Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994 Jón í hátíðarbúningi sýslumanna Jón ekur mér áleiðis að sýslu- mannssetrinu og sýnir mér í leið- inni nýbyggt hús sem hann flyst senn í ásamt konu sinni, Þórhiidi Guðjónsdóttur. „Ég vil ekki flytja suður, mér finnst gott að vera hér. Það eiga menn kannski erfítt með að skilja fyrir sunnan. Þeir líta á okkur út á landsbyggðinni sem núll og nix og taka fáu vel sem við sting- um upp á. Ég vildi t.d. fá hingað sjúkraliðabraut þegar Kvennaskólinn var kominn á fallanda fót. En það var ekki um að tala og þó höfum við hér gott sjúkrahús. Hins vegar var komið á fót sjúkraliðabraut á Núpi þar sem enginn spítali er, svona er þetta, þeir sem koma frá minni stöðum eru álitnir asnar.“ Jón beyg- ir nú heim að sýslumannshúsinu. „Þetta litla hús við hliðina er gamla F.v. Árnína, Ásta, Guðrún, Gerður og Arni. Efstur stendur Guð- brandur ísberg með Jón son sinn Það lá í loftinu að ég myndi ganga menntaveginn. Talað var um að senda mig norður á Akureyri tólf ára gamlan til náms en horfið frá því sakir þess hve ungur ég var. Faðir minn kenndi okkur dönsku, ensku og reikning. Hann keypti Hjemmet, það var arfur frá Kaupmannahafn- arárum hans. Blaðinu var alltaf hald- ið saman og ég á þetta ennþá. Marg- ur fróðleiksmolinn hraut til mín það- an. Stuttu fyrir stríð sá ég m.a. mynd af dráttarvél með sláttugreiðu út frá. Ég man að ég talaði um hve langt myndi líða þar við fengjum þetta á íslandi. Þegar jeppamir komu þá slóum við með hestasiáttuvél aft- an í jeppunum. Vorið 1943 fór ég norður til náms við Menntaskólann á Akureyri. Run- ólfur Þórarinsson sem lengi var í menntamálaráðuneytinu fór vel með mér í íslenskuna og stærðfræðina kenndi mér Karl Guðmundssonar verkfræðingur með ágætum. Ég á þeim að þakka að ég flaut í gegn. Ég ætlaði mér upphaflega að verða gagnfræðingur en þegar ég var kom- in í skólann á ákvað ég að halda áfram og tók stúdentspróf vorið 1946. Ég lét upphaflega skrá mig í stærðfræði, því mér finnst hún skemmtileg, en þegar ég kom heim benti faðir minn mér á að engin lat- ína væri kenndi í stærðfræðideild og það væri enginn menntaður maður sem ekki kynni latínu. Ég „verter- aði“ sem kallað er og sé ekki neitt eftir því. Ég fékk næsthæstu einkunn í latínu á stúdentsprófí. Krakkamir sem ég var með voru skemmtilegir en ég tók aldrei þátt í neinum prakkarastrikum í skóla, ég næstum skammast mín fyrir hve löghlýðinn ég var. Það kom ekki bara til af því að ég var alinn upp við slíkt á sýslu- mannsheimili, heldur líka hitt að ég vandist því snemma að ef ég var einhvers staðar nálægt einhveijum prakkarastrikum þá var mér kennt um þau, þótt ég ætti enga sök. Einu sinni brutust út slagsmál þar sem ég var staddur. Ég kom þar hvergi nærri heldur hélt mig í útjaðri hóps- ins sem fylgdist með átganginum. Þá kom kona sem hafði eitthvað með staðinn að gera. Hún sneri sér um- svifalaust að mér og spurði hvemig ég leyfði mér að vera þama viðstadd- ur og horfa upp á þessa ómenningu og svínarí. Tók lögfræðina á fjórum árum Ég ætlaði mér sannarlega ekki að verða lögfræðingur og sýslumaður. En þegar ég valdi mér námsbraut var Evrópa í sárum eftir stríðið. Ég hefði gjarnan viljað læra náttúru- fræði en það kom ekki til greina. Ég stóð frammi fyrir því að velja hér í háskólanum og þá var lögfræðin einna skást, ég var ekki með neinar læknishendur og langaði ekki þá að verða prestur. Seinna hef ég oft Þórhildur og Jón ísberg með barnahóp sinn. F.v. Guðbrand- ur Magnús, Arngrímur, Guð- jón, Eggert Þór, Jón Ólafur og Nína Rós hugsað um að það hafi kannski ver- ið bölvuð vitleysa að verða það ekki. Þá hefði maður getað fengið stöðu og unnið jafnframt við allt annað. Grúskari er ég ekki og fannst ég eiga lítið erindi í norræn fræði. Lög- fræðin varð því fyrir valinu. Ég hafði gaman að henni þegar til kom og tók hana á fjórum árum. Ég byijaði sama haustið og Rannveig Þorsteinsdóttir. Hún var þá í kringum fertugt og okkur þótti hún ævagömul enda nán- ast óþekkt þá að konur á þeim aldri færu í háskólanám. Núna þykir ekk- ert athugavert við það. Við vorum nokkrir skólabræðurnir sem tókum henni eins og hún væri ein af okk- ur. Við stunduðum öll námið af kapp og sameinuðumst í andanum. Hún var voðalega hrifln af okkur fyrir þetta. Ég var á Garði á háskólaárum mínum. Þá lá það orð á að ekki væri hægt að læra neitt að gagni þar. Þegar ég hafði lokið lögfræði- prófí á fjórum árum kom garðpró- fastur, dr. Matthías Jónasson, til mín og þakkað mér fyrir að hafa sýnt að þetta væri hægt. Það var sukk- samt oft á Garði á þessum árum og lítið næði til vinnu. En raunar varð hugarfarsbreyting meðan ég var þarna og ekki veitti af. Síðasta vetur- inn las ég mikið upp á Háskólabóka- safni. Ég fékk þar sæti strax og sat þar síðan. Einu sinni dottaði ég fram á bókina og hinir sex sem líka voru þarna sváfu allir. „Það er bara svona,“ sagði Bjöms Sigfússon há- skólabókavörður þegar hann kom inn - og leist ekki á. Mér fannst flest skemmtilegt í lögfræðinni nema það sem snerti gjaldþrotaskipti og las það ekki, enda lá það orð á að það kæmi aldrei til prófs. En svo kom það til prófs bæði í skriflegu og munnlegu. Þá var til siðs í kennslunni að þeir sem vildu láta taka sig upp sett- ust fremstir, hinir aftar. Ólafur Jó- hannesson prófessor gekk í salinn. Ég sat á þriðja bekk og veit enn í dag ekki af hveiju hann tók mig þarna upp. Þetta var í réttarfari og ég slampaðist til að vera nokkuð góður í því. Ég hafði ekki lesið þetta vel, en ég hafði oft verið með föður mínum í þinghöldum svo þetta hafði svona síast inn. Ég var eiginlega uppi hjá Ólafi allan veturinn og hann fékk þá tilfínningu að ég væri bara ansi góður. Hann var því óhress með frammistöðu mína í gjaldþrotaskipt- unum, hann sagði við mig: „Ég er svo aldeilis hissa hvað yður gekk illa.“ Ólafur var ágætur maður, þeg- ar verið var að mótmæla aðför sem gerð var að honum í kringum Geirf- innsmálið þá skrifaði ég mig fyrstur á blaðið, það var óhætt, þetta var svívirðileg aðför.“ Þótt Jóni hafí ekki gengið vel með gjaldþrotaskiptin út- Það er aðkoma vor sýslumannshúsið. Þar bjó ég meðan ég var bam í föðurhúsum. Þegar nýja húsið var reist voru sendar þijár teikningar sem valið var úr. Sýslu- mannshúsið í Vík í Mýrdal er byggt eftir sömu teikningu og þetta hús.“ Við stígum út úr bílnum.„Hér áður var sýslumannsskrifstofan í húsinu, ég byijaði í einu herbergi með tveim- ur öðrum mönnum. Síðast voru her- bergin þijú sem embættið hafði og svo var skjalageymsla í kjallaranum. Einu sinni vorum við að taka til í þeirri geymslu. Þá var ég orðinn sýslumaður og hjá mér var í vinnu auk annarra sonardóttir Páls Kolka. Hún var þá unglingsstúlka og hafði brugðið sér í gallabuxur til þess að óhreinka ekki betri fötin sín í tiltekt- unum í kjallaranum. Klukkan fimm fór starfsfólkið heim á leið en ég tók mér smá hlé og fór inn í stofu. Ég stóð vð gluggann og horfði á eftir fólkinu. Þegar umrædd stúlka var komin nokkuð frá húsinu snýr hún sér allt í einu við og kallar hátt: „Jón, á ég að koma í buxum á morgun“.“ Þórhildur sýslumannsfrú fagnar okkur í dyrunum. Hún er ekki óvön að taka á móti gestum, á heimili þeirra Jóns hefur ævinlega verið gestkvæmt. „Það var bæði gift og talað á milli hjóna í stofunum hérna hjá mér,“ segir hún um leið og hún vísar mér til stofu. Ég tek mér sæti í sófa til hiðar við stórt málverk af Jóni ísberg sem sveitungar hans létu Baltasar mála og færðu sýslumanni sínum þegar hann var sextugur. „Þeir báðu mig bara að ánafna það sýslunni," segir Jón og sest í stól á móti mér. „Hvað viltu svo vita vina mín,“ spyr hann allt í einu og horfír beint á mig svo sólargeislarnir frá glugganum endurspeglast í brúnum augum hans. Ótrúlegt virðist það vera að þessi maður sé að verða sjö- tugur, svo unglegur og fullur af starfsorku sem hann virðist vera. „Ég læt það sama ganga yfir mig og aðra, ég skrifaði og sagði starfí mínu lausu við þessi tímamót, þetta verða aðrir að gera og þá er ekki spurt hvort fólk sé vel á sig komið eða ekki,“ segir hann þegar ég orða þessi mál við hann. Jón ísberg.er fæddur 24. apríl 1924 í Möðrufelli í Eyjafirði, þriðji í röð níu bama hjónanna Ámínu H. Jónsdóttur frá Möðrufelli og Guð- brandar ísbergs frá Snóksdal í Miðd- ölum. Jón ólst upp í Möðrufeili til ársins 1931, þá flutti fjölslyldan í Litla-Hvamm í Hrafnagilshreppi. „Faðir minn gerði jarðarskipti við mág sinn og hóf jafnframt störf sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akur- eyri. Árið síðar var hann skipaður sýslumaður Húnvetninga og þá flutt- um við á Blöndós," segir Jón. „Faðir minn hafði verið í Kaupmannahöfn á sínum yngri árum, hann lærði þar hagfræði í tvö ár og vann jafnframt á skrifstofu íslandsmála. Hann fór m.a. með sambandslagasáttmálann til konungs til undirskrifar. Svo fór hann heim til íslands og lauk laga- prófí frá Háskóla íslands. Faðir minn var þingmaður Akureyringa fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1931 til 1937. Hélt sláturhúsið menntaskóla Ég man vel eftir flutningunum frá Akureyri á Blöndós. Dótið okkar var flutt á tveimur bflum. Annar bilaði upp á heiði svo megnið af dótinu var tekið af pallinum og skilið eftir þar eftir. Þorsteinn Jónsson var fenginn til að sælq'a dótið, hann var þá bóndi í Bólstaðahlíðinni en varð seinna sýsluskrifari á Blöndósi. Ég var far- inn að sofa þegar dótið kom í myrki seint um kvöldið. Morguninn eftir var besta veður og ég fór út að skoða mig um. Fólk var þá enn í fasta svefni en ég rölti um og leit á stað- inn. M.a. sá ég byggingar sem ég taldi víst aðværu hús Menntaskólans á staðnum, þetta var þá sláturhúsið á Blöndósi. Faðir minn hafði verið með þriðja stærsta kúabúið í Eyjafírði þegar hann var í Möðrufelli. í Litla- Hvammi var hann líka með kýr og þegar við komum á Blöndós fengum við fljótlega eina kú til þess að fá mjólk fyrir heimilið. Um vorið var henni hleypt út. Hún var alein og henni leiddist heil ósköp. Tárin runnu úr augum hennar þegar hún kom til móður minnar í einmanaleik sínum. Svo fjölgaði kúm og kindum og við heyjuðum fyrír skepnumar á sumrin. Faðir minn ræktaði land hinu megin við ána, ég og bróðir minn ókum gori í flagið til þess að fá góðan áburð. Mér fannst ekkert athugavert við þetta en ég heyrði utan að mér að verið var að aumkva strákagreyin sýslumannsins fyrir að þurfa að standa í þessu. Eg var þrettán ára farinn að segja fyrir verkum. Þá var faðir minn í önnum og með menn í vinnu sem ekki vildu taka ákvarðan- ir sjálfir, ég fór snemma að stjóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.