Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 52

Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 52
JteWiiát -setur brag á sérhvern dag! Föstudagur til fjár Körfuboltar ÍWOTÖMlÍ í KRINGLUNNI MOKGUNBLAÐID, KRINCLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTllÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Böm meina- tækna fá ekki vistun í verkfalli RÍKISSPÍTALAR hafa ákveðið að vista ekki börn meinatækna á barnaheimilum sínum fyrr en verkfalli lýkur. Undanþága er veitt vegna starfa við bráðaþjón- ustu. Martha Hjálmarsdóttir, formaður verkfallsstjórnar meinatækna, segir aðgerðirnar taktlausar og lýsa litl- um samstarfsvilja ríkisins. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít- ala, segir að eðlilegt hafi þótt að fella niður barnaheimilisvistun á ?ama hátt og laun til meinatækna enda væru plássin hluti af kjörum þeirra. Fyrirframgreiðsla endurgreidd Martha sagði að meinatæknum með böm á barnaheimilum Ríkis- spítala hefði verið tilkynnt ákvörðun Ríkisspítala á miðvikudag. Ekki hefði verið tekið við börnunum, sem væru um 20, á barnaheimilunum og svo yrði ekki fyrr en verkfalli Jyki. Undanþága yrði aðeins veitt vegna starfa við bráðaþjónustu. Hvað viðbrögð meinatækna varð- aði sagði Martha að félagið hefði krafist þess að fyrirframgreiðsla vegna vistunar barnanna á heim- ilunum yrði endurgreidd og hefði verið gengið að því. Martha sagðist ekki vita hvort áður hefði verið grip- ið til aðgerða af þessu tagi af hálfu Ríkisspítala. Hægt miðar til lausnar í kjaradeilunni Sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni í dag. Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meina- tæknafélags Islands, sagði að afar hægt hefði miðað á fjögurra tíma sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í vikunni Viðræður hefðu átt sér stað en hvorki hefðu tilboð né aðrir papp- írar verið lögð fram. Hún sagðist ósammála því að hætta væri á óbæt- anlegum óhöppum á spítölum, eins og fram kom í ályktun læknaráðs Landspítala á þriðjudag. „Ég er ekki sátt við að slíkt komi til af okkar völdum því við sinnum bráða- þjónustu og vinnum það sem sér- fræðingamir meta.“ Snjóflóð úrKirkju- bólshlíð SJÖ snjóflóð féllu úr Kirkjubólshlíð fyrir ofan flugvöll- inn á ísafirði síð- degis á miðviku- dag. Fyrsta snjó- flóðið lokaði veg- inum að flugvellin- um, næsta fór að veginum en hin styttra. Pétur Ás- valdsson, starfs- maður Vegagerð- ’ ar ísafjarðar, sagði að vegurinn að flugvellinum hefði verið opn- aður að nýju í gærmorgun. Hvað líkur á fleiri snjó- flóðum varðaði sagðist hann gera - sér vonir um að það mesta væri búið í nágrenninu. Þorskaflinn ekki minni í marsmánuði í tæp 30 ár ÞORSKAFLI í marsmánuði reynd- ist vera með minnsta móti og á tímabilinu frá 1967 hefur hann aldrei reynst vera minni. Alls veiddust 24.204 tonn af þorski í mánuðinum, en á sama tímabili i fyrra veiddust 37.413 tonn. Af heildarþorskaflanum í mars veiddu togarar 6.250 tonn, bátar 16.248 tonn og smábátar 1.706 tonn. Heildarbotnfiskaflinn í mánuðinum reyndist vera 57.404 tonn. Af ýsu veiddust 7.892 tonn, af ufsa veidd- ust 9.336 tonn, af karfa veiddust 10.546 tonn, af steinbít veiddust 1.307 tonn, af grálúðu veiddust 1.735 tonn, af skarkola veiddust 598 tonn og af öðrum botnfisktegundum veiddust 1.786 tonn. Oddaleikir framundan Morgunblaðið/Kristinn Magnús Sigurðsson, Stjörnunni, sækir að marki Valsmanna í leik liðanna í gærkvöldi, en honum lauk með sigri Stjörnunnar, 18:15. Hvort lið hefur unnið einn leik og þarf oddaleik til að skera úr um hvort þeirra komist í undanúrslit íslandsmeistaramótsins í handknattleik. Sama er uppi á teningnum í viðureign Víkings og FH, en annarri viðureign þeirra í gærkvöldi lauk með sigri FH, 24:22. í kvöld lýkur annarri umferð átta liða úrslita á Islandsmótinu með leik KA og Selfoss á Akureyri og Aftureldingar og Hauka í Mosfellsbæ. í körfuknattleiknum þarf fimmta leikinn í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Njarðvíkur. Sjá íþróttir bls. 50 og 51. Hannes eínn í efsta sæti HANNES Hlífar Stefánsson er einn efstur á alþjóðlegu skákmóti sem nú stendur yfir í Kópavogi. Hannes er með 5 vinninga eftir 6 umferðir. Næstur kemur Ungverjinn Almasi með 4,5 vinninga. A Þyrlukaupamál Islendinga eru nú komin í algjöra óvissu Bandadkjamenn tóku tilboð aftur og báðust afsökunar ÍSLENSK sljórnvöld óskuðu eftir frekari staðfestingu, á æðri stjórn- stigum bandaríska stjórnkerfisins, á þeim verðhugmyndum á Sikor- sky-þyrlum bandaríska sjóhersins, sem bandarísk stjórnvöld kynntu þeim með tilboði í símbréfi í síðustu viku. Þessi ósk var samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins borin fram vegna þess að íslensk sljórn- völd töldu að verðtilboð Bandaríkjamanna væri ótrúlega hagstætt. Bandaríkjamenn báðust afsökunar og sögðu að um misskilning væri að ræða. Mistök hefðu átt sér stað við sendingu símbréfsins og tölurn- ar sem þar væru stæðust ekki. Þeir drógu því verðtilboð sitt til baka og ítreka nú fyrri verðhugmyndir sinar, sem eru í þá veru að nýleg Sikorsky-þyrla verði seld hingað fyrir um 800 milljónir króna. Buðu þyrlur á spottprís Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins gerði símbréf banda- rískra stjórnvalda frá því í síðustu viku ráð fyrir því' að grunnurinn í viðræðum íslenskra stjórnvalda og bandarískra um framtíð þyrlubjörg- unarsveitarinnar yrði sá að Islend- ingar keyptu þrjár nýlegar Sikor- sky-þyrlur á 140 milljónir íslenskra króna hveija um sig, þannig að þessar þijár þyrlur ásamt tveggja ára þjálfunarprógrammi fyrir ís- lenska starfsmenn þyrlusveitarinn- ar kostaði íslendinga samtals 420 milljónir króna. Sjá bls. þyrlur..." 26-27: „Þijár nýjar ; - -- *hy?7 Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun íslenska ríkisstjórn- in bíða með frekari ákvarðanir í þyrlukaupamáli þar til afstaða Bandaríkjamanna liggur ljós fyrir, en áætlað er að það verði innan þriggja vikna. Því verður engin ákvörðun tekin á fundi ríkisstjórn- arinnar í dag um það hvort Super Puma-þyrlan verður keypt, eins og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur lagt til. Parker Borg, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að um misskilning hefði verið að ræða, en nú hefðu bandarísk stjórnvöld sent þeim íslensku nýjar upplýsingar, jafnframt því sem Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að senda hingað viðræðu- og kynningarnefnd innan skamms, ef íslensk stjórnvöld óskuðu eftir því. Borg var í gær kvaddur á fund Sighvats Björgvins- sonar, starfandi utanríkisráðherra, þar sem þess var farið á leit við bandarísk stjórnvöld að þau skýrðu afstöðu sína til samninga um ís- lenska verktöku að því er varðar rekstur bandarísku þyrlubjörgunar- sveitarinnar. Víðtæk leit við Vestmannaeyjar Alda þreif dreng með sér á haf út VÍÐTÆK leit stóð yfir í gærkvöldi að 13 ára göinlum dreng sem sogaðist út við Stafnes í Vestmannaeyjum. 20 bátar auk kafara tóku þátt í leitinni og þyrla Landhelgisgæslunnar leit- aði drengsins fram í myrkur. Leitin liafði engan árangur borið er blaðið fór í prentun. Pilturinn var ásamt tveimur 10 ára gömlum drengjum að leik í klettum þar sem heitir Stafnes, norðvestan við Heijólfsdal, þegar alda tók tvo þeirra út. Ánnar þeirra náði að krafla sig í land, en hinn bar frá landi. Tveir ferða- menn voru þar nærstaddir, ís- lensk kona og erlend, og sendu þær piltana tvo yfir fjallið í bæ- inn eftir hjálp. Annar piltanna var blautur eftir að hafa lent í sjónum. Það tók piltana um 45 mínútur að komst til byggða og gera viðvart um slysið, að sögn lögreglu, sem fékk tilkynninguna um kl. 18.30. Þá þegar hófst víðtæk leit. Konurnar tvær gátu ekkert aðhafst þar sem drenginn hafði borið rúma 20 metra frá landi. Töluverður sjógangur og sog var við nesið að sögn lögreglu og ekkert vit í, að hætta sér út eft- ir honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.