Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 SAMSAFNIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON HORFT ÁSÓLMYRKVA Menn þyrptust loftleiðis og landveg austur í sýslur til þess að sjá sólmyrkvann algjöran. Þeir sem sáu sólina myrkvast um miðjan dag hinn 30. júní 1954 urðu vitni að einhveiju stór- kostlegasta náttúrufyr- irbæri, sem augun get- ur að líta, eins og það var orðað í frétt Morg- unblaðsins á sínum tíma. „Um hádaginn féll myrkur yfir landið, napur gjóstur næddi um menn og skepnur, og stjörnur skinu á himni eins og á vetrarnóttu", seg- ir ennfremur í blaðinu. Þar sem fréttamenn Morgunblaðsins voru staddir á Skógarsandi undir Eyja- fjöllum, stóð hinn algeri sólmyrkvi í rúmlega eina mínútu. Að þeim tíma iiðnum kom örlítil rönd af sólinni fram undan tunglinu og inn- an skamms skein hún glatt í heiði. Heimurinn varð á ný bjartur og hlýr, þar sem fyrir ör- skammri stundu hafði ríkt hrollvekjandi myrkur og kuldi. Mynd- irnar eru teknar við þetta einstaka tækifæri í júnílok 1954. Þessi mynd sýnir sólmyrkvann á hinum mismunandi stigum. Lengst til hægri sést þegar skuggi tunglsins færist yfir sólina og lengst til vinstri sést hvar sólmyrkvinn er orðinn nær alger, er rökk- ur hafði lagst yfir landið og sólin formyrkvast. Fólkið í Vík í Mýrdal fylgdist af áhuga með þroun myrkvans, eins og fólk alls staðar annars staðar, þar sem hann sást. Við Dyrhólaey var fjöldi manns og hér sjást nokkrir saman komnir á varðbergi uppi á eynni. Góðar íréttir ► lyrir alla sem ætla til útlanda! 4000 kr. afsláttur af „pakkaferð.“ Handhafar ATLAS-korla og gullkorta Eurocard fá 4.000 kr. afslátt þegar þeir grelða fyrir ýmsar „pakkaferðir”. Þessi afsláttur er af heildarupphæðinni og gildir ef ferðin er farin fyrir 1. oklóber 1994. Ilér er um að ræða ferðir hjá eflirfarandi fcrðaskrifstofum: Ferðaskrifstofu íslands, Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, Ferðaskrifslofu stúdenta, ferðaskrifstofunni Alís, ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn, .-gg~\ Ferðaskrifstofu Guðmundar _ Jónassonar, Ratvís og rvAO' Samvinnuferðum- ’ Landsýn. Afslátturinn gildir fyrir eina ferð á Í0P- ári. Nú er rélti líminn lil að fá EUROCARD (DATLAS 'Z****’*Z*gttiÉKÍ - nýtur sérkjara! KREDITKORTIIF. • ÁRMÚIA 28 • 108 RHYKJAVÍK • SÍMI: (91) 68 54 99 MEISTARAKOKKARNIR /ERUINGVAR OG ÓSKAR Grísog svalandi súpa Rótilettur og súpa er ekki óal- geng samsetning í fæðuvali manna og í dag bjóðum við upp á ofnbakaðar grísakótilettur og kalda avocado súpu. Ofnbakaóar grísakótilettur meó hrísgrjónum tyrir fjóra 8 stk. grísakótilettur 1 stk. blaðlaukur '/i stk. paprika, græn 2 msk. matarolía 1 bolli hrísgrjón, ósoðin 1 dós niðursoðnir tómatar 2 tsk. sykur 'h bolli mozzarella-ostur Blaðlaukurinn saxaður smátt og settur saman við ósoðin hrísgijónin, steikt á pönnu í matarolíu uns gijónin eru orðin glær eða í u.þ.b. 2 mínútur. Þá er allt sett í eldfast mót eða pönnu sem þolir að fara í ofn. Niðursoðnum tómötum og sykrinum hellt út á hrísgijónablönd- una og hrært í. Kótilettunum er þá raðað ofan á og ostinum stráð yfir, Iok sett á mótið eða pönnuna. Bak- að í 175 gráðu heitum ofni í tæpan klukkutíma. Að lokum er lokið tek- ið af og gljáð undir grilli í nokkrar mínútur. Köld avacado-súpa fyrir fjóra 2 stk. avacado ‘A tsk. sítrónusafi 2 bollar kjúklingasoð 2 msk. þurrt sherrý 1 bolli rjómi salt og cayenne pipar eftir smekk Avocadoið er afhýtt og steinhreins- að, maukað í blandara ásamt sítr- ónusafanum, kjúklingasoðinu og sþerrýinu. Sett í skál og tjómanum hrært í. Bragðbætt með salti og cayenne-pipar eða tabasko.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.