótímabæru andláti henn- ar. Um leið og ég þakka vinsemd hennar og tryggð við mig og fjöl- skyldu mína sendi ég bræðrum henn- ar og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Önnu Valdimarsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir. Sáran lét Guð mig söknuð reyna. Verði hans vísdóms vilji á mér. Syrtir í heimi sorg býr á jörðu Ijós á himni lifir þar mín von. Þetta erindi Jónasar Hallgríms- sonar kom mér í hug er ég frétti lát frænku minnar Sigríðar Önnu Valdi- marsdóttur. Sorgin við fráfall frænku minnar Systu, eins og við kölluðum hana, nístir okkur. Af hveiju fær hún ekki að lifa þetta vor? Sorgin og gleðin eru systur og við umhugsun komumst við að því að við grátum þá sem verið hafa gleði okkar. Frænka mín var ættrækin og fylgdist vel með ættingjum sínum, gladdist með þeim á gleðistundum og fylgdist ekki síður með þeim ef þeir áttu erfitt. Hún var ræðin og kát og hafði áhuga á þjóðmálum og samferða- fólki slnu. Því varð þátttaka hennar í margs konar félagsstörfum mikil. Skoðanir hennar i trúmálum, þjóð- málum og fleiru voru heilsteyptar og báru vott um skarpa greind og yfirvegun. Það var ekkert yfirborðskennt í fari frænku minnar. Hún mótaðist án efa mikið af foreldrum sínum og námsferli. Heimili hélt hún með foreldrum sínum og reyndist þeim styrk stoð á efri árum. Eftir sitja góðar minningar um mæta konu, sem ég minnist á góðum stundum þegar hún heimsótti mig eða móður mína. Engin var þá ræðn- ari eða skemmtilegri en hún. Við samferðafólk hennar sitjum eftir og skiljum að vegferð okkar verður snauðari því líf elskulegrar og margfróðrar frænku er á enda. Guð blessi hana og geymi. Ingibjörg Jónasdóttir, .g iöjjd soElyvarbakkái '8 ,n'rteha Það var á vordögum 1938 sem ég sá Valda í fyrsta sinn. Við sátum á Sal og vorum að taka próf upp í fyrsta bekk Menntaskólans á Akur- eyri. Við vorum ekki háir í loftinu þá og ekki fór mikið fyrir okkur við hliðina á honum Óla Júl., sem gnæfði yfir okkur jafnaldrana, nokkurn veginn fullvaxinn þá. Eitthvað var það við Valda sem laöaði mann að honum, svipurinn hreinn og skapgæðin leyndu sér ekki. Svo var hann líka sonur verk- smiðjueigandans Jóns í Hamborg, sem bæði bjó til smjörlíki og sæl- gæti. Ekki grunaði okkur þá hversu samtvinnað líf okkar yrði slðar meir og allt til þessa dags. Leiðin lá í gegnum sex ár í menntaskóla og og síðan fimm ár í tækniháskólanum í Stokkhólmi, KTH, þar sem við lukum báðar prófi í efnaverkfræði. Öll háskólaárin lærðum við saman og gerðum verkefni og ritgerðir saman. Sömuleiðis bjuggum við lengst af saman en þá oft með öðr- um vinum og félögum. Þar ber hæst minningarnar frá Skinnar- viksringen og síðar frá „Klandri“. Vinnutíminn var langur og vanda- málin oft erfið, en aldrei bar neinn skugga á samstarf okkar öll þessi ár og alltaf fundum við tíma til að skvetta úr klaufunum annað slagið. Það er sannarlega margs að minn- ast frá þessum árum. Ekki skildu leiðir þótt heim væri komið eftir nám. Valdi varð heimilis- vinur eins og áður og sjálfsagður félagi við veiðar og í útivist. Það myndaðist mjög náinn kunnings- skapur með okkur fimm veiðifélög- unum, einkum um laxveiðar en einn- ig um rekstur á fjallabíl sem við endurbyggðum og notuðum til ferðalaga og til veiðiferða í nokkur ár. í þessum hópi voru Guðmundur heitinn bróðir minn, Kristján Flyg- enring, Runólfur Halldórsson, Valdi og undirritaður. Árið 1961 tókum við á leigu Miðfjarðará og Kverká í Bakkafirði. Þar höfum við veitt lax saman og með fjölskyldum okkar æ síðan. Að öllum öðrum ólöstuðum var Valdi sá besti veiðifélagi sem ég hef eignast um ævina og svo var hann líka frábær veiðimaður með fluguna. I starfi kom Valdi víða við. Fyrsta starf hans eftir nám var í síldarverk- smiðjunni Faxa í Örfirisey með Sveini Einarssyni vélaverkfræðingi, en honum hafði hann kynnst í sum- arstarfi í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Svo fór hann til starfa hjá Lýsi hf. í Reykjavík og um tíma í nýstofnaðri málningaverksmiðju Slippfélagsins og Hempels, en réð sig aftur hjá Lýsi hf. 1959. Verkefn- ið var að eima þorskalýsi í full- komnu loftleysi i þeim tilgangi að framleiða styrkt A- og D-vítamín. Með þetta þykkni í höndunum gat verksmiðjan staðlað framleiðslu á þorskalýsi til útflutnings og þar með aukið verðmæti framleiðslunnar. Mér þótti vænt um að geta flutt Valda alúðarkveðjur nú í febrúar frá fyrrum vinnuveitanda hans í Lýsi hf., Pétri Péturssyni framkvæmda- stjóra, sem er búsettur í Flórída. Verkefnið leysti Valdi af hendi með stakri prýði og var framleiðslan i fullum gangi fram til 1963. En í júní þetta ár lentum við í verkfalli og urðum atvinnulausir. Tókum við þá það ráð að ráða okkur á trillu sem gerð var út frá Reykjavík og láta þar með gamlan draum rætast. Satt best að segja fiskuðum við bara vel og vorum taldir gjaldgeng- ir hásetar. Síðar leigðum við annan bát með tveim félögum og gerðum hann út í nokkrar vikur. Ekki urðum við ríkir af veraldlegu fé við þessa framtakssemi, en minningarnar eru margar og munu seint gleymast. Haustið ’63 hefst svo nýr kafli í lífi Valda. Við nokkrir félagar stofn- uðum óformlega hlutafélagið Björk í Hafnarfirði um framleiðslu á poly- •njúreþampjastiíiiVáldiivar senthij-' til Danmerkur og Þýskalands til að kynna sér vélar, hráefni og hugsan- legar framleiðsluvörur. Er ekki að orðlengja það, að heim kom hann með vél, hráefni og tillögu um fram- leiðslu á einangruðum hitaveitupíp- um, sem urðu síðan aðalundirstaðan í framleiðslu Bjarkar hf. Fyrirtækið var síðan formlega stofnað vorið 1964. Enn voru þáttaskil í lífi Valda þegar faðir hans deyr 1965 og hann flyst norður til A'kureyrar þá sem annar aðaleigandi Smjörlíkisgerð- arinnar Akra hf. Við smjörlíkisget'ð starfaði Valdi eftir þetta, fyrst á Akureyri og síðar í Hafnarfirði, eft- ir að verksmiðjan fluttist þangað. Að lokum viljúm við Lísa og börn- in þakka Valda fyrir allar samveru- stundirnar sem seint gleymast og færum einkadótturinni, Heiðdísi, Þóru og fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur okkar allra. Gunnar K. Björnsson. Okkur langar að minnast Valdi- mars Jónssonar, sambýlismanns móður okkar, en hann lést á Reykja- lundi þann 10. apríl siðastliðinn eftir skamma en snarpa viðureign við illvígt krabbamein. Valdimar var fæddur á Bakka í Bakkafirði þann 9. nóvember 1924. Foreldrar hans voru Þórhildur H. Valdimarsdóttir, frá sama bæ, og Jón E. Sigurðsson á Akureyri. Valdimar lauk prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi (KTH) árið 1951. Hann starfaði framan af við sildar- og lýsisvinnslu auk annars. Meginhluta starfs- ævinnar vann hann þó við fyrirtæki sitt, Smjörlíkisgerð Akureyrar, fyrst á Akureyri en síðar í Hafnar- firði. Var hann þekktur af Akur- eyringum sem Valdi í Akra og ávann sér meðal annars frægð fyr- ir að gera uppskriftina að og fram- leiða Akra karamellurnar. Laxveiði- maður var hann með afbrigðum. Hóf sinn veiðiskap í Bakkaá, vart stífður úr hnefa, löngu áður en sú á hlaut frægð sína fyrir einn stærsta stangarveidda lax á ís- landi. Eftir því sem veiðidögunum íjölgaði óx leikni hans og fór svo að hann ávann sér viðurkenningar fyrir mestan frjölda flugulaxa í Laxá í Aðaldal. Einkadóttur sína, Heið- disi, átti Valdimar með Jóhönnu Tryggvadóttur á Akureyri. Heiðdís hefur lokið doktorsprófi í sálfræði og starfar nú við Memorial Sloan Kettering Cancer Center í Banda- ríkjunum. Hennar sambýlismaður er Eric Laenen, eðlisfræðingur frá Hollandi. Við systkinin eignuðumst góðan vin í Valda þau 20 ár sem sambúð hans og móður okkar, Þóru Helga- dóttur, stóð og eru þær margar samverustundirnar sem við áttum með þeim á Kópavogsbraut 8. Þá standa hátt minningarnar frá veiði- ferðunum í Miðfjarðará í Bakka- firði. Oft er sagt að innri maður komi hvað skýrast fram þegar að veiðistað er komið. Þá sýndi Valdi vel sína. takmarkalausu ljúf- mennsku, var óþreytandi að kenna okkur viðvaningunum, sagði ná- kvæmlega til um bestu veiðistaðina og bauð okkur alltaf að byrja á undan sér. Er vart hægt að hugsa sér meiri höfðingsskap við veiðiá en Valdi sýndi. Þrátt fyrir þetta örlæti á gjafir árinnar fór það samt ætíð svo að það var Valdi sem veiddi mest allra, að því er virtist. án fyrir- hafnar. Urðu fjölmargir vinir móður okkar og Valda þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með þeim til veiða í því sumarlandi sem um- hverfi Miðfjarðarár er öllum þeim sem til þekkja. Eru veiðisögurnar orðnar fleiri en tölu verður á komið og má lengi bérgja af þeim sjóði. Listamaður var Valdimar í beit- ingu flugustangar og eru hnitmiðuð köst hans minnisstæð hveijum sem á horfði. Hefur okkur bræðrunum orðið tíðhugsað til galdra Valda í t - pKlii Okkár.mmi gljúfur Miðfjarðárár að losa flugur úr lyngi eftir mis- heppnuð köst. Valdimar er kominn af þeirri kynslóð íslendinga sem lifði í torf- bæjum við upphaf tæknialdar. Kjör- in voru kröpp og kenndi sá skóli Valda þá nægjusemi og þrautseigju sem einkenndi hann alla tíð. Kom það vel í ljós í erfiðum veikindum þar sem hverju nýju áfalli var tekið með jafnaðargeði. Aldrei var kvart- að heldur hitt rætt hvað gera mætti til að mæta nýjum aðstæðum. Til að mynda hugðist hann hringja í Marinó frænda sinn í Miðfirði og fá hann til að gera hjólastólabraut að Húsahyi til að bleyta færi á sumri komanda. Er víst að við munum lengi minnast ljúflyndis og mann- kosta Valda um leið og við þökkum fyrir ógleymanlega samfylgd og vináttu á liðnum árum. Helgi Þórhallsson og Grímur Björnsson. Það er liðið langt á fjórða áratug frá því ungur verkfræðingur sat í íbúð við Hjarðarhagann og lét lítið frændfólk lesa af bók. Ekki ein- hverri þurri og leiðinlegri lestrar- bók, af því taginu sem í þá daga þóttu vænlegastar til að kenna lest- ur af. Heldur alvöru spennusögum, sem fengur var í fyrir krakka. Og um leið og ein var lesin til enda birtist önnur og svo enn önnur. Ánægjustundirnar urðu því æði margar. Verkfræðingurinn ungi hét Valdimar M. Jónsson. Hann var fæddur 9. nóvember 1924 á Bakka í Bakkafirði. Móðir hans var Þór- hildur Valdimarsdóttir, barnakenn- ari í Bakkafirði og síðar í Hnífsdal og á Vifilsstöðum, en faðir hans var Jón E. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri á Akureyri. Valdimar ólst upp hjá móður sinni í Bakka- firði fram yfir fermingu. Þegar hann hafði aldur til hóf hann nám í Menntaskólanum á Akureyri og dvaldi þá að vetrum hjá föður sín- um, en sumrin áfram hjá móður sinni. Eftir að verkfræðinámi lauk bjuggu þau mæðginin saman í Reykjavík þar til Valdimar fluttist norður til Ákureyrar til að taka þar við rekstri smjörlíkisgerðarinnar Akra. Minningar okkar systkinanna um Valda frænda eru margar og góð- ar. Hann var okkur ljúfur og eftir- látur, stundum svo að líklega hefur foreldrum okkar þótt nóg um. Barnshugurinn var þakklátur at- hygli og örlæti þessa fullorðna frænda. Áldrei meir en einmitt þeg- ar Valdi var að milda ýmis viðurlög (fyllilega tilunnin að sjálfsögðu) og agatilraunir föður okkar. Verið gæti að uppalandinn hafi stundum þurft að bíta á jaxlinn, þótt Valdi birtist okkur sem frelsandi engill. Þeir frændurnir voru um margt sem bræður og ef til vill hefur Valdi þarna nýtt sér forréttindi yngri systkina — hann var hálfu ári yngri. Síðar, þegar Valdi fluttist norður til Akureyrar og við systkinin full- orðnuðumst, dró úr sambandi okkar við hann. Þótt meginhluti minninga okkar af honum sé þannig takmark- aður í tíma og rúmi, héldust tengsl- in sem betur fer alltaf opin að ein- hverju. Þeir Valdi og faðir okkar voru systrasynir, jafnaldrar og ólust i ■ upp í i B.akkafirði'! saman ift'íun ium fermingu. Samband þeirra sem vina, samstarfsmanna og samhetja í ýmiss konar bralli, héist alla tíð. Þar um höfðum við fregnir af því sem Valdi tók sér fyrir hendur. Valdi eignaðist eina dóttur, Heið- , dísi, doktor í sálfræði, sem starfa við rannsókir í Bandríkjunum. Valdi var dulur maður og flíkaði lítið til- . finningum sínum. Það duldist þó engum hve stoltur hann var af dótt- urinn og árangri hennar í námi og starfi. Heiðdís er nú stödd hérlendis og vottum við henni samúð okkar. Síðustu áratugina átti Valdi heimili með Þóru Helgadóttur og bjuggu þau í Kópavogi. Þóru og ijölskyldu sendum við einnig sam- úðarkveðjur. Valdi frændi lést aðfararnótt 10. apríl síðastliðinn. Þegar kveðja skal þann sem við þekkjum mest um barnsaugun verður fátt um orð. Minningarnar eru að sönnu marg- ar, en óræðar og tilfinningabundn- ar, eins og æskuminningar oftast eru. Það sem minnisvarðar eru reistir mikilmennum fyrir tilheyrir öðrum vettvangi. Væn varða ljúfra barnæskuminninga í hugum og hjörtum frændfólks er þó ef til vill engu ómerkari en steinstytta á torgi. Kristín, Halldór, Elín Sigríð- ur, Matthías og Guðmundur. Þegar ég frétti að afi minn hefði dáið 10. apríl leið mér starx illa. En ég minntist alls hins góða sem hann hafði gert fyrir mig og systk- ini mín. Hann var alltaf til í að hjálpa okkur, hvað sem við báðum hann um að gera. Ég man eftir því þegar ég fór að veiða með honum, þá bar hann mig yfir ána á bakinu bara til að auka líkurnar á að ég fengi fisk. Og ég fékk fisk, en ég var næstum því búin að missa hann en þá kom afi og hjálpaði mér. Þegar við fórum í heimsókn til afa og ömmu var alltaf svo mikil hlýja í kringum þau. Litli bróðir minn, hann Matti, vildi alltaf fara í heimsókn til að hitta afa „Skalla“ og mér leið svo vel við að sjá þá tvo vera að leika saman. Afí var ekki að leika við Matta hans vegna held- ur vildi hann það sjálfur. Ég minnist afa Valda með tárin í augunum af því að hann var svo góður maður. Ég veit að hann er á góðum stað núna. María barnabarn. Elskulegur afi, Valdi, er nú farinn frá þessum heimi og vil ég gjarnan fá að minnast hans í örfáum orðum. Afi var hjálpsamur, hógvær og örlátur maður. Ég man alltaf eftir honum í útilegum ásamt ömmu minni um landið þvert og endilangt og hvað ég hlakkaði til að fá að fara með þeim. Alltaf kenndi hann mér eitthvað nýtt og skemmtilegt um allt milli himins og jarðar. Það var svo gott að vita að ég gæti leit- að til hans hvenær sem er og að hann væri reiðubúinn til að hjálpa mér við allt sem ég gerði. Minningin um afa minn mun lifa með mér um ókomna tið. Sigrún. Ljúflingur er lagstur til hvílu. Dagsverki lokið í bili, við taka aðrar lendur og önnur vötn. Streymir samt áin og laxar stökkva, upp vaxa nýir veiðimenn sem renna munu fyrir fisk til heiðurs afa. Mig langar að biðja ömmu að setjast með okkur á bakkann og veiða upp úr djúpi timans sögur handa litlum dreng um afa. Saman mun okkur dreyma stóra laxa og langar gönguferðir og ég er viss um að þá mun afi veifa brosandi að ofan og vísa okkur á væna hylji og vegslóða. Þín aup mild mér brosa á myrkri stund og mmning þín ris hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir.) • I Valgerðut' og Gunnar litli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.