Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðmund Guðjónsson Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn varð í vetur annar íslenski lög- regluþjónninn sem bauðst að sitja kennslu í lögregluskóla banda- rísku alríkislögreglunn- ar FBI. Árið 1985 fór Ómar Smári Ármannsson. Námskeið það sem Guðmundur sat stóð frá 3. október til 17. desember og allar götur síðan hefur hann unnið úr þar fenginni reynslu. Vinsað úr það sem hann telur að heimfæra megi upp á lögreglustörf hér á landi þannig að til bóta horfi. Að sögn Guðmundar byggist skólinn ekki einungis á tilteknum námsfögum, heldur komi þama saman fjöldi lögreglumanna frá hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna, auk þess 7,sem þess sé jafnan gætt að 10 prósent þátttakenda séu boðsgest- ir frá ýmsum þjóðlöndum. „Þessir lögreglumenn miðla af reynslu sinni og hver lærir af öðrum. Þá er hluti námsins að byggja upp traust tengsl milli hinna ýmsu landa og lögregluliða, sem í fram- tíðinni geta leitað hvert til ann- ars. FBI gefur út bók með nöfnum og þjóðernum þeirra sem námið hafa stundað. Þá er hægt, ef þurfa þykir, að hafa samband lögreglul- iða í millum og lögreglumennirnir sem í bókinni eru kallaðir tengilið- ir sjá um það,“ segir Guðmundur. „í lögregluskóla FBI upplifði ég nokkuð sem ég hef ekki upplifað fyrr. Nokkuð sem ég finn að er ómetanlegt," segir Guðmundur og heldur svo áfram: „Þá veitti þessi skóli mér mikla þjálfun í að vinna undir miklu álagi. Eitt það fyrsta sem nemendur fá að heyra er námið hefst er, að miklum mun færri en vilja komist að og biðlistinn sé langur. Menn þurfi að bíða í alit að 12 ár eftir því að komast í skólann. Því eru miklar kröfur gerðar og grannt fylgst með frammistöðu okkar. Þeg- ar ég sá alit námsefnið sem ég þurfti að skila lá við að mér féllust hend- ur. En það er hins vegar svo, að þó að miklar kröfur hafí verið gerðar og í upphafi hafi mér þótt verkefnin yfirþyrmandi að umfangi, þá kom fljótt í ljós að þetta þurfti ekki að vera svo erfitt í jafn vinalegu og já- kvæðu umhverfi. Þetta var spurning um rétta skipulagningu og að vinna heimavinnuna. Með því móti var hægt að komast vel frá þessu og þegar ég lít til baka undrast ég hvað ég kom miklu í verk á stuttum tíma. í raun upplifði ég þetta ekki sem erfitt tímabil, heldur sem vinnu sem ég naut í hvívetna. Einhvern veginn var ég rekinn áfram af heilbrigðum metnaði í að gera mitt besta, enda eru kennaramir frábærir og sérstak- lega lagnir að skapa hvatningu og áhuga á námsefninu. Lykillinn að velgengni er að skapa sér áhuga á öllu sem maður gerir og eitt af meg- inmarkmiðum FBI er einmitt að skapa starfsmönnum sínum umhverfí sem hvetur til góðra verka.“ Að miðla vitneskju ... En hvað gerir þú svo við þessa nýju gagnmerku þekkingu Guð- mundur? „Það sem ég lærði nýtist ekki bara mér, heldur hef ég tekið saman í bók helstu atriðin, sem aðal- lega varða stjórnun og skipulag lög- reglu. Þessi bók verður gefin út fljót- lega og samhliða henni munu verða haldin námskeið fyrir yfírmenn í lög- ■ reglunni í Reykjavík. Reyndar hefur hluti af efninu verið notaður á svo- kölluðum varðstjóranámskeiðum hjá lögreglunni í Reykjavík að undan- förnu. í bókinni eru skilgreindir hin- ir ýmsu þættir stjórnunar og reynt að nálgast sem mest það sem leiðir til árangursríkrar nálgunar mark- miða lögreglunnar. Ekki er eingöngu byggt á því sem kennt er hjá FBI, heldur er það samofið niðurstöðum um ýmis stjórnunarleg atriði, sem dregin hafa verið fram á ýmsum námskeiðum og vinnufundum lög- reglumanna í Reykjavík," segir Guð- mundur og heldur svo áfram: „Þá er í undirbúningi að nýta ákveðna þætti úr náminu, sem snerta afbrotafræði. Nefna má, að afla þarf betri upplýsinga varðandi afbrot og afbrotamenn, ekki einungis eftir tölum lögreglu heldur einnig að reyna að sjá ástandið eins og það | raunverulega er, enda fjarri því að tilkynnt séu til lögreglu öll afbrot. Þá þarf að skilgreina það betur hveij- ir það eru sem fremja hin ýmsu af- brot og reyna að sjá fram á þróunina á næstu árum. Þá þarf að meta bet- ur hvemig hægt er að bregðast við, bæði miðað við ástandið eins og það er á hveijum tíma og eins með lang- tímaaðgerðum. Sveiflur, svo sem fjölgun eða fækkun afbrota, frá ein- um tíma til annars þarf að kanna náið. Merkir til dæmis íjölgun af- brota tilkynntra til lögreglu að ástandið sé að versna eða er það jafnvel að lagast, en skýringin sé að lögreglan hafi betri yfirsýn yfír af- brotin en áður? Getur t.d. fækkun afbrota á einum tíma eingöngu merkt það að þeir aldurshópar, sem virkast- ir eru í viðkomandi brotum, eru sér- staklega fámennir en merkir í reynd ekki betri árangur í forvarnarstarfí." Forvarnarstarfið ... Guðmundur heldur áfram og fer út í áherslur í forvarnarstarfí: „Mikla áherslu þarf að leggja á að stöðva brotastarfsemi ungmenna í byijun og því mjög nauðsynlegt að taka strax á málum þeirra. Mesta hættan á aukningu afbrota, svo sem auðg- unar- og ofbeldisbrota er í tengslum við neyslu fíkniefna. Á þetta þarf því að leggja aðaláhersluna í forvarn- arstarfi lögreglunnar. Fíkn fíkniefna- | neytandans í eitrið er mikil og það er dýrt að fjármagna neysluna. Á meðan fíknin er fyrir hendi og afla parf mikils fjár til kaupa á fíkniefn- um þá er erfítt að fækka afbrotum svo um munar. En forvarnirnar verður ávallt að miða að því að nálgast það mein sem er orsök afbrotanna og taka mið af heildinni. Það má ekki leggja ofur- áherslu á einn sérstakan þátt for- vama og telja að þar með sé allur vandinn leystur, vegna þess að það getur dregið úr öðrum nauðsynlegum úrræðum sem gera þarf og skapað vanmat á ástandi afbrotamála. Þá verður að varast að horfa eingöngu á skammtímaárangur, sýna fordóma eða dæma hlutiria fyrirfram. í löggæslumálum síðustu áratugi hafa ýmsar þjóðir talið sig vera komnar með einhver áhrifarík úrræði í löggæslumálum. Þær vonir sem bundnar hafa verið við þetta hafa oftar en ekki brugðist. Það átti t.d. einu sinni að ná mikilli hagræðingu bæði á Norðurlöndum og víðar með töfraorðunum miðstýring, sérhæfing og stórrekstur, sem m.a. leiddi til þess að ákveðinn hópur lögreglu- manna rannsakaði bara málin, annar sinnti útköllum og þjónustu við borg- arana. Síðar, þegar þetta dæmi gekk ekki upp og mönnum varð ljóst að eitthvað hafði farið úrskeiðis, var búinn til einn hópurinn í viðbót til að vinna forvarnarstarfið. Nú er hins vegar að vakna skilningur á því að Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn nam lögreglufræði í hóskóla bandarísku alríkislögregl- unnar FBI í mörgum tilvikum er árangursríkara að fjölæfa lögreglumenn en sérhæfa og skapa þeim síðan möguleika á meiri þekkingu á ákveðnum svæðum eða hverfum þar sem þeir hafa góða heildaryfirsýn yfir afbrot þess svæð- is, brotamennina og vandamál sem þar eru og geta jöfnum höndum tek- ið þátt í forvörnum, almennum rann- sóknum mála og sinnt kalli íbúanna þegar þeir þurfa á þjónustu lögregl- unnar að halda, enda snertast þessir þræðir allir með einum eða öðrum hætti og skapa því sameiginlega meiri möguleika á hámarksárangri. Þannig fá íbúarnir einnig sem mesta þjónustu frá „sínum“ lögreglumönn- um sem þeir þekkja og treysta. Allt starf slíkra lögreglumanna felur í sér forvarnir gegn afbrotum og óförum, sem leiðir til heilbrigðara og betra mannlífs, þar sem hægt er að halda afbrotum í lágmarki. Með þessu fá viðkomandi lögreglumenn einnig fjölbreyttara og áhugaverðara starf, sem veitir þeim meiri fullnægju í starfi sem jafnframt skapar með þeim aukinn metnað til góðra verka. Þannig myndast hvetjandi starfsum- hverfi sem leiðir til hámarksárang- urs.“ Guðmundur tínir til atriði sem betur mega fara í skipulaginu og segir: „Það er t.d. mikilvægt að breyta starfsemi RLR með þeim hætti að þeir sinni eingöngu sérhæfð- um störfum svo sem tækni- og skjalarannsóknum, skatta- og efna- hagsbrotum og að öðru leyti málum sem kalla á mikla sérfræðiþekkingu. Öll brot sem kreijast staðarþekking- ar og þar sem beita þarf skilvirkum forvörnum eiga að vera hjá staðar- lögreglu. Það er óhæft að eitt emb- ætti rannsaki bara málin og síðan eigi annað embætti að sinna forvörn- um. Þessir þættir eru of nátengdir til að aðskilja þá með þeim hætti sem gert er. Þá þurfa stjórnvöld betur en nú er, að meta árangur lögreglu bæði varðandi afbrotalega þættina og þjónustu." I ljósi þessarar stefnu kemur æ betur í ljós að nauðsynlegt sé að peningum sé vel varið og lögreglan sé ekki svelt í þeim efnum. Guðn- mundur segir: „Löggæsla er dýr og því verður að meta þá íjármuni sem til hennar er veitt á faglegum grunni. Lögregluembættin eiga að geta sýnt fram á að fjármunum sé skynsam- lega varið. Þá eiga stjórnvöld ekki að beita blindum niðurskurði eða að láta vel rekin embætti gjalda fyrir þá hagræðingu, sem þau hafa náð, með sífellt meiri niðurskurði, stund- um bersýnilega umfram aðra. Það er til að drepa niður þá hvatningu sem er lykillinn að velgengni lög- gæslustofnana bæði varðandi lög- gæslulegan árangur og hagkvæman og ódýran rekstur. Það er heldur ekki skynsamlegur niðurskurður sem eyðileggur mikla uppbyggingu og menn þurfi sífellt í miðjum klíðum að draga saman seglin í forvarnar- starfi og búa síðan við sífellda óvissu um framvindu mála. Þannig glatast fjárfesting, sem gerir löggæsluna enn dýrari en hún þarf að vera þeg- ar til framtíðar er litið." Niðurstaðan ... Þegar Guðmundur Guðjónsson dregur saman punkta sína og hug- renningar, þá fær skóli bandarísku alríkislögreglunnar eftirfarandi eink- un: „Það sem hefur gert bandarísku alríkislögregluna FBI að stórveldi á sviði löggæslu er hvað mikil áhersla er lögð á gæði starfsmannanna og að skapa þeim hvetjandi og agað starfsumhverfi, sem veitir hámarks- gæði, hámarks afköst og hámarks- þjónustu. Starfið virðist mikið byggt upp með hvatningu og jákvæðni. Auk skilvirkrar og góðrar starfsmanna- stefnu er allt skipulag hjá FBI til mikillar fyrirmyndar. Þeir byggja mikið á svokölluðu „feedbaek", sem er að lesa út viðbrögðin við öllu sem þeir gera. Þetta sést t.d. mjög vel á lögregluskóla FBI, en þar er ekki eingöngu lögð mikii áhersla á það sem verið er að kenna, heldur er einn stór þáttur hjá skólanum að fínna út hvað þeir geti lært af nemendun- um og sífellt virðist vera litið um öxl til að reyna að bæta kennsluna. Þá er áberandi að þeir ganga ekki út frá hlutunum sem gefnum, heldur reikna ávallt með hinu óþekkta og ófyrirséða. Dæmi um þetta eru við- bragðsáætlanir við óvæntum atburð- um, sem eru mjög ítarlegar en jafn- framt mjög einfaldar og vel leiðbein- andi. Þeir skipuleggja allt fyrirfram, sem hægt er að skipuleggja og skapa sér þannig aukið svigrúm og meiri tíma þegar virkja þarf skipulagið. Aðaláhersluna leggja þeir þó á það, að sama sé hversu gott skipulegið sé, þá sé það aðeins verkfæri til að ná markmiðinu, skipulagið sem slíkt bjargi ekki málunum. Þá er öll upp- lýsingasöfnun FBI stórkostleg og aðdáunarvert hvernig þeir vinna úr upplýsingunum varðandi afbrot, brotamennina, aðferðir þeirra og ein- kenni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.