Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
B 13
stund
í Dharamsala á Norður-Indlandi býr hans heilagleiki Dalai Lama ásamt útlagastjórn
Tíbeta. í bænum búa um 5.000 flóttamenn. í hæðunum fyrir ofan bæinn eru fjölmarg-
ir einsetumannakofar þar sem menn draga sig út úr heimsins glaumi og leggji
á hugleiðslu.
í Mundgod á Suður-Indlandi stendur endurreista Ganden-klau-
strið sem hýsir u.þ.b. 1.400 munka. Að ganga réttsælis í kring-
um stúpur og aðra helga staði er þáttur af trúarlífi Tíbeta.
Stúpan táknar eiginleika uppljómaðrar veru (Búdda).
eftir Árna Matthíasson, myndir Sveinbjörn
Olafsson
TÍBETSK menning er dularfull
og heillandi, en ekki vita marg-
ir að hún er líka í útrýmingar-
hættu. Kínveijar hernámu Tí-
tet fyrir fjörutíu árum og hafa
gengið hart fram í að móta tí-
betska menningu og breyta
henni eftir því sem þeim þykir
henta. íslenskur ljósmyndari,
Sveinbjörn Ólafsson, sem verið
hefur áhugsamur um tíbetska
menningu í áraraðir, hefur ekki
farið varhluta af því, því þegar
hann vildi kynnast Tíbetum og
menningu þeirra af eigin raun,
varð hann að fara til Indlands,
þar sem á annað hundrað þús-
unda Tíbeta býr.
Sveinbjörn Ólafsson hreifst
af tíbetskri menningu
sextán ára og upp frá
því hefur hann sótt í allt
sem hann hefur komist
yfir um sögu landsins og menning-
ar og ekki síst hefur hann leitast
við að mennta sig í búddískum
fræðum, en búddismi verður ekki
skilinn frá tíbetskri menningu. Tí-
betar hafa verið undir kínverskum
járnhæl frá því Kínverjar hemámu
landið 1950; á aðra milljón manna
hefur látið lífið og þúsundir búddí-
skra hofa hafa verið eyðilögð í
markvissri viðleitni Kínveija að
gera Tíbet að kínversku héraði. Því
hafa einskonar tíbetskar „nýlend-
ur“ sprottið upp á Indlandi og þar
hafa Tíbetar m.a. endurreist eitt
sitt helsta hof, Drepung Loseling-
klaustrið, í Mundgod á Suður-Ind-
landi. Sveinbjöm segist hafa kom-
ist í samband við stjómendur
klaustursins fyrir nokkmm ámm
og haldið því sambandi, þar til
hann sá sér fært að láta þann
draum rætast að fara til Indlands
A þaki samkomuhúss Drepung Loseling-Idaustursins i Mundgod
eru þessir lúðrar oft þeyttir við helgihald og sérstök tækifæri. I
Drepung-klaustrinu, sem hefur tvo skóla, Loseling og Gomang,
eru um 2.000 munkar. Þar eru hafa margir helstu lamaprestar
tíbetskrar sögu hlotið menntun sína.
Iðulega veitir Dalai Lama blessun sína hundruðum manna í senn.
Fyrst í röðinni eru tíbetskir munkar og nunnur, þá almennir
Tíbetar, Indveijar og loks Vesturlandabúar.
§óra, og hitti meðal annars Dalai
Lama sjálfan, sem Sveinbjöm kall-
ar alltaf hans heilagleika, þrívegis.
Kyrjað og blásið i lúðra
Sveinbjöm segir að sér hafa ver-
ið einkar vel tekið í klaustrinu,
enda sé gestrisni Tíbeta annáluð.
„í klaustrinu em um 2.000 munk-
ar,“ segir Sveinbjörn, „sem læra
þar heimspeki og siðfræði, en í
heimspekinni er meðal annars
kennt hvernig á að greina í sundur
kenningar og rökin á bak við þær.
Rökræðumar fara þannig fram að
nemamir raða sér upp og spyrlam-
ir ganga á röðina og spyija þá út
úr og klappa á meðan saman lófun-
um á sérkennilegan hátt. Ég vakn-
aði lika oft við það á morgnana
að munkamir vom að kyija í sam-
komuhúsinu með einkennilega
dimmum röddum og hljóðið barst
um allt, en einnig blésu þeir í stóra
lúðra á klausturþakinu.
Búddisminn er ekki trú eins og
við þekkjum trúarbrögð á Vestur-
löndum,“ segir Sveinbjöm, „hann
er frekar kenningakerfi um sið-
fræði og heimspeki.“ Sveinbjöm
segist sjálfur ekki kalla sig búdd-
ista, „ég er bara nemi í darma, en
darma er kenningar búddismans“.
Sveinbjörn Ólafsson
og dveljan klaustrinu. Þar var hann
í tvo mánuði, en síðan fór hamrtil
Dharamsala í Norður-Indlandi, þar
sem Dalai Lama býr, og var í aðra