Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
45
:
:
1
1
I
I
i
i
i
\
i
i
i
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
■ MÁ L VÍSINDA STOFNUN H á-
skóla íslands hefur gefið út 7. bind-
ið í flokknum Málfræðirannsókn-
ir. Það nefnist Um frásagnarum-
röðun og grundvallarorðaröð í forn-
íslensku ásamt nokkrum saman-
burði við nútímamál (179 bls.) og
er eftir dr. Halldór Armann Sig-
urðsson.
Ritið fjallar um frásagnarumröð-
un og grundvallarorðaröð í fornís-
lensku og skiptist í 5 meginkafla
auk inngangs- og niðurstöðu kafla.
I 2. kafla er stiklað á stóru í fyrri
skrifum málfræðinga um frá-
sagnarumröðun í fornu máli og
tengsl hennar við grundvallarorða-
röð þess. í 3. kafla er fjallað um
tíðni frásagnarumröðunar í fornís-
lensku, einkum í ótengdum setning-
um og meginniðurstaðan er sú að
hún hafi iðulega verið stórlega ýkt
og að orðaröðin sögn - frumlag sé
þar til muna fátíðari en frumlag -
sögn. Í 4. kafla er svo rætt sérstak-
lega um tíðni og einkum þó dreif-
ingu frásagnarumröðunar í tengd-
um setningum í fornu máli. Þar
kemur í ljós að tíðnin er mjög mikil
í tengdum aðalsetningum en sáralít-
il í aukasetningum. í 5. kafla er
fjallað nokkuð um algengustu
textaaðstæður frásagnarumröðun-
ar, skilyrði hennar og hugsanlegt
hlutverk í fornu máli. Þar er talið
að skilyrði hennar ráðist m.a. af
upplýsingagildi liða innan setningar
og í 6. kafla er samanburður á frá-
sagnarumröðun í forníslensku og
nútímamáli.
Meginniðurstaða ritsins felst í
eftirfarandi: að grundvallarorðaröð
forníslensku hafi verið frumlag -
sögn en ekki sögn - frumlag og að
ekki hafi verið uin stórvægilegar
breytingar að ræða á frásagnarum-
röðun og notkun hennar frá forn-
máli til nútímamáls.
Ritið er fáanlegt í öllum helstu
bókabúðum, en einnig er hægt að
panta það hjá Málvísindastofnun.
------♦ ♦ ♦------
Vitni vantar
Á horni Kringlumýrar- og Háa-
leitisbrautar rákust tveir fólksbílar
saman af tegundunum Lancer og
Lada. Þetta gerðist fímmtudaginn
7. apríl sl. um kl. 9.15. Ágreiningur
er um ljósastöðu og þeir sem geta
gefíð einhveijar upplýsingar um
þetta vinsamlega hafi samband við
Lögregluna í Reykjavík.
Kópavogsmótið
Hannes Hlífar er einn efstur
Ungveijinn 18 ára gamli, Zoltan Almasi, er langstigahæsti kepp-
andinn í Kópavogi.
___________Skák______________
Margeir Pétursson
HANNES Hlífar Stefánsson
vann Jón L. Arnason í
fimmtu umferð Kópavogs-
mótsins og er einn í efsta
sæti því aðrar skákir í topp-
baráttunni enduðu með jafn-
tefli. Hannes á nú góða
möguleika á að verða aftur
efstur á alþjóðlegu móti hér
innanlands, en hann varð í
1.—3. sæti á Reykjavíkur-
skákmótinu í febrúar. Fast á
hæla Hannesar fylgir Alm-
asi, stigahæsti keppandinn,
og enskir alþjóðameistarar.
Flestir af öflugustu íslend-
ingunum á mótinu tefldu inn-
byrðis í fimmtu umferð.
Andri Áss Grétarsson mætti
fímmta stórmeistaranum í röð og
tapaði íyrir Grikkjanum Skembris.
Þrátt fyrir þetta á Andri ennþá
góða möguleika á áfanga og nú
hlýtur róðurinn að fara að léttast.
Það eru jú ekki nema sjö stórmeist-
arar á mótinu. Helgi Áss bróðir
hans tapaði líka, fyrir danska al-
þjóðameistaranum Bjarke Krist-
ensen, sem er að hressast eftir
lélega byijun.
Úrslit fimmtu umferðar:
Emms—Almasi jafnt., Jón L.—
Hannes 0—1, Helgi Ól.—Kumaran
jafnt., Grivas—Hebden 0—1,
Skembris—Andri Áss 1—0, Þröst-
ur—Guðm. Gíslason 1—0, Krist-
ensen—Helgi Áss 1—0, Benedikt—
Jón Garðar jafnt., Ólafur—Guðm.
Halldórsson 0—1, Tómas—Wells
0—1, Áskell—Bragi jafnt.
Staðan eftir fimm umferðir:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 4 v.
2. -4. Almasi, Ungveijalandi,
Emms og Kumaran, Englandi 3'/2
v.
5.—10. Jón L. Árnason, Helgi
Ólafsson, Hebden, Englandi,
Skembris, Grikklandi, Þröstur Þór-
hallsson og Bjarke Kristensen,
Danmörku 3 v.
11.—13. Grivas, Grikklandi, Jón
Garðar Viðarsson og Benedikt Jón-
asson 2 'h v.
14..—18. Wells, Englandi, Andri
Áss Grétarsson, Helgi Áss Grétars-
son, Guðmundur Gíslason og Guð-
mundur Halldórsson 2 v.
19.—20. Ólafur B. Þórsson og
Áskell Örn Kárason Vh v.
21,—22. Tómas Björnsson og
Bragi Halldórsson 1 v.
Enski stórmeistarinn Mark
Hebden þótti fyrirfram vera með
sigurstranglegustu keppendunum,
en tvö töp fyrir íslenskum skák-
mönnum settu stórt strik í reikn-
inginn. En hann sigraði gríska
stórmeistarann Grivas glæsilega í
fimmtu umferðinni og nálgast
toppinn. Hebden fann laglegan
vinningsleik í þessari stöðu, nýtir
sér það að hvítur hefur ekki „loft-
að út“ af fyrstu reitaröðinni:
Svart: Hebden, Englandi
■ b c d m l o h
Hvítt: Grivas, Grikklandi
24. - e5!!
24. - h5? 25. Re3 - Rxd4?
væri hins vegar stórlega misráðið
vegna 25. Heel! og svartur tapar
liði.
25. dxe5 - Hc4 26. exf6+ - Kf8
27. Df3 - Hxg4! 28. Dxd5
Hugmynd svarts sést í fram-
haldinu 28. Dxg4 — Ddl+ og hvít-
ur tapar drottningunni eftir 29.
Heel — Dxg4.
28. - Hxd5 29. h3 - Hf4 og með
heilan mann yfir vann Hebden
auðveldlega.
Skólaskákmót Reykjavíkur
Einstaklingskeppni skólanna í
Reykjavík, úrslitakeppni, fór fram
í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12
dagana 11.—13. apríl. Arnar E.
Gunnarsson varð skólaskákmeist-
ari Reykjavíkur í eldri flokki en
Bragi Þorfínnsson í yngri flokki.
Þeir eru báðir í Æfingaskóla Kenn-
araháskóla íslands. í hvorum
flokki var teflt um þrjú sæti á ís-
landsmótinu í skólaskák sem fram
fer á Húsavík í maí. I eldri flokki
komust þeir Björn Þorfinnsson og
Torfi Leósson í úrslitin, ásamt
Arnari. í yngri flokki eru það þeir
Bergsteinn Einarsson og Davíð
Kjartansson sem fylgja sigurveg-
aranum norður.
Eldri flokkur, 8,—10. bekkur
1. Arnar E. Gunnarsson, Æfsk.
8'/2 v.
2. Björn Þorfinnsson, Æfsk. 7l/2 v.
3. Torfi Leósson, Hlíðask. 7 v.
4. Jón Viktor Gunnarsson, Hvas-
salsk. 6 V2 v.
5. Davíð Ó. Ingimarsson, Æfsk.
4 'h v.
6. Ingi Ágústsson.Hólabrsk. 4‘h v.
7. Sindri Bjarnason, Hólabrsk. 4 v.
8. Þorbjörn Snorrason, Breiðhsk.
4 v.
9. Svava B. Sigbertsd., Ártúnssk.
4 v.
10. Þorvaldur Þorvaldsson,
Breiðhsk. 4 v.
Yngri flokkur, 1.—7. bekkur
1. Bragi Þorfinnsson, Æfsk. 9 v.
2. Bergsteinn Einarsson,
Breiðhsk. 7 v.
3. Davíð Kjartansson, Breiðagsk.
7 v.
4. Bjarni Kolbeinsson, Æfsk. 6‘/2
v.
5. Davíð Guðnason, Hólabrsk. 6 v.
6. Hjörtur Daðason, Seljaskóla 6
v.
7. Sigurður P. Steindórsson,
Grandask. 5 ‘h v.
8. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmss., Árt-
únssk. 5‘/2 v.
9. Hrafn Harðarson, Melaskóla 5
v.
10. Atli Jóhann Leósson,
Breiðhsk. 5 v.
11. Ingibjörn Ingibjörnsson,
Hólabrsk. 5 v.
12. Höskuldur P. Halldórssön,
Fossvsk. 5 v.
13. Guðjón H. Valgarðsson,
Hólabrsk. 5 v.
14. Agnar Freyr Helgason, Öldu-
selssk. 5 v.
15. Valur Sveinbjörnsson, Rima-
skóla 5 v.
16. Magnús Magnússon,
Hólabrsk. 5 v. o.s.frv.
Skákstjórar voru Ólafur H.
Ólafsson og Ríkharður Sveinsson.
Námskeið um Biblíuna
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg gengst fyrir nám-
skeiði um Biblíuna fimm mánudagskvöld í apríl og
maí. Biblían verður kynnt og skoðuð, samsetning
hennar og tilurð.
Leitað verður svara við
því hvernig bók Biblían er,
hvers vegna hún er kölluð
Guðs orð og að hvaða leyti
hún er verk manna og að
hvaða leyti verk Guðs. Rætt
verður um ýmsar spurning-
ar er fólk glímir við sem
tengjast náttúruvísindum
og Biblíunni.
Kennsla hefst mánudag-
inn 18. apríl kl. 20 og fer
fram í Aðalstöðvum KFUM
og KFUK við Holtaveg.
Leiðbeinandi verður Ragnar
Gunnarsson. Násmkeiðs-
gjald er 800 kr.
nUIBVINIB
agimnarifrii
Laugavegi45 simi2l255
í kvöld:
VINIRVORSOG
BLÓMA
FRÍTTINN
Laugardagskvöld:
Suðrænt kvöld
með
SNIGLABANDINU
Wterkur og
KJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Tryggvagötu 8, sími 17799
í kvöld:
SPILABORGIN
Laugardagskvöld:
SPILABORGIN
Sunnudagskvöld:
MÆÐIJSÖNGVA-
SVEITIN
--------f^-0
P A P A R
í meiriháttar stuði, föstudagskvöid
HÖRKUDANSSTEMMNING
BLUSMENN ANDREU
laugardagskvöld - alvörublús
vnASTíe 3 • slui ts ts ts
Opið í kvöld frá kl. 22
Föstudagsfjör með
DANSSVEITINNI
og Evu Ásrúnu
K Sími 686220 /
0311 i || QÍt < | f 'í’ x f \ Ás'; í Í ;..
VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090
Gömlu og nýju dansarnir íkvöld
frá kl. 22-3
Hljómsveitin T únis leikur
Miða-og borðapantanir ^7^37^
í símum 685090 og 670051. r ^ ~ i
|
Þorvaldur Halldórsson
G unn arf^yýý vason
ná upp góðri siemmnmgu
Þægilegt unihverfi
- ögrandi vinningarl
OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00
*L