Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 27
LISTIR
Eldri borg-
arar á lista-
kvöldi
SÚ NÝLUNDA hefur verið tekin
upp hjá Listaklúbbi Þjóðleikhússins
að bjóða upp á listakvöld fyrir eldri
borgara á Þjóðleikhússkjallaranum
á miðvikudagskvöldum. Fyrsta
listakvöldið var haldið síðastliðinn
miðvikudag og að borðhaldi loknu
var boðið upp á skemmtidagskrá,
þar sem meðal annars Herdís Þor-
valdsdóttir las ljóð og söngvararnir
Bergþór Pálsson og Signý Sæ-
mundsdóttir sungu létt lög. Að
borðhaldi loknu var síðan stiginn
dans við dynjandi harmónikkuleik.
HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR á fyrstu æfingu með Osmo Vanská í sal Menntaskólans við Hamrahlið
9. sinfónía Beethovens
í Hallgrímskirkju
Sinfóníuhljómsveitin og 230 manna kór flytja verkið
ÞAÐ ER 230 manna kór sem þessa
dagana æfir af kappi fyrir tónleika
Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem
verða í Hallgrímskirkju 8. og 9. júní
næstkomandi. í kómum eru fyrrver-
andi og núverandi félagar í báðum
Hamrahlíðarkórunum, það er að
segja Kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð og Hamrahlíðarkómum.
Á tónleikunum verður 9. sinfónía
Beethovens flutt, undir stjórn aðal-
hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, Osmo Vánská.
Stjómandi kórsins er Þorgerður Ing-
ólfsdóttir. Einsöngvarar á tónleikun-
um verða þau Marta Halldórsdóttir,
Rannveig Bragadóttir, Kolbeinn Ket-
ilsson og Kristinn Sigmundsson.
Þetta verða síðustu áskriftartónleik-
ar hljómsveitarinnar á starfsárinu.
Að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur,
kórstjóra, hafa kóramir verið við
æfingar frá því í byrjun febrúar og
þykir kórfélögum mikill fengur í því
að fá tækifæri til að taka þátt í flutn-
ingi á þessu stórfenglega verki. Og
í fréttatilkynningu frá Sinfóníuljóm-
sveit íslands segir: Það er hefð fyrir
því að þeir kórar sem takast á við
9. sinfóníu Beethovens séu með
þroskaðar og kröftugar raddir. Því
verður það ákaflega spennandi að
hlýða á Hamrahlíðarkórinn með sínar
björtu raddir og sérstaka söngstíl
syngja þetta verk.
Þess má geta að Rannveig Braga-
dóttir og Kristinn Sigmundsson hófu
bæði sinn söngferil með Hamrahlíð-
arkómum.
BÍLAVERKSTÆDI
Vorum að fá
MÓTORLYFTUR
á hagstæðu verði.
Höfum einnig fyrirliggjandi:
Rafstöðvar
Rafmagnstalíur
Sambyggðarafstöð og
rafsuðuvél
Brettalyftur
Flísasagir
SALA - SALA- SALA - SALA
LEIGA - LEIGA - LEiGA - LEIGA
Fallar hf.
Vesturvör 6, Kópavogi,
símar 641020 og 42322.
/
Wi
:\A'\a
XK&'
0*
09
^69u'e"lum,hugblínað'o9
Vé,K
^VOOVVSDAGAR 16.-20. MM' V'1' a"
FULL BÚÐ
AF ÁHUGAVERÐUM
BÚNAÐI
VIÐ ALLRA HÆFI:
■ Nýjar tölvur
■ Nýir prentarar
■ Margmiölun
■ Rekstrarvörur
FYRIRLESTRAR
■
Mibvikudag, fimmtudag og föstudag
kl. 13:30 og 16:00
fH Netvæbing fyrir lítil
og meðalstór fyrirtæki
■ Nýir möguleikar í hugbúnaði
fyrir vinnuhópa
Mkxvsoft
WbrdFbrfect
Velkomin í EJS búbina
VICTr%R mm
wF /isr 3235
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10» Sími 63 3000