Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 B 15 SKILA- BOÐA- SKJÓÐAN TONLISTARVERÐLAUN ÍSLENSKU tónlistarverð- laununum var hrint af stað fyrir skemmstu með miklu húllumhæi. Fyrir verð- launaveitingunni stóð rokkdeild FÍH, en ætlunin er að þessi verðlaunaveit- ing verði árviss viðburður. Fjölmargir voru tilnefndir, en Todmobile-þrenn- ingin var sigursæl, vann meðal annars til verðlauna fyrir breiðskífu, lagasmíði og hljóðfæraleik. Verðlauna- flokkar voru fjórtán. Lagahöfundur ársins var valinn Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, Andrea Gylfadóttir var valin textahöfundur árs- ins, Eiður Arnarson bassa leikari ársins, Gunnlaugur Briem trommuleikari ársins, Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari ársins, Guð- mundur Pétursson gítarleik- ari ársins, Sigtryggur Bald- ursson fékk verðlaun í flokknum aðrir hljóðfæra- leikarar fyrir slagverk, Orri Harðarson var valinn nýliði ársins, Daníel Ágúst Har- aldsson söngvari ársins, Björk Guðmundsdóttir söng- kona ársins, endurgerð Jet Black Joe á Starlight var valin endurgerð ársins, lag Todmobile Stúlkan var valið lag ársins, plata sömu sveit- ar, Spillt, plata ársins og Todmobile var einnig valin besti flytjandi á tónleikum. DÆGURTONLIST Islensk Er líf í Árbcenumf Ljósmyhd/Björg Sveinsdóttir Slgursvelt Mausar; venerunt, viderunt vicerunt. haust. Ekki segjast þeir hafa verið sig- urvissir á Músíktilraun- unum, þó þeir hafi átt von á að komast í úrslit. „Aðal takmarkið var að ná í ein- hverja hljóðverstíma," seg- ir Eggert, enda kostar sitt ef menn vilja taka upp. Þeir láta vel af fjölbreytn- inni í íslensku rokki og nefna sem dæmi að þeir hafi haft gaman af öðrum tilraunasveitum, til að mynda Wool, sem varð í öðru sæti, FullTime 4WD sem varð í því þriðja og Mósaík. Eins og áður segir hyggjast Mausarar taka upp plötu sem gefa á út í haust og nýta til þess hljóð- verstímana. Ekki eru þeir búnir að finna sér útgef- anda, en ætla að ræða við þá alla, „en ef illa fer gef- um við þetta bara út sjálf- ir, það er ekki eftir neinu að bíða.“ Tóndæmahræra LEIKHÚSÚTGÁFA er lífleg um þessar mundir og fyrir skemmstu gaf Þjóðleikhús- ið út tónlist í leikritinu Skilaboðaskjóð- unni, sem frumsýnd var í haust. Höfundur er Þorvaldur Þorsteinsson, en tónlistina samdi Jóhann G. Jóhansson. kilaboðaskjóðan segir meðal annars af íbú- um Ævintýraskógarins, en ævintýrið hef- ur einnig komið út á bók. Á disknum, sem Þjóðleikhúsið gefur út, sjá leikarar Þjóðleikhússins um fluthing á lög- unum, studdir af tíu manna hljómsveit, en tónlistarstjóri var Jóhann G. Jóhannsson. Jóhann samdi tónlistina eins og áður er getið, en Þorvaldur sá um söng- textana. Á milli laganna er svo skot- ið inn viðeigandi bútum úr leikritinu, til að halda söguþræðinum sem heil- steyptustum og tryggja að líka þeir sem ekki hafa séð verkið nái að fylgjast með. Kímlnn K7 NEW York er mikil tónlistardeigla og þaðan hefur komið grúi tónlistar- manna sem náð hafa langt á sviðum. Inn á milli eru svo þeir sem flétta saman ólíkum þáttum í sér- stakan vef og segja má að aðal tónlistarmannsins K7 sé einmitt að hræra saman ólíklegustu tón- dæmum svo úr verður grípandi dansseiður. K7 er sprottinn úr tónlist- ardeiglu New York og vísar sjálfur gjarnan í ólíkar áttir þegar hann er inntur eftir hugmyndauppsprettu. Helst ber þó á góma rapp og fönk, enda segir hann að helstu átrúnaðargoðin séu rapphetjur, en snemma komst hann á þá skoðun að honum færi betur að syngja en rappa. Fyrsta smáskífa K7, Come Baby Come, vakti mikla athygli og fyrsta breiðskífan, Swing Batta Swing hefur ekki síður vak- ið hrifningu og af henni hafa komið fleiri lög sem slegið hafa í gegn. Hérlend- is hefur Come Baby Come notið hylli og ekki síður ann- að lag af breiðskífunni, Hi De Ho. Þar í má glöggt heyra að K7 hefur kímni- gáfuna í lagi, aukinheldur sem hann fer fijálslega með ýmis minni allt aftur úr tón- list fjórða og fimmta áratug- arins, því þar bregður fyrir hlutum úr Minnie the Mo- ocher og Zaz Zu Zaz, sem Cab Calloway gerði fræg á sínum tíma. FÓLK ■ ÚTGÁFA er þegar farin af stað, eins og menn hafa vísast tekið eftir, og vænt- anlegar eru á næstu dögum og vikum, meðal annars tónleikaplata Megasar og Nýdanskrar, safnplata Harðar Torfasonar, breið- skífa Pláhnetunnar, plötur frá Þúsund andlitum og Dos Pilas, breiðskífa með þjóðlegri tónlist frá Rafni Jónssyni, fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar 13, frá Smekkleysu kemur safn- plata 17. júní og danssafn nokkru fýrr, Spor hyggur einnig á útgáfu danssafn- plötu og á plötu með rokki og Skífan er með í burðarl- iðnum safnplötu aukinheld- ur sem Islandslög 2 eru á næstu grösum og Japís sendir frá sér safnplötu með íslenskum lögum.Fleiri hyggja á útgáfu, þar á með- al 2001, Kombó Ellenar, Milfjónamæringarnir og Páll Óskar og Tómas Ein- arsson. Meðal annarra sem stefna á haustútgáfu eru SSSól, Strigaskór nr. 42, Maus, Kolrassa krókríð- andi Unun, Bong, Vinir vors og blóma, Bubblefli- es, Ham, Bubbi Morthens og KK. lensk- an texta við eitt lag á síðasta ári, en hann þótti svo lélegur að við þorðum ekki að halda því áfram. Við byijuðum því á því að þessu sinni að þýða ensku textana og það gekk svo vel að nú semjum við allt á Sslensku. Það er þó miklu erfiðara, en útkoman verður miklu skemmtilegri. Það er ekkert mál að fela sig á bak við lélegan ensk- an texta.“ Þeir félagar segjast hafa samið allmörg lög á þessu ári sem sveitin hefur stai-f- að, en á tónleikadagskránni nú séu líklega um tíu lög, sem verði tekin upp á breið- skífu sem koma á út í MÚSÍKTILRAUNIR Tóna bæjar eru afstaðnar fyrir nokkru, en ef að líkum lætur á eftir að heyrast dijúgt í mörgum þeirra sveita sem þar tóku þátt, mest þó væntanlega í þeim sem unnu hljóðverstíma í til- raununum. Sigursveitum hefur gengið misjafnlega að moða úr sigrinum; sumar koðnað niður og horfið sjónum, en aðrar komið sér vel af stað. Sigursveit þessa árs, nýbylgju- sveitin Maus, virðist hafa alla burði og vilja til að nýta sér sóknarfærin, sveitin á lag á væntanlegri safnplötu Smekkleysu og hyggur á breiðskífuupp- töku í snemmsumars. Maus er ársgömul sveit sem á rætur í Ár- bænum, en þeir Eggert og Birgir, Úðsmenn sveitarinn- ar, segja að þar sé mikil mmmmmmmmmm gróska. Þeir segja sveitina hafa ver- ið hálf- gerða poppsveit til að byija með, en eftir því sem mönnum óx ásmegin þyngdist tónlistin, eftir Árno Matthíasson en alltaf var meg- ináherslan lögð áfrum- samda tónlist. „í upphafi komum við Eggert með lögin,“ segir Birgir, „en þegar lagasmíðarnar fóru að verðá meiri teymisvinna, varð þetta mun skemmti- legra.“ Framanaf sungu sveitarmenn á ensku, en í byijun þessa árs ákváðu þeir félagar að breyta sveitinni í íslenska hljóm- sveit. „Okkur fannst það hálf bjánalegt að vera að syngja á ensku,“ segir Birgir, „en við sömdum ís- Upp- reisn æru BRESKA rokksveitin The Smiths er almennt talin með fremstu hljóm- sveitum breskrar rokk- sögu. Það má því segja að það hafi verið mjög á brattann að sækja fyrir Morrissey, söngvara og textasmið sveitarinnar, að fóta sig sem sóló- stjarna, því alltaf er Smiths-kvarðinn lagður á breiðskífur hans. Aaðal Smiths var snjallir textar Morrisseys og liprar lagasmíðar Johnnys Marrs. Það var ekki hlaupið að því fyrir þann fyrr- nefnda að finna annan eins lagasmið og Marr og því má segja að sólóferill Morr- isseys hafi verið skrykkjótt- ur. Það var því aðdáendum blendin ánægja að heyra að von væri á breiðskífu frá honum snemma á þessu ári. Þess meiri varð gleðin þegar sú skífa, Vauxhall and I, barst í verslanir, því hún.„var betri en nokkur þorði að vona. Það er sem textasmiður sem Morrissey skarar fyrst og fremst framúr, en ekki er nóg dð hafa vel orta inni- haldríka texta er lagið er hálfgerð hrákasmíð, líkt og brenna hefur viljað við á síðustu plötum Morrisseys. Á~ Vauxhali and I er laga- smíði í öllu betri höndum en var og ganrýnendur hafa keppst við að lofa plöt- una, sem þeir segja standa Smiths-plötum fyllilega á sporði, og er þá miklu til jafnað. Rokkskáld Morríssey. ■SAMNINGAR standa nú yfir um að á meðal atriða Listahátíðar verði tónleikar Spin Doctors í Laugardalshöll 18. júní. Líkur eru þó taldar á að tónleikar Bjarkar Guð- mundsdóttur í Höllinni daginn eftir, 19. júní, eigi eftir að hafa áhrif á þá fyrir- ætlan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.