Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
Meðalvegur
— Via Media
í TILEFNIAF KOMU GEORGS CAREY, ERKIBISKUPS
AF KANTARABORG, TIL ÍSLANDS
eftir Bolla Gústovsson vígslubiskup Hólostiftis
í TILEFNI af íslandsheimsókn
erkibiskupsins af Kantaraborg,
Georgs Carey, kom mér til hugar
að rifja upp sögu af sérstæðri
hugmynd, sem fram kom við bisk-
upaskipti hér á landi árið 1866.
Hefði hún að líkindum leitt til
náinna tengsla við ensku kirkj-
una, ef Sjálandsbiskup hefði þá
ekki tekið af skarið og kveðið
hana niður.
Þeim til fróðleiks, sem ekki hafa
kynnt sér sögu kirkjuskipanar á
Englandi, er ekki úr vegi
að rifja það upp, að
siðskipti urðu þar með
sérstæðum hætti.
Löngum hafa menn helst
viljað rekja þau til
hneykslismála í
konungsfjölskyldunni og
hefur síst af öllu gleymst,
þegar að þeim tímamótum
í kirkjusögunni er vikið,
er Hinrik VIII. konungur
lét þegna sína hylla sig
sem höfuð enskrar þjóðkirkju árið
1534. Á yfirborðinu var tilefnið ekki
stórvægilegra en hjúskaparbrot og
sérstæð skilnaðarmál konungsins,
sem að vonum féllu ekki hans
heilagleika, páfanum í Róm, í geð.
En þegar dýpra er skyggnst, kemur
í daginn, að veigameiri ástæður lágu
til siðskipta á Englandi. Þar gætti
mjög sterkrar tilhneigingar til
þjóðkirkjustofnunar. Á henni hafði
að vísu einnig örlað með þjóðum á
meginlandi Evrópu, en hvergi verið
jafn eindregin og á Englandi. Auk
þess var gagnrýni kaþólskrar
siðbótar á margvísleg, mistök
móðurkirkjunnar hávær þar í landi.
Þessi öfl leiddu til stofnunar ensku
kirkjunnar (Church of England) og
setja mót á hana enn í dag. Hún
er þjóðkirkja í krafti þeirrar
staðreyndar, að þjónusta hennar er
samofín lífi þjóðarinnar. Pjöldi
Bolli Gústavsson.
biskupa þar hefur átt sæti í efri
deild breska þingsins og kirkjan
hefur löngum sett ákveðið mót á
skoðanir almennings vegna sterkrar
þjóðfélagslegrar stöðu. Og sem fyrr
getur voru það siðbótaröfl innan
kaþólsku kirkjunnar á 16. öld, sem
settu mark sitt á ensku bisk-
upakirkjuna. Enska siðbótin var
hóglát siðbót, sem gætti íhaldssemi
gagnvart kirkjulegum arfi. Hún var
í engu jafn róttæk í afstöðu sinni
til fortíðar og siðbreytingaröflin
lútersku og þó sér í Iagi hin kalv-
ínsku. Eindregin íhaldssemi um
kirkjulega skipan og
formfestu hefur löngum
sett svipmót á þessa
kirkjudeild án þess að hún
legði hömlur á eðlilegan
framfaravilja. Þá má ekki
sniðganga þá staðreynd,
að þegar frá leið voru
önnur öfl, sem létu að sér
kveða í enskri
siðskiptasögu. Áhrif
Lúters, Kalvíns og
Zwinglis bárust til
Bretlandseyja. Sérstaklega gætti
þeirra á dögum Játvarðar VI.
(1547-53), en þá varð England um
skeið hæli ofsóttra mótmælenda af
meginlandinu og enska siðbótin
sveigði þá mjög í sömu átt og
stefnur annarra kirkjudeilda
mótmælenda. Hins vegar er sá
eftirtektarverði munur á
siðskiptunum á Englandi og á
þýskum, svissneskum og frönskum
siðskiptahreyfingum, að England
eignaðist engan róttækan siðskipta-
frömuð, sem hefur sett svip sinn á
kirkjuna þar, líkt og menn á borð
við Lúter, Zwingli og Kalvín gerðu
í heimalöndum sínum. Stefna ensku
siðskiptanna var mótuð af mörgum
andlegum straumum, sem kvísluð-
ust á ýmsa vegu, og þá jafnframt
af pólitískum atburðum. Einn var
þó sá maður, sem hafði varanleg
áhrif á mótun ensku kirkjunnar á
16. öld, líkt og Guðbrandur Þorláks-
son Hólabiskup hér á landi, en það
var Tómas Cranmer erkibiskup
(1489-1556), sem með aðstoð ann-
arra guðfræðinga samdi tíðareglu,
er var nefnd Almenna bænabókin,
Book of Common Prayer. Með þeirri
bók lagði hann grunninn að guðs-
þjónustulífi kirkjunnar og varð því
mestur áhrifamaður í mótun henn-
ar. Á tímum Stúartanna á 17. öld
varð svo hákirkjustefnan allsráðandi
í ensku biskupakirkjunni.
II
Talið er að kjörorðið v/a media
sé komið frá Jósep nokkrum Hall
biskupi (1574-1656), sem gaf út rit
árið 1622 og nefndi Via Media, The
Way of Peace (Meðalvegurinn, leið
friðarins). Hefur enska biskupa-
kirkjan löngum lagt áherslu á það,
að hún feti via media og í því felist
festa hennar og styrkur. Jafnhliða
þeirri staðhæfíngu er sú fullyrðing,
að enska kirkjan sé a bridge church
(kirkja, sem brúar bil) öllum öðrum
fremur, vegna þess að hún standi
mitt á milli kaþólskra og mótmæl-
enda. Að þessu er nú ósjaldan vikið
í sameiningarstarfí kirknanna, hinu
ökumeniska starfi. Þá hefur sú
skoðun löngum verið ríkjandi meðal
leiðandi manna þessarar kirkju-
deildar, að hún haldi áfram starfi
hinnar óskiptu kirkju (undivided
Church) frá fyrstu öldum kristin-
dómsins. Er því þá haldið fram, að
rómversk kaþóslka kirkjan hafi
spillt arfi fornkirkjunnar, þegar kom
fram á miðaldir, en mótmælendur
hafí síðan rýrt mjög þann mikilvæga
fortíðararf í betrunarákafa sínum.
Á hinn bóginn hafi enska biskupa-
kirkjan tekið rétta stefnu í beinu
framhaldi af hinni óskiptu kirkju frá
fyrstu öldum' kristindómsins.
Ekki er unnt að rekja sögu þess-
arar kirkjudeildar í lengra máli,
greina frá heiftarlegum ofsóknum
Afmælisrit
helllaóskaskrá - tabula gratulatoria
til heiðurs dr. Þórl Kr. Þórðarsyni, prófessor.
Á sjötugsafmæli dr. Þóris Kr. Þórðarsonar 9. júní nk. kemur út afmælisrit honum
til heiðurs, í Ritröð Guðfræðistofnunar.
Afmælisritið mun einkum hafa að geyma greinar eftir Þóri, en jaíhframt þtjár
greinar um hann sem þrír af prófessorum háskólans skrifa, þeir dr. Bjöm
Bjömsson, Jón Sveinbjömsson og dr. Páll Skúlason. Að stærstum hluta fjalla
greinar Þóris að sjálfsögðu um hin margvíslegustu viðfangsefni guðfræðinnar.
Má þar nefna greinamar „Hvað er Guð? - spyrja börnin", „Um skilning á Biblí-
unni“ og „Lífshamingjan". Einnig er þama að finna greinar sem fjalla um borgar-
mál og um málefni Háskóla íslands. Þá verður birt viðtal sem Magdalena Schram
tók við Þóri fyrir rúmum tíu árum. Nefnist það „Djöfullinn kann Biblíuna líka
utanað". Loks verða birtar nokkrar greinar Þóris um ýmsa samferðamenn hans.
Yður er hér með boðið að taka þátt í að heiðra dr. Þóri og gerast áskrifandi að afmælisritinu.
Nafn yðar yrði þá birt með nöfnum annarra áskrifenda á heillaóskaskrá fremst í ritinu.
Þeir sem vilja þiggja boðið em beðnir um að hafa samband við Skálholtsútgáfuna í símum 21090 og 621581
(milli kl. 9 og 17) eða skrifstofu Guðfræðideildar í síma 694348 (milli kl. 10 og 15) fyrir þriðjudag 3. maí.
Áskriftarverð fyrtr ritlð er kr. 2.990,- innbundlð og kr. 2.490,- óinnbundið.
GuðfræðiUofnun Há$kólan$
Skálholtsútgáfan
Útgáfufélag þjóðkirkjunnar
George Carey, erkibiskup af Kant-
araborg.
Dr. Pétri Péturssyni var hugleik-
ið, að íslenska þjóðkirkjan endur-
heimti þá biskupsstöðu, sem helg-
aðist af successio apostolica.
Maríu drottingar (1553-1558) á
hendur mótmælendum, en sem
kunnugt er var hún kaþólsk og kunn
undir nafninu Blóð-María. Þá ekki
heldur veigamiklum þætti Elísabet-
ar I. drottningar (1558-1603), sem
rétti hlut siðbótarinnar og gekk
endanlega frá stofnun þeirrar
kirkju, sem staðið hefur á Englandi
fram á þennan dag og er nefnd
anglikönsk eða enska biskupakirkj-
an.
III
Þá er komið að þeim þætti, sem
leiddi til þessara skrifa. í ensku bisk-
upakirkjunni hefur jafnan verið lögð
sérstök áhersla á „erfðaröð biskup-
anna“, successio apostolica. Hún
hélst á Englandi þar sem einn af
kaþólsku biskupunum tók hinn nýja
sið. Því var hann ekki settur af,
heldur var honum falið að vígja erk-
ibiskupinn af Kantaraborg. Þessi
sérstaða biskupakirkjunnar varð til-
efni þeirrar hugmyndar, sem vikið
var að í upphafi og varðar kirkju-
sögu íslands. Þegar Helgi Thordars-
en biskup yfir Islandi lét af emb-
ætti árið 1866, var dr. theol. Pétur
Pétursson kjörinn eftirmaður hans.
Kom þá í ljós, að dr. Pétri var hug-
leikið að íslenska þjóðkirkjan endur-
heimti þá biskupsstöðu, sem frá
upphafi helgaðist af því, að þeir, sem
gegndu henni öndverðlega í kristn-
inni, hlutu vígslu af hendi postula
Krists. Þannig hafi frelsarinn með
blessan og handayfirlagningu feng-
ið postulunum biskupsvald með sér-
stakri, guðdómlegri náð og þeir síð-
an afhent valdið öðrum á sama hátt,
mann fram af manni. Að mati ka-
þólsku kirkjunnar er því enginn
biskup rétt vígður, nema hann hafi
hlotið þessa heilögu blessan af bisk-
upi, sem áður hefði þegið hana á
sama hátt framan úr öldum. Þessi
vígslukeðja slitnaði í öllum löndum
mótmælenda, nema á Englandi og
í Svíþjóð. Þegar dr. Pétur Pétursson
hafði hlotið biskupskjör, kom til
orða að íslenska kirkjan tengdist
ensku biskupakirkjunni þessu and-
lega bandi og dr. Pétur vígðist
enskri biskupsvígslu. Áhugi mun
hafa verið fyrir því meðal enskra
kirkjumanna. Létu prestar þar í
Dr. theol. Hans Lassen Mortensen,
Sjálandsbiskup, tók af skarið og
hafnaði óskum dr. Péturs.
landi í ljós áhuga fyrir því að stofn-
að yrði til samstarfs milli þeirra og
norrænu kirkjunnar. Urðu töluverð-
ar umræður um þetta mál og bréfa-
skriftir. Munu enn vera til skjöl um
þessi sérstæðu samskipti. Þá var
prentuð ritgerð um sameiningartil-
raunirnar, „Intercommunion with
the Scandinavian Church“, og birt-
ist hún í ágúst 1866 í The Colonial
Church Chronicle. Það er næsta
athyglisvert að Kristján konungur
IX. virðist hafa verið hlynntur þess-
ari hugmynd, en Sjálandsbiskup,
H. Martensen, harðneitaði að fallast
á hana. í ljós hefur komið að þessar
óskir íslenskra kirkjuyfirvalda um
enska biskupsvígslu átti sér nokk-
um aðdraganda. Höfðu samningar
um hana verið í ráði á seinustu árum
Helga biskups Thordarsen, og þegar
hann dvaldist sér til lækninga á
Skotlandi vorið 1867, þ.e. ári eftir
vígslu dr. Péturs, þá þökkuðu ensk-
ir kennimenn honum sérstaklega
fyrir jákvæðar undirtektir hans við
þetta mál. Birtist endursögn í Þjóð-
ólfi af ávarpi þeirra, tekin úr blaðinu
The Scotsman, 12. júní 1867, og
við það er bætt: „og jafnframt var
Pétri biskupi, eptirmanni Helga
biskups, þakkað fyrir vinsamlegt
hugarþel, er hann með alsherjar
kristilegu örlyndi hefði látið í ljósi
við hina ensku kirkju, með órækum
vottum“.
Freistandi er að rekja ástæður
fyrir harðri afstöðu Sjálandsbiskups
gegn þessari ensku vígslu, en það
yrði að sjálfsögðu of langt mál á
þessum vettvangi. Dr. theol. Hans
Lassen Martensen, sem varð Sjá-
landsbiskup 1854, hafði forðum
hafnað því að hljóta vígslu af sænsk-
um erkibiskupi, en Grandtvig gamli
og ýmsir prestar dönsku kirkjunnar,
sem fylgdu honum að málum, höfðu
lagt á það mikla áherslu að höfuð-
biskup dönsku kirkjunnar kæmist
þannig inn í hina fornu vígsluröð.
Greinir Martensen frá þessu í ævi-
sögu sinni, Af mit Levned. Jafn-
framt kemur þar skýrt fram að við
biskupsútnefningu hafi hann ekki
notið stuðnings Danakonungs, sem
þá var Friðrik VII. Þeir, sem kynna
sér sögu þessa áhrifamikla kirkju-
höfðingja og guðfræðings, komast
að raun um að skoðanir hans og
þjóðhöfðingjans fóra ekki ávallt
saman. Að því leyti er ekki að undra,
þótt þeir yrðu ekki sammála um
það, hvort biskupinn yfir íslandi
skyldi sækja vígslu til ensku bisk-
upakirkjunnar forðum. En fróðlegt
er að velta því fyrir sér, hver áhrif
það hefði haft á þróun kirkjumála
hér á landi, ef svo hefði farið, og
jafnframt hvort það hefði haft áhrif
á sjálfstæðisbaráttu íslendinga.
Nú þegar erkibiskupinn af Kant-
araborg, Georg Carey, heimsækir
ísland fyrstur þeirra, er því háa
embætti hafa gegnt, þá þykir mér
vel við hæfi að rifja upp þessa sögu
af hugmynd, sem litlu munaði að
rættist. Ef svo hefði farið, er líklegt
að forveram hans herradóms hefði
orðið tíðförulla hingað til íslands.
En af heilum hug fögnum við komu
erkibiskupsins, sem lýkur hér heim-
sókn til kirknanna á Norðurlöndum
og biðjum að ferð hans færi kristn-
ar kirkjur nær einingarmarkinu.
Guð vísi oss öllum veginn eina og
sánna, veg hins krossfesta og upp-
risna Drottins.