Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
Minning
Sigurrós Jónsdóttír
frá Norðurfirði
Fædd 1. nóvember 1910
Dáin 8. apríl 1994
Tengdamóðir mín, blessuð, lést
síðdegis fimmtudaginn 6. apríl sl.
og er útför hennar gerð frá Akra-
neskirkju í dag.
Engum er til þekkir kom lát
hennar á óvart, því að sumarið var
liðið og hið gráa haust og löngu-
löngu sýnt að hveiju fór, svo að ég
víki lítillega við ljóðlínum úr fögru
kvæði Guðmundar Böðvarssonar á
Kirkjubóli. Líkams- og og sálar-
kraftar fyrir alllöngu þrotnir að
mestu og líf hennar slokknaði eins
og hinn veiki kertalogi sem brennur
ofan í skarið, stillt og hóglega.
Hartnær aldarþriðjungur er nú
liðinn frá því að fundum okkar bar
fyrst saman og ég þá í fylgd dóttur
hennar, væntanlegrar eiginkonu
minnar. Höfðum sett upp trúlofun-
arhringa fyrir hádegi og síðan var
haldið norður í Árneshrepp; flogið
lágflug norður Húnaflóann með
Strandafjöllin við vinstri væng-
brodd og lent á flugvellinum á
Gjögri. Þaðan síðan haldið á vöru-
bílspalli að Norðurfirði þar sem til-
vonandi tengdaforeldrar mínir
bjuggu. Það hafði rignt nóttina
áður og fram eftir degi og þoka var
niður fyrir miðjar hlíðar. Vöxtur í
lækjum. Rökkur aðvífandi hausts
var að síga á þegar við náðum heim
í Norðurfjörð, þar sem mættu okkur
hljýjar kveðjur og heillaóskir fjöl-
skyldu unnustu minnar. „Ég man
það sem gerst hefði í gær.“ Morg-
uninn eftir hafði létt til og sólin
skein glatt á Krossnessijall og Kál-
fatind og speglaðist í Trékyllisvík-
inni með formfagra Reykjanes-
hyrnu í bakgrunni. Mér finnst það
hafa verið í ljósi þessa morguns sem
ég sá Rósu, tengdamóður mína,
fyrst og í því ljósi hef ég haft hana
og mun hafa hana um mín ókomnu
ár, létta og kvika á fæti; talandi við
mig næstum ókunnan manninn um
hvaðeina og gefandi mér góð ráð,
bæði beint og óbeint. Og gott var
morgunkaffið sem drukkið var við
eldhúsborðið lúna. Svo fóru í hönd
nokkrir sólbjartir dagar, með hey-
skaparlokum, töðugjöldum og trúlof-
unar„gilli“, þar sem nokkrir næstu
nágrannar mættu og kynni mín tók-
ust við þá og nánasta umhverfí.
Ekki meira um það, en eftir að
vegasamband komst á við Árnes-
hrepp, um 1966, varð það að nokk-
urri reglu okkar hjóna að ferðast
norður þangað svo sem annað hvert
ár með börn okkar og var það all-
nokkurt fyrirtæki, á ekki beysnari
farartækjum en við höfðum þá yfir
að ráða. Á ég margs að minnast
frá þeim ferðum. Rósa, en svo var
hún alltaf nefnd, fæddist á Svans-
hóli í Kaldrananeshreppi, fimmta í
röð tólf alsystkina sem á legg kom-
ust, dóttir hjónanna Jóns Kjartans-
sonar og Guðrúnar Guðmundsdótt-
ur. Var Jón faðir hennar frá Skarði
í Bjarnarfirði, en Guðrún frá Kjós
í Reykjarfirði. Áður hafði Jón verið
kvæntur konu með nákvæmlega
sama nafni frá Eyjum í Kaldrana-
neshreppi og átt með henni tvö
börn, en Guðrún sú lést við fæðingu
síðara barns síns. Það er alger
ofætlan að fara út í nánari ættrakn-
ingu í knappri minningargrein og
verður um það að vísa í mikið ætt-
fræðirit sem út er komið fyrir
skemmstu og nefnist Pálsætt. Er
frá því að segja að árið 1915 fluttu
þau hjón, Jón og Guðrún, að Aspar-
vík og þar ólst Rósa upp frá fimm
ára aldri og við þann stað kenndu
þau sig gjarna systkini hennar
mörg. I Asparvík, sem nú er fyrir
löngu í eyði, er harðbýlla og hijóst-
ugra til landsins en gengur og ger-
ist og búskapur í nútíma skilningi
vonlaus, en auðvitað var þar, eins
og víðar á Ströndum, sjórinn sem
stóð undir allri lífsafkomu fólksins.
Þegar talinu var vikið að þessu var
Rósa vön að taka málstað Ásparvík-
ur með því að segja að það hefði
nú verið kjarngott grasið þar á
milli steinanna í Asparvík. Sem og
var. Og grösugur var Asparvíkur-
dalurinn, og er enn. Segja má að
Bjarni bróðir hennar hafi síðast
búið í Asparvík, því að eftir að
hann flutti þaðan og Laufey, kona
hans, með sinn barnahóp, að stór-
býlinu Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi,
varð búskapur þar lítill og stopull
og féll síðan með öllu niður. Um
Rósu og systkini hennar vildi ég í
stuttu máli fella þann dóm að þau
auðkennast af góðvild og mannkær-
leika og þá eðliskosti átti Rósa í
ríkum mæli.
„Ég held ég hefði bara orðið
kommúnisti hefði það hugtak verið
til á mínum yngri árum,“ sagði hún
eitt sinn og átti þá við meiri jöfnuð
á milli ríkra og fátækra, en þann
jöfnuð vildi hún sjá.
Atvikin höguðu því svo að sumar-
ið 1936, og nú tek ég það fram að
hér er ekki um vísindalega grein
að ræða, fór Rósa sem kaupakona
að Norðurfirði í Árneshreppi, en þar
var þá liðs vant og er ekki að orð-
lengja það að þar tókust kynni
hennar við bóndasoninn, Sveinbjörn
Valgeirsson, sem varð síðan hennar
lífsförunautur. Þar, í Norðurfirði,
átti hún síðan sitt lífsstarf við hús-
móðurhlutskipti og barnauppeldi,
við þau kjör sem þá tíðkuðust og
væri að bera í bakkafullan læk að
lýsa og eru sem óðast að verða ill-
skiljanleg nútímafólki. Heilsubrest-
ur ýmiss konar var og ekki til að
létta kjörin og ekki heldur þröng-
býli né umönnun við nákomna.
Samt komst allt af. Sveinbjörn var
skapríkur maður, en ég held að
hann hljóti að fyrirgefa mér þótt
ég segi þann grun minn að oft hafi
hvesst, en aldrei hrikt í sambúð
þeirra hjóna og víst er það að mik-
il var umhyggja hans fyrir Rósu
sinni undir lokin. Sjö áttu þau börn-
in, sem á legg komust, og eru:
Guðrún, gift Júlíusi Veturliðasyni
frá Isafirði og eiga þau fimm börn;
Þorgerður, gift Erlendi Halldórs-
syni í Dal og eiga þau fjögur börn;
Gestur Ármann, kvæntur Kristínu
Jónsdóttur frá Reykjavík og þau
eiga fjögur börn; Sesselja, gift
Hlöðver Sigurðssyni frá Djúpavogi
og eiga þau fjögur böm; Heiðrún,
gift Jóni Valgarðssyni á Miðfelli,
þau eiga þijú böm; Guðjón, ókvænt-
ur; og Valgerður, gift Lárusi Olafs-
syni og eiga þau fimm börn.
Síðan komu barnabörn og barna-
barnabörn og það var helsta gleði
gömlu hjónanna, eftir að líkams-
krafta þraut, að fylgjast með vexti
og viðgangi afkomenda sinna og
fagna velgengni þeirra og þroska.
Eflaust hefur blundað með þeim sá
draumur, og þá einkum með Svein-
birni, að eitthvert barnanna tæki
við jörð og búi í Norðurfirði, en
hafí svo verið, þá rættist sá draum-
ur ekki, enda tæplega þess að
vænta á tímum óðfleygra breytinga
sem þá gengu yfír og ekki er enn
séð fyrir endanum á. Jörð og bú
seldu þau sumarið 1976 og fluttu
á Akranes, þar sem þau festu kaup
á húsinu Vesturgötu 77, sem þau
bjuggu í næstu tíu árin. Húsið er
tvílyft og fljótlega gekk Valgerður,
yngsta dóttirin, inn í kaupin og
flutti með fjölskyldu sína á neðri
hæðina. Önnur böm þeirra hjóna
voru þá flest orðin búsett á Akra-
nesi eða í nærsveitum og nú orðið
öll nema kona þess er þetta ritar
og á þó ekki nema rúmlega klukku-
stundar leið að sækja á Akranes.
Hús þetta stórbætti Sveinbjörn með
einangrun og klæðningu og fleiri
viðgerðum meðan þau bjuggu þar
og var með réttu „síríkur af þeirri
framkvæmd sinni“. Það var svo á
sumardaginn fyrsta 1987 að þau
fluttu á dvalarheimili aldraðra á
Höfða og hafa búið þar siðan í
góðu yfirlæti og við bestu aðstæður
sem hugsast geta fyrir gamalt fólk,
enda nefndu þau oft guðs hand-
leiðslu gegnum æviárin og ekki síst
þau efstu. Starfsfólki á Höfða, sem
annast hefur þau í nokkuð þungri
elli, færi ég fyrir þeirra hönd meiri
þakkir en orð fá rúmað.
Framanritað hripa ég í minningu
tengdamóður minnar, konu sem
ævinlega tókst á við hvern dag,
virkan sem helgan, af æðruleysi og
rósemd og ól upp sinn barnahóp í
guðsótta og góðum siðum, blöndu
af mildi og aga.
Mér er sem ég heyri börnin taka
undir með Emi Arnarsyni þegar
þeirra efri ár fara í hönd:
Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga,
- sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga
- þá vildi.ég, móðir mín,
að miidin þín
svæfði mig svefninum langa.
Sveinbirni, tengdaföður mínum,
sem nú situr eftir, sjóninni sviptur
um nokkurra ára skeið, votta ég
dýpstu samúð. Veit þó að með innri
augum sér hann allt sem fyrr, fínn-
ur ilm liðinna daga, vorkomuna
norður á Ströndum hveiju sinni, ilm
af haust- og vetrarbrimi „á skreip-
um skeijum" og af búfé í húsum.
Öðrum aðstandendum votta ég
samúð, um leið og ég fagna því
hvað dauðinn fór að með mildum
og hógværum hætti í þetta sinn.
fe Erlendur .Hallflórsson,
t
Útför
BERGÞÓRU STEINSDÓTTUR
frá IMeðra-Ási,
sem lést 24. mars 1994, hefur farið fram.
Gunnar Berg Björnsson, Sigrún Jóhannesdóttir,
Steinar Berg Björnsson, María Árelíusdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar,
SIGMUNDUR KARLSSON
síðast til heimilis á Kleppsvegi 32,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. þessa mánaðar.
Börn hins látna.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TRYGGVI JÓNSSON
skipstjóri,
Staðarbakka,
Arnarstapa,
Snæfellsnesi,
andaðist í Landspítalanum 13. apríl.
Svanborg Tryggvadóttir,
Guðrún Tryggvadóttir, Konráð Gunnarsson,
Lárus Tryggvason, Ólöf Svavarsdóttir,
Jón Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær konan mín, móðir okkar og dóttir,
SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 33,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. apríl
kl. 13.30.
Garðar Waage,
Dýrleif Ólafsdóttir,
Helga Dóra Ólafsdóttir,
Linda Ólafsdóttir.
Helga Ásgrímsdóttir og systkini,
Helgi Gestsson.
t
Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐLAUGS ELÍS JÓNSSONAR,
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Gréta Fanney Guðlaugsdóttir,
Jón Búi Guðlaugsson,
Hlynur Guölaugsson,
Einar Guðlaugsson,
Vilhjálmur Guðlaugsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSTRÚN JÓNSDÓTTIR
(RÚNA),
er lést að kvöldi föstudagsins langa í sjúkrahúsi í Danmörku,
verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju laugardaginn 16. apríl
kl. 13.30.
Haukur Dór Sturluson,
Tinna Hauksdóttir, Tanja Hauksdóttir.
t
Minningarathöfn um,
KRISTJÁN K. JÓNASSON,
frá ísafirði,
verður í Fossvogskirkju, í dag föstudaginn 15. apríl, kl. 15.00.
Hansína Einarsdóttir,
Einar Valur Kristjánsson,
Kristinn Þórir Kristjánsson,
SteinarÖrn Kristjánsson,
Ólöf Jóna Kristjánsdóttir,
Guðmundur Annas Kristjánsson,
Guðrún Aspelund,
Berglind Óladóttir,
Maria Valsdóttir,
Björgvin Hjörvarsson,
Svanhildur Ósk Garðarsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS HALLMUNDARSON,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
laugardaginn 16. apríl kl. 13.30.
Aðalheiður Guðrún Elfasdóttir,
Gunnar Andrésson,
Ragnar Þór Andrésson,
Ingibjörg Andrésdóttir,
Guðbjörg Andrésdóttir,
Hallmundur Andrésson,
Jóakim Tryggvi Andrésson,
Halldór Ingi Andrésson,
Hafsteinn Andrésson,
Guðrún Magnúsdóttir,
Lilja Ólafsdóttir,
Rögnvaldur H. Haraldsson,
Gunnar Jónsson,
Kristfn Tómasdóttir,
Sigríður A. Jónsdóttir,
Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir,
Gunnhildur Vésteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
.1
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGUNN H. SIGURJÓNSDÓTTIR
HLÍÐAR,
sem lést 7i þessa mánaðar, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn
18. apríl kl. 15.00.
Guðrún J. Hlíðar, Jean Jensen,
Brynja Hlfðar,
Hildigunnur Hlfðar, Birgir Dagfinnsson,
Jónína V. Hlfðar, Reynir Aðalsteinsson,
Sigríður Hlíðar, Karl Jeppesen,
barnabörn og barnabarnabörn.