Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994
ATVINNA/RAÐ/SMA
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU/4UGÍ YSINGAR
Vélvirki
Lítið verktakafyrirtæki fyrirhugar að ráða
vélvirkja til að sjá um vélbúnað félagsins auk
annarra starfa. Aðeins starfskraftur sem er
vanur viðhaldi þungavinnuvéla kemur til
greina.
Upplýsingum um fyrri störf og launakröfur
skal skila til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20.
maí nk. merkt: „AA - 12186“.
Auglýsingateiknarar
íslenska auglýsingastofan vill ráða hug-
myndaríka og kraftmikla auglýsingateiknara
til starfa.
Áhugasamir vinsamlegast leggi nafn og
símanúmer inn hjá auglýsingadeild Mbl. fyrir
18. maí, merkt: „Teiknari - 6585“.
ÍSLENSKA AUGLVSINGASTOFAN HF
Ritarar
1. Lögmannsstofa óskar að ráða vanan rit-
ara til starfa. Starfið felst í almennum
skrifstofustörfum á lögmannsstofu, s.s.
ritvinnslu (Word), uppgjöri og bókhalds-
störfum. Reynsla af innheimtukerfi lög-
manna æskileg og góð íslenskukunnátta
skilyrði. Vinnutími kl. 9-17.
2. Stofnun austarlega á höfuðborgar-
svæðinu óskar að ráða ritara í fjölbreytt
skrifstofustarf. Hæfniskröfur eru að um-
sækjendur kunni skil á File Maker Pro
(Macintosh), ritvinnslu (Word) og þekking
á umbroti æskileg. Vinnutími 8.30-16.
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavörðustíg la - 101 Reykjavlk - Slmi 621355
Bakarí
Það er nóg að gera hjá okkur og því vantar
okkur aðstoð við afgreiðslustörf frá 25/7,
vinnutími frá kl. 10-19. Einnig við störf í
pökkun tímabundið frá sama tíma, vinnutími
frá kl. 06-12.
Okkar kröfur eru samviskusemi, snyrti-
mennska, stundvísi og glaðlegt viðmót.
Umsóknum óskast skilað til auglýsingadeildar
Mbl. ekki síðar en 24. maí merktar: „B -
12181“. Öllum umsóknum verður svarað.
Egilsstaðir: Atvinna
Viljum ráða >nú þegar í eftirfarandi störf:
Vana menn með réttindi á beltagröfu og jarðýtu.
Bifvélavirkja eða vélvirkja til starfa á verkstæði.
&
VÖKVA
VÉLAR HF.
Sími 97-11610-Fax 97-12010.
Bakari óskast
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga óskar eftir að
ráða vanan bakara til starfa í brauðgerð
kaupfélagsins á Höfn, Hornafirði. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun júní.
Umsóknarfrestur er til 20. maí.
Nánari upplýsingar veita Jón Finnsson, bak-
arameistari, og Pálmi Guðmundsson, kaup-
félagsstjóri, í síma 97-81200.
KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA
Móttaka og bókhald
Leitum eftir starfsmanni til að sjá um
móttöku og afgreiðslu viðskiptavina. Starfs-
maður mun einnig sjá um færslu bókhalds
og þarf því, auk reynslu í afgreiðslustörfum,
að hafa staðgóða þekkingu á bókhaldi.
Aðeins duglegur og reglusamur starfsmaður,
sem getur unnið sjálfstætt, kemur til greina.
Umsóknareyðublöð munu liggja frammi í
Lækjargötu 4.
Vinsamlega látið passamynd fylgja umsókn.
X STOÐTÆKNI
Gfsli Fcrdinandsson fif
Rafmagnsverk- eða
tæknifræðingur
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
innflutnings- og verkfræðifyrirtæki
óskar að ráða rafmagnsverkfræðing eða
rafmagnstæknifræðing til starfa, sem fyrst.
Starfssvið: Umsjón með innflutningi á raf-
magnsvörum, samskipti við erlend fyrirtæki
og markaðs- og kynningarsstarfsemi.
Viðkomandi þarf að hafa menntun á sterk-
straumssviði, þekkingu á raflagnakerfum og
góða efnisþekkingu auk almenns áhuga á
viðskiptum.
Góð tungumálakunnátta nauðsynleg.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eingöngu veittar á skrifstofu Guðna Jóns-
sonar, Tjarnargötu 14, og skal umsóknum
skilað á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
QtðntTónsson
RÁÐGJÖF &RÁÐN! NCARMÓNLISTA
TJARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Hugbúnaðarsvið
EJS óskar eftir fólki til starfa á hugbúnaðar-
sviði fyrirtækisins.
Um er að ræða spennandi störf við nýsmíði
og þróun hugbúnaðar.
Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í tölv-
unarfræðum eða aðra sambærilega menntun.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
forritun í gagnagrunnskerfum (t.d. Oracle),
grafiskum notendaskilum og hafi góða þekk-
ingu á SQL.
Upplýsingar um störfin veitir Snorri Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðar-
sviðs.
Urnsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað
á skrifstofu okkar fyrir 28. maí nk. merkt:
„H-UMSÓKN".
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
EinarJ. Skúlason hf.,
Grensásvegi 10, 128 Reykjavík,
sími 91-633000.
Iðnmeistarar -
iðnfyrirtæki
Við höfum á skrá fjöldann allan af iðnnemum
sem vantar starfsþjálfun og sumarvinnu.
Ráðið iðnnema til starfa.
Eflið íslenska iðnmenntun.
AMIN - atvinnumiðlun iðnnema,
Skólavörðustíg 19, s. 91-14318.
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
ÁRMÚLA 12-108 REYKJAVÍK - SlMI 814022
Kennara vantar
Kennara vantar frá og með næsta skólaári
í efnafræði, tölvufræði og viðskiptagreinum.
Umsóknarfrestur er til 24. maí nk. og skal
skila umsóknum á skrifstofu skólans.
Allar upplýsingar gefur skólameistari í síma
814022 eða á skrifstofu sinni í skólanum.
Skólameistari.
Félagsráðgjafar
Félagsmálastofnun Kelfavíkurbæjar óskar að
ráða félagsráðgjafa til afleysinga í 6 mánuði
frá 1. júlí.
Upplýsingar um starfið gefur yfirfélagsráð-
gjafi í síma 92-16700.
Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.
Félagsmálastjórinn í Keflavík.
LANDSPITALINN
/ þágu mannúðar og vísinda
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS
Deildarlæknir
Deildarlæknir óskast nú þegar á geðdeild
Landspítalans í 100% starf.
Upplýsingar veitir Lárus Helgason, yfirlækn-
ir, skor 1, geðdeild Landspítalans. Sími:
601708. Umsóknir sendist til Lárusar Helga-
sonar, yfirlæknis, geðdeild Landspítalans v.
Eiríksgötu, 101 Reykjavík.
Aðstoðardeildarstjóri
Hjúkrunarfræðingar
Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um-
sóknar nú þegar á unglingadeild. Einnig vant-
ar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. í
boði eru morgun-, kvöld- og næturvaktir.
Upplýsingar gefa: Margrét Sæmundsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími: 602600
og Guðríður Þorleifsdóttir, deildarstjóri, sími:
602500.
ENDURHÆFINGAR- OG
HÆFINGARDEILD
LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI
Þroskaþjálfi/hjúkrunarfræðingur
Þroskaþjálfa eða hjúkrunarfræðing vantar í
stöðu yfirnæturvaktar frá og með 1. júlí í 70%
starfshlutfall. Einnig vantar þroskaþjálfa eða
hjúkrunarfræðing vegna sumarafleysinga í
70% stöðu yfirnæturvaktar frá miðjun júní.
Nánari upplýsingar gefa Sigríður Harðardótt-
fr, hjúkrunarframkvæmdastjóri og Hulda
Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi í síma: 602700.