Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 14

Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 jLvoi-áinn rnfinn 28.000 hafa séð Píanóið Alls höfðu um 28.000 manns séð Píanóið með Holly Hunter í Regnboganum eftir síðustu helgi. Þá höfðu 17.500 séð Kryddlegin hjörtu, 4.000 spennumyndina Lævísan leik og 3.000 kínversku stór- myndina Farvel, frilla mín. Næstu myndir Regnbog- ans eru frönsku myndimar IP5, sem er síðasta myndin sem Yves Montand lék í, og Trylltar nætur eða „Les nu- its fauves“, sem hreppti Ses- arsverðlaunin í vetur. Síðan koma myndirnar Kalifornía frá Propaganda Films með Brad Pitt og Juliette Lewis og „Needful Things" með Max Von Sydow, gerð eftir hrollvekju Stephen Kings. Þegar lengra er litið koma myndir eins og „Sugar Hill“, gamanmyndirnar „Les vis- iteurs“ og „Silence of the Hams“ og grínmyrid frá S- Afríku, „Yankee Zulu“, auk frönsku stórmyndarinnar Allir morgnar heimsins eða „Tous les matins de rnonde" með Gérard Depardieu. Þá verður „Rapa Nui“ ein af sumarmyndum Regnbog- ans en hún er framleidd af Kevin Costner og gerð af vini hans Kevin Reynolds og gerist á Páskaeyju. Sýnd í sumar; Jason Scott Lee í „Rapa Nui“. UÞegar Sambíóin efndu til boðsýningar á gamanmynd- inni „Grumby Old Men“ með Jack Lemmon og Walter Matthau um daginn var sýnd tæplega 40 mínútna kynning- armynd um það helsta sem kvikmyndaverið Warner Bros. hefur uppá að bjóða á árinu 1994. Kenndi þar margra grasa. Athygli vakti að óskarsverðlaunahafinn Tommy Lee Jones var í þremur ef ekki fjórum vænt- anlegum myndum kvik- myndaversins en hann er að verða einhver vinsælasti (og skemmtilegasti) leikari kvik- myndaborgarinnar eftir nokkurra ára lægð. UTvö dæmi: Hann leikur saksóknarann á hælunum eftir litla kúnnanum í spennu- myndinni „The Client“, sem gerð er eftir samnefndri bók Johns Grishams. Susan Sarandon leikur hinn knáa lögfræðing stráksins en hann er, eins og lesendur bókarinn- ar þekkja, aðalvitnið í hættu- legu mafíumáli. Og Tommy Lee Jones fer með aðalhlut- verkið í Cobb, ævisögulegri mynd Rons Sheltons (Bull Durham) um hafnabolta- snillinginn Ty Cobb. MÞríeykið Jodie Foster, James Garner og Mel Gib- son virtist skemmta sér ær- lega við gerð vestrans Ma- verick undir stjórn Richards Donners og Kevin Costner var ábúðamikill sem Wyatt Earp í samnefndum vestra eftir Lawrence Kasdan en myndin sú ku vera um þrír klukkutímar og fjalla mjög nákvæmlega um feril þessa frægasta lögreglustjóra villta vestursins. UÞarna var líka Sylvester ^^KVKMYNDII^ Hvemigkom bíóáriö útífyrra? AÐSÖKNIN MINNKAR Aðsókn á almennar kvikmyndasýningar í Reykjavik hef- ur minnkað um rétt tæp hundrað þúsund manns á undan- förnum tveimur árum samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands. í fyrra voru seldir alls 1.235.819 miðar í kvikmyndahús höfuðstaðarirts, árið 1992 voru miðamir 1.304.587 og árið 1991 seldu bíóin 1.337.158 miða. Það var reyndar metár en þá höfðu ekki fleiri farið í bíó síðan 1985 þegar rúmir 1.418.000 miðar seldust. i„d.r l«ng«r kvik«r»"dir Tölur Hagstofunnar sýna að aðsóknin hefur skriðið hægt og örugglega uppávið á undanfömum árum en árið 1992 sýndi hún «■■■■■■■■■■ aftur fækkun . - gesta og á síðasta ári enn frek- ar. Seld- um miðum eftir Arnald fækkaði Indriðason um 70.000 á milli áranna 1992 og 1993. Minnsta aðsókn á undan- fömum árum var 1988 þegar seldust 1.094.185 miðar. Þá var botninum náð frá metár- inu 1985. Síðan steig að- sóknin aftur uppávið til árs- ins 1991 en er nú aftur tek- in að dala. Það var næstum því sama aðsókn í fyrra og árið 1990 þegar 1.234.792 miðar seldust. Ástæðumar fyrir þessum sveiflum geta verið marg- víslegar en á það má benda að alls seldust tæpir 40.000 miðar á sérsýningar og kvikmyndahátíðir á síðasta ári samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Alls var 121 mynd sýnd við slík tæki- færi. Kvikmyndahátíð Listahátíðar sýndi 41 mynd, Hreyfimyndafélagið sýndi 36 myndir og 27 myndir voru sýndar á Norrænni kvikmyndahátíð í Háskóla- bíói svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru talsvert meiri umsvif í hátíðahaldi en á árinu þar á undan þegar aðeins 17 myndir vom á sérsýningum og á þær seld- ust 5.175 miðar. Hver íslendingur fór að meðaltali tæplega fimm sinnum í bíó og eins og endranær sáu kvikmynda- húsagestir mestmegnis bandarískar bíómyndir. Alls voru framsýndar 203 mynd- ir á almennum sýningum í Reykjavík í fyrra, aðeins þremur færri en árinu á undan. Fjöldi frumsýninga hefur aukist ár frá ári síðan 1989 þegar fæstar frumsýn- ingar voru, aðeins 157. Af þeim 203 myndum sem sýndar vora komu 164 frá Bandaríkjunum eða rúm 75 prósent úrvalsins. Það er svipað hlutfall og í fyrra en nokk- uð minna en frá árinu þar á undan þegar BREIMGLUN IEDENSLUNDI 83 prósent af myndunum komu að vestan. Bretar og Frakkar áttu næstflestar myndir þótt þær væru ekki nema sjö frá hvorri þjóð, þijár myndir voru sýndar frá Danmörku, Noregi og Ítalíu, tvær norskar og ástr- alskar og ein frá löndum eins og Nýja-Sjálandi, Jap- an og Hollandi svo eitthvað sé nefnt. Alls voru kvikmyndasýn- ingar í viku hverri að með- altali 692 og hafa ekki verið fleiri undanfarin ár. Salimir era 24 og sætin alls 6.088. Ef fjöldi seldra árið 1993 er með al- mennu verði bíómiðans, 500 krónum, kemur í ljós að miðasala kvikmyndahús- anna nam alls tæpum 618 milljónum (þá er ekki reikn- að með þriðjudagstilboðum og verði barnasýninga). Ef gert er ráð fyrir að hver gestur hafi keypt sælgæti fyrir 150 krónur nemur sal- an 185 milljónum. Tölur Hagstofunnar sýna að eftir aukningu í bíósókn frá árinu 1988 og fram til ársins 1991 er hún aftur tekin að dala nokkuð. Bandarískar myndir halda sínu hlutfalli nokkurn veg- inn og ijöldi frumsýndra mynda er næstum sá sami í ár og í fyrra. Stallone í nýja tryllinum sín- um, „The Specialist“ og lék Sharon Stone á móti honum og Woody Harrelson og Juliette Lewis í nýjustu mynd Olivers Stones, „Nat- ural Born Killers". Þau leika morðingjahyski sem dregst inn í fjölmiðlaljós og frægðarljóma og nýtur sín þar en Harrelson lítur heldur bijálæðislega út nauðasköll- óttur. UMargt fleira er á dagskrá Wamer Bros. („Interview With the Vampire", „Disc- losure") og ljóst er að árið hjá þeim, líkt og undanfarin ár, verður sérlega athyglis- vert og spennandi. UNýjasta viðbótin í fram- haldsmyndaæðið er „Total Recall 2“ með Arnold Schwarzenegger undir leik- stjórn þess sama og gerði númer 1, Pauls Verhoevens. Myndin verður byggð á ann- arri sögu vísindaskáldskapar- mannsins Philips K. Dicks, „Minority Report", en fé- lagarnir vilja ekkert láta uppi um frekara líf á Mars. í BÍÓ Það má ekki gleyma yngstu kvikmyndahúsagest- unum, sem kannski er þakkl- átasti hópur þeirra sem sækja bíóin. Alls vora sýndar um 35 bíómyndir í kvikmynda- húsunum í Reykjavík sl. sunnudag og af þeim vora fimm myndir fyrir yngstu kvikmyndahúsagestina. Þijú- bíósýningar voru aðeins í tveimur bíóum, Sambíóunum og Háskólabíói. í Sambíóunum er boðið upp á þijá ágætar teikni- myndir og eru tvær með ís- lensku tali. Aladdín er ennþá í boði um helgar og hinar tvær era Einu sinni var skóg- ur og sú nýjasta, Rokna túli, með íslenskri talsetningu. Þá eru barnasýningar á „Beet- hoven 2nd“ í Sambíóunum og hún er einnig í Háskóla- bíói. Af öðram myndum sem heyra undir þijúbíó í þessum kvikmyndahúsum en höfða til aðeins eldri áhorfenda má nefna Addamsfjölskyldugild- in, Júragarðinn, sem enn er sýndur, Systragervi 2, Svalar ferðir og „Mrs. Doubtfire". í kjölfar Banderas; Victor- ia Abril. Abril í Hollywood Hinar erótísku skáldsögur bandaríska rithöfundarins Anne Rice era vinsælar til kvikmyndunar. „Interview With the Vampire" er gerð eftir einni af frægustu sögum hennar og er með Tom Cra- ise í aðalhlutverki undir leik- stjóm Neils Jordans („The Crying Game“). „Exit to Eden“ er önnur saga Rice sem nú er verið að kvik- mynda en leikstjóri hennar er Garry Marshall („Pretty Woman“). Myndin segir frá ungum manni sem eyðir fríinu sínu á fjarlægri eyju þar sem rek- ið er heilsuhaeli er sér um að öllum kynferðislegum óskum gesta sinna sé full- nægt — hversu undurfurðu- legar sem þær annars eru. Með aðalhlutverkin fara ástr- alski leikarinn Paul Mercurio („Strictly Ballroom") og Dana Delany, sem rekur hælið. Aðrir leikarar era Iman, Stuart Wilson (Nonni og Manni), Dan Aykroyd og Rosie O’Donnell. Óskunum fullnægt; Dana Del- any fer með annað aðalhlut- verkið í „Exit to Eden“. Spænska leikkonan Victoria Abril, sem þekktust er fyrir að leika fyrrverandi klám- myndadrottningu í mynd Pedros Almadó- *iars, Bittu mig, elskaðu mig, hefur flutt til Hollywood líkt og annar Almadóv- arleikari, Antonio Banderas. Hún fer með aðalkven- hlutverkið í nýjustu mynd Barry Levinsons, Jimmy Hollywood, og leikur þar á móti Christian Slater og Joe Pesci. Abril er sjóuð kvik- myndaleikkona, hefur leikið í á sjöunda tug mynda á 19 árum (hún byijaði að leika 15 ára) og er ekkert alltof ánægð með lífið í kvik- myndaborginni. „Það tala alltaf allir um viðskipti. Hvílík leiðindi." Hún er ekki viss um að hún leiki þar í mörgum myndum. „Þú þarft sífellt að endurtaka þig ef þú nærð velgegni í Holly- wood og ég nenni því ekki.“ Abril fer með aðalhlut- verkið í nýjustu mynd Almadóvars, Kika. Hún leikur stjórnanda sjónvarps- þáttar, sem tekur á dagleg- um vandamálum fólks og heitir eitthvað eins og Hryllilegur dagur, og spáss- erar Abril um í ankannaleg- um tískufötum með mynda- vél á höfðinu og kastljós á bijóstunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.