Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 7 í atburðarás ofsóknanna. Eftir því sem líður á ferðina í gegnum þennan hluta er passinn endurnýj- aður og gesturinn fylgist með ör- lögum barnsins allt til enda. Hann fær tilfinningu fyrir einstaklingn- um í stað fjöldans og andlit birtist bak við tölu látinna. Ferðin hefst í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratugnum fyrir stríð. Safngestur stendur við úti- kaffihús í Berlín og hlustar á sam- ræður gestanna og fær þannig sýnishorn af samfélaginu og þeim viðhorfum sem ríktu á þeim tíma. Hann sér hvernig jarðvegurinn varð til þar sem átti eftir að spretta upp þetta ótrúlega hatur á gyðingum. í stað þess að sýna hrylling þessara ofsókna, sem standa manni ljósar fyrir hug- skotssjónum í ótal kvikmyndum, þá er reynt að fara á bak við tjöld- in og skoða hvernig þetta gat gerst. Gesturinn verður vitni að Wannsee-fundinum þar sem fjórt- án manns leggja á ráðin um „endanlega lausn á spurningunni um gyðingana“, hann sér stórt upplýst kort af Evrópu þar sem sýndar eru leiðir lesta frá öllum löndum í átt að útrýmingarbúðun- um. Þetta er þaulhugsuð áætlun til að losa Evrópu við gyðinga, sígauna og annan „óþurftarlýð“. Loks gengur gesturinn einn síns liðs í gegnum hliðið á Ausc- Safnið er krefjandi og gesturinn gengur á milli skerma sem spyrja spurninga og biðja hann að leysa verkefni. Það eru margir sem móta skoð- anir fólks; fyrirmyndir felast í andlegum og veraldlegum leið- togum, kvikmyndastjörnum og fleirum. Á kaffihúsi í Berlín fyrir stríð hlerar gesturinn skoðanir fólks á nasistum og síauknum áhrifum þeirra. er í dag. Svo er líka fjöldinn ailur af samskonar samtökum. Ef gest- urinn veltir fyrir sér hvað gulu punktarnir á kortinu standa fyrir má ýta á skerm og komast að þvi að þetta eru samtökin Christian Identity. Þeim er stjórnað af sjálf- lærðum prestum sem halda því fram að hvítir Evrópubúar séu afkomendur Jesú en gyðingar séu afkomendur snáksins, sem var valdur að Paradísarmissi. Þar af leiðandi eru gyðingar vont fólk sem er að reyna að yfirtaka fyrir- heitna landið, Ameríku. Hugsanir fæða af sér orð. Mannhatur og fordómar byija á þeirri hugmynd að allir eigi að vera eins og því að líta niður á „HINA“ sem eru ekki „VIГ. Á vettvangi glæps Hinn helmingur Umburðar- lyndissafnsins er tileinkaður gyð- ingaofsóknum nasista. í þetta sinn er gengið inn í skuggsýnt her- bergi og geturinn beðinn um að vera vitni; líkt og maður sé færð- ur aftur á vettvang glæps. í upphafi fær gesturinn passa og mynd barns sem flæktist inn hwitz og sest í stóran steinsteypt- an sturtuklefa. Þar er honum sagður síðasti hlutinn af sögu skjólstæðingsins, sem líklega end- aði líf sitt í einum slíkum. Um leið er kastað upp á tjald sögum af fólki sem lagði líf sitt í hættu við að spyrna fótum við þessum atburðum og bjarga þeim sem þeir gátu. Hver ber ábyrgðina? Áður en gesturinn yfirgefur klefann stendur hann frammi fyr- ir spurningunni: „Hver ber ábyrgðina?“ Jafnframt er svarað: Það er fólk sem skortir umburðar- lyndi, ofstækisfullir leiðtogar sem beittu brögðum til að hafa áhrif. Fólk sem fylgdi þeim í blindni, böðlar sem aðeins gerðu „skyldu" sína, fólk sem vissi betur en gerði ekkert og þjóðarleiðtogar annarra landa sem annaðhvort hjálpuðu til eða horfðu aðgerðarlausir á. Síðasta spurningin sem safngest- ur er spurður áður en hann yfir- gefur Umburðarlyndissafnið er þessi: Getur þetta komið fyrir aft- ur? Sértilboö til Kanarí 9. júní - nýr gistist - Vinsælasti sumarleyfisstabur í Evrópu - Vinsælasti sumarleyfisstaöur í Evrópu. Með einstökum samningum geta Heimsferðir nú boðið þriggja vikna ferð með dvöl í þessum nýuppgerðu íbúöum á hreint ótrúlegu verði. Aðeins 10 íbúöir eru í boði á þessum einstöku kjörum. Vefð kr. Críptu tœkifœríb og bókabu strax! 42.900 pr. mann m.v.hjón meb 2 börn Verð kr. 54.900 pr. mann m.v. 2 í íbúb Þjónusta Heimsferða íslensk fararstjórn Spennandi kynnisferðir Viðtalstímar á gististöðum Þrif 5 sinnum í viku Akstur til og frá flugvelli VISA Austurstræti 17 Sími 624600 Flugvallaskattar: Kr. 3.660 fyrir fullorðinn, kr. 2.405 f. barn. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ráðast í tilraunaverkefnið „íbúð á efri hæð“. Tilgangurinn með verkefninu er að breyta auðu og/eða illa nýttu húsnæði í miðborg Reykjavíkur í íbúðir. Miðað er við svæðið frá Hlemmi að Aðalstræti. Eftirtalin aðstoð stendur húseigendum til boða: I Almenn ráðgjöf, m.a. vegna fjármögnunar. I Ráðgjöf arkitekts og tæknimanns. I Ráðgjöf vegna umsóknar um húsnæðislán. I Fjárframlag miðað við stærð íbúðar samkvæmt nánari ákvörðun verkefnisstjómar. I Afsláttarkjör vegna efniskaupa. Húseigendur í miðborg Reykjavíkur, sem áhuga hafa á þátttöku í verkefninu, sendi umsókn til skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 og á skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til 10. júní 1994. Verkefnisstjórn Blab allra landsinanna! - kjarm malsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.