Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 MENNINGARSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Saint Etienne til landsins EFTIR nokkuð fuður er loks orðið ljóst að breska danssveitin Saint Etienne kemur hingað til lands, en tónleikana var búið að blása af. Sveitin leikur í Tollstöðvarhúsinu 10. júní næstkomandi. Saint Etienne er ein helsta dans- og popp- sveit Breta dag og því veru- legur fengur að fá sveitina hingað. Á síð- ustu plötu sinni, Tiger Bay, sem not- ið hefur mik- illar hylli hér á landi sem og erlendis, þræða með- limir sveitar- innar, sem eru þrír, einstigið milli poppsins og danstónlistar af aðdáunar- verðri fimi, eins og heyra má af þeim lögum sem helst hafa náð vinsæld- um. Saint Etienne hefur því breiða skírskotun og ætti að draga á tónleika ólíka hópa, en með Saint Etienne leika Páll Óskar Hjálmtýs- son, Ólympía, sem er ný sveit Siguijóns Kjartans- sonar Hamliða, og Svala Björgvinsdóttir, sem kemur fram með hljómsveitinni Skóp. DÆGURTONLIST Var erfitt ab veljaf Útgefin upprísa gera útgáfuhæf, en þau hafi nánast öll hljómað það vel að erfitt var að gera upp á milli. „Það er aðeins eitt lag á disknum sem aldrei hef- eftir Árno Matthinsson TÓNLEIKAR Megasar og tónlistarmanna úr hljómsveitinni Nýdanskri vöktu mikla at- hygli síðastliðið haust, því þeir þóttu sérdeilis vel heppnaðir. Það er því fengur að fá tónleikana út gefna á geisladisk og sá diskur er væntanlegur á næstu dögum. 'ónleik- arnir í MH voru haldnir undir yfir- skriftinni Drög að upp- risu, og var þannig ætlað að vísa til annarra frægra tónleika, Ðrög að sjálfs- morði, sem haldnir voru á sama stað fimmtán • árum fyrr. Eins og áður segir komu fram með Megasi á tónleikunum meðlimir hljómsveitarinnar Ný- danskrar og einnig komu við sögu söng- fuglar úr Yrju og Guðlaugur Óttars- son gítarleikari. Megas segir að við val á plöt- unni hafi menn fyrst og fremst miðað við að velja þau lög sem hljómuðu best; sem þyrfti ekkert að eiga við Ijósmynd/Björg S. til að ur komið út á plötu,“ segir Megas, þó að ég hafi spilað nokkur lög á tónleikunum sem ekki hafa komið út. Ég fór bara þessa venjulegu Rock ’n’ Roll leið: á tón- leikaplötum eru engin ný lög.“ Megas lætur vel af samstarfinu við þá Ný- danska og segist vel kunna að meta það að starfa með hljómsveit, „sérstaklega eftir að ég áttaði mig á því fyrir tíu árum eða svo að það er best að láta öll blómin blómstra; að láta duga að koma með gereralídeu og nýta síðan hvað hljóm- sveitin sem heild og ein- stakir limir hafa til mál- anna að leggja. Upp frá því hefur þetta verið mjög farsælt, en áður fyrr var ég of einráður; heimtaði ákveðnar útsetningar og það kom í veg fyrir að einhveijir aðrir nytu sín.“ Samstarfið við liðsmenn Ný- danskrar var vel heppnað og sannast á þeim rúmu 70 mínút- um af músík sem eru á diskn- um en Megas vill engu spá um frekara samstarf, það sé í raun ekki spum- ing um löngun, heldur séu menn svo uppteknir við brauðstrit að lítið svigrúm sé til tilraunastarfsemi af þeim toga. Japís gefur plötuna út. BoB-flokkurinn á ferð og flugi HELSTU danssveitir landsins eru sú marg- fræga Bubbleflies og Bong-flokkurinn, nokkuð sem dansóðir vita vel. Þeir gleðjast og við þær fregn- ir að sveitirnar hafa tekið upp samstarf undir heit- inu BoB, sem getið hefur af sér lag og tónleikaferð, sem hófst á Isafirði á mið- vikudag og heldur áfram í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þriðjudags- kvöld. Eyþór Amalds Bongliði segir að tónleikar BoB í Menntaskólanum við Hamrahlíð séu helstu tón- leikarnir í ferð flokksins um landið, daginn eftir heldur BoB til Akraness, þá til Akureyrar þar sem leikið verður á föstudag í 1929 og Dynheimum á laugardag og loks til Vopnafjarðar þar sem leikið verður að loknum hvítasunnudegi. Eyþór segir að ekki sé fleira á dagskrá, en eins lík- legt að einhveijir tónleikar bætist við. „Þetta verður enginn sveitarballarúntur. Þessi túr, Grúví sé lof og dýrð, á bara að vera einu sinni á hveijum stað og alls ekki að standa það lengi að við verðum leið á honurn." Tónleikar BoB flokksins em breytilegir eftir því hvar Ieikið verður, en Eyþór segir að í meginatriðum verði málum háttað þannig að þorri Bubblefliesliða spili með Bong í nokkrum lögum, nokkur lög verði Bong með hljóðgervlaundirleik, þá leiki Bong með Bubbleflies í hluta af prógrammi sveit- arinnar, en síðan leiki Bubbleflies. í lokin troða sveitirnar upp saman og flytja til að mynda saman lagið sem þær sömdu sam- an, Losaðu hugann. „Hver uppákoma verður sérstök og umbúnaður spunninn eft- ir því sem mönnum flýgur í hug.“ Þriðja sinn Björk í vorhug. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hróarskeldurokk Morgunblaðið/Árni Sæberg MESTA rokkhátíð Evrópu er Hróarskelduhátíðin, enda hafa aðstandendur hennar lagt meiri áherslu á að fá til leiks nýjar sveitir og ferskar, en frægar og feysknar. Und- anfarin ár hafa íslendingar fjölmennt á hátíðina og kanski meir ástæða til þess nú en oft áður, því Björk Guðmundsdóttir er með helstu stjörnunum. Hróarskelduhátíðin er haldin 29. júní til 5. og óhætt að reikna með gríðarlegri að- sókn, því einvalalið treður upp. Aðalnúmerin verða Björk Guð- mundsdóttir, sem kemur þar fram í þriðja sinn, fyrst söng hún þar með Kuklinu, þá með Sykurmolunum og nú ein sín liðs, Neil Young og Crazy Horse, Peter Gabriel, Elvis Co- stello, Aerosmith, Sepultura, Rollins Band, Radiohead, Boo Radleys, Grant Lee Buffalo, NoMeansNo, Rage Against the Machine, Dwight Yoakam og Jah Wobble, en til viðbótar eru um 70 hljómsveitir og eiga ein- hveijar stórsveitir eftir að bæt- ast við. Rokkferðir KB hafa skipu- lagt ferð á Hróarskeldu, en undanfarin ár hafa íslensku ungmenni fjöimennt þangað, því stutt er að fara og svo er alltaf gaman að æfa sig í dönsk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.